Tíminn - 22.02.1989, Síða 9

Tíminn - 22.02.1989, Síða 9
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Sveinn Sigurjónsson: Meira um gróðureyðingu Það er fróðlegt og vel þess virði að athuga öskufall úr eldgosum síðari tíma. Það getur hugsanlega hjálpað ofbeitar mönnum að skoða gróðureyðinguna í nýju Ijósi, og fá rétta niðurstöðu í þeirri stórfelldu umhverfisröskun sem gróður- hnignunin hefur verið hér á landi. Meiningin er að vekja fólk til umhugsunar um þann hálfsann- leika sem fréttamenn og margir aðrir beita þegar fjallað er um gróðureyðinguna, en slíkir aðilar þegja um afleiðingar eldgosa og þau áhrif sem veðurfar hefur á gróður landsins. Það er slæmt hlutskipti og ekki maklegt að Yngvi Þorsteinsson magister er orðinn guðfaðir ofbeit- arfræðinnar, með öllum þeim öfg- um og moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum íslenskan landbúnað, það þýðir ekki að segja mér eða öðrum sem þekkjum þessa sögu, alltaf sömu ofbeitarreyfar- ana, þeir hafa gert meira illt en gott. En með því hefur verið vakinn upp hópur afvegaleidds en duglegs fólks, sem stendur því miður ekki nema í annan fótinn, þar sem búið er að kenna því að öll gróðureyðing sé vegna búsetu í landinu undanfarnar ellefu aldir. Það er þessi einhæfa umræða sem villt hefur svo mörgum sýn, það eru fleiri menn afvegaleiddir en Jón Sigurðsson, og fjárveiting- arvaldið þess vegna skorið Land- græðslunni mun þrengri stakk en ella hefði orðið, þar sem í mörg horn er að líta, en ríkissjóður er jafnan sagður tómur. Fréttamenn matreiða síðan hrá- efnið á eftirfarandi hátt, að valið er uppblásið land með einstaka rofa- bakka, og myndin er ekki talin fullkomin nema hægt sé að ná tveimur eða þremur sauðkindum á rennsli þar á milli, sem sönnun fyrir kenningunni og fara eigi að hreinsa um síðustu molana. Það þarf mikinn velvilja til að greina góðan tilgang með slíkum fréttaflutningi eða málsmeðferð, sem réttlætir á engan hátt að til- gangurinn helgi meðalið, en um langa hríð hefur jákvæð umræða verið jafn vandfundin og nál í heystakki. I orðabók ofbeitarmanna er Kötlugosið '918, og afleiðingar þess aðeins þjóðsaga, þar sem ofbeitin á að hafa verið eyðingar- aflið og þar ineð búsetan í landinu orsök. Aðal vikurgeirann lagði yfir Skaftártungu og Síðu auk afrétta þeirra. Hagar og slægjur spilltust verulega um alla Vestur-Skafta- fellssýslu, þá fóru í eyði fjórar jarðir í Skaftártungu, Búlandsel, Svartinúpur, Snæbýli og Ljótar- staðir. Vikurþykkt var þar 1 til 2 fet, þær voru slæmar ærnar þar. Kötluhlaupið eyddi öllum gróðri ofan og vestan Álftavers og víða á milli bæja, spillti engjum á tveim jörðum í Skaftártungu, og náði langt austur í Meðalland, en skildi eftir hvar sem það fór yfir leir og jökulruðninga, sem síðan voru á eilífri hreyfingu ef eitthvað hreyfði vind, hefur það vafalítið magnað þann uppblástur sem þar var fyrir. Það tók fjalllendi sýslunnar mörg ár að jafna sig eftir gosið þó úrkoma sé þar mikið meiri en annarsstaðar þekkist. Það sátu þykkir vikurskaflar í brúnum gilja en ásar og gilbarmar voru víða í sárum eftir vikurskafrenninginn en gróðurnálarnar sorfnar burt jafn- harðan og þær gægðust upp. f Mýrdal spilltust