Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. desember 1988
Tíminn 9
iíiiiii........ VETTVANGUR lllllllllllllllllllllilllllllllllll
lillllillill!!lii:
lll!illllllllilI!!i!!iiil!i!!!Í!!ii!i!lllll!l!lli!|!!!!!IEIIIllllllllllllll!l!^
lilllllllllllllll
Páll Sigurjónsson:
Orsakir gróðureyðingar
Það á að vera öllum
vísindum sameigin-
legt, að hafa það er
sannara reynist. Því
ber eldhugum, þeim er
gengið hafa framfyrir
skjöldu í sökudólgaleit
sinni, að fara í smiðju
veðurfræðinga, sagn-
fræðinga og landbún-
aðarsérfræðinga til
þess að fá fram þýð-
ingu á samspili veður-
fars og gróðurs.
Nokkrar umræður hafa átt sér
stað að undanförnu um gróðurvernd
og gróðureyðingu.
Sitt sýnist nú hverjum um það
mál, sem önnur er upp koma. Jafn-
vel er talað um umhverfisslys í þessu
sambandi. Ekki skal ég gera lítið úr
þeim vanda sem gróðureyðingin
vissulega er. Og vitanlega raun
hverjum manni að horfa uppá
landsspjöll af hennar völdum.
Vel sé hverjum þeim, sem vill
leggja lóð á vogarskálina, land-
græðslu til framsóknar. Og fjarri
mér er að efast um vilja til góðra
verka. Hinu má þó ekki gleyma að í
hita bardagans, hefur mönnum skot-
ist yfir þá staðreynd, að til þess að
ná árangri verður að ná samstöðu
um aðgerðir.Hún er ekki til farsæld-
ar góðum málsstað, árátta sumra
manna að reyna í skjóli of takmark-
aðrar þekkingar almennings á sög-
unni, að draga fram í dagsljósið
einhverja ímynd eða sökudólga, svo
sem bændur og þá einkum sauðfjár-
bændur.
Sannleikurinn er vitanlega sá, að
um er að kenna þrem megin þáttum.
Ég hirði ekki í þessu greinarkorni
að rökstyðja mál mitt mjög vand-
lega. Því ég trúi fólki sem e.t.v. les
þetta til þess að sannreyna þessi
atriði sem ég bendi á með því að
kynna sér söguna af eigin raun. Svo
ég tæpi þó á þessu, vil ég í fyrsta lagi
nefna eldgos. Þau hafa lagt til gífur-
legt magn lausra jarðefna, em allir
er vilja vita, geta séð að eru þeirri
náttúru haldin að lúta valdi vinda.
Fjúka þá gjarnan yfir það land sem
er undan ríkjandi vindátt. í öðru lagi
vil ég nefna til vötnin. En það fólk
sem ferðast hefur austur um land
hlýtur að hafa séð alla þá áraura,
sem á vegi þess verða frá Þverá í
Rangárþingi og allt austur í Lón í
A-Skaftafellssýslu. Satt best að segja
hefði ég ekki trúað því hvað gífurleg
sár vötnin hafa veitt, ef ég hefði ekki
séð það með eigin augum. Land sem
skv. mínum skilningi hefur verið
viði vaxið á söguöld sbr. Ara fróða.
Þriðja atriði gróðureyðingar, og
það sem mestu ræður er veðurfarið.
Ég hef ekki séð, að um það er landið
tók að lúta erl. konungum, hafi
gróður verið svo mjög á undanhaldi.
Má þó vera að inn til landsins hafi
verið farið að halla undan fæti.
f gamlasáttmála var kveðið á um
að sex skip a.m.k. gengju til landsins
árlega. Það bendir til að veðurfar
hafi þá þegar verið kólnandi, þó
meira yrði síðar.
