Tíminn - 18.01.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 18.01.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 18. janúar 1989 Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Hræsni íhaldsins Kaldhæðnir sjálfstæðismenn hafa stundum gantast með það, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hætturlegur, ef hann er utan ríkisstjórnar. Það á að vera ein röksemdin fyrir því að hafa flokkinn alltaf í stjórn! Þótt auðvitað sé ekki mikið gerandi úr stórkarla- legri fyndni af þessu tagi, þá rifjast ýmislegt upp af stjórnarandstöðutiltektum íhaldsins að fornu og nýju. Hjá Sjálfstæðisflokknum helgar tilgangurinn meðalið, einkum þegar hann er í stjórnarandstöðu og er aðhaldslaus. Pótt vissulega sé farið að fyrnast yfir meira en 30 ára stjórnmálaviðburði, þá muna enn margir, hvernig framferði forystumanna Sjálfstæðisflokksins var í tíð ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar Í956-58. Sjálf- stæðismenn reyndu m.a. að spilla fyrir því að íslenska ríkisstjórnin fengi lán hjá bandarískum viðskipta- banka sínum vorið 1957 til virkjunar Efra-Sogs. Hér var um að ræða fáheyrðan pólitískan ofstopaverknað, hvernig sem á er litið. í fyrsta lagi var þessi lántaka brýnt hagsmunamál þjóðarinnar, varðaði nauðsyn nýrrar raforkuvirkjunar. í öðru lagi var hér um að ræða svo óviðeigandi íhlutun í samskiptamál ís- lenskra stjórnvalda við erlenda viðskiptavini, að fáheyrt er. Hafi þetta ekki verið landráðastarfsemi, þá var þarna gengið götuna meðfram henni. Nú er von að margt fólk, sem ekki þekkir stjórnmálasiðferði Sjálfstæðisflokksins eins og það var fyrir 30 árum, spyrji, hvernig forystumenn þessa flokks hafi talið sig geta hlutast til um að íslensku ríkisstjórninni yrði neitað um, lán í bandarískum viðskiptabanka árið 1957. Til þess að geta skilið svarið er reyndar nauðsynlegt að þekkja pólitíska andrúmsloftið í heiminum á þessum árum. En svarið er það að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins sögðu bandarískum ráðamönnum að með því að veita íslendingum þetta nauðsynlega virkjunarlán væri verið að „borga aðgöngumiða kommúnista að valdastólum á íslandi.“ Til þess að rifja enn upp það, sem ungt fólk man ekki af eigin reynd, þá stóð svo á, að nýstofnað Alþýðubandalag undir stjórn Hannibals Valdimarssonar átti aðild að ríkisstjórn Hermanns Jónassonar á þessum árum. Þaðan var komin sú ásökun á Hermann Jónasson, formann Framsóknar- flokksins, að hann væri handbendi „kommúnista". Fljótt á litið sýnist þetta framferði sjálfstæðisforyst- unnar fyrir 30 árum bera vitni um blindar öfgar. Ekki skal úr því dregið, en umfram allt var þetta pólitísk hræsni, sem er sérgrein Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn ber gjarnan af sér samstarf við „kommúnista“. íslensk stjórnmálasaga segir þó allt annað. Það var fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins og undir forsæti Ólafs Thors, að Brynjólfur Bjarna- son, hinn gamalreyndi forystumaður kommúnista, var ráðherra í ríkisstjórn íslands á árunum 1944-47. Sjálfstæðismenn útilokuðu ekki samstarf við gömlu kommúnistaforingjana Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson. Sjálfstæðismenn útiloka ekki samstarf við Alþýðubandalag dagsins í dag, þótt þeir í öðru orðinu kalli ráðamenn þess arftaka kommúnista. Ef tækifæri byðist, myndi Porsteinn Pálsson hvenær sem er eiga náið samstarf við Alþýðubandalagið. Hræsnis- pólitík íhaldsforystunnar er alkunn. GARRI Gjaldþrotaleikfimi Það er víst orðin rúm vika síðan Tíminn birti um það frétt að á nýliðnu ári hefðu framleiðendur búvöru í landinu tapað litlum 330 miljónum króna á gjaldþrotum verslana á neytcndamarkaði. Þetta hefur þó ekki vakið sérstaka at- hygli annarra fjölmiðla, og til dæm- is hefur þeim þótt fundur þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars á ísaHrði ólíkt forvitnilegra frétta- efni. Kom þó ekkert nýtt fram á þeim fundi, heldur var hann ein- ungis fréttainatur fyrir það hve hávaðasamur hann var. Þó fer ekki á milli mála að hér er stóralvarlegur hlutur á ferðinni fyrir bændur landsins. Þessi baggi lendir beint á