Tíminn - 03.02.1989, Page 2

Tíminn - 03.02.1989, Page 2
fc‘ vi’rt'Vt rfTi .'t t rw. sw. 2 Tíminn Föstudagur 3. febrúar 1989 Fjárhagsáætlun borgarstjórnarmeirihlutans samþykkt. Borgarfulltrúar minnihluta lögðu fram rúmlega 70 breytingartillögur. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi framsóknarmanna: Brýnar þarfir vanræktar - upp skulu minnisvarðar Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var til afgreiðslu í borgarstjórn í gær og umræður um hana stóðu enn þegar Tíminn fór í prentun. Þá var verið að ræða breytingartillögur borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúarnir sem kynntu fjölmiðlum í fyrradag tillög- ur sínar um fjármálastjórn borgarinnar lögðu sameiginlega fram bókun á fundinum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi framsóknarmanna sagði að glundroðakenning Sjálfstæðis- flokksins væri grýla sem dagað hefði uppi eins og önnur nátttröll. Hún og aðrir fulltrúar minnihlutans hefðu lagt fram nær sjötíu breytingartillög- ur við fyrirliggjandi frumvarp, bæði hvað varðaði rekstur og eignabreyt- ingar. Aðaláherslu af hálfu borgarinnar ætti að leggja á að bæta aðstæður barna, unglinga og aldraðra. Það væri verkefni sem sjálfstæðismenn hefðu vánrækt lengi eins og biðlistar með þúsundum manna vitnuðu gleggst um, en greinilegt væri að þeir hefðu ekki áhuga á að bæta þar úr. í bókun Sigrúnar og borgarfull- trúanna segir síðan um þetta: „Vanrækslan verður sífellt alvar- legri í ljósi mikillar fólksfjölgunar í borginni, eins og bent hefur verið á í seinni tíð. Við gerum tillögu um aukningu rekstrarútgjalda upp á rúmar 100 milljónir króna og vega þar þyngst fjárveitingar til viðhalds skólabyggingum og aðgerða til að bæta úr áhættustöðum í umferðinni. Breytingartillögur okkar um fram- kvæmdir og aðrar eignabreytingar Borgarsjóðs nema rúmum 460 millj- ónum króna. Þar vega þyngst mál- efni barna og unglinga, 166 milljón- ir, framkvæmdir í þágu aldraðra tæpar 190 milljónir, og aukið fram- lag Borgarsjóðs til félagslegra íbúða, 35 milljónir. Til að mæta þessum útgjöldum minnkum við framlag til ráðhús- byggingar og gerum aðeins ráð fyrir að lokið verði bílastæðakjallara og hætt verði við bygginguna að öðru leyti. Við lækkum framlag til borgar- skipulagsins en þar er nú áætlað að verja stórfé til aðkeyptrar vinnu, þrátt fyrir að stærstu skipulagsverk- efnunum er lokið. Við áætlum hærri tekjur af útsvari og aðstöðugjöldum í Ijósi reynslu fyrri ára sem sýnir að þessir liðir hafa skilað meiri tekjum en sjálfstæðis- menn höfðu áætlað. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vanrækja nú sem áður brýnar fram- kvæmdir í þágu almennings. í stað þess nýta þeir sameiginlega sjóði Reykvíkinga til að safna meintum skrautfjöðrum í hatt sinn og er þá miklu til kostað.