Tíminn - 03.02.1989, Side 4

Tíminn - 03.02.1989, Side 4
4 Tíminn Yfirlýsing frá Arnarflugi varðandi afskipti Flugráðs: Dæmi um hlutdrægni Flugleiðamannanna Lending Arnarflugsþotunnar á Keflavíkurflugvelli síðast- liðið föstudagskvöld hefur vakið athygli, því á sama tíma hættu þrjár Flugleiðaþotur við að lenda vegna veðurskilyrða. Mál þetta var lagt fram í Flugráði s.l. þriðjudag og óskaði ráðið eftir rannsókn þess en þá var upplýst að rannsókn væri þegar hafin hjá loftferðaeftirlitinu. Arnarflugsmenn telja að þessi vinnubrögð ráðsins sé dæmi um hlutdrægni Flugleiðamanna í Flug- ráði og með þessu sé verið að skapa Arnarflugi ávirðingar. Vegna þessa atviks og fréttaflutn- ings fjölmiðla í kjölfar þess hefur Arnarflug sent frá sér yfirlýsingu, þar sem því er vísað á bug að Arnarflug hafi með lendingunni sýnt ógát í flugi. Yfirlýsingin er á þessa leið: „Flugstjórinn í umræddu flugi er einn af okkar reyndustu og vandvirkustu flugmönnum. Hefur hann sem slíkur verið yfirflugstjóri félagsins s.l. tvö ár og haft yfirum- sjón með þjálfun annarra áhafna. Samkvæmt gögnum og rannsókn á umræddu flugi var farið eftir öllum settum reglum og fyllstu nákvæmni gætt í allri framkvæmd. Svo sem það, að flugvélin hafði yfrið nóg af eldsneyti til þess að fljúga til Skot- lands þótt aðflug yrði reynt. Skyggni úr lofti var breytilegt á þessum tíma vegna éljagangs og í aðflugi sást flugbrautin úr 700 feta hæð, var flugvélin þá í réttu aðflugi auk þess sem fylgst var með ferðum hennar á aðflugsradar. Arnarflugi þykir mjög miður, að fréttaflutningur sem þessi, skuli eiga sér stað einmitt þegar óvissa ríkir um afkomu þess og hefði frétta- mönnum verið hæg heimatökin að fá réttar upplýsingar frá fyrstu hendi. Einnig þykja okkur vinnubrögð flugmanna Flugleiða, sem lögðu fram beiðni sína til flugráðs um rannsókn í mörgum liðum, nokkuð óstéttvís þar sem þeir hefðu einnig getað fengið réttar upplýsingar frá flugmönnum Arnarflugs og þar með komist hjá því að þyrla upp þessu moldviðri. Fetta lítur út sem enn eitt dæmi um hlutdrægni Flugleiðamanna í Flugráði, sem beinist gegn hagsmun- um Arnarflugs." Tíminn hafði samband við Þor- stein Þorsteinsson, deildarstjóra flugrekstrarsviðs hjá Arnarflugi, og innti hann nánar eftir því hversvegna þeim mislíkaði svo við vinnubrögð Flugráðs. Þorsteinn sagði að Arnar- flug væri alls ekki á móti því að Loftferðaeftirlitið rannsakaði þetta mál enda væri þar gætt trúnaðar. „Það sem okkur líkar ekki eru afskipti Flugráðs. Við teljum að það sé ekki í verkahring Flugráðs að blanda sér í rannsóknir og koma upplýsingum af þessu tagi til fjöl- miðla. Við teljum að þarna sé um að ræða óeðlileg vinnubrögð og þar með er verið að gera meira úr þessu máli en efni standa til. Ég er viss um að þessi vinnubrögð eru einsdæmi. Á síðasta ári komu upp tugir tilvika sem snertu Flugleiðir og ég er viss um að Flugráð gerði engar bókanir um þau. Enda get ég ekki séð að Flugráð hafi neina ástæðu til að efast um það að Flugmálastjóri og Loft- ferðaeftirlitið skili sínu hlutverki þegar svona mál koma upp. Það er enginn að banna Flugráðsmönnum að forvitnast um hvað sem þeim sýnist, en okkur þykir skjóta skökku við að þeir fari með það í fjölmiðla að þeir hafi óskað eftir rannsókn á einhverju. Ef þeir hafa éinhvern tíma óskað eftir rannsókn á ein- hverju, þá hafa þeir hingað til ekki rokið með það í fjölmiðla. Með þessum aðferðum er ótvírætt verið að skapa ávirðingar á okkur.“ Loftferðaeftirlitið hóf rannsókn á þessu atviki síðastliðinn mánudag, en eftirlitið rannsakar iðulega atvik af þessu tagi þar sem grunur leikur á að eitthvað hafi verið athugavert. Þessa dagana er verið að rannsaka segulbandsupptökur af fjarskiptum milli flugstjórnar og umræddrar Arnarflugsþotu. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður rannsóknarinnr liggja fyrir. SSH Tímacn iconflið í líflfci ftinnni^ |) 1 lillÚSf irenyid i inivci j|unni Kjalnesingar eru órólegir vegna hugmynda um aö sorphaugar höfuðborgarsvæðisins alls verði í hreppnum. í fréttum sjónvarpsins í fyrradag kom fram að núverandi eigendur Álfsness á Kjalarnesi hefðu boðið fram land undir sorphaugana og af því tilefni kom hreppsnefnd hreppsins saman til að ítreka fyrri afstöðu sína í málinu. „Við erum almennt á móti því að sorp sé urðað. Það veit enginn hvað gerist þegar tíu metra stæða af pökkuðu sorpi tekur að rotna næstu fimmtíu til sextíu árin? Rotnunarlyktin