Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. desember 1988
Tíminn 15
III BÓKMENNTIR iiiililllllí:!::.;::' ■■ : '■ ■ '■ . ' ; ' ■ " :: ■ '■
Gamall kunningi
Jón úr Vör:
Þorpið, 4. útgáfa,
Kjartan Guðjónsson myndskreytti,
Vaka-Helgafell, 1988.
Hér er gamall kunningi kominn
aftur fram á sjónarsviðið, ljóða-
flokkurinn Þorpið eftir Jón úr Vör.
Þetta verk kom fyrst út 1946, og
ásamt Tímanum og vatninu eftir
Stein Steinarr er það eitt helsta
brautryðjandaverk þess sem stund-
um er nefnt módernismi í íslenskri
ljóðagerð. Það voru þessi tvö verk
sem sýndu fram á það, svo að enginn
þurfti að efast lengur, að hægt var að
yrkja órímað og óstuðlað á íslensku.
Síðan hefur Jón úr Vör reyndar
gefið Þorpið tvívegis út að nýju,
endurskoðað og talsvert aukið. Ég
hef ekki haft aðstöðu til að bera allar
eldri útgáfurnar saman við þessa, en
að því er Jón segir hérna sjálfur
felldi hann í annarri útgáfu niður
fimm kvæði úr fyrstu útgáfu en bætti
fimmtán við úr síðari bókum sínum.
Hér, aftur á móti, hefur hann aftur
fylgt frumútgáfunni og látið prenta
sömu ljóð og þar. Má því segja að
varðandi Þorpið sé hér aftur horfið
til upphafsins, en þó hefur Jón enn
hnikað til orðavali og uppsetningu
hérna og gert á ljóðunum ýmsar
breytingar. Bíða hinar ýmsu gerðir
Þorpsins því þess að einhver bók-
menntafræðingur taki þær til rann-
sóknar og beri þær saman.
Sjálfur var ég svo lánsamur að
eignast eintak af frumútgáfunni fyrir
margt löngu, og svo er skemmst af
að segja að sú gerð hefur í huga
mínum alltaf verið hið eina og sanna
Þorp. Þess vegna hlýt ég að fagna
því að fá hana sem minnst breytta út
aftur, því að fljótlegur samanburður
minn núna leiddi ekki annað í ljós
en að tiltölulega litlu hefði hér verið
hnikað. Þó hefur röð Ijóðanna verið
breytt dálítið, sem ekki er þó til
baga.
Og að auki er þessi nýja útgáfa
ríkulega myndskreytt af Kjartani
Jón úr Vör.
Guðjónssyni myndlistarmanni. Eftir
því sem ég fæ best séð hefur það
verk tekist vel. Myndirnar eru í
einföldum dráttum, sem vel hæfir
hinu óbundna og einfalda yfirbragði
ljóðanna, og fellur því allt vel
saman, myndir og ljóð. Það er við
hæfi, því að Þorpið er fíngert lista-
verk í einfaldleika sínum. Það er
íslenskur öreigaskáldskapur, þar
sem dregnar eru upp ljóðmyndir í
frjálsu formi en þó með fullu raun-
sæi, af basli fátæks fólks vestur á
Patreksfirði snemma á öldinni, fyrir
tíma allra nútímaþæginda, hvað þá
hluta eins og atvinnu- og húsnæðis-
öryggis.
En á einum stað var ég þó vægast
sagt beggja blands um það hvort Jón
úr Vör hefði gert réttmæta breytingu
á eigin ljóði. Það heitir Eftirmæli og
hljóðar þannig hérna:
Undir austurvegg kálgarðsins
heldur hreppstjóraskektan áfram ad
fúna,
hvolfir á tveim maðksmognum
rekatrjám,
og hníflarnir nema við jörðu.
Hér sátum við vinirnir,
er hann sagði mér það, sem ég vissi
ekki, -
þá var ég átta ára og hann níu. -
Ég man,
hversu löng grasstráin voru,
þar sem þau uxu í skugganum,
og ég sagði:
Pú ert að skrökva að mér,
- og þó vissi ég,
að hann sagði satt.
