Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 22. febrúar 1989
Leikhús í saumastofu laðar að listunnendur:
Pakkaferðir
á Hvolsvöll
Mikil ásókn hefur verið hjá for-
ráðamönnum söluturna og fleirum
eftir að fá settan upp lottókassa.
Kassarnir eru einnig notaðir fyrir
getraunaseðla. Því eru það ekki
aðeins verslanir sem hafa falast eftir
þeim heldur sækja íþróttafélögin
fast að fá þá setta upp í húsnæði
félaganna víða um land.
Hver kassi kostar frá Bandaríkj-
unum, nærri hálfa milljón kr. auk
kostnaðar við leigu á símalínum og
öðru í kring um hann. Það er því
ekki á dagskránni að kössunum
verði fjölgað neitt að ráði.
„Það eru örfáir staðir úti á landi
sem eiga eftir að fá lottó-kassa en fá
þá að öllum líkindum með vorinu.
Hér í Reykjavík eru það einna helst
ný íbúðarhverfi þar sem enginn
annar kassi er nálægt, sem geta gert
sér vonir um að fá einn þeirra. Það
er ekki ntikið um tilfærslur á kössum
nema þá ef einhver sjoppan hættir,“
sagði Bjarni Bjarnason yfirmaður
söludeildar íslenskrar getspár.
Verslanirnar hafa samt sem áður
ekki mikinn beinan fjárhagslegan
ávinning af kössunum. íslensk
getspá greiðir umboðslaun sem
nema urn fimm prósentum af sölu
lottósins á viðkomandi stað. Meðal-
talssalan er um hundrað þúsund
krónur á hvern kassa sem gerir fimnt
þúsund til umsjónarmanna kass-
anna.
„Mér finnst afskaplega hæpið að
þetta borgi sig fjárhagslega," sagði
Ragnhildur Stefánsdóttir eigandi
söluturnsins Allrabest í samtali við
Tímann. „Ef ekki væri fyrir sölu-
turnana þyrfti að leigja sérstakt
húsnæði, borga af rafmagni, hita og
borga manneskju kaup þá sex daga
vikunnar sem lottóið er opið. Þetta
er samt ákveðin þjónusta við við-
skiptavininn þannig að ég geri ekki
ráð fyrir að við hættum að vera með
kassann.“
Bjarni taldi lottókassana vera
mikinn fjárhagslegan ávinning fyrir
verslanirnar. „Kassarnir draga inn
fólk sem ekki verslar þarna að
staðaldri sem þá ef til vill kaupir
eitthvað í leiðinni. Það segja mér
ýmsir nýir umboðsmenn að það
verði allt að tuttugu prósent sölu-
aukning og í sumum tilfellum meira
á öðrum vörum."
En hvað með vinningshafana.
Hverju breytir skyndilegur vinning-
ur umtalsverðrar fjárupphæðar í lífi
fólks. Peningar koma sér auðvitað
alltaf vel en þó eru margir mjög
ósáttir við „frægðina" sem af þessu
leiðir. Þeir sem Tíminn ræddi við,
einkum í minni bæjum á landinu
minntust á mikil óþægindi sem vinn-
ingunum fylgja, umtal og annað.
Nokkrir voru til dæmis orðnir svo
þreyttir á þessu að þeir aftóku með
öllu að tjá sig um málið.
Fyrsti vinningshafi íslenskrar
getspár, Ólöf Ananíasdóttir vann
árið 1986 tæpar3,2 milljónir. „Þetta
er mál sem ég er eiginlega búin að
taka út af dagskránni. Þetta hefur
angrað mig mjög mikið í gegn um
árin. Ég er hlynntari því að fólk
haldi þessu svolítið fyrir sig. Þetta
hefur valdið öllum miklu ónæði,"
sagði Ólöf í samtali við Tímann.