Það á að vera öllum vísindum
sameiginlegt, að hafa það er sannara
reynist. Því ber eldhugum, þeim er
gengið hafa framfyrir skjöldu í söku-
dólgaleit sinni, að fara í smiðju
veðurfræðinga, sagnfræðinga og
landbúnaðarsérfræðinga til þess að
fá fram þýðingu á samspili veðurfars
og gróðurs. Þetta ber að tengja
búvísindum m.a. með tilliti til breyt-
inga á landbúnaði á íslandi í aldanna
rás.
Ég vil segja að það eigi að græða
landið upp. Þrátt fyrir tíðarfar verð-
ur við ramman reip að draga.
Ég get ekki sleppt því að minnast
á Landsvirkjun í þessu sambandi, en
Landsvirkjunarmenn hafa gert sér
far um nærgætni við landið. Þeir
sáðu og báru á Sigölduna á sínum
tíma. Hún er fjárlaus um árabil.
Samt er það svo að sá fallegi gróður
hefur fölnað mjög eftir að hann naut
ekki lengur áburðargjafar. Þar má
sjá rof myndast, auðvitað ekki há,
en rof samt. Þetta er sagt hér til þess
að vekja athygli á að það þarf meira
en góðan vilja manna. Það sem
ræður þarna er tíðarfarið.
Hinu er ekki að leyna að stundum
læðist að manni sá grunur að ofbeit-
arfræðin séu sett fram með það
að markmiði a‘ð gera bændum ókleift
að stunda sína atvinnu. Gera þá
tortryggilega í augum þjóðarinnar.
Vanhugsað frumhlaup Jóns Sigurðs-
sonar viðskiptaráðherra er því miður
líklegt til að auka þeirri skoðun fylgi.
Páll Sigurjónsson
Galtalæk.
Rúnar Ármann Arthúrsson:
Heimaslátrun og hag-
kerfi undirdjúpanna
- Það hlýtur að vera heldur leiði-
gjamt að neyðast til að éta saltfisk
í öll mál, sagði ég.
- öllu má venjast svo gott þyki,
sagði Krulli í Kambi og setti upp
spekingssvip. Svo má alltaf koma
einhverju af öllum þessum saltfiski
í pening. Það er verst hvað hann
frændi minn er orðinn kræsinn í
seinni tíð. Hann vill helst ekkert
nema læri. Satt að segja vill hann
miklu fleiri læri en ég get látið hann
fá. Eins og sauðkindin sé einhver
áttfætlingur. Þeir hljóta að vera
heldur matvandir þessir strákar
sem róa hjá honum frænda mínum.
Það held ég nú.
- Varla getur svona verslun talist
lögleg eða hvað? Ekki-nóg með að
verið sé að svindla á kvóta til sjós
og lands, ríkið verður bæði af
beinum og óbeinum sköttum, fyrir
utan verslunina sem missir af öllu
gamninu. Maður hefði haldið að
það væru nógir erfiðleikar samt hjá
landsbyggðarkaupmönnum.
Krulli hreytti því út úr sér að
kannski væri ekki von að „umbúða-
fræðingar" eins og undirritaður
skildu bændasálina á íslandi. Þeir
einu sem íslenskur almenningur
virtist hafa samúð með væru brask-
arar og búðarlokur. Krulli var ekki
beint árennilegur þar sem hann
stóð fullur eldmóðs með fjárklipp-
urnar í höndunum. Hann sagði að
bændur hefðu alltaf séð við þeim
sem ætluðu að beita þá kúgun og
ofríki. Nú þegar reynt væri að
útrýma stéttinni væru þeim engin
meðul heilög í varnarbaráttu sinni.
Dreifing á kjöti af heimaslátruðu
væri svo sem ekkert lögbrot miðað
við margt annað sem átölulaust
fengi að viðgangast í þessu þjóðfé-
lagi. Það sem gilti væri neyðarrétt-
ur. Kannski mundu einhverjir
hausar fjúka áður en yfir lyki!