þeim og sölufélögum þeirra. Þetta þýðir að í ár eru bændur þessari upphæð fátækari en ella væri, og eru þeir þó víst ekki ofsælir fyrir. Og afurðasölu- félögin standa víst ekki heldur þannig fjárhagslega eftir vaxta- pólitík áranna 1987 og 1988 að þau eigi í rassvasanum þá gildu sjóði seni ekkert muni um að snara slíkum upphæðum út úr. Frumskógalögmál Hingað til hefur það tíðkast að kjötheildsölur seldu vörur sínar gegn hæfilegum gjaldfresti til versl- ana. Það hefur þótt sjálfsagt mál að verslanir í smásölu væru það traustar að óhætt væri að lána þeim. Með eðlilcgum fyrirvara um einstaka svarta sauði, sem alltaf má búast við að leynist þar inn á milli, hafa menn viljað trúa því að smásalan í landinu væri rekin af mönnum sem ekki gerðu sér leik að því að baka öðrum stórtjón. Nú er hins vegar ekki annað aö sjá en að þarna sé að verða breyting á. Áreiðanleiki í viðskiptum heyri nú sögunni til. Menn reki nú versl- anir í stórum stíl sem hlutafélög án persónulegrar ábyrgðar með öðr- um eigum sínum. Ef þessar versl- anir gangi illa iáti menn þær ein- faldlega fara á hausinn og verða gjaldþrota. Með öðru og kunnug- legra orðalagi er ekki annað að sjá en að nú orðið séu það frumskóga- lögmálin gömlu sem séu farin að ráða ferðinni hér í matvöruverslun- inni. Sá sé talinn klárastur sem ötulastur sé að ná fjármagni af náunga sínum án tillits til hags- niuna hans. Þá skipti engu hvort um sé að ræða bændur sem hafi fangið fullt af vandamálum við jafn sjálfsagða hluti og þá að láta endana ná sainan fyrir daglegum nauðþurft- uin fjölskyldna sinna. Þessir hluta- félagakaupmenn á neytendamark- aðnum svífíst cinskis þegar taki að halla undan fæti í rekstri þeirra. Þá sé hlutafélagið bara látið rúlla og ekki skotið að því einni lítilli hugs- un hvaða afíeiðingar það hafi fyrir mennina scm standa i því að fram- leiða kjötið úti uni land allt. Auknar tryggingar? Hingað til mun sömuleiðis ekki liafa þótt ástæða til þess fyrir heildsölur mcð kjöt og aðrar bú- vörur að heimta almennt fullar og óskertar tryggingar fyrir hverju því sem þeir selja verslunum gegn gjaldfresti. En nú má vera að á þessu sé oröið nauðsynlegt að gera breytingu. Sé það rétt að sá mórall sé farinn að ríkja í hópi eigcnda verslana, að litlu skipti hvort liúðimar rúlli í gjaldþrotum eða ekki, þá virðast tímarnir greinilega vera orðnir breyttir. Þá gildi ekki lengur sú gamla regla að eigandi verslunar skuli standa og faila með búð sinni. Þá sé við að eiga menn sem deili sjóðum sínum á milli nokkurra hlutafélaga. Gangi illa í einu félag- inu sé þaö látið rúlla, í trausti þcss að önnur gangi betur og mali gull í lófa eigenda sinna. Þá sé engu hirt hverjir tapi á gjaldþrotunum. Þá gildi gömlu frumskógalögmálin; sá komist lengst sem frekastur sé til fjárins og taki minnst tillit til hags- inuna náunga síns. Þess vegna má meir en vera að sá tími sé runninn upp að heildsölur verði nú almennt að fara að heimta fullar og óskcrtar tryggingar fyrir liverju snitti sem þær selja búðum öðru vísi en gegn staðgreiöslu. Þcgar tap á gjaldþrotum cr farið að nema upphæðum á borð við þetta þá fer ekki hjá því að menn neyðist til þess að fara að endurskoöa stööuna. Þá verði að krefjast þess að eigendur vcrslana þori að taka þá ábyrgð á eigin rekstri að þeir séu tilbúnir að leggja aðrar eignir sínar að veði fyrir því að hann standi. Vissulega er mögulegt að ýmsum heiðarlegum verslanaeigendum gcti þótt hart undir því að búa að persónulegur orðstír þeirra dugi ekki lcngur til tryggingar slíkum lánum. En þá verða þeir að bíta í það súra epli að kollegar þeirra ýmsir, sem farnir séu að stunda gjaldþrotaleikfimina hér á mat- vörumarkaðnum, hafi komið óorði á stéttina. Þeir þurfi þá að líða fyrír skúrkana. Garrí. llllllllllll VITTOGBREITT llllllllllilillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^^ Snilldartaktar mark- aðssetningarinnar Eftir stóra krakkið um miðjan þriðja áratuginn úldnaði ársfram- leiðsla af síld á Amagereyju vegna þess að íslendingar höfðu aðrar hugmyndir um síldarverð en hugs- anlegir kaupendur. Áratugum sfð- ar morknuðu fullar skemmur af