Alla stund síðan
hef ég borið hatur í brjósti
-•og í dag er hann látinn
og ég fylgdi honum ekki til grafar.
Hér endar ljóðið í þessari útgáfu,
en í fyrstu útgáfunni voru þessar
línur til viðbótar:
Það var hann,
sem vissi
hvaðan litlu börnin koma.
Er það missýning hjá mér að án
niðurlagsins verði ljóðið óþægiiega
loðið; við vitum ekki hvað það var
sem snerti svona iila við drengnum?
Hvað sem líður öllum hugsanlegum
ástæðum fyrir þessari breytingu er
myndin ólíkt markvissari í fyrri gerð-
inni en þeirri síðari.
En það er eigi að síður fagnaðar-
efni að fá Þorpið aftur á prent. Það
er tímamótaverk í bókmenntum
okkar sem þarf að vera stöðugt á
markaðnum. Sérstaklega á það við
þar sem greinilega hefur ekkert
verið til sparað af hálfu útgefanda til
að gera það sem best úr garði. Það
er við hæfi, því að góðum skáldskap
hæfir vandaður búningur. -esig
Úr eldlnum til íslands
Einar Sanden:
Ævisaga Eövalds Hinrikssonar
AB 1988
Það er mikill þungi í ævisögu
Eðvalds Hinrikssonar og hans eigin
örlög og örlög eistlensku þjóðarinn-
ar eru samofin mest allan þann tíma
sem liðinn er af tuttugustu öldinni.
Evald Mikson frá Tartú í Eistlandi
fæddist samkvæmt hinu Júlíanska
tímatali þann 29. júní 1911 en
skömmu síðar var Gregoríanska
tímatalið innleitt og við það færðist
afmælisdagur Evalds fram til 12. júlí.
Þessi breyting er einskonar forspá
um stormasamt líf einstaklings og
þjóðar og lýst er með miklum ágæt-
um í ævisögu Evalds. Sagan er skráð
af öðrum landflótta Eistlendingi;
Einari Sanden.
Eistland er eitt Eystrasaltsland-
anna og er þjóðin alls óskyld ná-
grönnum sínum, Rússum og öðrum
Eystrasaltsþjóðum, heldur á til
skyldleika að telja við Finna og
Ungverja. Menning þjóðarinnar
hefur lengst af verið með öðrum
hætti en nágrannanna í austri og
suðri. Sagna- og bókahefð er þar
gömul og skyldari hefðum þjóða
handan Eystrasaltsins en þeirra sem
lönd eiga að Eistlandi.
Landið laut að mestu yfirráðum
Svía, Dana og Þjóðverja á miðöld-
um en komst undir yfirráð Rússa
1721. Það varð sjálfstætt um skamm-
an tíma eftir fyrri heimsstyrjöld í
umrótinu sem varð eftir rússnesku
byltinguna.
Kommúnistarnir rússnesku ásæld-
ust landið hins vegar ekki síður en
rússakeisari fyrrum og sendu innrás-
arlið til að taka landið en lands-
mönnum tókst að verja sig og voru
friðarsamningar undirritaðir milli
Eistlands og kommúnistastjórnar-
innar í Moskvu í byrjun árs 1920 en
samkvæmt þeim afsöíuðu Rússar sér
tilkalii til yfirráða yfir Eistlandi um
alla framtíð.
Eftir þetta leið tuttugu ára tímabil
uppgangs og grósku hjá þjóðinni
sem lauk með griðasáttmála Stalíns
og Hitlers og þá lögðu Rússar enn
landið undir sig.
Þegar Hitler síðan rýfur griða-
samninginn og heimsstyrjöldin hefst
taka Þjóðverjar Eistland og hrekja
Rússa á brott og var Þjóðverjum
fagnað sem freisurum í fyrstu og
þóttu þriggja ára yfirráð þeirra ill-
skárri en Rússanna.
í þessu umróti lifir Evald Mikson
og starfar í lögreglunni í Tallin frá
1934 fyrst sem almennur lögreglu-
maður en síðan í Pol Pol sem var
einskonar leyniþjónusta lögreglunn-
ar og sinnti hann þar eftirliti með
mönnum sem gengu erinda erlendra
stjórna og varð hann þar margs
vísari.
