Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 20
AUCLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 "r1 \rfam <mmp ' ■ mpB wm 1 8i 1 i % itarat itlM pl rn. j m ÖNNUMST SMÍÐI OG VIÐHALD LOFTRÆSTI- KERFA OG ALLA ALMENNA BLIKKSMÍÐI () BDBEftBBUHX ST) Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík ® 68 50 99 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR T Tíniiim MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR1989 Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í fiugmálum: Millilandaflugvellir Raðstafanir til að Akureyrarflugvöilur geti þjónað sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og framkvæmdir við Egilsstaðafiugvöll eru meginþættirnir í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í flugmálum sem lögð var fram eftir rikisstjórnarfund í gær. í stefnumörkuninni er gert ráð fyrir að á þessu ári og því næsta verði búnaður aukinn á Akureyri og gerðar ráðstafanir til að völlur- inn geti betur þjónað sem vara- flugvöllur fyrir millilandaflug. Kostnað vegna þessara aðgerða á að greiða eins og mögulegt er af tekjum flugmálaáætlunar en auk þess komi til sérstök fjárveiting á fjárlögum ársins 1990. Hvað Egilsstaðaflugvöll varðar á að miða áframhaldandi fram- kvæmdir við að flugvöllurinn geti í framtíðinni þjónað sem flugvöll- ur í millilandaflugi miðað við ýtrustu afkastagetu tveggja hreyfla flugvéla og allt almennt farþegaflug. Þennan viðbótar- kostnað á að greiða af tekjum flugmálaáætlunar. Stefnt er að lengingu flugvallarins í allt að 2700 metra á árunum 1992 en áætlað er að kostnaður við hana verði 240- 250 milljónir til viðbót- ar fyrri uppbyggingu. Kostnaður vegna lengingarinnar á að greið- ast með sérstakri fjárveitingu á fjárlögum. Að auki er mælt fyrir um að undirbúningur hefjist að því að eftirtaldir flugvellir verði aðal- tollhafnir: Keflavík, Reykjavík, Rif, ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Hornafjörður og Vestmannaeyj- ar. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd munu verða lögð til grund- vallar við endurskoðun flugmála- áætlunar sem gert er ráð fyrir að verði lögð fram á yfirstandandi þingi. Önnur atriði sem stefnu- mörkunin gerir ráð fyrir að séu athuguð við endurskoðunina eru m.a. hvort færa eigi nokkra mikil- væga héraðs- eða landshlutaflug- velli upp í flokk 1 sbr. flokkun flugmálaáætlunar.. Einnig á að athuga hvort stefna beri að frek- ari framkvæmdum, lengingu, Ak- ureyrarflugvallar. SSH Frá Akureyrarflugvelli. Taiwanskur hrotubani! Það er með ólíkindum hvað makar og aðrir sem lenda í því að sofa nálægt fólki sem hrýtur, hafa þurft að ganga í gegn um. Nú virðist þó loksins vera komið á markaðinn svar við bænum þeirra. Það er hrotuban- inn sem „bítur“ hrotu-sjúklingana með þeim afleiðingum að þeir hætta að hrjóta. Rétt eins og þegar hrjót- andi manneskja er klipin. Þetta er lítið tæki sem fæst keypt hjá Japis. Tækið er fest á handlegg Hrotubaninn sem „bítur“ hrotu- sjúklingana með þeim afleiðingum að þeir hætta að hrjóta. Tiinumynd: Árni Bjamn eða fótlegg og gefur frá sér rafstraum við minnsta hljóð. Það er því vænt- anlega ekki gáfulegt að sofna út fá útvarpi eða vera með hund inni hjá sér. Tvær stillingar eru á tækinu. Hvor er notuð fer eftir því hve sterkan rafstraum viðkomandi þarf til að finna fyrir ertingu. Rafertingin losar um svefninn án þess þó að viðkom- andi vakni og hann hættir að hrjóta. „Við höfum nú ekki selt mikið af þessu. En það má líklega rekja til þess að tækið hefur lítið sem ekkert verið auglýst," sagði einn sölumanna Japis í samtali við Tímann. Hann sagðist sjálfur ekki hafa rætt við neinn sem hefði sofið með tækið og vissi því ekki hvernig það hefði reynst. En bætti við að engar kvart- anir hefðu borist þannig að af því mætti draga þá ályktun að hrotuban- inn reyndist vel. „Sérstaklega get ég ímyndað mér að þeir sem sofa hjá fólki sem hrýtur séu hrifnir af tæk- inu.“ Hrotubaninn er frá Taiwan og kostar rétt tæpar þúsund krónur. Að sögn ætti hann, miðað við innkaups- verð, að kosta nokkuð meira. En þeir hjá Japis eiga nokkurt magn þessara tækja og því eru þau ekki seld á hærra verði. jkb Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í gærkvöldi í Þórscafé. Fjöldi manns kom til að gleðjast með utanríkisráðherra á afmælisdaginn og voru honum færðar góðar gjafir. Steingrímur Hermannsson forsætiráð- herra var meðal gesta og sést hann hér óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Tímamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.