Tíminn - 03.02.1989, Page 9

Tíminn - 03.02.1989, Page 9
Föstudagur 3. febrúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR íiiniiiíi' 'lllllll IIIIIIIÍI Olgeir Lútersson: Gródureyding landsins Nýlega er komin út bók með nafninu „Græðum fsland“ og var hún gefin út í tilefni af 80 ára starfsskeiði Landgræðslu ríkisins. Þessa bók las ég, sem þetta skrifa, um nýliðin áramót og í henni er að finna mikinn fróðleik um gróður- eyðingu og landgræðslu sem mun vera áhugamál flestra fslendinga og þá ekki síst þeirra sem í sveitun- um búa og þekkja best ánauð íslenskra náttúruafla og baráttuna við þau. Ekki get ég, og vafalaust fæstir í sveitum, fallist gagnrýnislaust á allt sem í bókinni stendur. Virðist mér að sauðkindin verði að gjalda þess sem náttúruöflin valda og hafa valdið frá því löngu fyrir landnám. Mun ég hér á eftir færa viss rök að þessu, en set fyrst fram tilvitnanir í bókina G.Í., bls. 24, og Jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 294. G.Í.: „Veðurfar mun hafa verið allgott fyrstu öld fslandsbyggðar. Um 976 hófst hinsvegar mikið kuldakast sem nefnt hefur verið „óöld í heiðni" til aðgreiningar frá harðæri, er kom 80 árum síðar og Flateyjarannáll kallar „óöld í kristni“. Fyrri harðindakaflinn virðist hafa staðið meira og minna fram yfir kristnitöku. Svo er að sjá sem þessi harðindakafli hafi haft mikil og afdrifarík áhrif á gang sögunnar, þótt það hafi lítið verið rannsakað, og spunnið suma feg- urstu kafla fombókmenntanna. Fram að þessum tíma hefur fólks- fjöldi og bústofn líklega verið meiri á íslandi en nokkru sinni fram til síðustu aldamóta og mörk byggðar legið hæst. Slíkur harðindakafli hefur því valdið gífurlegu álagi á viðkvæman gróður og án efa valdið miklu um að sumar efstu byggðirn- ar eru komnar í eyði rúmum 100 árum síðar. Loftslag fer kólnandi á 12. öld og hélst svo fram yfir 1300. Gróðurinn varð einnig fyrir mikl- um áföllum af völdum eldgosa á þessum tíma, þar á meðal Heklu- gosinu 1104 sem er mesta öskugos í Heklu sem sögur fara af. Þannig voru hinar þrjár meginástæður jarðvegseyðingarinnar, búsetan, eldgos og óblítt veðurfar allar að verki samtímis." Jarðfr. Þ.E.: Að þessu athug- uðu er ljóst, að birkiskógurinn, sem huldi helming landsins fyrir 2500 árum og líklega rúman fjórð- ung í upphafi íslandsbyggðar, hef- ur á fáeinum öldum, jafnvel fáum áratugum, látið mjög á sjá sökum gegndarlauss ágangs manna og búpenings, enda hefur loftslag lagst á sömu sveif." í þessari seinni tilvitnun er okkur sagt að skógar landsins hafi eyðst um helming síðustu 1400 árin fyrir landnám og aðrar heimildir vitna um jarðvegseyðingu á þeim tíma. Fyrri tilvitnunin segir til um það hve náttúruöflin færðust í aukana til hins verra eftir fyrstu öld byggð- ar í landinu. En ætli að hafi ekki líka verið biturt veðurfar fyrir landnám. Allir þekkja sögnina um Hrafna-Flóka sem sá „fjörð einn fullan af hafísum", og þegar Nadd- oddur yfirgaf landið að hausti „féll snær mikill á fjöll“. Líka segir frá því í Landnámu er ísbjöm drap Amgeirr landnámsmann á Sléttu og annan son hans og hefur sá björn gengið á land af hafís. En ísnum hefur oftast fylgt kuldar og harðæri. í Hrafnkelssögu segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði veitti Eyvindi Bjarnasyni