Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. desember 1988 Tíminn 7 Starfsemi nefndar forsætisráöherra um framtíðarspár liggur niðri: Framtíðamefnd föst í fortíð ? „Við höfum fengið tvær bækur frá nefndinni; Gróandi þjóðlíf og Auðlindir um aldamót en við keyptum og greiddum fyrirfram ofannefndar bækur og tvær eða þrjár aðrar og áttum að fá þær sendar“, sagði Vilborg Bjarnadóttir ritari forstjóra Flugleiða. Vilborg sagði að hún hefði skrifað bréf til nefndarinnar þegar næstu rit hennar bárust ekki á tilsettum tíma og alls sagðist hún hafa haft samband vegna þessa, ýmist bréflega eða símleiðis, a.m.k. sex sinnum. Hjá starfsmanni nefndarinnar hefði hún alltaf fengið sömu svörin á þá leið að þetta færi nú alveg að koma en nú væri um eitt og hálft ár síðan bækurnar áttu að berast og ekki bólaði á þeim enn. Magnús Ólafsson var um sinn starfsmaður nefndarinnar og Tíminn spurði hann hvort hún væri sofnuð svefninum langa? Magnús sagði að nefnd hefði verið skipuð að tilhlutan Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra árið 1984 sem kanna átti í sem víðustu samhengi framtíðarhorfur á íslandi til næstu aldamóta. Skipuð var í fyrstunni 40 manna ráðgjafanefnd og úr henni valdir 7 menn til að skipa framkvæmda- nefnd. Framkvæmdanefndin kom síðan á laggirnarsextán starfshópum sem hver um sig átti að annast afmörkuð verkefni. Magnús kom til starfa um áramót- in 1985-‘86 og var hann ráðinn til eins árs við að búa niðurstöður hópanna undir prentun og sjá um útgáfu efnisins. Akveðið var að gefa út fimm bækur eða rit flokkuð eftir efni þeirra. Bækurnar voru síðan kynntar ýmsum stofnunum og fyrir- tækjum og seldar í einu lagi gegn fyrirframgreiðslu. í ársbyrjun komu síðan út tvær bækur. Önnur þeirra; Gróandi þjóð- líf var um mannfjöldaspár. umhver- fismál o.fl. Hin; Auðlindir um alda- inót fjallaði um náttúruauðlindir ís- lendinga. Um svipað leyti rann ráðningar- tími Magnúsar út og enginn tók við hans starfi. Bæði var fé það búið sem til verksins hafði verið veitt og komið los á þá sem í framkvæmda- nefndinni unnu. Því varð ekki fram- hald á útgáfunni. enda sumir hópar búnir að skila af sér greinargerðum meðan aðriráttu þaðalgerlega eftir. Aðspurður urn hvort þeir sem keypt höfðu oggreitt fyrirfram fimm bækur fengju endurgreiddar hinar þrjár óskrifuðu, sagðist hann búast við því og það félli trúlega í hans hlut að ganga endanlega frá þessum málum. Hann sagðist myndu ganga úr skugga um hverjir þessir aðilar væru og hafa samband við þá innan skamms. - sá ASÍ ályktar um launalækkun hjá Arnarflugi: LAUNAUEKKUN EKKI LÖGLEG Svo sem kunnugt er af fréttum ákvað starfsfólk Arnarflugs fyrir nokkru að gefa 10% launa sinna cftir til félagsins vegna bágrar stöðu þess. A Þorláksmessu funduðu svo fulltrúar starfsmanna um mál sín í húsakynnum ASÍ. Á þessum fundi var ákveðið að stéttarfélög starfsmanna kynntu sér hvort verið geti að launalækkunin geti talist brot á landslögum. Samkvæmt landslögum eru samningar launamanna og atvinnurekenda sem kveða á um lakari kjör en kjarasamningar stéttarfélaga, ógildir. Dómstólar hafa reyndar komist að þeirrí niðurstöðu að yfirborguð laun megi ekki lækka öðruvísi en að segja fyrst upp ráðningarsamningi starfmannsins með löglegum uppsagnarfresti. Launalækkun starfsfólks Arnarflugs nú um áramaótin var ekki ákveðin með uppsagnarfresti. -áma 'íAVjYI. K\\\ Skýrsla Útvarpsréttarnefndar: Fisksölur á Bretlands- og Þýskalandsmarkaöi vikuna 19. til 23. desember: 85-90% ná sendingum einkasjónvarpsstöðva Nú þegar þrjú ár eru liðin frá setningu nýrra útvarpslaga ná 85-90% landsmanna útsendingum einkasjónvarpsstöðva en 80% landsmanna geta hlustað á einkahljóðvarpsstöðar. Frá því að útvarpsréttarnefnd tók til starfa hafa 13 aðilar fengið leyfi til reksturs hljóðvarps og 6 aðilar leyfi til sjónvarpsreksturs. Að auki hafa 35 aðilar fengið leyfi vegna skólaútvarps og 26 aðilar vegna s.k. tækifærisútvarps. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu sem útvarpsréttarnefnd hef- ur tekið saman um starfsemi sína frá upphafi. Þar kemur einnig fram að engri umsókn um leyfi til útvarps- rekstrar hefur verið hafnað, cn þó hefur nefndin enn ekki afgrcitt um- sóknir vcgna útvarps um þráð, þar sem afstaða Póst- og símamálastofn- unar sem umsagnaraðila um tækni- lega eiginleika slíkra útvarpsstöðva liggur ekki fyrir. Nefndin hefur ekki séð ástæðu til að afturkalla útvarpsleyfi. Á blaöamannafundi sagði Kjartan Gunnarsson formaður ncfndarinnar að friður og samkomulag hefði ríkt um starf nefndarinnar enda hefði hún gætt þess aö setja sér einfaldar rcglur til að fara eftir. Kjartan tók, einnig fram að samkomulag innan nefndarinnar hcfði verið meö ein- dæmum gott þó að í nefndinni sætu lulltrúarscm skipaðir væru al'stjórn- málaflokkunum. Þeir sem sæti eiga í útvarpsréttar- ncfnd voru kosnir til þess af Alþingi í desembcr 1985 til fjögurra ára. SSH Endurskinsmerki fáan- leg í öllum apótekum; í Garðabæ sem annars- , staðar: Omakleg gagnrýni „Apótekin selja endurskinsmerki Umferðarráðs og fyrir endurskins- merkjavikuna sem var í haust var gengið rækilega úr skugga um að þau fengju merkin. Apótekið í Garðabæ fékk þrjár sendingar af endurskinsmerkjum og pantanir sem ráðinu bárust voru meiri en nokkru sinni áður held ég að ég megi segja,“ sagði Sigurður Helgason hjá Umferðarráði. Sigurður Helgason hafði samband við Tímann í tilefni af samtali blaðs- ins við Hilmar Ingólfsson skólastjóra í Garðabæ sem birtist fyrir skömmu, en þar gagnrýnir Hilmar ómarkviss vinnubrögð Umferðarráðs fyrir endurskinsmerkjavikuna og þátt ráðsins í þessum málum almennt. Sigurður hafnaði gagnrýni Hilm- ars sem hann kvað gera lítið úr starfi Umferðarráðs á þessu sviði og mættu kjörnir fulltrúar Garðabæjar líta beturfeigin barm íþessummálum. -sá Á myndinni eru, talið frá vinstri: Kristinn Skúlason, verslunarstjóri SS, Guðjón Guðjónsson, markaðsfulltrúi SS, Valur Blomsterberg, Dagný Ivarsdóttir, hlaut 30 þúsund króna vöruúttekt, Kristín Þórhallsdóttir, Magnúsína Guðmundsdóttir og Valur Fannar. Á myndina vantar Guðrúnu Bjartmarz og Sigrúnu Ingóifsdóttur, sem einnig hlutu verðlaun. Rúm 1100 tonn seld Um 1181 tonn af ísfiski voru seld á Þýskalands- og Bretlands- markaði i vikunni fyrir jól og var kítóverðið í hærri kantinum. Hcildarverðmæti aflans var um 89 milljónir króna. í Bretlandshöfnum seldu að- eins tvö skip þessa vikuna, sam- tals 157,5 tonn og fcngust samtals 13 milljónir fyrir aflann. Þetta voru Álftafell SU og Arnarncs ÍS. Þorskur var um 122 tonn af heildarmagninu og fengust fyrir kílóið 83,25 krónur að meðaltali. 18 tonn voru seld af ýsu, meðal- verð 95,78 krónur og sex tonn af ufsa, mcðalverð 49,94 krónur. Úr gámum voru seld rúm 503 tonn, þar af 294 tonn af þorski, meðalverð 88,12 krónur, 86 tonn af ýsu, meðalverð 123,57 krónur á kíló og af ufsa voru seld 38 tonn, meðalverð 39,71 króna. Af öðrum fisktegundum var selt minna. í Þýskalandshöfnum lönduðu þrír bátar samtals 521 tonni. Þetta voru Hegranes SK (143 tonn), Ottö N. Þorláksson RE (196 tonn) og Breki VE (181 tonn). Heildarverðmæti aflans var um 30 milljónir króna. Meg- inuppistaðan í afla þessara báta var karfi og voru um 356 tonn seld og fcngust 62,64 krónur á kíló. Af ufsa voru 127 tonn seld og fengust 48,73 krónur fyrir kílóið. -ABÓ Verðlaun veitt í kjötkynningu Alls bárust hátt í sjö þúsund svör viö getraun sem Sláturfélag Suður- lands gekkst fyrir nýlega. Félagið stóð fyrir kjötkynningar- herferð um síðustu mánaðamót og' var uplýsingabæklingum um kjöt dreift á 50 þúsund heimili á höfuð- borgarsvæðinu. í því tilefni var efnt til getraunar þar sem spurt var um ýmis atriði úr bæklingnum. Þátttaka var góð og voru vegleg verðlaun í boði, ein 30 þúsund króna vöruúttekt og fimm 10 þúsund króna. SS þakkar öllum þeim sem tóku þátt í getrauninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.