Tíminn - 16.02.1989, Side 20
AUOLVSINCASÍMAR: 680001 —686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu.
S 28822
^gérmé'«£***''*’'
MtHBBBÉffltftBSKIPn
SAMVINNUBANKflNS
SUÐURtANDSBRAUT 18, SfMI: 688568
ÖNNUMST SMÍÐI OG
'/IÐHALD LOFTRÆSTI-
KERFA OG ALLA
ALMENNA BLIKKSMÍÐI
( BDBEABBDHK SF
Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík
S 68 50 99
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚÁR 1989
Byggðasafnið á Skógum eignast merkilega heimild um Heklugosið 1947:
Eignast eina af fyrstu
hljóðupptökum á íslandi
„Þarna eru vitanlega mjög merkilegar heimildir -
Heklugosiö 1947 var svo sögulegur atburöur í héraðinu.
Spólurnar geyma frásagnir margra Rangæinga sem eru
horfnir af heimi, hverra rödd er hvergi til nema á þessum
spólum. Þarna kemur fram viðhorf fólksins þegar þessi
ógn mætti því. Það er því fengur fyrir framtíðina að
varðveita þetta“, sagði Þórður Tómasson, safnvörður að
Skógum.
Byggðasafninu á Skógum
bauðst fyrir nokkru að kaupa
stálþráðarupptökur frá Heklu-
gosinu 1947 - samtals um 5 tíma
efni - af Magnúsi Jóhannssyni
útvarpsvirkjameistara. Magnús
hafði fært allt efnið af stálþræði
yfir á kassettur og afhenti safninu
hvort tveggja. Engar aðrar upp-
tökur munu nú til á lýsingum
manna á Heklugosinu 1947, utan
u.þ.b. hálf mínúta sem Hendrik
Ottósson lýsti um talstöð.
Fyrsta stálþráðar-
tækið 1947
Tíminn spurði Magnús Jó-
hannsson um ástæður þess að
hann átti og geymdi þessar heim-
ildir í meira en fjörutíu ár.
- Það kemur til af því að við
(Sveinbjörn Egilsson) vorum þá
tiltölulega nýkomnir með stál-
þráðartæki - það fyrsta sem kom
til landsins. Eitt það fyrsta sem
við tókum upp var afmæli
Menntaskólans í Reykjavík.
Vakti áhuga
Helga Hjörvars
I’etta þótti merkilegt verkfæri,
sem m.a. vakti áhuga Helga
Hjörvars og Lúðvíks Guðmunds-
sonar, skólastjóra, sem fannst að
þarna væri komið nýtt og merki-
legt tæki, enda var það svo. Á
þessum tíma hafði Útvarpið að-
eins eitt lélegt plötuskurðartæki
og annað ekki.
I’eir Helgi og Lúðvík komu svo
með okkur í þennan leiðangur
austur þegar Hekla gaus. Þeir
tóku þar viðtöl við fjölda manna
sem höfðu mannaforráð og aðra
sem urðu hvað mest fyrir barðinu
á öskunni sem lagðist yfir í Fljóts-
hlíðinni. Sumir þeirra voru ansi
langt niðri, töldu að þarna værir
allt að leggjast í auðn. Auk þess
tókum við upp messugjörð, eins-
konar „eldmessu" í Breiðaból-
staðarkirkju hjá séra Sveinbirni
Högnasyni.
Útvarpið hafði
lítinn áhuga
Var þessum viðtölum þá ekki
útvarpað? Nei, Magnús sagði svo
ekki vera, utan hvað þessari „eld-
tnessu" hafi síðar verið útvarpað
á vegum Slysavarnafélagsins.
Af hverju ekki?
„Það var dálítið skrítin aftur-
haldssemi ráðandi í Útvarpinu á
þessum tíma. Þegar ég fór fyrst
t.d. með þessa upptöku í Útvarp-
ið var hægðarleikur að tengja
þetta beint við magnarana. En
Gunnlaugur Briem var andstæð-
ur þessu, þannig að ég varð að
hafa tækið niðri í útvarpssal og
stilla svo mígrafóninum fyrir
framan það. Svona var nú skrítin
pólitíkin á þessum tíma“.
