Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminni FRÉTTAYFIRLIT LONDON — Bandarísk flugfélög hafa hert til mikilla muna öryggisgæslu sína á breskum flugvöllum eftir aö Ijóst var að sprengju þeirri er grandaði breiðþotu PanAm flugfélagsins var komið um borð á Heaththrow flugvelli. Ættingjar þeirra er fórust hyggj- ast lögsækja PanAm þar sem flugfélagið gerði engar sér- stakar öryggisráðstafanir þrátt fyrir að bandarísk flugmálayfir- i völd höfðu varað við yfirvofandi j hættu af völdum hryðjuverka- manna á þessari flugleið. PARIS — Líbýsk yfirvöld afhentu frönskum yfirvöldum ungu stúlkurnar tvær sem i haldi voru í Líbanon í þrettán mánuði. Þær eru nú komnar til föður síns París. MOSKVA - Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna Leonid Brésnef má muna fífil sinn fegri. Nafn hans hefur nú verið máð af öllum opinberum byggingum, ■ þar með talið af húsi því erj hann eitt sinn bjó í. Hin opin-; bera fréttastofa Tass skýrði frá | þessu. MÚNCHEN — Vesturþýsk- ar húsmæður vinna um það bil 80 klukkustundir á viku hverri I en reynsla þeirra og vinnu- framlag er mjög vanmetið. Þá! er fjárhagslegt öryggi þeirra í! algjöru lágmarki. AMSTERDAM — Forstjóri filippseyska flugfélaasins | „Philippine Airiines" sagði að, þeim hafi borist aðvörun um að palestínskir skæruliðar hafi í j huga að ræna einhverri flugvél [ félagsins. Þá hafa „China Air- j lines“ og „Garuda Indonesiaj Airways" einnig fengið aðvör- un. Ertalið að liðsmenn skæru-' liðaforingjans Abu Musa hafi) þegar undirbúið flugrán í Aust- urlöndum. LISSABON — Angólustjórn hefur formlega beðið Samein- uðu þjóðirnar um fjárstyrk að upphæð 800 milljónir króna til ao greiða kostnaðinn við að flytja þá 50 þúsund hermenn Kúbumanna sem nú eru í Ang- óla heim til Kúbu í samræmi við nýgerða friðarsamninga, Föstudagur 30. desember 1988 lllllllliilllliillllllllll ÚTLÖND Shamir forsætisráðherra ísraels segist vilja viðræður um hernumdu svæðin: Egyptar lykilmenn í f riðarsamningum Forsætisráðherra ísraels Yitzhak Shamir biðlar nú mjög til Egypta og segir þá geta leikið lykilhlutverk til að koma á friði á hernumdu svæðun- um á Vesturbakkanum og í Gaza. Sagðist hann vonast til þess að innan tveggja mánaða gætu hafist friðar- viðræður undir umsjá risaveldanna þar sem Egyptar yrðu milligöngu- menn arabaríkjanna og Palestínu- manna í viðræðum við Israela. Shamir sagði í gær að hann væri reiðubúinn til þess að leyfa kosning- ar á hernumdu svæðunum svo Pal- estínumenn þar geti kjörið eigin fulltrúa til að taka þátt í friðarvið- ræðum við ísraelsmenn. Shamir hafnar algerlega viðræð- um við Frelsissamtök Palestínu sem fyrr. Egyptar hafa sett það sem skilyrði fyrir friðarviðræðum að ísra- elar ræði við PLO. Prátt fyrir það segist Shamir bjartsýnn á að geta átt fund með Hosni Mubarak forseta Egyptalands á næstunni. Egyptar eru eina arabaríkið sem Yitzhak Shamir hefur alltaf verið harður gegn Palestínumönnum. Nú vill ! samið hefur um frið við Israelsmenn. |,ann friðarviðræður. Rajiv Gandhi og Benazir Bhutto hittast í Islamabad: Allt viö þaö sama í Líbanon: Þyrlu- árásirog sprengju- tilræði Ofbeldið sem virðist orðið óað- skiljanlegur þáttur í hinu stríðshrjáða landi Líbanon braust út að nýju í gær þegar kröftug bílasprengja sprakk nærri varð- stöð sýrlenskra hermanna í Líb- anon og ísraelskar herþyrlur gerðu árásir á stöðvar Amal- skæruliða. ísraelsku herþyrlurnar réðust á stöðvar Amalskæruliða í þorp- inu Sultaniyeh 80 km suður af Berút. Að sögn liðsmanna friðar- gæslusveitar Sameinuðu þjóð- anna á þessum slóðum særðust átta liðsmenn Amalliða í árás- inni, en enginn lést. Hins vegar varð mikið tjón á búðum skæru- liðanna. Þessi árás er fyrsta árás ísraela á Amalliða á þessu ári sem er að líða, en þeir hafa gert margar árásir á skæruliða Palestínu- manna og Hizbollahsamtakanna. Manntjón varð heldur ekki í sprengjutilræðingu í Beirút, en einn maður særðist þar. Sýrlensk- ir hermenn lokuðu öllum götum er liggja að Kolahverfinu í Beirút þar sem sprengjan sprakk. Vilja bæta samskipti Pakistans og Indlands Vel fór á með þeim Benazir Bhutto forsætisráðherra Pakistans og Rajiv Gandhi forrsætisráðherra Indlands er þau hittust að máli í Islamabad höfuðborg Pakistans í gær, en þau sitja bæði þriggja daga