Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Miðvikudagur 28. desember 1988 iixnuo S ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd og býningar: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Leifur Þórarinsson Lýsing: Páll Ragnarsson Sýningarstjóri: Jóhanna Norðfjörð Leikarar: Baldvin Halldórsson, Bryndís Pétursdóttir, Erlingur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Hákon Waage, Jón Símon Gunnarsson, Jón Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Þórarinn Eyjfjörð, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Ævar R. Kvaran, Aðalsteinn Jón Bergdal, Þorleifur Arnarsson, Manuela Ósk Harðardóttir, Helga Þórðardóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir, María Mjöll Jónsdóttir, Hildur Eiriksdóttir o.fl. i kvöld 28. des. 2. sýning Fimmtudag 29. des. 3. sýning Föstudag 30. des. 4. sýning Þriðjudag 3. jan. 5. sýning Laugardag 7. jan. 6. sýning Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna ihoffmanne Föstudag 6. jan., fáein sæti laus Sunnudag 8. jan. Takmarkaður sýningafjöldi. íslenski dansflokkurinn og Arnar Jónsson sýna: Faðir vor og Ave Maria dansbænir eftir Ivo Cramér og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sýningar í Hallgrímskirkju: i kvöld 28. des. kl. 20.30 Fimmtudag 29. des. kl. 20.30 Föstudag 30. des. kl. 20.30 Aðeins þessar 3 sýningar Miðasala í Þjóðleikhúsinu á opnunartíma og i Hallgrfmskirkju klukkutíma fyrir sýningu. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alia daga nema mánudaga kl. 13-18. Sfmapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Sími í miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíð og miði á gjafverði. Munið Gjafakort Þjóðleikhússins: Jólagjöf sem gleður. ■ JE i : ! m. Zsa Zsa Gabor er alltaf fönguleg kona þó árin færist yfir hana sem aðra. Hér er hún að fara á frumsýningu á nýrri kvikmynd með manninum sínum (þeim 8.?) og þau ætla greinilega að hafa nóg af poppkorni til að muðla á sýningunni. i.i;ikI'í;ia(; 2(2 2*1 KKYKIAVlKljR SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds > Jt*\ % Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson í kvöld kl. 20.30. Uppselt. Fimmtud. 29.12. kl. 20.30. Órfá sæti laus. Föstudag 30.12. kl. 20.30. Örfá sæti laus. Fimmtudag 5. jan. kl. 20.30 Föstudag 6. jan. kl. 20.30 Laugardag 7. jan. kl. 20.30. Sunnudag 8. jan. kl. 20.30. Miðasala i Iðnó sími 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISAog EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. MARAjÞOMBaUYSÍC Söngleikur eftir Ray Herman Þýðing og söngtextar: Karl Ágúst Úllsson Tónlist: 23 tónskáld frá ýmsum timum Leikstjóm: Karl Ágúst Úlfsson Leikmynd og búningar: Kart Júliusson Útsetningar og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Egill Örn Árnason Dans: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Pélur Einarsson, Helgi Björnsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Harald G. Haraldsson, Erla B. Skúladóttir, Einar Jón Briem, Theódór Júliusson, Soffia Jakobsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Guðrún Helga Arnarsdóttir, Draumey Aradóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnra hljóðfæraleikara leikur fyrir dansi. Sýnt á Broadway 1. og 2. sýning. 29. desember kl. 20.30. Uppselt. 3. og 4. sýning 30. desember kl. 20.30. Uppselt. 5. og 6. sýning 4. janúar kl. 20.30. 7. og 8. sýning 6. janúar kl. 20.30. 9. og 10. sýning 7. janúar kl. 20.30. Miðasala i Broadway sími 680680 Miðasalan í Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. Jane Fonda er heilmikil bisnesskona fyrir utan að vera fræg leikkona. Hún hefur grætt stórfé á vídeóspólum með „Jane Fonda-æfingum" og bókum sínum um líkamsrækt. Hér sjáum við leikkonuna og eiginmann hennar, stjórnmálamanninn Tom Hayden, en hvort það er pólitík eða gróðafyrirtækið sem þau eru að hvíslast á um í leikhúsinu er ekki vitað. Ulkk Margir urðu hissa þegar George Hamilton og Alana Stewart sem eitt sinn var frú Hamilton, komu saman tll veislu. Endurnýjuð kynni Að sögn Joan Collins ferð- ast hinn sólbrúni og síungi (að eigin áliti) George Ham- ilton aldrei með minna en 20 ferðatöskur. Gera má ráð fyrir að í töskunum sé talsvert af nýpressuðum jakkafötum, því maðurinn er þekktur fyrir að eiga stefnumót við fagrar konur hvarvetna á ferðum sínum. Nýlega kom hann nær öllum heiminum á óvart er hann kom til veislu í Holly- wood, sem haldin var til heið- urs starfsfólki við Ættarveld- ið. Fylgikona hans í veisluna var nefnilega engin önnur en Alana Hamilton-AIIman- Stewart. Reyndar hafa þau verið góðir vinir síðan þau skildu fyrir tveimur eigin- mönnum hennar síðan, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þau fara út saman. Öllum spurningum um hvort til mála kæmi að þau giftu sig aftur, svaraði George þó neitandi. í heimi - ■■ - Dýrasti hundakofi Húsgögnin eru forngripir, postulínið ekta og á rúmun- um eru silkirúmföt. Glugga- tjöldin eru úr ekta knipling- um og veggklukkurnar ganga rétt. í húsinu eiga heima fjórir örsmáir hundar og telja má víst að heimili þeirra sé dýrasti hundakofi hcims. Það er Maggie nokkur Hallam í Abingdon í Ox- fordshire í Englandi sem lét byggja kofann handa gælu- dýrunum sínum. Árum sam- an hefur hún safnað gömlum hlutum úr brúðuhúsum og stundað alla flóamarkaði sem hún hefur komist á. Annað áhugamál hennar eru hundar. Hún á fjóra smá- hunda sem heita Pomerian og eru af bresku smáhunda- kyni. Einn daginn datt Magg- ie í hug að sameina áhuga- Maggie fyrir utan hundakofann. Framhliðin opnast öll en hundarnir nota bara aðaldyrnar. Á hinni myndinni sjást svo íbúarnir fjórir, hver í sínu herbergi. málin og þar með hófst bygg- ing hundakofans í garöinum. Hann er á tveimur hæðum, með fjórum herbcrgjum. Úti fyrir er pallur með garðhús- gögnum og rólum. Maggic tckur fram að hundarnir hafi aldrei skemmt ncitt af hús- gögnunum og kunni aldcilis prýðilcga við sig í kofanum, scm raunar er yfir 2 mctrar á hæð. Geta má nærri að citthvað kostar svona lagað og Maggie viöurkcnnir að innbúið hafi kostað sig meira en milljón. Þar fyrir utan er svo verð hússins og þjófavarnarkerfis sem sctja varð upp cftir tvö- innbrot.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.