eftirför til að drepa hann, en Eyvindur var á leið til Sáms bróður síns að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Tilv.: „----Þeir ríða þá upp á hálsinn. Þar standa fjöll lítil á hálsinum. Utan í fjallinu er mel- torfa ein blásin mjök. Bakkar hávir váru umhverfis. Eyvindur ríðr at torfunni. Þar stígr hann af baki ok bfðr þeira." - Og þetta var á fyrstu ámm landnáms. Fram til nútíma hafa verið til rofabörð uppi á fjöllum í 1000 m hæð hér norðanlands. Þetta er til vitnis um að háslétta þessara fjalla hefur verið algróin til forna. Ekki eyddi skógarhögg og sauðfjárbeit þessum gróðri og er hann þó örfoka fyrir langa löngu. - Og því spyr ég: Hvað olli eyðingu skóga og jarð- vegs á síðari öldum fyrir landnám? Svo er að skilja á þeim sem veitast að búfénu að gróðureyðing fyrir landnám sé ekki umtalsverð, en hún hafi fyrst orðið alvarleg eftir að búseta hófst í landinu. Hér framar má lesa í tilvitnun hvernig hin grimmu náttúruöfl færðust í aukana eftir fyrstu búsetuöldina. Ætti að vera augljóst að gróður- lendi, sem farið var að eyðast fyrir landnám, hefði haldið áfram að eyðast í vaxandi mæli þó ekkert búfé hefði komið til sögunnar. Og þannig hefur þetta gerst fram á okkar daga, að örfokið hefur sífellt aukist og leir og sandur kaffært ný og ný gróðurlendi. Gosaska og vikur lögðust yfir stóra landshluta og jarðskjálftar hristu jarðveg af hlíðum. Vatnsagi reif og tætti landið. Frosthörkur sprengdu jörð- ina og drápu gróður. Þurrkar og sólbruni drápu gróður. Skaraveður á vetmm skófu jörð og börk af viðargróðri. Aurhlaup, skriður og snjóflóð skemmdu skóga og skildu eftir opin sár í hlíðum, og kal, ormur og fúi eyddi skógum og er ekki allt talið sem gróðurskaða olli. En mennimir hjuggu skógana sér til lífsbjargar og brenndu þá viljandi, en einnig óviljandi, sbr. Ölkofrabmnann í Þingvallasveit. En þó að skógurinn væri bjarg- ræði frumbyggjanna, á meðan hvorki vom tún né engjar, og gert þeim landnámið mögulegt, þá hef- ur hann líka valdið miklum erfið- leikum. í vetrarsnjóum hefur hann orðið ófær umferðar mönnum og skepnum og mikla gæslu hefur orðið að hafa á búfé til að koma í veg fyrir að það týndist í skógun- um. Til vitnis um það em frásagnir í Landnámu: af kúnni Brynju sem varð kynsæl í Brynjudal, sauðum og svínum í Vatnsdal og hryssunni Flugu í Skagafirði. Einnig fjölmörg örnefni sem benda til þess hvar týndar skepnur fundust. Þessvegna mun hafa verið lögð áhersla á að gera landsvæði skóglaus þar sem skógur var mikill og hann þá bæði höggvinn og brenndur. -Til marks um þetta em eftirfarandi tilvitnanir í Landnámu: „Fyrir ofan klif heitir Kjarradalr, því at þar váru hrískjörr ok smá- skógar milli Kjarrár og Þverár, svá at þar mátti eigi byggja. Blund- Ketill var maðr stórauðigr. Hann lét ryðja víða í skógum ok byggja.“ (Bls. 84). Tilv. í Hrafnkelssögu bls. 122: „— Þetta var skógland mikit ok mikit merkjum, vánt at húsum, ok fyrir þat efni keypti hann landit litlu verði. En Hrafnkell sá ekki mjök í kostnað ok felldi mörkina, því at hon var stór, ok reisti þar reisilegan bæ, þann er síðan hét á Hrafnkelsstöðum —.