fund leiðtoga sjö ríkja í suðaustur Asíu. Samskipti Indlands og Pakist- ans hafa verið vægast sagt stirð frá því ríkin fengu sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Þrisvar sinnuin hafa ríkin háð blóðug stríð á þessu tímabili. Bhutto og Gandhi munu að minnsta kosti hittast tvisvar á einka- funduni meðan á þessari ráðstefnu stendur. Er talið víst að þau munu leggja áherslu á bætt samskipti ríkj- anna tveggja á næstunni. í ræðu sinni í gær lofaði Gandhi mjög friðarhug Benazir Bhutto og sagðist vona að friðasamleg sam- skipti þjóðanna myndu aukast á næstunni. Bhutto hvatti hins vegar óll ríkin til að taka höndum saman og stuðla að öruggum friði í Suðaust- ur-Asíu. í fyrradag var undirritaður griða- sáttmáli milli Indverja og Pakistana sem kveður á um að bæði ríkin heita því að ráðast ekki gegn kjarnorku- verum hins ríkisins. Leiðtogar Bangladesh, Bhutan, Maldívaeyja, Nepals og Sri Lanka sitja fundinn auk Gandhi og Bhutto. Khartoum: Skothríð á mótmælendur Lögreglan í Khartoum höfu- ðborg Súdans hóf skothríð á mótmælendur sem héldu áfram mótmælaaðgerðum sínum þrátt fyrir að ríkisstjórn landsins hefði hætt við hækkun á hrísgrjónum. Ekki hafa borist fréttir af mann- falli. Hækkað verð á hrísgrjónum var einmitt kveikjan að mótmæla- aðgerðum gegn stjórnvöldum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ný ríkisstjórn yrði mynd- uð í landinu innan nokkurra klukkustunda eftir að Lýðræðis- legi sambandslokkurinn dró sig út úr ríkisstjórn Sadeq al-Mahdi forsætisráðherra. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út í dag: Blaðamenn fá skömm í hatt / Frá I»ór Jónssyni í Stokkhólmi. í dag, 30. desember, lýkur hálfs mánaðar löngu gæsluvarðhaldi, sem Christer Petterson var úrskurðaður í, grunaður um morðið á Olof Palme fyrir tæpum þremur árum. Ekki er við öðru að búast en að gæsluvarðhaldið verði framlengt í dag, en sannanir á hendur hinum grunaða hafa hrannast upp á þessum tíma, eftir því sem fréttir herma. Verjandi hans hefur árangurslaust áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðin- um. Lögreglan gagnrýnir sænsku dag- blöðin og þá kannski helst síðdegis- blöðin fyrir fréttaflutning þeirra. Það hefur leitt af þagmælsku lögregl- unnar um framvindu rannsóknarinn- ar að blöðin hafa farið að kanna málið á eigin spýtur. Meðal annars hafa blaðamenn rætt við kunningja Christers, sem segja að hinn grunaði hafi beðið þá um að veita sér fjarvist- arsönnun. Þetta eru þó allt óstaðfestar fréttir og segir talsmaður lögreglunnar að takist að fá fram formlegan vitnis- burð um slíkt væri sekt Christers Pettersons endanlega sönnuð. Um það er þó deilt á blaðsíðum í Svíþjóð um þessar mundir. Fyrrver- andi dómsmálaráðherra Svía hefur látið hafa eftir sér að þegar svo langt er um liðið frá því verknaðurinn var framinn nægi ekki einu sinni viður- kenning af hálfu hins grunaða til þess að fella hann fyrir dómi. Þannig séu nú einu sinni lögin í Svíþjóð. Christer Petterson heldur enn fram sakleysi sínu, þrátt fyrir sam- felldar yfirheyrslur reyndustu rann- sóknarlögreglumanna Svía. Bandaríska farþegaþotan sem grandað var yfir Skotlandi: Bush lofar að refsa hryðju- verkamönnunum George Bush sem taka mun við forsetaembættinu í Bandaríkjun- um 20. janúar hét því í gær, að hryðjuverkamönnum þeim er grönduðu bandarísku farþegaþot- unni er hrapaði yfir Skotlandi 21. desember síðastliðinn, yrði harð- lega refsað. Hann lagði þó áherslu á að erfitt yrði að hafa hendur í hári þeirra, en að Bandaríkjastjórn myndi ekkert til spara í leitinni að ódæðismönnunum. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræðinu. Efst á lista grunaðra eru öfgasamtök Palestínumanna sem andstæð eru hugmyndum Frelsiss-' amtaka Palestínu og Yassers Arafat leiðtoga þeirra um friða- rsamkomulag í Mið-Austurlönd- um. Sir Edgar Howe utanríkisráð- herra Bretlands hvatti til víðtækrar samvinnu állra ríkisstjórna, þar með talið ríkistjórna i Mið-Austur- löndum, til að finna tilræðismenn- ina. -Það mikilvæga á þessari stundu er að allar leyniþjónustur og ríkis- stjórnir vinni af heilindum í sam- einingu að því að finna út hverjir standa að ódæðinu og koma lögum yfir þá, sagði Howe í útvarpsviðtali í BBC í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.