hagar og slægjur til margra ára. Hagar á afréttum Rangæinga skertust verulega og vafamál hvort þeir hafa beðið þess bætur síðan. Það þarf varla að vera fjörugt ímyndunaraflið til að gera sér grein fyrir að aska féll á eyðimerkur hálendisins sköpuðu aukið fokefni þar og mögnuðu uppblástur á jörð- um gróðursvæða. Það er rétt að hafa í huga að bæði stórgosin á þessari öld eru á mesta hlýinda- skeiðinu á síðari öldum og því skaðar vegna vikurs og ösku í lágmarki vegna hærri gróður- marka. Það hlýtur að vera gott að búa í borginni og geta þvegið hendur sínar, og hafnað öllum rökum. Heklugosið 1947 er svo nærri okkar tíma að jafnvel ættu ofbeit- armennirnir að geta aflað heimilda og þarf varla meira til en fletta upp í einni af bókunum Öldin okkar, þar sem vindur var á norðan, dreif vikurinn því yfir Trippafjöll og Langvíuhraun á Rangárvallaafrétti en í þeirri fjarlægð sem er innan 10 km frá gosuppkomunni, var vikur- þykktin um 1 metri, breidd nær 10 km milli jaðra vikurgeirans. Þá eyddust tvö stór gróðursvæði sem hétu Fitjar og Blesumýri við Eystri- Rangá, en gróður er nú kominn í svipað horf og áður, en annarsstað- ar vantar mikið á. Fitjar lenda undir austurbrún auðnarinnar en bærinn á Fossi í vesturjaðri, þar var þykkt vikurs það mikil að túnið var nær allt plægt upp á næsta vori. Langvíuhraun var mjög erfitt yfirferðar og ófært hestum en eftir gosið er það enginn farartálmi. Vikurinn lagði þá tvær jarðir í eyði á Rangárvöllum, Rauðnefs- staði og Þorleifsstaði. Einnig verð- ur varanlegur skaði í Fljótshlíð innan Múlakots. Útlitið þótti ekki bjart með búsetu, en með hjálp sjálfboðaliða var vikri rutt af tún- um og eiga þar margir þakkir skildar fyrir gott og óeigingjarnt starf. Það þýðir ekki að segja því fólki að þarna hafi búsmalinn skað- Sveinn Sigurjónsson að landið og skilið eftir þykk skafla- drög af vikri. Það tók flóru landsins marga áratugi að jafna sig eftir þessa kveðju frá Heklu, en það takmarkar eyðingarmátt hennar að aðal vikuruppkoman er í byrjun goss, og hún er ekki að puðra allan tímann eins og Katla. Hekluhraun- in hafa lagst yfir jarðir og fagra gróðurreiti í næsta nágrenni. 1970 var eitt af minni Heklugos- um og því vikurfall með minnsta móti sem féll til norðvesturs yfir land Næfurholts norðanvert, Búr- fell og Þjórsárdal. Sunnan Búrfells var þykkt vikurs 23 cm, á Rjúpna- völlum sem eru vestan Ytri-Rangár í Landmannahreppi þar sem og austan ár er gróður hvergi nærri kominn í jafnvægi en þykkt vikur- lags er í dag 5 cm nema í lautum þar allt að feti, á hrauninu vestan Búrfells á svonefndum Skarðs- tanga. Þar var fallegur nýgræðing- ur birkis sem hvarf algerlega þegar vikurfokið hófst um haustið en það svarf allan börk af í 60 cm hæð, sama átti sér stað á Hvassatanga og Grentanga nema vegna aðstæðna lifði hluti skógarreitanna af. Land spilltist á næstu árum langt vestur fyrir vikurgeirann, og er víða ekki eins gróið í dag. Við Skriðufell í Þjórsárdal var þykkt vikurs um 7 cm, þarf vart að efa að á fjalllendinu norður af mynduðust víða æði þykkir skaflar og góðurskaðar hafa orðið fyrstu ár á eftir af völdum vikursvarfs. Hraunrennsli var mest úr gíg er myndaðist í svonefndum skjólkví- um sem var vel gróinn slakki milli Sauðafells og Rauðuskálar, hvarf vel gróið Hringlandahraun undir og lengst í norður komst það að Fjallabaksleið í miðju Sölva- hrauni. En þar var hagldtækur viður í byrjun nítjándu aldar sem eyddist eftir þá nýlega afstaðna goshrinu. 