Tíminn - 03.02.1989, Page 7
Föstudagur 3. febrúar 1989
Tíminn 7
Tekjur hækkuðu um 10%, vísitalan um 23%, þar af matvæli 33%, á einu ári:
Allt að 75% dýrara
að kaupa í matinn
Hagtíðindi Hagstofunnar staðfesta að algengar kvartanir
um gífurlega hækkun matarkostnaðar á síðasta ári eru síst
ofmæltar. Verð margra algengustu matvæla hækkaði um
50% og þar yfir á sama tíma og almennar tekjur hækkuðu
aðeins í kringum 10%. Mun vart ofmælt að hjá mörgu fólki
með meðalfjölskyldu og miðlungstekjur eða lægri, hafi öll
hækkun tekna á s.l. ári farið eingöngu upp í hækkun
matarkostnaðar - ef það hefur þá dugað til. M.a.s. hækkaði
verð á slátri og hrísgrjónum um 52% og 82% á árinu.
Hækkanir á sælgæti, tóbaki og vodka voru hins vegar mjög
hóflegar, eða 8-14% á sama tímabili.
Enginn matarskattur?
Þótt fólk hafi orð ráðherra fyrir
því að enginn „matarskattur1" hafi
verið lagður á, þá leiða verðlagstölur
frá Hagstofunni engu að síður í ljós
að verð á mörgum algengum máltfð-
um „vísitölufjölskyldunnar'" hækk-
aði á bilinu 45-75% á einu ári, frá
nóvember 1987 til sama tíma 1988.
Meðalhækkun matvæla á þessu
tímabili var um 33% eða um 10%
umfram hækkun framfærsluvísitöl-
unnar í heild, sem var 23%. Heildar-
tekjur ASÍ-félaga hækkuðu hins veg-
ar aðeins um tæplega 10% frá 4.
ársfjórðungi 1987 til 3. ársfjórðungs
1988 og síðan hefur verðstöðvun (og
launastöðvun) sem kunnugt er ríkt í
landinu.
Úr 23 í 31 þús. á mánuði
Matarkostnaður „vísitölufjöi-
skyldunnar" (samkv. framfærsluvísi-
töíu) hækkaði í heild úr rúmlega 23
þús. kr. í nóv. 1987 upp í tæplega 31
þús. kr. sléttu ári seinna, eða hátt í
8 þús. kr. á mánuði.
Meðaltekjur verkamanna hækk-
uðu hins vegar um 6.700 kr. (úr
rúml. 72 í tæpl. 79 þús.) á áður-
nefndu tímabili og verkakvenna um
5.000 kr.(úr 58 í 63 þús.) á mánuði
(m.a. vegna styttingar vinnutíma).
Dýrtað baka...
í Hagtíðindum birtist árlega smá-
söluverð á fjölda tegunda af algeng-
um vörum og þjónustu, þó sérstak-
lega á matvælum.
Sem dæmi um verðhækkanir á
algengum matvörum á því ári sem
hér um ræðir má nefna:
Egg um 302%.
Rófur og kartöflur 141-191%.
Smjörlíki 61-82%
Hveiti og grjón og sykur 61-82%
Kjúklingar/slátur/
saltfískur 52-58%
Mjólk og mjólkurvörur 25-52%
Algengustu ávextir/
tómatar 46-62%
Brauð 33—37%
Barnamatur 4%
Dilkakjöt 4-39%
Kjötfars 45%
Þjóðleikhúsið frumsýnir:
HÁSKALEG KYNNI
Glæsilegt, úrkynjað, siðfágað,
siðspillandi, fyndið og átakanlegt.
Þannig mætti að ósekju lýsa nýju
leikriti frá meginlandinu, sem
frumsýnt verður á stóra sviði Þjóð-
leikhússins laugardaginn 11. febrú-
ar.
Enska leikskáldið Christopher
Hampton samdi leikritið Les liai-
sons dangereuses eða Háskaleg
kynni eftir sérstæðri sögu. Skáld-
sagan Les liaisons dangereuses eft-
ir Frakkann Choderlos de Laclos
vakti hneykslun, þegar hún kom út
árið 1782, en náði fljótt feikna
vinsældum báðum megin Ermar-
sunds og telst nú sígild. Þessi eina
bók höfundar var öll skrifuð í
sendibréfaformi og þykir besta
dæmið um þá bókmenntagrein.
Verkið er alræmd stúdía á leyni-
makki í kynferðismálum og mein-
fýsin lýsing á „siðfágaðri" úrkynjun
franskrar yfirstéttar á síðustu árum
konungsveldisins, Einhleyp mark-
greifynja og vísigreifi gera með sér
háskalegt bandalag um að spilla
blásaklausri stúlku sem nýkomin
er úr klaustri. Þau draga fleiri
fórnarlömb á tálar og svífast einsk-
is í aðferðum sínum.
Leikstjóri sýningar Þjóðleik-
hússins er Benedikt Árnason. Þýð-
endur eru Karl Guðmundsson og
Kvennabósinn De Valmont, leikinn af Pálma Gestssyni, athafnar sig í
rekkju gleðikonunnar Emilie, sem Sólveig Pálsdóttir leikur.