“ Sigrún sagði að til* „minnismerkj- anna“ ætlaði meirihlutinn að halda sínu striki: Hitaveitan yrði látin taka 270 milljóna króna lán svo veitingahús rísi hið fyrsta á Öskjuhlíðartönkun- um. Þá skyldi ekkert til sparað svo að ráðhús megi blasa við kjósendum Landakot, Landspítali og Borgarspítali: Sameining á dagskrá Nefnd hefur verið skipuð til að athuga möguleika aukins samstarfs milli sjúkrahúsa höfuðborgar- svæðisins og/eða sameiningu þeirra. Ncfndin er á vegum Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Hún á að leggja fram tillögur og mat á hagkvæmni möguleika sem eru fyrir hendi varðandi brcytinga í átt til aukins samstarfs og/eða sameiningar sjúkrahúsanna á næstu fimm til tíu árum. í starfi sínu mun nefndin leita samráðs við alla þá er rnálið kann að varða svo sem stjórnir lækna- ráðanna, hjúkrunarstjórnendur, stjórnir starfsmannaráða viðkom- andi stofnana og Læknadeild Há- skóla íslands. Nefndina skipa Árni Björnsson yfirlæknir, Davíð Á. Gunnarsson forstjóri, Edda Hcrmannsdóttir skrifstofustjóri, Jóhannes Pálma- son framkvæmdastjóri, Ólafur Örn Árnason yfirlæknir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, Örn Smári Arnaldsson yfirlæknir og Finnur lngólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra sem jafnframt er formaður nefndarinnar. jkb Frá fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Tímamynd: Pjetur fullbúið að utan vorið 1990. í það ætlar meirihlutinn að dæla milljón á dag. I rekstri á hins vegar að spara og er þar á ferðinni undarlegur „spam- aður“ oft og tíðum og um það segir í bókun Sigrúnar og félaga: „Skorið er burt framlag til rithöf- undakynningar í skólum sem í fyrra nam tæplega 250 þúsundum króna. Hafnað er beiðni um 330 þúsundir króna til kvöldnámskeiða fyrir vænt- anlega og nýorðna foreldra. Hafnað er beiðni um hálfa milljón króna til leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra svo dæmi séu tekin.“ Sigrún sagði að erfitt væri að viðurkenna það gildismat sem í þessu fælist. I ljósi reynslunnar væri það nokk- uð skýrt að borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins vildi helst ekkert með tillögur annarra borgarfulltrúa hafa að gera og ynni gegn þeim, hversu nytsamlegar sem þær annars væru. Það væri því ánægjulegt að sjá gamlar tillögur framsóknarmanna og annarra birtast sem hugmyndir meirihlutans. Vissulega væri þannig gott að sjá að menn gætu hrifist af góðum hugmyndum og málum. Þannig væri til dæmis um „bíla- girðingu" á Ártúnsbrekkuna miðja sem upphaflega var flutt af Alfreð Þorsteinssyni fulltrúa framsóknarm- anna í skipulagsnefnd. Hún ætti vafalaust eftir að forða stórslysum. Girðingin er nú komin í frumvarpið sem tillaga borgarstjóra. Þá mætti nefna önnur dæmi eins og sundlaug í Árbæjarhverfi og hjúkrunarheimili í þessu frumvarpi, hvort tveggja framkvæmdir sem borgarfulltrúar í minnihluta lögðu til fyrir ári en var þá hafnað. Þó þessi síðastnefndu mál væru allra góðra gjalda verð sagði Sigrún að staðreynd væri að allar úrbætur í þágu almennings væru svo smáar og kæmu of seint undir stjóm núverandi meirihluta, að lítið gagn væri að fyrir þorra borgarbúa. Þessu yrði tæpast breytt fyrr en annað pólitískt afl hefði tekið við stjórnartaumum í Reykjavík. -sá Enn sígur á ógæfuhliðina: Enda varla við mann að eiga Fyrrverandi heimsmeistari Ana- toly Karpov ætlar að reynast okkar manni erfiður ljár í þúfu. Og virðist sem við algert ofurefli sé að etja. Hinu má samt ekki gleyma að Jóhann hefur ekki ennþá sýnt sitt rétta andlit, og ekki náð að tefla af þeim styrk sem hann