Hún sagði þetta vitaskuld hafa breytt
miklu um sínar aðstæður. „Mín
aðstaða í dag er orðin svo allt önnur
á allan hátt og peningarnir hafa
auðvitað hjálpað til.“
Á síðasta ári vann Hlynur
Tryggvason 7,1 milljón í lottó. „Þú
getur bara sagt þér það sjálf hvaða
þýðingu svona upphæð hefur ef
maður skuldar mikið og getur allt í
einu borgað það allt saman. Þetta
veldur því einnig að nú get ég betur
stutt við bakið á börnunum mínuni
í þeirra námi og gert ýmislegt fleira
sem mig langar til,“ sagði Hlynur.
jkb
í tengslum við sýningu á „Síldin
kemur“ stendur til að boðið verði
upp á sérstakar pakkaferðir þar sem
gist verður á Hótel Hvolsvelli.
Undanfarið hefur leikritið „Síldin
kemur" verið sýnt, við mjög góða
aðsókn, á Hvolsvelli. Leikgerðin er
sú sama og þegar sýningin var fyrst
sett upp á Húsavík. Sýnt er í húsnæði
saumastofu sem nú hefur lagt niður
starfsemi.
Úr höfuðborginni hafa margir sótt
þessa sýningu sem og annars staðar
af Suðurlandi. Nokkur hópur hefur
Þórhildur Þorleifsdóttir hefur lagt
fram fyrirspurn til menntamálaráð-
herra um skólabúðirsem starfræktar
hafa verið í Reykjaskóla í Hrúta-
firði.
Þar er spurt um hve margir nem-
endur hafi dvalist í skólabúðunum
sl. ár, úr hve mörgum skólum nem-
endurnir hafi komið og hvernig þeir
skiptist á skólaumdæmin. Hver
kostnaðurinn hafi verið á hvern
nemanda, hvort þeir hafi þurft að
þegar pantað miða á komandi sýn-
ingar og er því í bígerð að bjóða upp
á sérstakar pakkaferðir til Hvolsvall-
ar. „Fólk mun þá geta farið á
sýninguna, borðað á hótelinu og
gist. Þetta getur orðið svona huggu-
leg helgarferð því hér er til dæmis
gufubað og fleira,“ sagði Jón Stefán
Karlsson hótelstjóri í samtali við
Tímann. Hann sagði að mikið hefði
verið um fyrirspurnir og einnig hefði
þegar töluvert af fólki sem þegar
hefur komið á sýninguna gist á
hótelinu. jkb
greiða hluta hans sjálfir og þá hve
mikið. Hvort hægt hafi verið að
sinna öllum umsóknum er bárust til
skólans og hvert sé mat skólayfir-
valda á þeirri reynslu er fengist hafi
á með rekstri skólabúðanna.
Ekki hefur borist svar frá Svavari
Gestssyni menntamálaráðherra
ennþá, en svör við fyrirspurnum eru
gefin í sameinuðu þingi fyrir hádegi
á fimmtudögum.
Bifreiðaskoöun íslands og tæplega 100 bifreiðaverkstæði:
Beðið við lottókussa. En það eru fleiri en lottóspilarar sem bíða, því íþróttafélög og aðrir sem vilja komast yfir
lottókassa skipta hundruðum.
250 á biðlistum
eftir lottókassa
Um 250 sölustaðir eru á biðlista eftir afgreiðslu lottókassa.
Þjóðin tók leiknum opnum örmum á sínum tíma og vinningar
hafa oft verið mjög stórir. Það vill þó brenna við að áhugi
annarra á vinningshöfunum verði svo mikill að það baki
viðkomandi ómæld óþægindi.
Nefnd er skipuð til fjárhagslegrar
endurskipulagningar loðdýrabúa:
Gögnum safnað
Landbúnaðarráðherra skipaði
fyrir skemmstu nefnd sem falið er
að vinna að fjárhagslegri endur-
skipulagningu loðdýrabúa. Er
þetta í samræmi við samþykkt
ríkisstjórnarinnar frá 27. jan. s.l.
í fyrirskipun ríkisstjórnarinnar
segir að Framleiðnisjóður land-
búnaðarins taki allt að 60 milljón
kr. lán til fjárhagslegrar endur-
skipulagningar loðdýrabúa og
landbúnaðarráðherra skipi nefnd
til að sjá um framkvæmd verksins.
Að sögn Gunnlaugs Júlíussonar
hagfræðings sem er nefndinni til
aðstoðar, er vinna komin að litlu
leyti í gang, en verið er að safna
saman gögnum frá þeim búum er
leita munu eftir aðst'oð við fjár-
hagslega endurskipulagningu.
