Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 16
16 t'í
iminn
ieoriie^eí'> flf, ■iuoeL,ui!>ó*l
Föstudagur 30. desember 1988 ’
DAGBÓK
Jólafrumsýning Þjóöleikhússins:
Fjalla-Eyvindur og kona hans
Á annan dag jóla frumsýndi Þjóð-
leikhúsið hið sígilda verk Jóhanns Sigur-
jónssonar, „Fjalla-Eyvindur og kona
hans“ í leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur.
Sigurjón Jóhannsson teiknaði leikmynd
og búninga, Leifur Þórarinsson samdi
tónlist við verkið og Ijósahönnuður er
Páll Ragnarsson.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur
Höllu, Þórarinn Eyfjörð leikur Kára
(Fjalla-Eyvind), Hákon Waage leikur
Arnes, Erlingur Gíslason leikur Björn
hreppstjóra. Aðrir leikarar eru: Bryndís
Pétursdóttir, Jón Símon Gunnarsson,
Guðný Ragnarsdóttir, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Ævar R. Kvaran, - sem
heldur upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt
með þessari sýninguRúrik Haraldsson,
Baldvin Halldórsson, Guðbjörg Þor-
Jólatrés-
skemmtun
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés-
skemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 8.
janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi.
Miöaverö fyrir börn kr. 400,- og fyrir fullorðna kr.
100,-
Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. Húsi verslunarinn-
ar, 8. hæö.
Upplýsingar í síma 687100.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Jólahappdrætti Framsóknarflokksins
Dregið hefur verið í jólahappdrætti Framsóknarflokksins.
Númerin eru í innsigli hjá borgarfógeta til 13. janúar 1989.
Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma.
Gleðilega jólahátíð.
Framsóknarflokkurinn.
Jólaalmanak SUF 1988
Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp:
1. des. 1. nr. 1851 9. des. 17. nr. 6401 17. des. 33. nr. 784
2. nr. 4829 18. nr. 5984 34. nr. 1932
2. des. 3. nr. 7315 10. des. 19. nr. 6305 18.des. 35. nr. 4457
4. nr. 1899 20. nr. 1398 36. nr. 2933
3. des. 5. nr. 6122 11. des. 21. nr. 4671 19. des. 37. nr. 7299
6. nr. 1500 22. nr. 5488 38. nr. 5351
4. des. 7. nr. 2993 12. des. 23. nr. 714 20. des. 39. nr. 1068
8. nr. 8376 24. nr. 7300 40. nr. 5818
5. des. 9. nr. 1780 13. des. 25. nr. 4456 21. des. 41. nr. 1733
10. nr. 3258 26. nr. 1016 42. nr. 174
6. des. 11. nr. 1984 14. des. 27. nr. 3260 22. des. 43. nr. 154
12. nr. 8352 28. nr. 6725 44. nr. 6533
7. des. 13. nr. 8240 15. des. 29. nr. 808 23. des. 45. nr. 6501
14. nr. 7307 30. nr. 6106 46. nr. 1242
8. des. 15. nr. 1340 16. des. 31. nr. 3764 24.des. 47. nr. 3588
16. nr. 7485 32. nr. 7229 48. nr. 474
Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið
baráttunni lið.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379
og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík.
SUF
Fjalla-Eyvindur (Þórarinn Eyfjörð) og Halla (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir) með Tótu
litlu.
bjarnardóttir, Jón Júlíusson og Þóra
Friðriksdóttir.
Börnin, sem skiptast á um að leika
hlutverk eru: Aðalsteinn Jon Bergdal,
Þorleifur Arnarson, Manúela Ósk
Harðard., Helga Þórðardóttir, Dagbjört
Guðmundsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir,
María Mjöll Jónsdóttir og Hildur Eiríks-
dóttir.
Jóhann Sigurjónsson fæddist 1880 á
Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Hann gekk í
Latínuskólann í Reykjavík og hugði á
dýralæknisnám og hélt til Kaupmanna-
hafnar til náms í Landbúnaðarháskólan-
um, en hætti námi vegna ritstarfa. Jóhann
bjó í 20 ár í Danmörku en lést 39 ára.
Hann skrifaði leikrit, Ijóð, ævintýri og
spakmæli. Leikrit Jóhanns eru: Skugginn
(óprentað) Dr. Rung (1905), Bóndinn á
Hrauni (1908), Fjalla-Eyvindur (1911),
Galdra-Loftur (1915), Mörður Valgarðs-
son (1917).
4. sýning á Fjalla-Eyvindi verður.
30. desember.
1
BILALEIGA
með utibú allt i kringurri
landið, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
ÚTVARP/SJÓNVARP
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiI
85 ára
Haukur Þorleifsson, fyrrum aðalbókari
Búnaðarbankans, verður 85 ára á
morgun, gamlársdag. Hann og kona hans
Ásta Björnsdóttir taka á móti gestum í
fundarsal Lionsklúbbanna Sigtúni 9 kl.
