Tíminn - 22.02.1989, Page 6

Tíminn - 22.02.1989, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Borað eftir jarðsjó á Borgarsandi: Borholu „wisky" „Menn deila um hvort vatnið sé eins og wisky áður eða eftir að það er drukkið," sagði Þórólfur H. Hafstað í samtali við Tímann. Það sem um ræðir er grunnvatn mjög mikið mengað af jarðhita og jarðvegi. Vatnið kom upp um til- raunaborholu á Borgarsandi. Borað var á vegum hitaveitu Sauð- árkróks til að kanna möguleika á vinnslu jarðsjávar með tilliti til fisk- eldis. Forráðamenn fiskeldisfyrir- tækisins Fornóss höfðu gert sér vonir um framtíðar staðsetningu starfsem- innar á Borgarsandi. Þórólfur sagði að hann gæti ómögulega mælt með því að meira yrði borað á þessu svæði. „Það sem upp kom er engu líkt, gjörsamlega ólýsanlegt. Ég vinn fyrir ríkisfyrir- tæki sem ekki hefur úr allt of miklu að spila og tilraunaboranir eru dýrar í framkvæmd. Persónulega þætti mér afskaplega forvitnilegt að at- huga þetta nánar en sem ábyrgur vísindamaður get ég ekki ráðlagt það. Möguleikarnir á að fá upp betra vatn eru hverfandi litlir á þessu svæði.“ Hann sagði vatnið vera um þrettán til fjórtán gráðu heitt og greinilega farið nokkra leið gegn um sand og leirlög. jkb Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, skipar starfshóp vegna erfiðleika í lagmetisiðnaði: Meta stöðu fyrirtækja í lagmeti Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, hefur skipað sérstakan starfshóp til að kanna stöðu lagmetisiðnaðar. Er starfshópnum einnig ætlað að benda á leiðir til að bæta markaðsstöðu lagmetisiðnaðar og fjalla um fjár- mögnun lagmetisframleiðslunnar. Hefur iðnaðarráðherra lagt á það áherslu að starfshópurinn hraði störfum sem kostur er vegna þeirra erfiðleika sem komið hafa upp í iðngreininni. Starfshópinn skipa þeir Halldór J. Kristjánsson, deildarstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu, en hann er formaður, Sveinn Björnsson, sendifulltrúi til- nefndur af utnríkisráðuneytinu, Hermann Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra til- nefndur af sjávarútvegsráðuneytinu, Davíð Lúðvíksson, deildarstjóri til- nefndur af af Félagi íslenskra iðnrek- enda og Eiríkur Valsson, sölustjóri tilnefndur af Sölusamtökum lagmet- is. . KB Séð yfir Hellnahraun þar sem hugsanlegt er að sorppökkunarstöðin rísi. Álverið í baksýn. Tímamynd: Pjetur. Hafnfirðingar með lóð fyrir sorpböggunarstöð á Grófiðnaðarsvæði í Hellnahrauninu „Inn í umræðu um sorpböggunarstöðina í Hádegismóum hefur að mínu áliti vantað þá staðreynd að hér er ekki um mál Reykvíkinga einna að ræða, heldur hefur verið stofnað byggðasamlag allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu til að leysa þessi mál í sameiningu,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Guðmundur Árni sagði að stöð- in sem fyrirhuguð var í Hádeg- ismóum væri aðeins hluti af sorp- máium höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði að Hafnfirðingar og Garðbæingar og sennilega Kóp- avogsbúar hefðu þurft að huga aö einhvcrskonar útstöð eða böggun- arstöð fyrirsig, hvort sem Árbæjar- stöðin hefði orðið að veruleika eða ekki. Hvort eða hvar slík stöð eða stöðvar verða byggðar tengist síð- an því hvar sorpið verður endan- lega urðað. Þannig verði að skipu- leggja þessa starfsemi að mestu sem eina heild. Guðmundur Árni sagði að ekk- ert væri inn á hans borð komið sem kalla mætti endanlegt skipulag