Þórdís Bachmann. Leiksvið og
búninga hannar Karl Aspelund og
lýsingu annast Sveinn Benedikts-
son. Pálmi Gestsson leikur hinn
forherta kvennabósa, De Valmont
vísigreifa, og Ragnheiður Stein-
dórsdóttir fer með hlutverk hins
kaldrifjaða glæsikvendis Merteuil
markgreifafrúar. Aðrir leikarar í
stórum hlutverkum eru Lilja Þóris-
dóttir (Madame De Tourvel),
María Ellingsen (klausturstúlkan
Cecile Volanges), Helga E. Jóns-
dóttir (Madame De Volanges,
móðir hennar), Halldór Björnsson
(Danceny riddari, vonbiðill Ce-
cile), Herdís Þorvaldsdóttir (Ma-
dame De Rosemonde, lífsreynd
frænka vísigreifans), Randver Þor-
láksson (Azolan, þjónn vísigreif-
ans), og Sólveig Pálsdóttir (gleði-
konan Emilie).
Tekið skal fram að dilkakjöt í
heilum skrokkum hækkaði mun
minna, eða 16% á tímabilinu.
Hofleg hækkun
á „brjóstbirtunni“
Sumar matvörur hækkuðu að vísu
mun minna. Einnig er athyglivert
hvað ríkið hefur verið „tillitssamt" í
hækkunum á tóbaki og sterkustu
drykkjum í ÁTVR. Neðangreindar
vörur hækkuðu sem hér segir:
Nýr lax og ýsa 12-17%
Svínalæri/hryggur 9-11%
Ora grænmeti (í dósum) 10-11%
Sælgæti og ís 7-19%
Ö1 og gos (nema kók) 16-19%
Whisky og vodka 8-10%
Tóbak 12%
Þótt ekki sé þetta nein tæmandi
upptalning gefur hún vísbendingu
um þróun matarkostnaðar á nýliðnu
ári. Tekið skal fram að í þessa
matseðla kann að vanta einhvers-
konar meðlæti, t.d. hrásalat, en það
er m.a. vegna þess að verð á nýju
grænmeti er ekki að finna í Hagtíð-
indum. Ekki er ólíklegt að það hafi
hækkað svipað og ferskir ávextir eða
í kringum 50% á umræddu ári.
Niðurgreiðslur
stórhækkað
Þótt mörg matvæli hafi hækkað
svo sem að framan greinir hafa
niðurgreiðslur aukist gjög ntikið á
umræddu ári, eða í krónunt talið
eins og hér má sjá:
... og Cheerios
ákvöldin...
Og að lokum vörur sem lækkuðu
í verði:
Cornflakes og Cheerios 4-5%
Rúsínur 14%
Hamborgarhryggur 8%
Niðursoðnir ávextir 12-22%
Dilkakjöt 52 kr. 178 kr.
Nautakjöt 0 - 54 -
Svínakjöt 0 - 41 -
Kjúklingar 0 - 41 -
Egg 0 - 20 -
Mjólk 6 - 20 -
Undanrenna 3 - 12 -
Rjómi 8 - 28 -
Ostur(26%) 11 - 95 -
Smjör 167 - 290 -
Skyr 7 - 31 -
Eins og þessi listi ber með sér þá
hafa algengustu daglegar nauðsynja-
vörur hækkað hvað mest, en það
sem fremur flokka má með munað-
arvörum, hvað minnst. En að meðal-
tali er hækkun á matvörum 33% á
árinu samkvæmt reikningum Hag-
stofunnar.
Að meðtalinni niðurgreiðslu hefur
verð á kjúklingum því hækkað um
nær 70% og á eggjunt um 328%.
Athyglisvert er að kjöt af svínum,
sem einnig eru alin á kjarnfóðri
hefur hins vegar hækkað minna en
flest önnur matvæli.
Hvað kostar
kvöldmaturinn?
Til að reyna að átta sig betur á
hlutunum setti Tíminn saman ann-
arsvegar nokkra matseðla sem ætla
má að séu fremur algengir á íslensk-
um heimilum og hins vegar eina
veislumáltíð og eina „draslmáltíð".
Magn var áætlað út frá „vísitölufjöl-
skyldunni", þ.e. 3^1 manns. Borið
er saman hvað þessar máltíðir hafa
hækkað á einu ári.
Að vísitalan í heild - sem kaup-
máttur er mældur eftir - skuli ekki
hafa hækkað meira en raun ber vitni
skýrist m.a. af því að verð á margs-
konar öðrum vörum og þjónustu
hækkaði miklu minna en maturinn.
Þar er algengt að sjá hækkanir upp
á 12-16-20%. Þar má nefna klipp-
ingu, skófatnað, fatahreinsun,
barnaheimilisgjöld og strætó. Að
lokum má geta þess að aðgöngumiði
á fótboltaleiki hækkaði ekkert á
þessu tímabili, en miði í sundlaug-
arnar hins vegar um 60%.
-HEI
Matseðlar: nóv.’87 nóv.’88 hækkun:
Saltf./kartöf./rófur/nýr ávöxtur 310 kr. 535 kr. 72%
Nýýsa/kartöfl./grjónagr./mjólk 290 - 430 - 47%
Kjúkl./franskar/eplakaka m.rjóma 685 - 1.040 - 51%
Lærissn./kartöfl./baunir/ávöxtur 680 - 920 - 35%
Brauð/tóm./egg/súpa/appels.safi 320 - 530 - 67%
Hamb.hrygg./fransk/rauðvín/ís/áv. 2.270 - 2.340 - 3%
Cheerios/mjólk/appelsín/prinspóló 305 - 340 - 11%
r
m----—■—
Samkort
Armúla 3-108 fíeykjavík - Simi91-680988