1980 var lítið gos úr Heklu, féll þá vikurskaflinn yfir þann hluta Sölvahrauns sem eftir var, en það var í huga margra sem leið áttu um Fjallabaksleið fögur vin í auðninni. Þar var vikurþykkt 25 cm. Einnig spilltist mjög ánægjuríkt starf Landgræðslunnar á svonefnd- um Árskógunt, en þar lifði enginn annar gróður af en melgresið, þó er þetta friðað land eins og hægt er. Valafell sem er til austurs frá Árskógum er hvergi nærri komið í jafnvægi, en eins og flestir vita hreinsast betur vikur af fjalllendi vegna áhrifa úrkomu og vinda. 1981 vaknaði Hekla aftur en vikurinn fór þá yfir Valafell en austurmörk voru við Hrafnabjörg. Vikurþykkt var 10 cm í Vala- hnjúkum, skaði var fremur lítill annarsstaðar en í Valafelli þar sem gróður var illa farinn eftir síðasta öskufall. Sveinn Sigurjónsson, Galtalæk, Rang. Ingvar Agnarsson: Meinarót málfarsspill- ingar, og leið til úrbóta Hvað veldur afturför íslenskrar tungu í mæltu máli? Þegar tungan er afrækt og van- helguð, verður afturför afleiðingin. Tveir urðu hátindar íslenskrar tungu á nítjándu öld og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu: Fegrun bundins máls í ljóðlistinni tókst fremstu skáld- mæringum þjóðarinnar að göfga málið og Ieiða það fram til æðstu fullkomnunar sem náð hafði verið, bæði að djúpri hugsun og fagurri hrynjandi, enda hefur lengi verið álitið að ljóðlistin væri sú æðsta af listagyðjunum. Þjóðin hafði unnað Ijóðum lengi og því betur sem skáldunum tókst að leiða málið fram til æðsta öndvegis, því betur naut þjóðin þess, sem fyrir hana var borið. Það var sem hin æðri Ijóðlist, ásamt því mannviti sem henni fylgdi, hefði borist inn í sál þjóðarinnar á himinsendum öldu- faldi og náð að metta þjóðarsálina æðri orku, æðra fegurðarskyni en áður. En þessi andblær fegurðarinnar fékk ekki lengi að leika ótruflaður um sál þjóðarinnar. Óholl áhrif tóku að berast til landsins, niður- rifsöfl tóku að herja á hin helgu vé tungunnar með lævísum hætti, og minna nokkuð á árásir þær er á Æsi voru gerðar úr illum stöðum og af segir nokkuð í helgri bók, þeirri er Edda kallast. Allt lék þar lengi í lyndi „uns þrjár kómu þursa meyjar ámáttkar mjög úr Jötunheimum". En Æsir gengu þá á rökstóla „og um það gættust hverjir hefðu loft allt lævi blandið“, en engin ráð reyndust haldbær til að varna þeim voða sem upp var kominn og því fór sem fór. Hér á íslandi risu upp „skáld“ er töldu sig boða nýja stefnu og fullkomnari í ljóðlistinni. Þeir jusu yfir þjóðina óbundnum og óburð- ugum samsetningi, er leysa skyldi af hólmi ljóðiist þá, er hæst hafði náð hér til. Og óþjóðhollir, hátt- settir menn í fjölmiðlaheiminum tóku að berja bumbur fyrir hinni nýju „ljóð“-stefnu. Það fór og svo að hin Ijóðelskandi þjóð fór að leggja hlustir við þessum nýja áróðri, og lagði meiri trúnað á þessa nýju rödd þó fölsk væri, heldur en á það mat sem hún sjálf Hér á íslandi risu upp „skáld“ er töldu sig boöa