Reiknað er með að fullnægjandi
gögn hafi borist um næstu mánaða-
mót og þá geti nefndin hafið störf
af fullum krafti.
í nefndinni eiga sæti Magnús B.
Jónsson búvísindakennari á
Hvanneyri sem er formaður nefnd-
arinnar, Jón Guðbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs og
Leifur Kr. Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri Stofnlánadeildar
landbúnaðarins. - ág
Spurt um skólabúðir
Samið um eftirskoðun
við bifreiðaverkstæði
Bifreiðaskoðun íslands hf. mun á næstu dögum endurnýja
starfssamning við viðurkennd bifreiðaverkstæði víða um land um að
þeim verði heimilt að annast eftirskoðun bifreiða. Slíkir samningar
voru í gildi milli Bifreiðaeftirlitsins gamla og u.þ.b. eitt hundrað
verkstæða. Voru þeir til eins árs í senn og er komin nálægt þriggja
ára reynsla á þetta kerfi. Þetta þýðir að ef bifreið stenst ekki
aðalskoðun og sætir aðfinnslum, þarf ekki að fara nema á næsta
viðurkennda verkstæði og sæta eftirskoðun, án þess að þurfa að hafa
svo mikið sem símasamband við Bifreiðaskoðunina.
Skinnauppboðið
í Kaupmannahöfn:
Verðið
svipað
Svipað verð fékkst fyrir íslensk
loðdýraskinn á skinnauppboði
sem haldið var í Kaupmannahöfn
dagana 15.-17. febrúar og á því
uppboði sem haldið var í Helsinki
í desember, en þetta eru að
jafnaði tvö stærstu skinnauppboð
ársins.
Rúmar 1.300 kr. fengust fyrir
minkaskinn af högnum, en tæpar
1.200 krónur fyrir skinn af
læðum. Blárefaskinn seldust að
jafnaði á rúmar 1.700 kr. Silfur-
refaskinn voru eins og jafnan
keypt á hæsta verðinu, en þau
voru keypt á rúmlega 1.850 krón-
ur að meðaltali. - ág
Tveir fundir verða um málið með
þessum aðilum. Fer annar þeirra
fram á Akureyri á föstudaginn kem-
ur og er ætlunin að allir forsvars-
menn viðurkenndra verkstæða á
Norðurlandi, sem leita vilja eftir
þessum samningi, komi á þann fund.
Síðari fundurinn verður í Reykjavík
í næstu viku. Þangað er stefnt öllum
forsvarsmönnum af Suðurlandi,
Vesturlandi, Vestfjörðum og Aust-
urlandi.
Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða-
skoðunar íslands, sagði í viðtali við
Tímann að ákveðið hafi verið að
hafa þessa samninga núna að mestu
leyti óbreytta frá samningum sem
Bifreiðaeftirlitið gerði áður. Ætlun-
in væri hins vegar að herða skilyrði
þau sem sett eru gagnvart skoðunar-
aðilanum smátt og smátt. „Það hefur
orðið úr að herða kröfurnar smátt og
smátt, eftir því sem starfsemi Bif-
reiðaskoðunar þróast,“ sagði Karl
Ragnars.
Bjarni Ómar Jónsson, stjórnar-
maður Bílgreinasambandsins og eig-
andi Lúkasar-verkstæðisins í
Reykjavík, sagði þá hafa reynt að fá
því framgengt að fá einnig að annast
aðalskoðun, eftir því sem tækjakost-
ur verkstæða leyfði. Frá þeirri kröfu
hefur verið fallið að sögn Bjarna
Ómars, en þess í stað verið lögð
áhersla á að ná þeim samningum
sem nú er ætlunin að ganga til.
Búist er við því að kröfurnar
gagnvart eftirskoðunarverkstæðum
herðist ekki fyrr en eftir að Bifreiða-
skoðunin sjálf hefur komið sér upp
viðunandi aðstöðu til skoðunar.
Varla er við því að búast fyrr en eftir
að fyrir liggja drög að hönnun full-
kominnar skoðunarstöðvar í Árbæj-
arhverfi.
KB