2-4 á afmælisdaginn.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardaginn
31. desember - gamlársdag. Lagt af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10.00
Við kveðjum gamla árið og fjórða ár
laugardagsgöngunnar. Þetta bæjarrölt er
fyrir alla unga og eldri. Komi þeir sem
koma vilja. Nýlagað molakaffi, samvera,
súrefni og hreyfing í góðum félagsskap.
Sr. Gunnar Björnsson
messar í Kvennaskólanum
Hátíðarmessa og altarisganga verður á
gamlárskvöld kl. 18.00 í Kvennaskólan-
um við Fríkirkjuveg. Sr. Gunnar Björns-
son prédikar og þjónar fyrir altari. Flutt
verður klassísk messa. Ræðuefni: „Erallt
nýtt undir sólunni?"
Ágústa Ágústsdóttir, Hrönn Hafliða-
dóttir, Viktor Guðlaugsson og Anders
Josephson syngja. Organisti ogsöngstjóri
er Jónas Ingimundarson.
Básúnukvartett undir stjórn Odds
Björnssonar leikur í hálfa klukkustund á
undan athöfninni.
Allir cru velkomnir.
Jólasýning I Gallerí Grjót
f Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A,
stendur nú yfir jólasýning, - sem jafn-
framt er sölusýning. Á sýningunni eru
verk þeirra 9 listamanna sem að galleríinu
standa, þ.e.: Gestur Þorgrímsson, Jónína
Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeig-
ur Björnsson, Páll Guðmundsson frá
Húsafelli, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún
Guðjónsdóttir (Rúna), Þorbjörg Hösk-
uldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Oll verk-
in á sýningunni eru til sölu.
Opið alla virka daga frá kl. 12-18.
Happdrætti
Styrktarfélags vangefinna
Dregiö hefur verið í happdrætti Styrkt-
arfélags vangefinna og hafa vinningar
komið á eftirfarandi númer:
Bifreið Subaru Station 1800 kr.
1.000.000: nr. 74654
Bifreiö Honda Civic 4D GL kr.
835.000: nr. 30327
Bifreið að eigtn vali á kr. 500.000: nr.
40057,46092,55036,81633,43738,51305,
59123, 90877.
6>
Rás I
FM 92,4/93,5
FOSTUDAGUR
30. desember
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gunnlaugur Garð-
arsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr
forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfir-
liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn Lesin sagan um Palla og
álfastrákinn eftir Helgu Egilson. (Einnig útvarp-
að um kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 Bókaþing Kynntar nýjar bækur.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann
Umsjón: Erna Indriðadóttir. (Frá Akureyri)
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“ Ævisaga Moniku á Merkigili skráð af
Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les
(24).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög Svanhildur Jakobsdóttir kynnir.
(Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að
loknum fréttum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03„Kerti og spil“ Ragnheiður Davíðsdóttir
ræðir um jól áður fyrr og fær til sín gesti.
(Endurtekinn frá kvöldinu áður).
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið Börn senda vinum og
vandamönnum nýárskveðjur sínar.
17.00 Fréttir.
17.03 Þjóðlög og dansar frá ýmsum löndum. a.
Skosk þjóðlög og þjóðdansar. Alexander-bræð-
ur syngja og leika. b. Fantasía um tvö rússnesk
þjóðlög. Osipov-þjóðlagahljómsveitin leikur; Vi-
taly Gnutov stjórnar. c. Syrpa af argentínskum
þjóðlögum. Los Cantores de Quilla Huasi flokk-
urinn syngur og leikur. d. Rúmenskur Zígauna-
ástarsöngur og hringdans. RúmenskirZígaunar
syngja og leika. e. Tveir Flamenco dansar frá
Andalúsiu. f. Þjóðlög frá ýmsum löndum í
breska heimsveldinu. The Spinners leika og
syngja.
18.00 Fréttir.
18.03 Þingmál Umsjón: Arnar Páll Hauksson.
(Einnig útvarpað daginn eftir kl. 9.45).
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.35 „HRYGGILEG ÖRLÖG ORÐA“, smásaga
eftir Úlf Hjörvar Erlingur Gíslason les.
20.00 Litli barnatíminn (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar.
21.00 Kristján fjórði - Goðsögn og veruleiki
Tryggvi Gíslason tekur saman dagskrá í tilefni
af fjögurra alda ríkisstjórnarafmæli hins fræga
danska einvaldskonungs.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist
23.00 í kvöldkyrru Þáttur í umsjá Jónasar Jónas-
sonar.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
&
FM 91,1
01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Jón öm Marinósson segir
Ódáinsvallasögur kl. 7.45. Veðurfregnir kl. 8.15
og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og
Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Pór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laust fyrirkl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum holl
ráð um helgarmatinn.
14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunn-
arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra" kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonar frá
Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Einars Kára-
sonar á sjötta tímanum. Ódáinsvallasaga
endurlekin frá morgni kl. 18.45.
19.00 Kvöldfréttir
19.33 Áfram ísland íslensk dægurlög.