En alþingismenn vildu
varðveita ræður sínar
Þessar upptökur sagði Magnús
í raun upphafið að hljóðritun hér
á landi. Eftir þetta hafi menn
fljótlega farið að huga að upptök-
um á ræðum á Alþingi
„Stálvírinn lagðist niður árið
1948 eða 1949, þá fór þetta að
flytjast yfir á bandið. Ég fylgdist
með þróuninni og var m.a. árið
1949 fenginn til að fara á vegum
Alþingis til Bandaríkjanna í því
skyni. f apríl 1949 sá ég um fyrstu
upptökuna niðri í Alþingi, til
þess að forsetar og aðrir gætu
gengið úr skugga um hvernig
jsetta kæmi út.
Gleymdist í fjóra áratugi
Það tæki fór svo í geymslu upp
á lofti í Alþingi. Það kom síðán
aftur í leitirnar fyrir 1-2 árum og
þá með spólunni í og öllum
upptökum í lagi.
Éftir þessa tilraun gerðum við
skilagrein og lögðum fram tilboð.
Það var samt ekki fyrr en vorið
1952, sem okkur var falið að
koma upp upptökukerfi fyrir
haustþingið - og það gekk allt
saman. Raunar var það ekki
seinna vænna, því að þingskriftir
voru þá afskaplega tæpar. Það
voru aðallega hinir og þessir
námsmenn sem tóku þetta að sér,
með misjöfnum árangri. Sumum
ræðunum komu þeir alls ekki til
skila. Það lá því við vandræðum
í þessu efni. Ekki síst var það Jón
frá Kaldaðarnesi sem var afskap-
lega áhugasamur í þessu efni“.
í réttar hendur
Þótt Magnús hafi víðar komið
við telur hann upptökurnar frá
Hcklugosinu vera hvað merkileg-
asta efnið. Það hafi verið mikil
vinna að koma því skipulega yfir
af stálþræðinum í nútímaform, á
spólur. „En mér finnst mann-
dómshlutur að koma þessu í rétt-
ar hendur, og sjálfsagður hlutur
að þetta yrði varðveitt í Byggða-
safninu á Skógum, bæði spólurn-
ar og gömlu stálþráðarspólurnar.
Það hcf ég líka í flestum tilfellum
reynt að gera með annað efni.
Finnst það eiga heima þar sem
fólk hefur hagsmuna að gæta og
það getur orðið til að verja gaml-
an sóma sem ella hefði kannski
glatast".
Þetta á m.a. við um áðurnefnt
afmæli Menntaskólans, sem hann
hefur afhent rektor skólans. Og
það sama á við um enn eldra
kvikmyndasafn Lofts Guð-
mundssonar, sem hann bjargaði
frá glötun á sínum tíma. M.a.
myndir frá konungskomunni
1921.
Magnús Jóhannsson við tækið sem hann notar til að flytja upptökur af
stálþræði yflr á spólur.
Upptökur af enn einum merk-
isatburði - afhendingu Reykja-
víkurflugvallar - sagði Magnús
Tímamynd: Árni Bjarna
hins vegar liggja hjá sér ennþá. -
HEI
í dag tekur Sjóvá-
Almennar til starfa
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. um Sjóvátryggingafélags íslands
fékk í gær leyfi heilbrigðis- og hf. og Almennra trygginga hf.
tryggingamálaráðherra til vátrygg- öll almenn afgreiðsla auk tjóna-
ingastarfsemi. deildar, innheimtudeildar og
í dag hefst því starfsemi Sjóvá- markaðsdeildar atvinnurekstrar
Almennra en það mun taka við verða í Síðumúla og við Suður-
öllum viðskiptum og skuldbinding- landsbraut. jkb
llla leikinn í vélsleðaslysi
Hvergerðingur slasaðist alvarlega
er hann féll af vélsleða skammt
vestan við Hveragerði í gærkvöldi.
Ekki var talið óhætt að flytja hann
með sjúkrabíl til Reykjavíkur og var
þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á
staðinn, og flutti hún manninn á
Borgarspítalann. Maðurinn slasaðist
á baki og höfði og grunur lék á að
um innvortis blæðingu væri að ræða.
Hann var ásamt syni sínum að
reynsluaka sleðanum eftir viðgerð.
Nokkrar gangtruflanir höfðu verið í
sleðanum og samkv. upplýsingum
lögreglu mun bensíngjöfin að öllum
líkindum hafa frosið föst. Maðurinn
missti stjórn á sleðanum þar sem
hann þeyttist áfram á fleygiferð þar
til hann skall á grjóthæð. Fjórtán
stiga frost var á þessum slóðum í
gærkvöldi. - es