Svo margs að allar götur síðan
hann varð að flýja land sitt undir lok
heimsstyrjaldarinnar síðari, hafa
sovésk yfirvöld reynt að koma hönd-
um yfir manninn og hefur verið til
þess beitt ótrúlegustu aðferðum.
Síðan Evald Mikson varð land-
flótta hefur hann unnið stöðugt gegn
yfirráðum Sovétmanna í Eistlandi,
skrifað í blöð landflótta Eistlendinga
víða um heim og miðlað af þeirri
þekkingu sem hann öðlaðist í Pol
Pol.
Talsvert af þeirri þekkingu er nú
komið út í þessari bók, en hana
skráði annar landflótta Eistlending-
ur, Einar Sanden, en ýmislegt hafa
Sovétmenn lagt á sig til að freista
þess að koma höndum yfir hann ekki
síður en Evald.
Evald Mikson settist að á íslandi
fyrir hálfgerða tilviljun. Hann var
landflótta frá Eistlandi og flúinn frá
Svíþjóð eftir að hafa sloppið naum-
lega undan því að lenda í klóm
Rússa og var sjómaður á skipi sem
bjargað var inn til Reykjavíkur hrip-
leku og hálf ónýtu.
Skipið átti ekki afturkvæmt frá
íslandi og Evald settist hér að og
gerðist síðar íslendingurinn Edwald
Hinriksson og eignaðist fjölskyldu
hér og eru synir hans þekktir knatt-
spyrnumenn.
Rússar hafa lengi haft gætur á
Evald þótt nokkuð hafi sjálfsagt
dregið úr í tíð glasnost og peres-
trojku en svona til að undirstrika
afstöðu sína gagnvart þeim þá mál-
aði hann bílskúrshurðina heima hjá
sér í eistnesku fánalitunum. -sá
Kurteisi kostar
lítið í umferðinni —
stundum hreint ekki
ll
UMFERÐAR
RÁD
Happdrætti Sjáifsbjargar
Útdráttur 24. desember 1988
íbúö aö eigin vali
105334
Bifreiö Colt 1300 GL
4888 63406 93897
49922 85985 113846
Sólarlandaferð eöa vöruúttekt
1016 19895 34034 72769 106938
1639 21147 34356 78570 107498
3028 22063 35392 82657 108336
7078 24083 36245 84658 111934
9657 26628 51366 84699 112868
12671 27024 52021 91411 113123
13093 27138 54254 92126 114122
14846 29722 66925 99947
17082 31425 68289 106707
jalfsbjörg - landssamband fatlaöra
túni 12 - Simi 29133 - Pósthólf 5147 - 125 Reykjavik -
fjf Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur
Tillaga að deiliskipulagi staögreinireits 1.171.2
sem markast af Bankastræti, Skólavöröustíg,
Bergstaðastræti, Hallveigarstíg og Ingólfsstræti,
er hér meö augiýst samkvæmt 17. og 18. gr.
skipulagslaga nr. 19/1964.
Uppdrættir, líkan og greinargerö verða til sýnis frá
föstudeginum 30. desember 1988 til föstudagsins
10. febrúar 1989 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur,
Borgartúni 3, frá kl. 8.30-16.00 alla virka daga.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila
skriflega til Borgarskipulags eigi síðaren kl. 16.15,
föstudaginn 24. febrúar 1989.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkir tillögunni.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartúni 3
105 Reykjavík.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
Emils Ásgeirssonar
bónda, Gröf Hrunamannahreppi
fer'fram frá Hrunakirkju 2. janúar kl. 14.00
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni Reykjavík kl. 11.30 með
viðkomu í Fossnesti.
Eyrún Guðjónsdóttir
Guðjón Emilsson Sigríður Guðmundsdóttir
Guðrún Emilsdóttir Guðmundur Pálsson
Ásthildur Emilsdóttir Þorsteinn J. Jonsson
og barnabörn.