Tíminn - 06.01.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 06.01.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn Föstudagur 6. janúar 1989 Austur-Þýskaland: Verour hershöf ðingi arftaki Honeckers? Erich Honecker, leiðtogi austur-þýskra kommúnista er orðinn aldraður maður og þykir ekki lengur í takt við tímann. Hann er m.a. tregur tii að tileinka sér stjórnmála- andrúmsloft Gorbatsjovs og viil haida tryggð við gamia stjórnarhætti. En miklar hræringar eru nú í Austur- Þýskalandi og ber þar hæst hvernig haga skuli samskiptum þýsku ríkjanna í framtíðinni. Þykir ýmsum líklegt að aðrir og yngri menn en Honecker séu færari um að takast á við vandann. Vestur-þýska blaðið „Welt am Sonntag“ velti nýlega þeirri spurningu fyrir sér hver líklegastur sé til að verða arftaki Erichs Honecker og komst að þeirri niður- stöðu að Heinz Kessler yfirhershöfðingi, rótgróinn kom- múnisti og náinn samstarfsmaður Honeckers um áratuga skeið, standi starfinu nærri. undir stjórn útlægra meðlima þýska Kommúnistaflokksins. Pað var einmitt á 45 ára afmælisfagnaði þessa félagsskapar í sumar sem Kessler vakti fyrst athygli um- heimsins sem hugsanlegur arftaki Honeckers. Kessler hefur átt sæti í æðstu stjórn Kommúnistaflokksins, sem síðar var nefnd miðstjórn SED (núverandi nafngift stjórnarflokks- ins). Áárunum 1947-1960 var hann meðlimur miðstjórnar æskulýðs- samtakanna og hann hefur verið þingmaður síðan 1949. Erich Honecker ritar um Heinz Kessler í endurminningum sínum: „Allt frá fyrstu kynnum okkar í júní 1945 er ég bundinn honum einlægum vináttuböndum. Sú vin- átta byggist ekki einungis á sameig- inlegu áliti okkar á heimsmálunum og pólitískum skoðunum og margra ára samvinnu í æskulýðs- starfi, heldur líka á opinskáu og vinsamlegu viðmóti hans.“ Samkvæmt fyrirskipun flokksins gerðist æskulýðsstarfsmaðurinn Kessler hermaður eftir stofnun al- þýðulýðveldisins. 1950 tók hann við embætti yfirforingja leynilög- reglunnar, 1952 varð hann yfir- maður þeirrar stofnunar sem var undanfari núverandi þjóðvarðliðs, sem stofnað var 1956. Síðar varð hann yfirmaður lofthersins og her- ráðsins. í janúar 1979 tók hann við embætti yfirmanns pólitísku yfir- stjórnar þjóðvarðliðsins, sem er lífsspursmál fyrir flokkinn hvernig er rekið. Því embætti gegndi hann allt til þess að hann var útnefndur varnarmálaráðherra 3. desember 1985, þegar fyrirrennari hans He- inz Hoffmann féll frá. Margt bendir til að Kessler standi embætti Honeckers næst Þegar tilkynningin um að XII. flokksþing SED yrði kallað saman dagana 15. til 19. maí 1990 varlátin út ganga 3. desember sl. var enn á ný farið að velta vöngum yfir því í Sambandslýðveldinu hvort Hon- ecker væri að draga sig í hlé. Þegar rætt hefur verið um hugsanlegan arftaka hans hefur nafn Kesslers aldrei borið á góma. Hins vegar er heil röð vísbend- inga sem gefa til kynna að þessi virti SED-embættismaður í ein- kennisbúningi gæti alvarlega kom- ið til greina sem eftirmaður Hon- eckers til bráðabirgða, í stað Egon Krenz, sem lengi hefur verið álitinn standa því næst en er bæði áfengis- sjúkur og sykursjúkur. Meðal vís- bendinga má telja: ■ Hinn gamli trúnaður milli hins aldraða Honeckers og bardagafé- laga hans, sem er átta árum yngri. ■ Hið nána samband milli Kes- slers og Rússa, sem hefur staðið allt frá árinu 1941. ■ Þekking og stjórn Kesslers á eigin hernaðarvél um áratuga skeið. ■ Versnandi ástand í innanrík- ispólitík í alþýðulýðveldinu. Sú þróun gæti leitt til þess að stjórnar- flokknum verði nauðugur einn sá kostur að hafa í forystu mann klæddan herbúningi. Pólskir kommúnistar hikuðu ekki við það í desember 1981, á neyðarstundu að setja hershöfð- ingja í fararbrodd til að styrkja völd flokksins. Kæmi slíkt ástand upp í Austur-þýska alþýðulýðveld- inu væri Heinz Kessler álitlegur fulltrúi stjórnarflokksins. Áhrifamaður bak við tjöldin Stjórnarflokkur Austur-Þýska- lands ýtir æ oftar fram í sviðsljós vestrænna fjölmiðla einum æðstu í manna sinna, sem til skamms tíma Ivar lítið hafður í frammi þó að honum hafi ekki verið borið á brýn ! að vera algerlega áhrifalaus. Þessi maður er Heinz Kessler hershöfð- | ingi, 68 ára gamall, liðhlaupi úr | þýska hernum í síðari heimsstyrj- | öíd