Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Tíminn 13 % ■ Egyptar vara við árás á efnaverk- smiðjuna í Líbýu Egyptar hafa varað Bandaríkjamenn við að gera árás á efnaverksmiðju þá í Líbýu sem Bandaríkjamenn telja að sé ætluð til framleiðslu á eiturefnavopnum. Egyptar eru nánustu bandamenn Bandaríkjamanna í arabalöndunum. Hosni Mubarak forseti Egyptalands hefur varað Bandaríkjamenn við að gera árás á efnaverksmiðjuna í Kabta í Líbýu. Egyptar eru tryggustu bandamenn Bandaríkjanna í araba- löndunum ásamt Saudi-Aröbum. - Ég skýrði Bandaríkjamönnum frá því að árás á -líbýsku efnaverk- smiðjuna væri ekki rétta leiðin til að leysa málin, þau yrði að leysa með friðsamlegum hætti, sagði Hosni Mubarak forseti Égyptalands í blaðaviðtali í gær. Yfirlýsing þessu mun trúlega draga mjög úr líkunum á því að Bandaríkjamenn geri loftárásir á efnaverksmiðjuna eins og þeir hafa gefið í skyn að þeir muni gera, verði ekki komið í veg fyrir efnavopna- framleiðslu þar á annan máta. Egyptar og Ljbýumenn hafa eldað grátt silfur um áratuga skeið og háðu stutt landamærastríð árið 1977. Þrátt fyrir það gefa Egyptar nú í skyn að árás Bandaríkjamanna á Líbýu muni skaða samskipti ríkjanna, en það myndi gera stöðu Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum mjög erfiða, sérstaklega í Ijósi þess að Sovétmenn leggja nú mikla áherslu á að bæta tengsl sín við arabalöndin. En þó Husni Mubarak hafi varað Bandaríkjamenn við loftárás á Lí- býu þá stóð ekki á honum að hæla George Bush í blaðaviðtalinu og telur Mubarak að Bush geti leikið aðalhlutverkið í því að koma á friði á þessum slóðum. - Bush skilur vandamál Mið-Aust- urlanda mjög vel. Menn kunna að segja að hann sé lengi að taka ákvarðanir, en í raun er hann að brjóta málin til mergjar áður en hann tekur ákvörðun, sagði Mubar- ak. Mubarak mun að líkindum hitta Bush að máli í Japan síðarí vikunni, en þar munu þeir báðir verða við- staddir útför Hirohitos keisara Japans. Mubarak fullyrti einnig að upp- reisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum muni verða til þess að friðarráðstefna verði haldin um mál- efni Mið- Austurlanda innan tíðar. írar og Bretar vinna saman að málum N-írlands Bresk og írsk stjórnvöld hyggjast nú taka á vandamálum Norður-fr- lands af festu og efla tengsl milli þjóðþinga ríkjanna með því að koma á fót sérstakri stofnun þar sem þingmenn frá báðum ríkjun- um ræði málefni Norður-írlands og önnur mál er koma upp á milli Englendinga og íra. Þingmenn frá báðum þjóðþing- unum, sem að undanförnu hafa verið að ræða leiðir til beinskeytt- ari og ákveðnari samvinnu í hinum erfiðu málum á Norður-írlandi, sögðu að stofnun þessi yrði skipuð tuttugu og fimm þingmönnum frá hvoru ríkinu fýrir sig. Þing- mennirnir munu koma saman tvisvar á ári undir merkjum þessar- ar stofnunar og yrði fyrsti fundur- inn haldinn í júní. -Við vonum að stofnun sem þessi geti komið í veg fyrir hluta þeirrar ringulreiðar og misskilnings sem oft hefur gætt í samskiptum ríkjanna beggja vegna írlandshafs. Það ætti einnig að færa umræður um málefni Norður-írlands í West- minster á hærra plan, sagði Peter Temple-Morris, þingmaður breska íhaldsflokksins þegar ákvörðun þessi var kunngerð. Hin nýja stofnun mun ekki hafa nein formleg völd, en væri tilkomin í kjölfar samkomulags sem Eng- lendingar og írar gerðu árið 1985, en með því er gert ráð fyrir að írar hefðu rétt til að hafa áhrif á málefni Norður-írlands. Sama dag og þingmannanefnd- irnar skýrðu frá tilurð hinnar nýju stofnunar var