verður ekki það versta. Það er hins vegar hin ósýni- lega mengun, bæði efni sem leka út í jarðskorpuna og uppgufun þeirra sem mesta og alvarlegasta hættan stafar af. Hér er ég að tala um kvikasilfur og kvikasilfursambönd, þungmálma og klórsambönd sem ekki klofna niður heldur berast út í lífkeðjuna og safnast þar upp. Urðun sorps er tímaskekkja og má líkja við að samþykkja óútfyllt- an víxil með óákveðnum gjald- daga. Slíkt gerir enginn óvitlaus maður,“ sagði Gunnar Sigurðsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins. Gunnar sagði að hið nýja fyrir- komulag við sorphirðinguna væri í raun engin grundvallarbreyting. Það eina sem breyttist væri að sorpið verður pressað saman og vírbundið í bagga. Það verður síðan urðað eins og þegar er gert í Gufunesi. Einasta breytingin er að sorpið verður fyrirferðarminna. Minna svæði þarf undir sorpið en áður. Það mun hins vegar líklega taka lengri tíma að brotna niður og rotna og verður því eins og niður- grafin tímasprengja langt fram á næstu öld. Aíunnar er stjórnarmaður Nátt- úru- og umhverfisfélags Kjalnes- inga sem stofnað var um síðustu helgi en tilefni að stofnun félagsins er að hluta tif fyrirætlanir um að framtíðarsorphaugar fyrir höfuð- borgarsvæðið verði á Kjalarnesi en Kjalnesingar eru því almennt mót- fallnir. Á stofnfundinum gengu um 15% Kjalnesinga sem kosningarétt hafa, í félagið og í máli þeirra sem töluðu á fundinum kom fram stuðningur við fyrri ákvarðanir hreppsnefndar Kjalarneshrepps að ekki komi til greina að urða sorp í hreppnum. Gunnar sagði í saml i við Tím- ann að reynsla annarra þjóða sýndi að urðun sorps væri fráleit og sagði hann að fjöldi mengunarslysa frá sorphaugum sýndi það ótvírætt. Erfitt hefði reynst að fá fólk til að flokka sorpið og bærust því stór- hættuleg efni frá heimi m á haug- ana, svo sem mikið n gn af raf- hlöðum sem innihalda kvikasilfur og þungmálma og ýmiskonar leysi- efni sem innihalda klórsambönd auk annarra efna. Afleiðingar hefðu orðið mjög alvarlegar þegar slík efni komust í lífkeðjuna, bæði á sjó og landi. Því væri það skammsýni að velja bæði sorpmóttökustað og urðunarstað út frá aðeins einu sjónarmiði, skammtíma sparnaðarsjónarmiði. Fráleitt væri að láta skammtíma kostnaðarsjónarmið ráða frágangi á sorpi almennt. Staðarval borgar- yfirvalda Reykjavíkur fyrir sorp- móttökustöðina virtist einkum miðast við að framtíðarurðunar- staðurinn yrði á Kjalarnesi. „Við vitum ekkert hver endanlegur kostnaður verður þegar til langs tíma er litið. Það er hinn óútfyllti víxill sem ég nefndi. Auðvelt er að endurvinna stóran hluta sorps og endurvinnsla er einasta lausnin sem okkur er sam- boðin.“ sagði Gunnar að lokum. -sá Föstudagur 3. febrúar 1989 Áætluð sala á lagmeti til Sovétríkjanna nemur um 250 milljónum króna í ár: Samningar að takast við Sovétmenn Líkur eru taldar á að samningar við Sovétmenn um sölu á lagmeti verði undirritaðir í dag eða á morgun að sögn Theódórs S. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis. Heildarverðmæti þessara sölusamninga er talið nema um 250 milljónum króna, en samið er um kaupverð í dollurum, um sölu fyrir allt árið 1989. Lagmetið sem verið er að selja er gaffalbitar, síldarflök, lifur og reykt síld og fleira. Þegar Tíminn ræddi við fram- kvæmdastjóra Sölustofnunar lag- metis í gær, Theódór S. Halldórsson, vildi hann ekki tjá sig um verð á tilteknum tegundum, enda væru lík- ur á að komist yrði að samkomulagi alveg á næstunni og líkast til skrifað undir þessa mikilvægu samninga í dag eða á morgun, föstudag. KB Magnús Gauti Gautason. Magnús Gauti tekur viðKEA Fyrsta febrúar tók Magnús Gauti Gautason við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga af Val Árn- þórssyni. Magnús lauk prófi í rekstrarhag- fræði frá háskólanum í Uppsölum árið 1974. Það sama ár kom hann til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og var árið 1978 skipaður fulltrúi kaup- félagsstjóra. 1986 gerðist hann fjár- málastjóri KEA og í september síðastliðinn var hann ráðinn sem aðstoðarkaupfélagsstjóri. Valur Arnþórsson lætur um leið af starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga og tekur við starfi banka- stjóra Landsbanka íslands. Valur gerðist fulltrúi kaupfélags- stjóra 1965 en 1970 tók hann við stöðu aðstoðarkaupfélagsstjóra sem hann gegndi til ársifis 1971 er hann var skipaður kaupfélagsstjóri. jkb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.