nýja stefnu og fullkomnari í Ijóðlist- inni. Þeir jusu yfir þjóð- ina óbundnum og óburðugum samsetn- ingi, er leysa skyldi af hólmi Ijóðlist þá, er hæst hafði náð hér til. Og óþjóðhollir, hátt- settir menn í fjölmiðla- heiminum tóku að berja bumbur fyrir hinni nýju „ljóð“-stefnu. hafði öðlast á gildi þeirrar ljóðlistar er hingað til hafði hæst borið. Þjóðin lærði að vísu aldrei að meta hina nýju „list“, en hinn falski áróður leiddi til þess, að lestur hinna sígildu og fullkomn- ustu ljóða lagðist af að miklu leyti. Og afieiðingin kom fram í aftur- för hins almenna tungutaks þjóðar- innar. Þegar hún hafði ekki lengur við að styðjast hið fullkomnasta ljóðmál, sem snillingar orðsins höfðu veitt henni, varð afturförin næstum óumflýjanleg. Því vaða nú hér uppi mállýti og ambögur fleiri en tölu verði á komið, og allt útlit er fyrir að afturför hugarfarsins sigli í kjölfar- ið. Því mengun tungunnar og mengun hugans mun fylgjast að. Fegrun óbundins máls Öðrum hátindi í beitingu tung- unnar náðu rithöfundar þeir er fram komu í byrjun þessarar aldar, og sá öldufaldur fagurs tungutaks í óbundnu máli komst á sitt efsta stig, er upphafsmaður íslenskrar heimspeki tók að boða íslenskri þjóð hinar nýju, byltingarkenndu en heillandi kenningar sínar og uppgötvanir um samband lífsins í aíheimi. Hér fór saman hið mesta vit og hið fegursta mál. Aldrei fyrr hafði íslenska verið jafn vel rituð. Aldrei fyrr hafði fylgt henni jafn- mikill sannleikskraftur eða jafn- mikil fegurð orðlistar í óbundnu máli. Margir af fremstu mönnum þjóðarinnar létu hrífast, ef ekki af hinum nýja boðskap, þá af snilld tungutaksins. Ýmsir rithöfundar reyndu að taka sér þessa málsnilld til fyrirmyndar, og tókst sumum hverjum að bæta stíl sinn og fram- setningu alla, svo að verk þeirra náðu meiri áhrifum meðal þjóðar- innar en ella hefði orðið. En þótt orðsnilldin næði að hafa áhrif á ýmsa rithöfunda, þá náði sannleiksandi vitfrömuðarins ekki þeim framgangi, sem þurft hefði, meðal þjóðarinnar. Afturför í meðferð óbundins máls varð afleiðing þess tómlætis, sem hinu mesta máli var sýnd og er nú að koma fram á áberandi hátt. Þar sem ekki fer saman vit og list, er hætt við hnignun. Stöðnun í framför er undanfari afturfarar. Afturför í íslenskri málnotkun, er merki þess, að þjóðin hefur ekki þegið og tileinkað sér það, sem henni var best gefið af snillingum andans og tungunnar í bundnu máli og óbundnu, heldur látið ginnast af gali þeirra, er reynt hafa að leiða hana á villigötur bæði málfarslega og vitsmunalega. Hún hefur ekki haft nægan sið- ferðisþroska til að þiggja þær dýr- mætu gjafir, sem henni hafa bestar verið færðar, og sem hefðu getað lyft málfari hennar og menningu allri á hærra stig en nú hefur orðið raunin á. Eftir er svo að vita hvort enn tekst að snúa þróuninni við, öld- um og óbornum til heilla. Slíkt ætti þó ekki að vera vonlaust þrátt fyrir allt, aðeins ef þjóðin ber gæfu til að þiggja, með endurnýjuðu hug- arfari, þær miklu gjafir, sem minnst var á hér að framan, og sem einar gætu lyft henni úr doða lítil- mennskunnar, sem ríkjandi hefur verið helst til lengi. Ingvar Agnarsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.