Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Tíminri. 19 —1 rrnti ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Óvitar barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Ath! Sýningar um helgar hefjast kl. tvö eftir hádegi. Fimmtudag kl. 16.00. Fáein sæti laus Laugardag kl. 14.00 Fáein sæti laus Sunnudag kl. 14.00 Uppselt Laugardag 4.3. kl. 14.00. Uppselt Fimmtudag 2.3. kl. 17.00 Sunnudag 5.3. kl. 14.00. Uppselt Laugardag 11.3. kl. 14.00, Uppselt Sunnudag 12.3. kl. 14.00. Uppselt Laugardag 18.3 kl. 14 Sunnudag 19.3 kl. 14.00 Sunnudag 2.4. kl. 14.00 Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna: 3R@xnníi)rt ihotfmanns ópera eftir Offenbach Föstudag 24.2. kl. 20.00. Næstsiðasta sýning. Örfá sæti laus Sunnudag 26.2. kl. 20.00. Síðasta sýning. Örfá sæti laus Ath! Myndbandsupptaka fer fram á föstudagssýningunni. Háskaleg kynni SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson Fimmtudag 23. febr. kl. 20.30 Laugardag 25. febr. kl. 20.30 Miðvikudag 1. mars kl. 20.30 eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartima I kvöld kl. 20.00. Orfá sæti laus Föstudag 24. febr. kl. 20.00. Örfá sæti laus Sunnudag 26. febr. kl. 20.00. Uppselt Þriðjudag 28. febr. kl. 20.00. Fimmtudag 2. mars kl. 20.00. leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Laclos Laugardag kl. 20.00 4. sýning. Fáein sæti laus Föstudag 3.3.5. sýning Laugardag 4.3.6. sýning Laugardag 11.3.7. sýning Miðvikudag 15.3.8. sýning Kortagestir ath.l Þessi sýning kemur í stað listdans i febrúar. London City Ballet gestaleikur frá Lundúnum Föstudag 31.3. kl. 20.00 Laugardag 1.4. kl. 20.00 Litla sviðið: ontsvn nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð Sunnudag kl. 20.30. Frumsýning Fimmtudag 2.3. kl. 20.30 Sunnudag 5.3. kl. 20.30 Miðvikudag 8.3. kl. 20.30 Föstudag 10.3. kl. 20.30 Sunnudag 12.3. kl. 20.30 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20.00. Simapantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frákl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíð og miði á gjafverði. mæm SAMKORT man í ólk einna best eftir úr myndinni „Educating Rita", sem sýnd var hér mánuðum saman. Julie er nú orðin 38 ára, en hún er fædd í Birmingham 22. maí 1950. Hún býr nú i London með sambýlismanni sínum Grant Roffey og litlu dótturinni Maisie. Julie er brúneygð og með brúnt hár. Hún kom fyrst fram í leikþætti á skemmtun í Liverpool, en annars segist hún - áður en hún fór að leika - haf a unnið á tryggingaskrifstofu og sem sjúkraliði. Hún kann best við sig í buxnadragt, en alls ekki í „fínum kjólum". Barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Tónlist: Soffia Vagnsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Margrét Árnadóttir Lýsing: Lárus Bjömsson og Egill Örn Ámason Aðstoð við hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Kjarlan Bjargmundsson, Margrét Árnadóttir, Edda Björgvinsdóttir, Ása Hlin Svavarsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgerður Dan Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Arnheiður Ingimundardóttir, Ólöf Söebech, Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Frumsýnt í Iðnó laugardaginn 25. febrúar kl. 14 Sunnud. 26. feb. kl. 14 Laugard. 4. marskl. 14 Sunnud. 5. mars kl. 14 Miðasala i Iðnó simi 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunumtil 9. april 1989. NEMENDA LEIKHUSIÐ LEIKUSTARSKÓU tSLANOS UNDARBÆ sm 21971 „Og mærin fór í dansinn...“ eftir Debbie Horsfield 14. sýning fimmtud. 23. febrúar kl. 20.00 15. sýning föstud. 