Tíminn - 06.01.1989, Page 20

Tíminn - 06.01.1989, Page 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAB Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 r Lfjármál íieru okkarfag-' vv tftBflBKÉFAtflflSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SÍMI: 688568 l0»B I L A S 7- siBs ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN ■■■■ Tíirdnn FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 Halli upp á hálfan milljarð í afkomu kjötframleiðenda í fyrra: 330 milljónir tapast í gjaldþrotum verslana Áætlað hefur verið að afkoma kjötframleiðenda, þegar alifuglakjöt er undanskilið, verði með hálfs milljarðs króna tapi á árinu 1988. Þar af er 170 milljóna króna tap frá slátruninni 1987 og áætlað er að um 330 milljóna króna tap verði vegna gjaldþrota verslana á neytendamarkaði. í samtali viö Árna Jóhannsson yfirmann Búvörudeildar Sam- bandsins kom fram að tap af þessari stærðargráðu vegna gjald- þrota verslana hefur ekki verið til staðar fyrr en á nýliðnu ári. Árni sagði að hér væri um að ræða miklu hærri upphæð en þekkst hefur áður. „Fram að árinu 1988 var þetta stærð sem ekki þurfti að hugsa um í heild. Brúttóvelta í heildsölu kindakjöts var í kring- um 4 milljarða á árinu 1987, þannig að 330 milljóna tap vegna Plastpokasalan: Móttökurnar mismunandi Hvernig líkar fólki að borga fyrir plastpoka svo það geti borið vörur sem það kaupir út úr versluninni? Ekki eru allir á eitt sáttir og telur verslunarstjóri Miklagarðs, Þórður Sigurðsson, Landvcrnd hafa svikið samning sinn við kaupmenn. „Fólk tekur því undantekningalít- ið mjög vel. Fáir fetta fingur út í þessa nýbreytni. Helst eru það þeir sem hvort eð er myndu rífast út af einhverju og finna sér þarna ágætis tylliástæðu," sagði verslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni, Guðmundur Viðar Friðriksson. Hann sagði verslunina fara með hátt í 30 milljónir á ári í pokakaup. „Það að fá þó ekki sé nema brot af þeirri upphæð til baka hlýtur að skila sér í lækkuðu vöruverði." Heldur kvað við annan tón hjá verslunarstjóra Miklagarðs, Þórði Sigurðssyni, er sagði þetta viðkvæmt mál. „Fólki finnst yfirhöfuð afskaplega kjánalegt að geta ekki tekið vörur, sem það kaupir, með sér nema borga aukalega fyrir það.“ Hann sagði viðskiptavini skella skuldinni alfarið á verslunina. Þórð- ur vildi meina að fólk væri ekki nógu vel upplýst um það hvernig andvirði pokanna skiptist milli ríkisins, Land- verndar og verslananna. í samningi sem kaupmenn gerðu við Landvernd er tekið fram að hún skuli sjá alfarið um dreifingu upplýs- inga þessa efnis. En að mati Þórðar hefur Landvernd svikið þennan samning. í Miklagarði hefur verið reynt að leysa málið með því að bjóða upp á ókeypis pappakassa. Þar, sem og í Hagkaupi getur fólk einnig fengið litla plastpoka ókeypis. „Þessari þróun mætti líkja við að horfið sé aftur um ein tíu ár. Fólk ber vörurnar heim í pappakassa og mikið hefur verið spurt um inn- kaupanet," sagði Þórður. Eftirleiðis verða allir pokar merkt- ir Landvernd efst við pokahaldið. Eðlilega liggj a þó verslanirnar ennþá með nokkrar birgðir af ómerktum plastpokum sem þær hafa samkvæmt fyrrgreindum samningi leyfi til að selja. Ætlunin er að áætla sölu plastpoka þess tíma sem það tekur verslanir að losna við lagerinn eftir sölu merktra poka mánuðinn þar á eftir. Landvernd mun síðan í framtíð- inni fylgjast með hversu mikið magn hver kaupmaður fær af pokum frá framleiðanda og innheimta sam- kvæmt því. Þórður taldi áætlaðar tölur um tekjur af plastpokasölunni út í hött. „Bæði kemur til að þegar fólki er sagt að það verði að borga fyrir pokana biður það um færri en ella og annað það að þeim sem koma með innkaupanet á eftir að fjölga stórlega." jkb gjaldþrota á síðastliðnu ári skiptir gríðarlega miklu máli sem hlutfall af veltu.“ Horfur eru slæmar varðandi sölu á kjötafurðum. Framleiðsla dilkakjöts hefur dregist saman, salan innanlands hefur minnkað og dregið hefur úr útflutningi. Nefna má í þessu sambandi að í september, október og nóvember á nýliðnu ári varð 540 tonna samdráttur í kindakjötssölu í landinu miðað við sama tíma á árinu 1987. Annað dæmi um hvaða áhrif þessi slæma staða í sölumálunum hefur nú þegar haft er að 20% samdráttur varð í kindakjötssölu Búvörudeildar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga á tíma- bilinu frá maí til október í fyrra. Alls seldi Búvörudeildin á þessu tímabili tæplega fjögur þúsund tonn af kindakjöti en á sama tíma á árinu 1987 var salan tæplega fimm þúsund tonn. Á fundi Félags sláturleyfishafa sem haldinn var í nóvember s.I. kom fram að slátrun upp í full- virðisrétt í haust nam 10.400 tonnum, á móti 11.500 tonnum í fyrra. Hvað varðar fjármögnun haustslátrunarinnar var í nóvem- ber áætlað að um 140 milljónir vantaði til að endar næðu saman. Birgðir af kindakjöti í byrjun þessa framleiðsluárs, þ.e. síðast- liðið haust, námu um 2500 tonn- um og sölutölur benda til þess að reikna megi með yfir 3000 tonna birgðum næsta haust. SSH Ýmislegt má nota undir matvörurnar í stað plastpoka. Hér sést einn viðskiptavinur í Miklagarði með „fjölnota innkaupatösku“. Hana má t.d. einnig nota sem blaðagrind. Eflaust má kaupa slíkt þarfaþing í Miklagarði. Skyldi snáðinn halda að þetta sé innkaupataska af Þjóðminjasafninu? Timamynd: Pjetur OF FAIR A LABBI Eins og marga rekur eflaust minni til hóf fyrirtækið Eyjaferðir, sem staðsett er í Stykkishólmi, siglingar á milli Akraness og Reykjavíkur á síðasta ári. Bátur sá sem notaður var til siglinga þessara var einungis ætlað- ur til fólksflutninga, þ.e. ekki var hægt að flytja með honum bíla eins og Akraborgin gerir. Umferð gangandi fólks milli Akraness og Reykjavíkur virðist hinsvegar ekki meiri en svo að rekstrinum hefur nú verið hætt. Að sögn Péturs Ágústssonarsem er einn af forsvarsmönnum fyrir- tækisins þótti ekki grundvöllur fyr- ir áframhaldandi siglingum af þessu tagi og því hafi sú ákvörðun verið tekin að hætta þeim. Eyjaferðir stóðu einnig fyrir út- sýnisferðum í kringum Reykjavík á síðasta ári og sagði Pétur að ekki væri loku fyrir það skotið að sá rekstur yrði tekinn upp að nýju á komandi vori og þá jafnvel komið við á Akranesi „í leiðinni heim“. Aðalstarfsvettvangur þeirra væri hinsvegar svæðið í kringum Stykk- ishólm og svo myndi áfram verða.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.