kaþólskur maður skotinn til bana á Norður-írlandi. Maðurinn er tíunda fórnarlamb átaka mótmælenda og kaþólskra á Norður-írlandi á þessu ári. Bandarískur geimfari á ferð í M-Ameríku: TunglfánitilNikaragva Bandaríski geimfarinn Jim Irwin afhenti í gær Daniel Ortega forseta Níkaragva þjóðfána Níkaragva sem var með í för til tunglsins fyrir átján árum. Irwin afhenti Ortega fánann í tilefni af batnandi samskiptum Ník- aragva og Bandaríkjanna, en sam- skiptin hafa vægast sagt verið stirð undanfarin ár. Þau virðast þó vera að skána eftir að Níkaragvastjórn samþykkti að halda frjálsar kosning- ar og koma snarlega á fót ýmsum umbótum í stjórnmálalífi landsins. - Við héldum til tunglsins í nafni friðar fyrir allt mannkyn. Tilgangur farar okkar til Níkaragva er að færa frið Guðs til þjóðarinnar, sagði Irwing, en hann var í áhöfn Apollo XV sem lenti á tunglinu í júlí árið 1971. Irwin, sem segir að ferð hans til tunglsins hafi dýpkað trú hans á Guð, er nú á ferð um Mið-Ameríku með hópi kristinna Kanadamanna sem eru að boða guðspjöllin. Irwin tók það þó skýrt fram að dvöl hans í Níkaragva væri einka- heimsókn og í engum tengslum við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Venezuela: Sjö láta lífið í fanga- uppreisn Sjö fangar létust og tuttugu og tveir særðust í fangauppreisn í norðurhluta Venezuela í fyrradag. Fangarnir hófu uppreisn á sunnudag en á mánudagsmorgun braust út eldi/r í fangelsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Fangarnir hafa nú látið undan og haldið til klefa sinna á ný, en lögregla og hermenn umkringja þó enn fangelsið í San Felipe sem er bær 277 km vestur af Caracas. Ute Morris fylkisstjóri í Yaracuy héraði neitaði að fangarnir héldu konu og sjö mánaða barni hennar í gíslingu, en vitað er að konan og barnið eru innan veggja fangelsisins. Morris segir að konan sé fangi og að hún hafi nýlega fengið leyfi til að hafa barn sitt hjá sér í fangelsinu. Embættismaður innaníkisráðu- neytisins í Venezuela sem fór fyrir nefnd yfirvalda er ræddi við for- sprakka fanganna á mánudag hafði áður fullyrt að konan og dóttir hennar væru í gíslingu. Fangaupprejsnin hófst eftir heim- sóknartíma á sunnudaginn þegar fangarnir neituðu að gangast undir ýtarlega líkamsleit áður en þeir héldu til klefa sinna á ný. Fangelsisyfirvöld segja að eldur- inn hafi brotist út eftir að fangar settu eld í dýnu í einum fangaklefan- um. Þau staðhæfa að enginn hafi verið drepinn af öryggisvörðum. i -i Wm 1^ , 1-J -i rkvixixow i Mnr FELAGSMALASKOLI Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðiö að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boöið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og* ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill HeiðarGísla- son, Finnurlngólfsson, Arnar Bjarnason og HrólfurÖlvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð- árkróki, ísafirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnter að því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Framhalds- námskeið Raddbeitingar og framsagnarnámskeið hefst miðvikudagign 22. febrúar kl. 20.00 að Nóatúni 21. Kennarar: Baldvin Halldórsson, leikari Kristján Hall Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Fjölmiðla- námskeið Arnþrúður Fjölmiðlanámskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr. frá kl. 13.00 að Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir. Kennari: Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur. Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.