Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 30. desember 1988
Osonlagiö og þar með mannkynið er í stórhættu !
Úðabrúsar bannaðir 1991
Nýverið boðaði Jón Sigurðsson iðnaðarráðhcrra til blaða-
mannafundar þar sem kynnt var innihald skýrslu um notkun
ósoneyðandi efna á íslandi árið 1986 og framkvæmdaáætlun
um minni notkun og mat á kostnaði.
Skýrsla þessi er unnin af nefnd sem þáverandi iðnaðarráð-
herra, Friðrik Sophusson, skipaði 15. júní síðastliðinn.
Mat nel'ndarinnar er það að heild-
arnotkun ósoneyðandi efna á íslandi
hafi verið um 200 tonn árið 1986. Þar
af voru um 70 tonn flutt inn sem
hráefni til notkunar í iðnaði og í
framleiöslu, og um 130 tonn í liálf-
unnum og fullunnum varningi.
Nefnd þessi gcrir tillögur um fram-
kvæmdaáætlun, er tekur mið af
hverju notkunarsviði fyrir sig, auk
tillagna um framkvæmd og eftirlit,
svo og endurskoðun framkvæmda-
áætlunur árið 1991.
Samkvæmt þessari áætlun hcnnar
cr gert ráð fyrir því að tninnka
hcildarnotkun klórflúorklórefna, en
þaö er annar tvcggja efnaflokka scm
taldir eru eyða ósonluginu, um meira
en 25% fyrir árið 1991. Þar vegur
þyngst tillaga um bann viö notkun
úðabrúsa frá og með árinu 1991. Það
er jafnframt skoðun nefndarinnar,
að hægt eigi að vera að minnka
hcildarnotkun klórflúorkolefna fyrir
lok ársins 1994 um 50% af notkun-
inni árið 1986.
Þetta bann við úöabrúsum á sér
rcyndar hliðstæður víða um heim,
eftir því sem fram kom á lundinum.
Mcðal annars munu þeir liafa veriö
bannaðir í Handaríkjunum til l'jölda
ára sem og víðsvegar í Livrópu. Með
orðinu „úðabrúsi" í þessu lill'clli er
ekki átt við þá brúsa sem eru með
loftpumpu og þarf þar af leiðandi aö
dæla vökvanum úr, heldur brúsa
sem dæla vökvanum út í loftið svo
lengi sem þrýst er á þar til gerðan
tappa.
Það er mtit ofangreindritr nefndar
að kostnaöur við að draga úr notkun
klórflúorelnímna hér á landi, geti
oröið hliðstæður við áætlaðan kostn-
að annars staðar á Norðurlöndum,
cða 300-400 kr. á kílóið. Heildar-
kostnaður við að minnka notkun
þessara efna um hclnting fyrir lok
ársins 1994 yröi þannig 30-40 mill-
jónir króna, rciknað á vcrölagi í lok
ársins 1988.
Ósonlagið gegnir mjög þýöingar-
miklu hlutvcrki í verndun alls lífríkis
á jörðu. Þaö stöðvar orkumikla,
útfjólubláa geislun frá sólinni. Þynn-
ing lagsins hcfur í för með sér aukna
útfjólubláa gcislun á yfirborö jarðar,
með skaðlegum áhrifum fyrir menn,
dýr og gróður. Áhril'in sem slíkt
hefur á mannskcpnuna er fyrst og
frcmst aukin tíöni húökrabbameins,
veikaraónæmiskerfi og augnskaðar.
Eitt af því sem beint hcl'ur athygli
manna að ósonlaginu undanfarin ár,
eru mælingar á þykkt þess yfir
Suðurskautslandinu. Þar hcfur
mælst, l'rá árinu 1979, umtalsverð
þynning í september og október,
svokallað „ósongat". Þetta svæöi
hel'ur verið að stækka undanfarin ár.
Nú beinast augu Ijölmargra vísinda-
manna aö því að svipuð þróun geti
orðið á noröursvæðum, með tilvar-
legri áhril'um vcgnti þéttari byggöar.
Á næstunni verður gerður rit
leiðangur vísindamanna víðsvcgar
að úr heiminum til rannsókna á
ósonlaginu yfir norðurskautinu.
Leiöangur þessi mun verða geröur
út l'rá Stavanger í Noregi og er búist
við að rannsóknir hans muni sýna
enn l'rekar Iram á nauðsyn þcirra
aðgerða sem nú hafa veriöákveðnar.
- áma.
Sænskir læknar enn ráðalausir gegn skæðum skarlatssóttarsýkli:
Islensk stúlka vann
bug á streptokokkum
í mánuðinum dó fimmtíu ára
gömul kona á sjúkrahúsi í Malmö
Frá Þór Jónssyni i Stokkhólmi.
íslensk stúlka í Stokkhólmi veikt-
ist af streptokokkaflensunni. sem
lagt hefur ellefu fórnarlömb að velli
í Svíþjóð einni.
Dánartalan er meira en tvöfalt
hærri í Noregi.
íslenska stúlkan smitaðist að öll-
um líkindum á dagheimili, sem hún
var vistuð á, en dagheimilinu var
lokað, þegar hvert barnið á fætur
ö,ðru veiktist.
íslenska stúlkan var flutt á spítala,
þar sem henni voru gefin fúkalyf, en
hún reyndist hafa nægilegt mót-
stöðuafl til að vinna bugásjúkdómn-
um. ■ Öllum börnunum batnaði og
dagheimilið hefur verið opnað á ný.