Orðum sínum til áréttingar lét
Krulli hvfna í klippunum rétt fyrir
ofan hægra eyrað á mér, svo ég sá
þann kost vænstan að samsinna
öllu sem hann sagði, - hætti meira
að segja við að segja honum frá
fyrirlestri sem hámenntaður hag-
fræðiprófessor flutti í Háskólanum
fyrir tuttugu árum og fjallaði um
gildi peninga. Nokkrir nemenda
hans voru slegnir hugsjónablindu.
Þeir sáu í hillingum umbreytt sælu-
samfélag á íslandi, þar sem eignar-
Seinni hluti
réttur hefði verið afnuminn og
peningar gerðir óþarfir.
Þrátt fyrir. það átti smjör að
drjúpa af hverju strái til sjávar og
sveita og menning og listir að
standa með blóma. Fyrirlestri próf-
essorsins var beint gegn stórhættu-
legum ranghugmyndum af þessu
tagi.
Peningar eru ekki verðmæti í
sjálfu sér, sagði sá frómi prófessor.
Þeir eru samt ávísun á verðmæti
og bráðnauðsynlegur smurningur
efnahagslífsins. Hann spurði stúd-
entana hvernig þeir héldu að rakar-
anum sínum litist á, ef hann reyndi
að borga honum með því að spila
fyrir hann á fiðlu.
Svarið vafðist fyrir flestum. Einn
nemandinn vildi fá að vita hvort
prófessorinn kynni að spila á fiðlu.
Þó að ég sleppti sögunni um
prófessorinn fékk ég dágóða
hugmynd. Krulli var heldur farinn
að róast þegar hann hafði lokið við
klippinguna og ég sagðist því miður
engan bústofn eiga. Af þeim sök-
um gæti ég ekki greitt honum
þjónustuna með kjöti. Hins vegar
hefði mér dottið í hug ferskeytla
meðan hann var að klippa mig.
Kannski gæti hann notað eftirfar-
andi vfsu til að auglýsa starfsemi
sína:
Karl minn hygdu að kolli þínum,
Krulli honum getur breytt,
klippt og skorið skærum fínum,
skafið kjamma og hárið greitt.
- Nei, ég er hræddur um að
þetta dugi ekki eitt sér, sagði Krulli
og glotti í kampinn. Enda þótt mér
þyki vísan sæmileg er óráðlegt að
auglýsa starfsemina opinberlega.
En tengdamamma verður áttræð
eftir tæpan mánuð. Gætirðu sett
saman örlítið ljóð til hennar í mínu
nafni?
Ég sá engin vandkvæði á því, ef
hann vildi umlíða þóknunina þang-
að til. Krulli sagðist ekki einasta
mundu gera það. Þegar kvæðið er
tilbúið ætlar hann í staðinn að setja
í mig permanent og blása á mér
hárið. Þar með er ekki öll sagan
sögð, heldur fær eiginkonan sömu
trakteringar fyrir ekki neitt.
Þegar þarna var komið sögu
birtist Gunnólfur stórbóndi á
Fögruströnd aftur. Hann hafði
staðið í gættinni dágóða stund án
þess við yrðum hans varir. Gunn-
ólfur sagðist hafa skroppið inn í bæ
að þiggja góðgerðir hjá Sigurlín
húsfreyju og sýna henni árangurinn
af handbragði eiginmannsins. Nú
var hann kominn að kveðja á nýjan
leik og minna Krulla á afmælis-
kokkteilinn hjá Búnaðarfélaginu í
tilefni af hundrað ára afmælinu.
- Heyrðu lagsi, sagði Gunnólfur
sposkur og leit á mig, vantar þér
ekki ket? Égþykist vita að þú eigir
ekki mikið af aurum, en éf þú gætir
sett saman nokkur erindi fyrir
aldarafmæli Búnaðarfélagsins ætti
að vera hægt að gauka að þér eins
og tveim ærskrokkum.