þessara mála og því væri ekki liægt að segja að búið væri sérstaklega að ætla Árbæjarstöðinni nýjan stað í landi Hafnarfjarðar. Það væri hins vegar gerlegt að koma slíkum stóriðnaði fyrir á iðnaðarsvæði sem sérstaklega er ætlað fyrir ýmsan grófan iðnað. „Hins vegar er þetta að verulegu leyti óathugaður kostur og við viljum ekkert binda niður eitt né neitt áður en ítarlegar athuganir og rannsóknir hafa verið gerðar. Við höfum fylgst ítarlega með því sem gerst hefur í ntálinu annars staðar og það er ljóst að hér er um sameiginiegan vanda allra sveitar- félaganna að ræða og við viljum leggja okkur fram um að lausn á honum finnist," sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafn- arfirði. Iðnaðarsvæði það sem Hafnfirð- ingar hafa skipulagt fyrir þungan og grófan iðnað er svokallað Hellnahraunssvæði og þar sem tal- ið er hugsanlegt að sorpböggunar- stöð rísi er t grennd við lóð Stálfé- lagsins skammt frá malbikunarstöð sem þarna er þegar risin. Staðsetningin þykir að mörgu leyti heppileg verði endanlegur urðunarstaður sorpsins í Krísuvík. Þangað verður hins vegar talsvert löng leið með sorpið frá Reykjavík og Mosfellsbæ en því lengri leið sem flytja þarf sorpið laust, þeim mun dýrari verður sorphirðingin. { þessu sambandi er talað um að flutningskostnaður að sorpböggun- arstöð sé fimmfalt hærri en út úr stöðinni. -sá Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva: MOTNUELA STOFNUN HLUTABRÉFASJÓÐS Meðferð þing- manna hörmuð Formenn Norðurlandadeilda Funduf formannanna var hald- Alþjóðaþingmannasambandsins jnn j Osló fyrir skömntu. Bréfin hafa sent sex ríkjum bréf þar sem Voru send ríkisstjórnum Kólomb- hörmuð er meðferð á nokkrum íu, Hondúras, Malasíu, Indónesíu, fýrrverandi þingmönnum, sem Chile og Guineu-Bissau fyrir milli- hafa verið fangelsaðir án dóms, göngu nálægustu sendiráða þeirra. horftð eða drepnir. jkb Samtök fiskvinnslustöðva sam- þykkti á fundi sínum á mánudag ályktun þar sem harðlega er mót- mælt stofnun Hlutabréfasjóðs Byggðastofnunar. 1 ályktuninni segir að sjóðstofnun- in geti leitt til mismununar fyrirtækj a og virðist einungis eiga að tryggja kröfur skuldareigenda í fyrirtækjum sem eru komin í þrot. Stjórnin ítrekar að almennar aðgerðir sem breyti langvarandi taprekstri fisk- vinnslunnar í hagnað, sé eina leiðin út úr vandanum. Þá kemur einnig fram í ályktun- inni að meðal ráðstafana núverandi ríkisstjórnar við upphaf starfstíma síns, var ákvörðun um að verðbætur skyldu greiddar á frystar sjávaraf- urðir til skamms tíma og Verðjöfn- unarsjóði heimiluð lántaka að upp- hæð 800 milljónir króna með ríkis- ábyrgð til að standa undir þessum greiðslum. í ályktuninni segir að þessi bráða- birgðaleið hafi verið farin í stað þess að taka á vandanum með almennum efnahagsaðgerðum sem tryggt hefðu rekstrarafkomu fiskvinnslunnar. Þá segir ennfremur að engar líkur séu á að verðjöfnunarsjóður eða fisk- vinnslan muni geta greitt þetta lán af tekjum sínum og að í umfjöllun ráðamanna, m.a. sjávarútvegsráð- herra, hafi ætíð verið gert ráð fyrir að það félli á ríkissjóð. Þvf mótmælir stjórn Samtaka fisk- vinnslustöðva að stjórnvöld skuli ekki breyta texta bráðabirgðalag- anna nú, þegar verið er að afgreiða þau á Alþingi. Bent er á að gera þurfi ráð fyrir endurgreiðslu ríkis- sjóðs á láninu og að þar séu tekin af öll tvímæli, segir í ályktuninni. -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.