Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 16
16 tírriínn llllllllllllllllllllllll DAGBÓK Á myndinni eru f.v.: Bragi Eggertsson, formaður fjáröflunarnefndar, Jón Pálsson, Jóladagatala happdrsctti Sveinbjörn Hjálmsson, Vilberg Sigurjónsson, annar eigandi Vilberg & Þorsteinn, Hitachiumboðsins, Svanhildur Sveinbjömsdóttir, Þórarinn Guðmundsson varaforseti Kiwanisklúbbsins Hcklu og Bjöm Pálsson, forseti Kiwanisklúbbsins Heklu. Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavík afhenti nýlega vinning í jóladagatala- happdrætti klúbbsins: nýjasta módel af vídeotæki frá Hitachi sem rnæðginin Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og Svein- björn Hjálmsson hlutu. Þann 14. jan. nk. verður Kiwanisklúbb- urinn Hekla 25 ára, - og um leið Kiwanis- hreyfingin á íslandi, og verður þess þá minnst með ýmsum hætti. Að venju mun klúbburinn standa fyrir flugeldasýningu við Hrafnistu á þrettánd- anum og hefst hún kl. 21:00. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra Samverustund verður á morgun, laug- ardag kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Helgi Sæmundsson ritstjóri sér um efni. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík heldur barnaball í Domus Medica sunnu- daginn 8. janúar kl. 3-6. Kaffisala Safnaðar- félags Ásprestakalls Safnaöarfélag Ásprestakalls veröur með kaffisölu sunnudaginn 8. janúar í félagsheimilinu eftir messu, sem hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. Stjórnin Jólatrésskemmtun Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur jólatrésskemmtun fyrir börn í safnaðar- heimilinu Kirkjubæ sunnudaginn 8. janúar kl. 15:00. Jólasveinar koma í heimsókn. Félag eldri borgara Árshátíð Félags eldri borgara verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 6. janúar. BILALEIGA með utibú allt i kringum landiö, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bilaleiga Akureyrar Nýr opnunartími að KJARVALSSTÖÐUM 1 lok nýliðins árs samþykkti Menning- armálanefnd Reykjavíkurborgar að breyta opnunartíma Kjarvalsstaða. Framvegis verða Kjarvalsstaðir opnir kl. 11:00-18:00 alla daga vikunnar, en auk þess verður hægt að fá opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir nánara sam- komulagi. Veitingastofan að Kjarvalsstöðum verður jafnframt opin á sama tíma. Þar er boðið upp á léttar veitingar. Kvikmyndahátíð 1989 í Búlgaríu: Með mannúð til friðar og vináttu Dagana 27. maí til 4. júní 1989 gengst Rauði kross Búlgaríu fyrir alþjóðlcgri kvikmyndahátíð í Varna í Búlgaríu. Hátíðin er haidin undir kjörorðunum: „Með mannúð til friðar og vináttu". Hún er vinsæl um allan hcim, og síðast þegar slík hátíð var haldin sendu 55 þjóðir og 5 alþjóðleg fclög samtals 300 myndir. Myndirnar mega ekki vera eldri en frá 1. janúar 1987. Þær eiga að fjalla um Rauðakrossstarf, heilbrigði, vistfræði eða mannúðarmál. Lengd skiptir ekki máli. Þátttöku þarf að tilkynna til The Festiv- al Directorate í Sofia fyrir 1. febr. 1989, og myndirnar þurfa að vera komnar til Varna fyrir 25. mars 1989. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu Rauða kross Islands, Rauðarárstíg 18 ( síma 91-26722. 80 ára afmæli Hafnarfjaröarhafnar: Afmælissýning í Hafnarborg Liöin eru 80 ár frá því að reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók gildi og af því tilefni hefur verið sctt upp afmælissýning á vegum hafnarstjórnar í Lista- og menn- ingarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnar- firði. Fjöldi Ijósmynda, teikninga, yfirlits- korta, skýringarmynda og málverka lýsa þróun hafnarsvæöisins undanfarna ára- tugi. Þá eru á sýningunni ýmsir munir og minjar sem tengjast á einn eða annan hátt sögu Hafnarfjarðarhafnar og útgerðar- sögu bæjarins. Hluta sýningarsalarins í Hafnarborg hefur verið breytt í kvikmyndasal og þar er sýnd nýendurunnin heimildarmynd frá 1950, sem Ásgeir Long kvikmyndagerð- armaöur tók um borð í nýsköpunartogar- anum Júlí, einu aflasælasta togskipi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Áfmælissýningin í Hafnarborg verður opin daglega - nema þriðjudaga - kl. 14:00 - 19:00. Sýningin stendur til 15. janúar. Jólasýning í Gallerí Grjót í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A, stendur nú yfir jólasýning, - sem jafn- framt er sölusýning. Á sýningunni eru verk þeirra 9 listamanna sem að galleríinu standa, þ.e.: Gestur Þorgrímsson, Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson. Ófeig- ur Björnsson, Páll Guðmundsson frá Húsafclli, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), Þorbjörg Hösk- uldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Oll verk- in á sýningunni em til sölu. Opið alla virka daga frá kl. 12-18. Norræni veflistar þríæringurinn „Den Nordiska Textiltriennalen“ Laugardaginn 7. jan. kl. 16:00 opnar að Kjarvalsstöðum „Fimmti Norræni vef- listar þríæringurinn" (Den femte nord- iska textiltriennalen), en sá fyrsti var haldinn árið 1974. Á sýningunni eru 81 verk eftir 64 listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Fulltrúi íslenska veflistarfélagsins í dóm- nefnd var Ragna Róbertsdóttir. íslensku þátttakendurnir í sýningunni eru: Guðrún Gunnarsdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir, Guðrún Marinósdóttir og ína Salóme. Öll verk þeirra eru frá árinu 1988. Sýningin verðuropin daglega kl. 11:00- 18:00 fram til 22. janúar. Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur 1989 hefst sunnud. 8. janúar kl. 14:00. í aðalkeppn- inni tefla keppendur í einum flokki ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnu- dögum kl. 14:00 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19:30. Biðskákadagar verða inn á milli, nánar verður ákveðið um þá síðar. Lokaskráning í aðalkeppn- ina verður laugard. 7. jan. kl. 14:00- 18:00. Keppni í fiokki 14 ára og yngri hefst laugard. 14. jan. kl. 14:00. Tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsun- artími 40 mín. á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bóka- verðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, HafnarQörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju. sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 ogmun kirkjuvörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þcss óska. 68t? f iGúri.S! lUDSbutCÖ' Föstudagur 6. janúar 1989 UTVARP/SJÓNVARP 6> Rás I FM 92,4/93,5 & FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.Q0 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laustfyrirkl. 13.00 í hlustenda- þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi af því gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum holl ráð um helgarmatinn. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Sigríður Ein- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlifi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonarfrá Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Einars Kára- sonar á sjötta timanum. Ódáinsvallasaga endurtekin frá morgni kl. 18.45. 19.00 Kvöldfréttir. l9.33Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Bréfaskóla íslands. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 6. januar Þrettándinn 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Hulda Hrðnn M. Helgadóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna að loknu fréttayfir- liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Salómon svarti og Bjartur" eftir Hjört Gíslason. Jakob S. Jónsson les (5). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30Kvlksjá - Heimsendir sálarinnar. Hlín Agnarsdóttir segir frá uppsetningu á leikritinu „Lokaæfingu“ eftir Svövu Jakobsdóttur í Tabard leikhúsinu í Lundúnum. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Jóhann Hauksson. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Æfingatími14 eftir Edvard Hoem. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les þýðingu sína (2). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Stefnumót Ingu Eydal við Ellen Einarsdóttur og Rafn Hjaltalin. (Frá Akureyri) (Endurtekið frá nýársdegi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. 17.03 „Eldfuglinn", balletttónlist eftir Igor Strav- insky. Sinfóníuhljómsveitin í Montreal leikur; Charles Dutoit stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Gamanatriði úr „Nóttin er svo löng“. Þátturinn var áður á dagskrá á nýjarsnótt. Flytjendur: Jón Hjartarson og Öm Amason. Píanóleikur: Gunnar Gunnarsson. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Frá aðventutónleikum í Langholtskirkju 27. nóvember sl. Lúðrasveitin Svanur leikur lög eftir ýmsa höfunda. Stjórnandi: Robert Darling. 21.00 Kvöldvaka. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tekur á móti gestum í Hallgrímskirkju. Meðal gesta eru leikararnir Rúrik Haraldsson og Ragnheiður Steindórsdóttir, Agnes Löve píanóleikari, Þuríð- ur Pálsdóttir söngkona, Mótettukór Hallgríms- kirkju og Hörður Áskelsson söngstjóri. (Endur- tekinn frá jóladegi). 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Endurtekinn frá morgni). Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Föstudagur 6. janúar 18.00 Gosi (2). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir örn Árnason. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 18.25 Líf í nýju Ijósi (21). (II était une fois.. la vie) Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam- ann, eftir Albert Barrillé. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Elleftl þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Búrabyggð (5) (Fraggle Rock) Breskur teiknimyndaflokkur úr smiðju Jim Hensons. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Annall íslenskra tónlistarmyndbanda. Fyrri hluti. Sýnd verða nokkur myndbönd frá árinu 1988 og mun dómnefnd velja besta íslenska myndbandið. Dómnefndina skipa Ragnar Bjarnason, Sjón, Valgarð Guðjónsson og Sveinn Guðjónsson. Umsjón Gunnar Már Sigurfinnsson. Stjórn upptöku Kristín Erna Am- ardóttir. 21.00 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 21.20 Maðurinn sem gaf draumunum vængi. Dr. Alexander Jóhannesson. Heimildarmynd um dr. Alexander Jóhannesson, fyrrverandi rektor Háskóla Islands, gerð af Frank Ponzi. 22.20 Viðtal við Horst Tappert. Arthúr Björgvin Bollason ræðir við þýska leikarann Horst Tappert, þann er leikur Derrick lögregluforingja. 23.30 Fjórir félagar. (Four Friends) Bandarísk bíómynd 1981. Leikstjóri Arthur Penn. Aðalhlut- verk Craig Wasson, Jodi Thelen, Jim Metzler og Michael Huddleston. Myndin gerist í byrjun sjöunda áratugarins og fjallar um júgóslavnesk- an pilt sem flust hefur til Bandaríkjanna. Hann eignast brátt vini sem hafa mikil áhrif á hann. Þýðandi Reynir Harðarson. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 'Smz Föstudagur 6. janúar 15.35 Smiley. Fátækur, ástralskur drengur gengur í lið með nokkrum piltum, sem snapa sér hvers kyns vinnu, til að safna peningum fyrir reiðhjóli. Þegar stráksi nær langþráðu takmarki tekur faðir hans féð og notar það til að gera upp gamlar sakir við spilafélagana. Aðalhlutverk: Colin Petersen, Ralph Richardson, Chips Raf- ferty og John McCallum. Leikstjóri og framleið- andi: Anthony Kimmins. Þýðandi: Kolbrún Sveinsdóttir. 20th Century Fox 1956. Sýningar- tími 100 mín. 17.10 Dotta og jólasveinninn. Dot and Santa. I þessum þætti ferðast Dotta um víða veröld í fylgd með jólasveininum. Leikraddir: Sólveig Pálsdóttir, Randver Þorláksson og fleiri. Cori Films.______________________________ 18.25 Pepsí popp. íslenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl, get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þátturinn er unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Kynnar Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dagskrárgerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2. 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.00 Gott kvöld. Þau Helgi Pétursson og Valgerð- ur Matthíasdóttir fjalla um allt milli himins og jarðar sem er á seyði um helgina, strax á eftir fréttum. Stöð 2. 20.30 í helgan stein. Coming of Age. Léttur gamanmyndaflokkur um fullorðin hjón sem setjast i helgan stein. Aðalhlutverk: Paul Doo- ley, Phyllis Newman og Alan Young. Þýðandi: Ásthildur Sverrisdóttir._______________________ 20.55 Maraþondansinn. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi þennan söngleik í veitingahúsinu Broadway þann 29. desember síðastliðinn. Verkið er byggt á sögunni „They Shoot Horses, Don't They?" en Jane Fonda vann Óskarsverð- alun fyrir leik sinn í samnefndri kvikmynd. Maraþondansinn fjallar um einstakt fyrirbæri í bandarísku kreppunni. Fólki var safnað saman í danskeppni og dansað þar til aðeins eitt par stóð eftir. í þessum þætti er gerð grein fyrir uppruna og bakgrunni leiksins. Einnig er sagt frá æfingatímanum fyrir sýninguna, rætt við leikstjóra og textahöfund, Karl Ágúst Úffsson, en hann hefur tekið nokkur vinsælustu dægur- lögin frá þessum tíma og samið við þau texta fyrir söngleikinn. Leikmynd og búninga gerði Karl Júlíusson. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. Yfirumsjón hafði Kjartan Ragnars- son. Plús Film/Stöð 2. 21.35Sjóræningjarnir í Penzance. Pirates of Penzance. Söngleikur sem gerist í kringum 1885. Mikil fagnaðarlæti hafa brotist út um borð í sjóræningjaskipi einu þegar áhöfninni bætist liðsauki hins unga nýgræðings, Frederics. Sag- an er byggð á samnefndri óperu þeirra Gilberts og Sullivan. Aðalhlutverk: Angela Lansbury, Linda Ronstadt og Kevin Kline. Leikstjóri: Wil- ford Leach. Universal 1982. Sýningartími 105 mín. 23.20 Lög gera ráðfyrir... Penalty Phase. Stórvel gerð mynd um virtan lögfræðing sem teflirframa sínum í tvísýnu með því að láta hættulegan morðingja lausan þar sem hugsanlegt er að gengið hafi verið á rétt hans. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Karen Austin, Jane Badler, John Harkins og Millie Perkins. Leikstjóri: Tony Richardson. Framleiðandi: Tamara Asseyev. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. New World 1986. Sýningartími 90 mín. 00.50 Velkomin til Los Angeles. Welcome to L.A. Ungur dægurlagasmiður kemur til Los Angeles til að ganga frá plötusamningi. Konur hrífast mjög af rómantískum söng hans og margarfalla fyrir honum, grunlausar um hvílíkan Casanova söngvarinn hefur að geyma. Aðalhlutverk: Keith Carradine, Sally Kellerman, Harvey Keitel, Ger- aldine Chaplin, Lauren Hutton og Sissy Spacek. Leikstjóri: Alan Rudolph. Framleiðandi: Robert Altman. Þýðandi: Ásgeir Ingólfsson. MGM1977. Sýningartími 100 mín. 02.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.