24. febrúar kl. 20.00. Síðasta sýning Miðapantanir allan sólarhrlnginn í síma 21971. Myndin segir frá rannsókn- arlögreglumanninum Nick, sem lendir í því að bróðir hans er kærður fyrir morð á kennara í skóla einum, þar sem hann var nemandi. Að sjálfsögðu reynir Nick að rétta bróður sínum hjálpar- hönd, en fyrir vikið er hann settur í launalaust leyfi. Bregður Nick á það ráð að yngja sig um nokkur ár og setjast á skólabekk, þ.e.a.s í skólanum þar sem morðið Góður húmor var framið og á þann hátt leysa morðgátuna og bjarga bróður sínum. Ráðabruggið felst í því að verða nógu áberandi, vinna sér virðingu jafnt strákanna sem stúlkn- anna. Verður honum vel ág- engt og brátt kemst hann að því að nokkrir kennaranna eru bendlaðir við fjársvika- mál. En það er ekki málið. Nick kemst einnig að því að einn kennaranna hefur margt verra en fjársvikamál á sam- viskunni. En nóg um sögu- þráðinn. Myndin er langt frá því að vera eitthvað kvikmyndaaf- rek. Sakamálamynd í léttum dúr sem er svona í það vit- lausasta á köflum. Og ekki er nú handritið merkilegt. En hitt verður að segjast að myndin er hin fínasta skemmtun. Frábær húmor, sem hægt er að hlæja vel og innilega að. Aðalhlutverkið leikur Ar- liss Howard sem sýnir í mynd- inni engan snilldarleik, en skilar þó hlutverkinu ágæt- lega og þó sérstaklega húm- ornum. Aðrir leikarar eru ekki í neinu svaka formi. Að málinu vandlega íhug- uðu, þá tek ég hláturinn fram- yfir og gef myndinni tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögu- legum. Pétur Sigurðsson Fjögurra manna fjölskylda flýði heimili sitt í örvæntingu en samt ekki undan stríðs- átökum, flóðum eða hungri. Hins vegar hafa fjölskyldu- meðlimir ofnæmi fyrir nútíma menningu. Howard King, kona hans og tvö börn bjuggu í menningunni í Queenslandi í Suður-Ástralíu en urðu að fara þaðan og setjast að á afskekktri eyju, þar sem þau þurfa ekki að vera í nálægð þess sem við hin borðum eða notum daglega. Þau þola þá hluti ekki, fá blóðnasir, kláða, hósta og niðurgang af návist þeirra. Howard er 42 ára, kona hans Marilyn 38 ára og börnin, Casey og Shasnee, eru 12 og 11 ára. Ekkert þeirra getur notað venjulega sápu, þvottaefni eða snyrti- vörur. Þau þola engin gervi- efni í fötum eða rúmfatnaði og það sem þau borða og drekka má ekki innihalda skordýraeitur, litarefni eða rotvarnarefni af neinu tagi. Pau veikjast meira að segja ef þau nálgast vélar sem smurð- ar eru með olíu eða tæki úr plasti sem hitna, svo sem ferðaútvarpstæki. Þess vegna hengja þau útvarpstækið sitt upp í 5 metra fjarlægð. Fjölskyldan lifði ósköp venjulegu lífi þar til dag einn að flugvél var að úða skor- dýraeitri og missti farm sinn fyrir slysni í grennd við heim- ili þeirra. Pá var Casey 4 mánaða og Shasnee ófædd. Eftir óhappið veiktust þau þrjú, hóstuðu og kúguðust stöðugt og voru alltaf með blóðnasir. Börnin geta ekki leikið sér við önnur börn og skólanám þeirra fer fram um stutt- bylgjutæki sem ekkert plast- efni er í. Sagt cr að Kengúru- eyja sé nær eini bletturinn í allri Ástralíu sem er enn ómengaður. Hús King-fjöl- skyldunnar er úr timbri og léttmálmi og byggðu hjónin það sjálf. Þau rækta kvikfé og græn- meti sér til matar og hafa hænsni og mjólkurkýr að auki. Afþreyingu fá þau senda í bókaformi en þau verða að viðra bækurnar vel og vandlega í sólskininu til að hreinsa þær af öllum leifum af til dæmis handáburði, ilm- vatni eða púðri, sem kynni að loða við þær, slíkt gæti orsak- að ofnæmiskast. Marilyn viðurkennir að líf- ið sé ein allsherjar barátta en það sé þó bót í máli að vera laus við stöðugan ofsakláða og niðurgang. King-fjölskyldan matast. efni. Brátt kom í ljós að fjöl- skyldan var komin með of- næmi fyrir nær öllu sem gert er af mannahöndum og þegar Shasnee fæddist, sýndi hún sömu einkenni. Fyrir sjö komið að ekki var um annað að ræða en selja heimilið og flytja til Kengúrueyjar, afskekktrar eyjar úti fyrir ströndinni. Þar búa 3500 rnanns, en enginn innan við 4 km frá heimili King-fjölskyldunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.