íslenskum grásleppuhrognum í sól- arparadís Suður- Frakklands. Þeir sem voru að leika seljendur í sandkassanum, sem íslenskir bis- nissmenn halda að alþjóðaviðskipti séu, höfðu ekki hugmynd um hver mögulegur markaður var, heldur kjöftuðu þeir hver upp í annan og við fjölmiðlana um hvílík afbragðs- fæða hrognin þeirra væru og ein- hverra ára framleiðsla varð ónýt. Úti í hinum stóra heimi er nú sagður mikill markaður fyrir þorsk- hrogn og sérstaklega lifur og Iýsi. En útgerðarmenn og sjómenn eru sammála um að það sé ekkert nema óþarfa hirðusemi að taka þessi verðmæti í land. Þeim þókn- ast ekki verðið en kvarta og kveina yfir að fá ekki að veiða eins mikið af þorski og þeim sýnist og svo er varið hundruðum milljóna á hundruð milljóna ofan til að lengja skip og smíða í þau yfirvélvædd frystihús. Svo cr fryst og flakað urn borð og hrognum og lifur hent í sjóinn til að halda hringorminum við, en mikil tíska er að kenna selnum einhliða unt þau vandræði. Fiskur og flug Þeir sem vilja selja niðursoðna lifur og lýsi til útlanda fá ekki hráefni. Útgerðarmenn hafa fengið þinglýst afsal fyrir fiskinum í sjón- um og gera það við hann sem þeim sýnist. Þar sem þeir eiga bæði fiskinn og miðin er sjálfsagt að kasta verðmætum og lifandi hring- ormi fyrir borð, þeim kemur eftir- spurn eftir lifur og lýsi ekkert við. Þeir sem stunda útgerð og sjó- himinhátt yfir gagnrýni hafnir að allt annað en oflof hljómar sj álfsagt sem argasta níð, og verður bara að hafa það. Flugfélög og flugmennska hafa sömuleiðis notið sífellds lofs og verið sveipuð dýrðarljóma sem ekki þykir við hæfi að deyfa í opinberri umræðu. En þrátt fyrir allt talið um frum- kvæðið, hefur það satt besta að segja verið heldur lítið nema ódýru fargjöldin yfir Atlantshafið hér áður fyrr. Að öðru leyti hafa íslensk flugmál einkennst af inn- byrðis samkeppni jafnvel á svo ólíklegum stöðum og á flugleiðinni milli Algeirsborgar og Mekka, og þarf meira en meðalhugkvæmni tii slíkra heimskupara. Að flytja fólk í skemmtiferðir og ódýrar verslunarferðir hefur lengstum verið keppikefli í íslensk- um flugmálum og Cargolux er fyrir löngu komin úr eigu skemmtiferða- stjóranna. Stórtíðindi Nú er öflugt fraktflutningafélag farið að koma við á íslandi og á að nota þá rútu til að flytja fisk flugleiðis á erlendan markað. Það hefur svosem verið r'eynt áður en aldrei nenia með hangandi hendi og hefur sú starfsemi ekki einu sinni komist á tilraunastig svo heit- ið geti. Að minnsta kosti ekki í neinu samræmi við montið um að við séum göfug fiskveiðiþjóð og ævintýraleg flugþjóð og allt innan- tóma blaðrið um markaðsmál og öll snilliyrðin um markaðssetn- ingu. Fulltrúi fyrirtækis, sem starfað hefur að því einu í á fimmta áratug að selja íslenskan fisk erlendis, fór með tilraunasendingu til Japans og er nú kominn til baka með þau stórmerku tíðindi að verðmætamat Japana á sjávarafurðum sé allt annað en í Evrópu og hefur maður- inn meira að segja látið sér detta í hug að vert væri að kynna sér hvort ekki mætti nota erlendu flugrútuna til að selja sitthvað það úr sjávar- ríkinu dýrum dómum, sem ekki þykir taka því að hirða hér. Kannski er tími til kominn að einhverjir fari að kynna sér mark- aði fyrir vörur úr því hráefni sem fellur til hér á landi. Ekki aðeins blokkina, sem stundum er verið að segja okkur að ráði allri efnahags- framvindu á íslandi. Eða svo er að heyra þegar dollaraverðið á blokk- inni fellur eða stígur. Að henda lifur og framleiða skreið fyrir markað sem ekki getur borgar eru okkar ær og kýr og kvarta svo yfir þorskverðinu og kvótanum. En hálaunaðir sérfræðingar í markaðssetningu bera hróður ís- lands um heiminn með ýmsu móti. Eða er undirritaður sá eini sem er hissa á skrípafréttinni á baksíðu Mogga í gær um þegar Jón Páll stal senunni. Kraftajötuninn og Linda voru í einhverju sundlaugasamkvæmi fyr- ir svissneska pakkaferðaskrifstofu og fylgdi fréttinni að þau vektu athygli á fslandi með því að koma þar fram. Ætlar Garðar Hólm aldrei að hætta að kyrja Kindur jarma í kofunum í höllu Múhameðs Ben Alí? OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.