20.30 Vinsældalisti Rásar 2 Stefán Hilmarsson
kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað
aðfaranótt mánudags að loknum fréttum kl.
2.00).
21.30 Kvöldtónar
22.07 Snúningur Stefán Hilmarsson ber kveðjur
milli hlustenda og leikur óskalög.
02.05 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir
af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og
6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands
SJÓNVARPIÐ
Föstudagur
30. desember
18.00 Líf í nýju Ijósi (20) (II était une fois... la vie)
Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam-
ann, eftir Albert Barrillé.
18.25 Gosi (1). Nýr teiknimyndaflokkur um ævintýri
Gosa - tréstrákinn sem átti þá ósk heitasta að
verða mennskur. Myndaflokkurinn er byggður á
upprunalegum sögum höfundarins Carlo Lor-
engrini - Collodi frá árinu 1876. Leikraddir Örn
Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
18.50 Táknmálsfréttir.
18!55 Austurbæingar (Eastenders) Tíundi
þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr.
Aðalhlutverk Anna Wing, Wendy Richard, Bill
Treacher, Peter Dean og Gillian Taylforth.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
19.25 Búrabyggð (4) (Fraggle Rock) Breskur
teiknimyndaflokkur úr smiðju Jim Hensons.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.45 Nonni. Lokaþáttur. Þýskur framhaldsmynd-
aflokkur byggður á sögum Jóns Sveinssonar.
Nonni er leikinn af Garðari Thor Cortes og
Manna leikur Einar örn Einarsson. Leikstjóri
Ágúst Guðmundsson.
21.35 Handknattleikur. ísland - Danmörk. Bein
útsending frá síðari hálfleik í Laugardalshöll.
22.10 Þjófaástir. (Love Among Thieves). Banda-
rísk sjónvarpsmynd frá 1987. Leikstjóri Roger
Young. Aðalhlutverk Audrey Hepburn og Robert
Wagner. í myndinni segir frá ævintýrum hefðar-
konu nokkurrar í óbyggðum eftir bíræfið dem-
antarán. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson.
23.40 Söngelski spæjarinn (6) (The Singing De-
tective) Breskur myndaflokkur. Aðalhlutverk
Michael Gambon. Þýðandi Gauti Kristmanns-
son. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
srm
Föstudagur
30. desember
16.35 Rútan rosalega. Hver stórmyndin á fætur
annarri er tætt niður og skrumskæld á meinhæð-
inn hátt. Aðalhlutverk: Joseph Bologna, Stock-
ard Channing, John Beck, Jose Ferrer, Larry
Hagman og Sally Kellerman. Leikstjóri: James
Frawley. Framleiðendur: Fred Freeman og
Lawrence J. Cohen. Þýðandi Úlfar Sigmunds-
son. Paramount 1976. Sýningartími 85 mín.
18.00 Snæfinnur snjókarl. Teiknimynd. Þýðandi:
Ragnar Hólm Ragnarsson.
18.25 Pepsí popp. Annáll ársins. Þátturinn er
unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar
gerð hans. Kynnar Hafsteinn Hafsteinsson og
Nadia K. Banine. Umsjón: Helgi Rúnar Óskars-
son. Dagskrárgerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2.
19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt
umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á
baugi.
20.30 Alfred Hitchcock. Stuttir sakamálaþættir
sem gerðir eru í anda þessa meistara hrollvekj-
unnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningar-
tími 30 mín. Universal 1986.
21.00 Napóleón og Jósefína. Lokaþáttur. Aðal-
hlutverk: Jacqueline Bisset, Armand Assante,
Stephanie Beacham, Anthony Higgins og Ant-
hony Perkins. Leikstjóri: Richard T. Heffron.
Framleiðendur: David L. Wolper og Bernard
Sofronski. Warner 1987.
22.30 Stjörnuvíg IV. Star Trek IV. Petta er fjórða
myndin í röð um hina framtakssömu áhöfn
vísindamannanna sem ætlar að þessu sinni að
ferðast aftur til tuttugustu aldarinnar og koma
„Jörð framtíðarinnar" til bjargar. Aðalhlutverk:
William Shatner, Leonard Nimoy og DeForest
Kelley. Leikstjóri: Leonard Nimoy. Framleið-
andi: Jack T. Collis. Paramount 1986. Sýningar-
tími 115 mín.
00.30 Fráskilin. Separate Tables. Mynd þessi
byggir á leikriti í tveimur sjálfstæðum þáttum
sem var frumsýnt árið 1954 í Bretlandi og sló öll
aðsóknarmet. Baksviðið er sóðalegt hótel fyrir
langdvalargesti í Bournemouth í Englandi árið
1954. Aðalhlutverk: Julie Christie, Alan Bates
og Claire Bloom. Leikstjóri: John Schlesinger.
Framleiðandi: Mort Abrahams. Þýðandi: Björn
Baldursson. MGM/UA 1983. Sýningartími 115
mín.
02.25 Dagskráriok.
_ UTVARP
Mjölnisholti 14, 3. h.
Opið virka daga
15.00-19.00
Sími 623610