og náinn baráttufélagi Erichs | Honecker, meðlimur forsætis- } nefndar flokksins og varnarmála- \ ráðherra Austur-þýska alþýðulýð- | veldisins. Eitt gleggsta dæmi þess ; að Kessler hefur hafist til áhrifa í | Austur-Þýskalandi er fundur sem { hann átti nýlega í Austur-Berlín í með afvopnunarsérfræðingi vest- i ur-þýskra sósíaldemókrata, Egon t Bahr. I1 Þessi gamalgróni kommúnisti hafði sig aldrei í frammi á æðstu a valdastigum austur-þýska Komm- únistaflokksins. Hann vann hins vegar áratugum saman í kyrrþey, að tjaldabaki, að framgangi flokksins. Það var ekki fyrr en sl. sumar sem sól hans tók að rísa á opinberum vettvangi. Sem dæmi um það má nefna eftirfarandi: ■ 12. júlí 1988 hélt Kessler ræðu í við aðalhátíðahöldin þegar minnst > var 45 ára afmælis „Nationalkomit- \ ees Freies Deutschland“ í Austur- | Berh'n. Þar lagði hann út af árang- ursríkri framkvæmd á „hugmynd- unum um einingu og sameiningu fólksins", en innan þess ramma : reiknar Kessler sameiningu • Kommúnistaflokksins og Sósía- listaflokksins í Austur-Þýskalandi, sem gengur undir nafninu SED og * er núverandi stjórnarflokkur. ■ 30. september 1988 birtist í f vestur-þýska vikublaðinu „Die Zeit“ á tveim og hálfri síðu viðtal sem aðalritstjóri blaðsins, sem jafnframt er fréttaritari þess í Aust- ur-Berlín, átti við Kessler. Aðeins einum degi síðar endurprentar „Neue Deutschland", málgagn austur-þýskra stjórnvalda, þetta viðtal þar sem hæst setti hermaður Austur-þýska alþýðulýðveldisins kann vel upplýst og sveigjanleg svör við öllum spurningum vestur- þýska blaðamannsins. Hann víkur 1 sér jafnvel ekki undan að svara Ierfiðum spurningum eins og þeim sem varða þær fyrirskipanir til þjóðvarðliðsins að „skjóta á“ fólk á flótta yfir landamæri og „rækta óvinarímyndina". | Að vísu eru svör hans í þessu ; samhengi ekki sannleikanum sam- : kvæm en þau eru, hvað orðaval áhrærir, ekki heldur ósönn, þegar j hann segir: „Það hefur aldrei - f aldrei! - verið til skipun um að ( „skjóta á flóttafólk á landamærun- E um“. Það sem til var, og til er, er lagasetning um ríkismörk Austur- þýska alþýðulýðveldisins. í þeim lögum er að finna, í greinum 26 og 27, réttlætingu á því að „beita skotvopnum". I þessu viðtali er það ekki aðferð Kesslers að leggjast í duftið til að réttlæta gerðir Austur-Þýskalands. Frantar öðru vill hann beita þrýst- ingi á vestur-þýsk stjórnvöid og varnarmálaráðherra þeirra, Rup- ert Scholz, sem hann hefur hvað eftir annað skorað á að mæta til fundar við sig, til að staðfesta „friðarvilja" þjóðvarðliðsins, og þar með sennilega nýju hernáðar- kenningu austur-þýskra stjórn- valda. Þar að auki lítur hann á pólitíska slökunarandrúmsloftið í Sam- bandslýðveldinu sem dýrmætan bandamann þess herkænskulega aðalmarkmiðs auslur-þýskra kommúnista að tryggja í sessi ólög- mæt yfirráð sinna manna, með hjálp stjórnmálamanna í alþýðu- lýðveldinu. Fundurinn með Kessler og Bahr sem átti sér stað 22. nóv. sl. í Austur-Berlín og vestur-þýsk stjórnvöld sögðu „stríða gegn stöðu borgarinnar undir stjórn fjórveldanna", verður að skoðast í samhengi við þetta viðtal við Kessl- er og er enn sem komið er sá atburður þar sem honum hefur hæst verið haldið á loft af austur- þýskunt stjórnvöldum. Ævilangur kommúnisti og mikill vinur Rússa Kessler fæddist 1920 í Lauban í Slésíu. Faðir hans var kommúnisti. Þrem vikum eftir upphaf stríðsins, þegar hann var skytta í þýska hernum á austurvígstöðvunum, gerðist hann liðhlaupi og gekk í lið með Rússunt. Hann gekk á svokall- aðan „Antifa“skóla og að beiðni Rússa var hann einn stofnenda „Nationalkomitees Freies De- utschland“, samtaka fangaðra að- standenda þýska hersins og þeirra sem gengið höfðu Rússum á hönd, Erich Honecker (fánaberi og for- maður æskulýðssamtakanna) og Heinz Kessler marséruðu hlið við hlið í kröfugöngu æskulýðssamtak- anna í Austur- Berlín á árinu 1950. Vestur-þýski stjórnmálamaðurinn Egon Bahr fékk hlýjar móttökur hjá Heinz Kessler í Austur-Bcrlín 22. nóv. sl. Heinz Kessler yfirhershöfðingi, meðlimur forsætisnefndar stjórn- arflokksins og varnarmálaráðherra Austur-þýska lýðveldisins, er einn af elstu og virtustu samverkamönn- um Erichs Honecker.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.