“ Fyrir landnám var Fnjóskadalur allur skógi vaxinn hátt í hlíðar. Á ókunnum tíma eftir landnám hefur garður verið hlaðinn og lagður eftir endilangri vesturhlíð dalsins nokkm ofar bæjum. Miðað við þess tíma verktækni hefur garður- inn verið mikið mannvirki og greinilega félagsleg framkvæmd bændanna. Annaðhvort hefur garðurinn verið lagður í gegnum myndar búmenn. Þeir vinna af viti, og hafa fyrir löngu byggt áætlanir og ráðstafanir á þekkingu en þurfa ekki að fálma sig áfram í vanþekk- ingu og úrræðaleysi fáfræðinnar Ekki verður slíkt sagt um úthafs- drottninguna, fóstru okkar. Hún er með hraunum og kalskemmd- um, ekkert minnir á liðna tímann annað en eyðilegging, blásin holt, sandauðnir og moldarflög. Það tal- ar allsstaðar sama ásökunarrómin- um: Ránbúskapur eigingjarnra, þekkingarsnauðra og hirðulausra manna, sem landið hafa byggt —.“ Er nú þetta réttlátur dómur um forfeður okkar sem börðust um aldir fyrir lífi sínu við harðréttið í landinu? Hvað er náttúrufarslega líkt á íslandi og Danmörku? Hve Um alllangt árabil hefur viss manngerð í Reykjavík séð ofsjón- um yfir eignar- og um- ráðarétti bænda á landinu, sérstaklega veiðivötnum og afrétt- um. Hefur verið beitt í opinberum fjölmiðlum óhróðri og atvinnurógi gegn landbúnaðinum og hefur þessi árátta lýst ótrúlega auvirði- legri lítilmennsku og ill- girni. skóginn eða efst á því svæði sem búið var að ryðja skóglaust. Garð- urinn er þannig lagður að hann hefur greinilega átt að varna búfé að komast neðanfrá upp í skóginn ofar í hlfðinni. Um margar aldir var skógurinn einn meginþátturinn í líftaug þjóð- arinnar og var allt í senn: bygging- arefni, smíðaefni, kolagerðarefni, eldsneyti og fóður. Allt þetta var forfeðrum okkar lífsnauðsyn, en hafa þó legið undir ámæli á síðustu tímum fyrir nýtingu skóganna. Skal hér birt eitt dæmi um það og vitnað í bókina Græðum Island, bls. 56: „Danir eru viðurkenndir fyrir- lengi þraukuðu Islendingar undir danskri stjórn? Annar meginþáttur í líftaug þjóðarinnar var sauðféð, en nú er verið að innræta þéttbýlisbúum að sauðkindin sé óvættur sem eyði bæði fjármunum þeirra og gróðri landsins. - Sjónvarpsrofabörð, sem nokkrar kindur snöltra upp á, eiga að sanna hvernig sauðféð sé búið að éta upp gróðurfeldinn. En náttúruöflin hefðu farið sínu fram þó ekkert búfé hefði komið til landsins og sú gróður- og land- eyðing haldið áfram sem hafin var löngu fyrir landnám. Það er ósann- að að búfjárbeitin hafi ráðið úrslit- um um hve landið er örfoka nú. Það er þó ljóst að skógur væri meiri hefði hann ekki verið höggvinn og brenndur. Um alllangt árabil hefur viss manngerð í Reykjavík séð ofsjón- um yfir eignar- og umráðarétti bænda á landinu, sérstaklega veiði- vötnum og afréttum. Hefur verið beitt í opinberum fjölmiðlum óhróðri og atvinnurógi gegn land- búnaðinum og hefur þessi árátta lýst ótrúlega auvirðilegri lítil- mennsku og illgirni^ Með slíkum árásum á landbúnaðinn er verið að ráðast á lífskjör þess fólks sem í sveitunum býr og frjálst val þess um lífsstarf í landinu. Sérstaklega kemur þetta fram gegn þeim sem sauðfjárrækt stunda. Þykja þeirnú liggja vel við höggi vegna uppblást- urs landsins og „offramleiðslu" á keti. Er nú svo langt gengið, að reynt er að spilla sölu á sauðfjáraf- urðum á innlendum markaði. Þannig á að knýja fram áframhald- andi dráp á sauðfjárstofninum og nauðungarflutninga fólks úr sveit- unum. Nú heyrast líka æ oftar