Vara loks við
Sænskir læknar vara nú loks ák-
veðna áhættuhópa við þessum skæða
sjúkdómi, sem þeirstanda ráðalausir
frammi fyrir. Þeir hafa ckki áður séð
ástæðu til þess, - einungis bent á að
ekki sc um faraldur að ræða -, en nú
cr komið annað hljóð í strokkinn.
eftir uppskurð sem hún hafði gengist
undir þar. Uppskurðurinn tókst að
óskum, en í Ijós kom að streptok-
okka-sýkillinn hafði borist í blóðið
og dregiö hana til dauða. Allt starfs-
fólk og sjúklingar-samtals hundrað
manns - á deildinni voru umsvifa-
laust rannsakaðir. Sextíu höfðu
smitast!
Læknarnir hvetja á þessu stigi
málsins allar óléttar konur og þá,
sem eiga að gangast undir uppskurð,
að leita læknis undir eins og þeir eða
einhver nákominn þeim finni til
eymsla í hálsi.
Uggvænleg þróun
Poul Christensen, sýklafræðingur
á sjúkrahúsinu í Malmö, segir í
viðtali við Aftonbladet að full ástæða
sé að vara við þessum sjúkdómi.
- Við fæðingu eða uppskurð eykst
hættan á því að þessi tegund af
streptokokkum berist í blóðið og þá
er hann stórhættulegur, segir hann.
Sýklafræðingurinn telur að
ástandið á skurðdcild sjúkrahússins
í Malmö sé ekki einsdæmi. Hann
óttast að streptokokkarnir hafi bor-
ist um alla Svíþjóð. Þó tekur hann
skýrt fram að flestir fá sjúkdóminn á
vægu stigi.
- En þetta er uggvænleg þróun og
ný uppgötvun að svo margir hafi
smitast af sömu tegund af streptok-
okkurn.
Ulfar og Ljón
opna enn á ný
Nýir eigendur hafa lekiö við
veitingastaðnum Úlfar og Ljón
sem opnaður hefur verið aftur eftir
eigendaskipti og breytingar.
Staðurinn hefur nafn sitt af nöfn-
um fyrri eigenda, þeirra Úlfars
Eysteinssonar og Leós Löve, én
Lcó þýðir ljón á latínu, langi
einhvern að vita.
Úlfar Eysteinsson hefur opnað
vcitingastað vestur á Hagamel þar
sem liann matreiðir lisk af kunnri
snilld sinni. en eigendaskiptin á
Úlfar og Ljón munu ekki hafa i för
með sér stefnubreytingu í rekstri
staöarins því nýju eigendurnir. þeir
Tómas Kárason og Ágúst Cnið-
mundsson, ætla að leggja mikla
áherslu á fiskrétti hér eftir sem
hingað til. - sá
Amnesty International sendir bref
til allra ríkisstjóra í Brasilíu:
Misþyrmingar af
hálfu lögreglu og
embættismanna
I mörgum málum sem Amnesty
International hefur haft afspurn af,
hafa lögregluyfirvöld farið í kringum
skráningu á glæpum eða sleppt alfar-
ið að afla sér sönnunargagna sem
nauðsynleg eru, samkvæmt brasil-
ískum lögum.
Það er áhyggjuefni að í ákveðnum
tilfellum hafa embættismenn jafnvel
af ráðnum hug eyðilagt fyrir rann-
sókn sem þeim hefur verið falin.
Amnesty telur, að brasilísk lög hafi
að geyma fullnægjandi ákvæði til að
hægt sé að láta fara fram rannsókn á
svo alvarlegum glæpum sem morð
eru, og að unnt sé að lögsækja þá
sem bera á þeim ábyrgð. Sannanir
eru fyrir því, að misbrestur er á
notkun Jreira ákvæða, bæði af hálfu
lögreglu og dómsvalds í mörgum
fylkjum.
Staðreynd er, að opinberir em-
bættismenn samþykkja ólöglegt at-
hæfi vopnaðra manna og örygg-
isvarða. Þar sem markviss uppbygg-
ing hefur át sér stað. hafa margsinnis
borist fréttir af því að smábændum
og indíánum hefur veriö misþyrmt,
og einnig hafa verið framin pólitísk
morð á bændaleiötogum og stuðn-
ingsmönnum þeirra.
Þegar talsmönnum stjórnarinnar
hafa borist fyrirspurnir frá Amnesty
International um þessi efni, fást þau
svör að náin tengsl milli embættis-
manna ríkisins og landbúnaðarins,
sé skýring á óeðlilega fáum handtök-
um og ófullnægjandi málssóknum á
hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir
morðunum.
Amnesty International fer þess á
leit við fylkisstjóra og embættismenn
stjórnarinnar að þeir geri nauðsyn-
legar ráðstafanir til að skylda alla
embættismenn ríkisins til þess að
hlíta lögum. Þeir sem gerast sekir
um ólöglegt ofbeldi, handtökur eða
brjóta rétt fanga á annan hátt sam-
kvæmt stjórnarskránni. skulu fá
viðhlítandi málsmeðferð og réttmæt-
an dóm.
Ökumenn
þreytast fyrr
noti þeir léleg
sólgleraugu.
Vondum
IUMFEROAR
Iráð