hefur yfir að ráða. Hvað um það, það eru fáir skákmenn, hugsanlega aðeins Kasparov, sem standa Karpov á sporði og þetta er langt frá því að vera einhver skömm fyrir Jóhann. Fyrir einvígið hefðu þeir bjart- sýnustu verið ánægðir með það ef einvígið hefði endað 4-2 Karpov í vil. En nú stefnir allt í að það endi snögglega jafnvel í næstu skák sem tefld verður aðfaranótt laugardags- ins. Það sýnir best styrkleikamun- inn á þessari sovésku skákvél Karp- ov og háskólanemanum Jóhanni. Skákin hófst með spænskum leik eins og fyrsta skákin. Jóhann breytti út af og stórmeistararnir tefldu svonefnt Zaitsev afbrigði, en það er kennt við einn af aðstoð- armönnum Karpovs! Karpov var því á heimavelli og virtist koma Jóhanni á óvart enda eyddi Jóhann miklum tíma. Honum tókst þó að leysa ýmis vandamál, en lék svo ónákvæmum leik, og þá var ekki að sökum að spyrja. Karpov snéri skákinni sér í hag og aðeins níu leikjum síðar varð Jóhann að gefa skákina. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur. 1. e-e5 2. Rf3- Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. O-O- Be7 6. Hel Jóhann fer ekki í uppskiptaafbrigðið með Bxc6 eins og í fyrstu skákinni enda gekk það ekki þá og kemur Karpov ekki lengur á óvart. 6. -b5 7. Bb3-d6 8. c3 0-0 9. h3-He8 10. d4-Bb7 11. Rbd2-Bf8 12. a3-h6 13. Bc2-Rb8 14. b4-Rbd7 15. Bb2-a5 Þessi leikur kom Jóhanni á óvart og hann notaði mikinn tíma. Það skyldi þó ekki vera að Zaitsev ætti stóran þátt í þessari skák fyrir Karpov. 16. Bd3-c617. Rb3-axb4 18. cxb4 Það er ein af grundvallarreglum þeim sem kenndar eru í skák að peð skuli drepa í átt að miðborð- inu. Jóhann brýtur þessa reglu hér í þeim tilgangi að ná pressu eftir hálfopinni C línunni. í staðinn verður hvíta a peðið veikt. 18. -exd4 19. Rfxdf- Hugsanlega var betra að leika 19. Ra5 og drepa svo á d4. 19. -c5 Eftir þennan leik á svartur a.m.k. jafnt tafl. 20. bxc5-dxc5 21. Rxb5-Rxd4 Þessi leikur svarts býður upp á meiri sviptingar en 21. -Bxe. Karpov viðist því alls óhræddur í þessari stöðu. 22. Dc2-Rdf6 Ef þessi staða er skoðuð virðast hvítu mennirnir ógnandi. En ef X111 11XII! #1 IRI Illllllllll 1111 ■ lil 1111 ■ 1111 H HI^HiUllll A S #111111 IHI &1 D IDII iiiiii Stöðumynd eftir 23. leik svarts. litið er aðeins dýpra sést að hvítu mennirnir standa allir drottningar- megin og beina spjótum sínum að kóngsstöðunni, sem er vel varin. Hvíta kóngsstaðan er hins vegar alveg óvarin. Og tíu leikjum síðar hafði Karpov sannað það, að vísu með hjálp frá Jóhanni. 23. Rc3?-Reg5! 24. Bb5-Hxelt 25. Hxel-Dc7 Drottning svarts ætlar á c6 reit- inn þar sem hún stendur vel til sóknar. 26. Bfl 111111111 1 01 ^ l1' IIIIIIIAIIIIIIII lllllll i III 111 1111 ■ 0111 ■ lllllllllll 1 111 H^llllllll & gmi iiiiii iiiiiii & ■ 111 iii Stöðumynd lokastöðunnar. Nauðsyn vegna hótunarinnar Bxg2 26. -Dc6 27. fle3 Vegna hótunarinnar Rxh3 með gjörtöpuðu tafli á hvítt. 27. -Bd6 28. h4-Re6 29. Rdl-Rg4 30. Hxe6 Örvæntingin jafngildir nánast uppgjöf. 30. -Bh2t! 31. Khl-Dxe6 32. f3-Del Og Jóhann gafst upp. Lokastaðan verðskuldar stöðu- mynd. Ef til dæmis 33. De2 þá Dxh4 34. fxg-Bg3 35. kgl-Dh2 mát.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.