upphróp- anir um að bændum beri að halda búfé sínu frá þjóðvegunum með girðingum. í þessu felst að bændur eigi búféð sér til gamans og dund- urs en ekki vegna neysluþarfar þéttbýlisbúa eða erlendra ferða- manna í landinu. Þó nýtist í þeirra þarfir um 8000 tonn af dilkaketi á ári og svo aðrar sauðfjárafurðir eins og slátur, ull og gærur. Sann- leikurinn ætti að vera augljós: að sauðfjárafurðirnar eru framleiddar vegna neysluþarfar þjóðarinnar allrar. Það er því ríkisins að kosta að öllu þær girðingar sem settar eru upp vegna veganna, nema bóndi hafi hag af slíkri girðingu. Þjóðvegirnir eru lagðir um bú- jarðir bænda og spilla víða búskap- araðstöðu. Þessa vegi aka íslend- ingar og útlendingar í hundruð þúsunda tali ár hvert. Víða setur Vegagerðin upp girðingar með vegunum, en dæmir bændur til að kosta viðhald þeirra, og eins þótt þær séu bóndanum til skaða á landareigninni. Þessi grein er ekki skrifuð til að lítilsmeta Landgræðslu ríkisins eða störf þeirra ágætu manna sem á hennar vegum hafa unnið. Það mun heyra til undantekninga ef íslendingur fagnar ekki þeirra starfi í þágu gróðurs og lífs og þeim árangri sem þegar hefur náðst í uppgræðslu örfoka lands og stöðv- un leir- og sandfoks. Þeirra um- hyggja fyrir landinu er af allt öðrum toga en manngerðarinnar í Reykjavík, sem ég nefndi hér fyrr. Þjóðin hefur séð sjónvarps- myndir Ómars Ragnarssonar af örfoki landsins. Á stórum illa förn- um landsvæðum sáust nokkrar kindur á sumarbeit. Maður tók eftir hve mikla áherslu Ómar lagði á að þessar kindur væru að naga- upp síðustu gróðurtorfurnar, en augljóst ætti að vera að þarna eru stórvirkari öfl að verki eins og stormar, frost og vatnsagi á öðrum árstímum. Vil ég nú enn vitna í Græðum ísland bls. 210: „Mikið hefur eyðst vegna vatns- rofs sem er mjög algengt en oft lítill gaumur gefinn. Vatnsrofið opnar iðulega leiðina fyrir vindrof- ið —. Veðurfarssveiflur hafa orðið miklar hér á landi alla tíð og þær hafa mikil áhrif á viðnámsþrótt plantna. Mat á beitarþoli þarf því að miðast við þann bústofn sem landið getur borið í hörðustu árum. Það má ekki miða við góðærið. Á íslandi er vindasamara en á flestum öðrum byggðum bólum. Hinir miklu og tíðu stormar valda líklega mestu um það hve hamslaus jarð- vegseyðingin getur orðið ef gróður- hulan rofnar, einkum þegar bindi- eiginleikar jarðvegsins riðlast vegna frostþurrkunar.“ Þó náttúruöflunum á fslandi sé víða lýst í bókinni þá er það þó fyrst og síðast sauðfjárbeitin sem sögð er höfuðorsakavaldur gróður- eyðingar og uppblásturs landsins. Ekkert er reynt að skýra þá gróður- eyðingu sem orðin var fyrir landnám. Og að lokum enn ein tilvitnun í Græðum ísland bls. 95: „Landgræðslan hófst svo ekki handa aftur hér í sveit fyrr en 1955. Var þá sandurinn girtur og sáð í talsvert stórt stykki suðaustur af Hallgeirsey. Gat þar brátt að líta fagran grængresisblett í auðninni. En þetta var mikið rosasumar og þótt vel liti út í byrjun, þá var endirinn annar. Strax og haustaði tók nýgræðingur þessi, sem mest var melgresi, að fölna og falla og næsta vor sást þarna ekki stingandi strá----- Og nú spyr ég: Hverju hefði verið kennt um að svona fór hefði kindum verið beitt á stykkið? Olgeir Lútersson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.