Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Ofbeldi skólastráka í Englandi færist sífellt í aukana. Hvers vegna? Nokkrar hugmyndir um orsakir eru tíndar til ■ þessari grein. Af hverju stafar of beldishneigð karimanna? í Englandi, eins og víða annars staðar, fer nú fram umræða um vaxandi ofbeldi og árásarhneigð skólapilta í kennslustofunum og þessa dagana fer fram rannsókn á fyrirbærinu og orsökum þess þar í landi. Búist er við niðurstöðum fyrir janúarlok. Margir kennarar, stjórnmálamenn og blaðamenn í Englandi halda því fram að árásargirni innan veggja skólans og agaleysi sé komið á óviðunandi stig. En hvernig er ástandið hér á landi? Á meðan beðið er niðurstaðna úr rannsókninni heldur umræðan áfram og m.a. birtist eftirfarandi grein í The Sunday Times fyrir skömmu þar sem kemur fram að þeir sem hafa kynnt sér málið hafi komist að því að þessa árásarhvöt megi tengja við líffræðilega og menningarlega þætti. Strákar árásar- gjarnari en stelpur Enn sem komiö er er lítið sam- komulag um hvaða orsakir liggja til þessarar hegðunar skólastrák- anna. En þeir sem rannsaka þetta mál um víða veröld eru farnir að raða saman kubbunum í kotru sem gæti gefið lausnina. Það er löngu vitað að vandamál vegna árásargirni eru algengari meðal karla en kvenna, það hefur sýnt sig bæði þegar almenningur hefur beitt athyglisgáfunni og við nákvæmar félagslegar og sálfræði- legar prófanir. Óljósari eru hins vegar ástæð- urnar til þessa mismunar milli kynj- anna. Margir femínistar vilja fá okkur til að trúa að vart verði við þennan mismun strax þegar börn eru á unga aldri, jafnóðum og sérhver kynslóð foreldra lætur ganga áfram til afkvæma sinna viðteknar hugmyndir um hvaða hlutverk hvoru kyni er ætlað. Aðrir sem hafa kennt bæði strák- um og stelpum eða alið þau upp í sömu fjölskyldu álíta þessa skýr- ingu of einfalda. f fyrsta lagi virðist þessi röksemd um „uppeldi" sniðganga margar kannanir á dýrum, sem hafa Verið gerðar í tilraun til að grafast fyrir um orsakir eðlis árásargirni karl- peningsins. Tengsl milli árásar- girni og ýmissa líffræði- legra þátta? Það sem út úr þeim rannsóknum hefur komið gefur til kynna að tengsl séu milli árásargirni og ým- issa líffræðilegra þátta, sér í lagi magns testosterone, karlkyns- hormónsins. Þessi niðurstaða virð- ist líkleg til að vera lykillinn að ráðgátunni. Magn testosterone sem fóstur í móðurkviði kemst í tæri við virðist hafa ákvarðandi áhrif á þróun samkeppnishegðunar í dýrateg- undum eins og rotta, músa, hamstra, kanína og apa. T.d. hefur ein rannsókn sýnt fram á að kvenmýs sem þroskuðust í móðurkviði með karldýr sitt hvor- um megin urðu síðar meir árásar- gjarnari en þær sem deildu móður- kviði með aðeins einu karldýri. Þær sem þroskuðust með kvendýr á báðar hliðar sýndu sig að vera minnst árásargjarnar. Er mark að dýra- rannsóknum þegar mannleg hegðun á I hlut? Auðvitað má halda því fram að niðurstöður úr dýrarannsóknum ætti ekki að nota til að draga ályktanir um mannlega hegðun. Samt sem áður gefa tvær rannsókn- ir á mönnum til kynna að testoster- one kunni aðtengjast árásargjarnri framkomu. June Reinisch, forstjóri Kinsey stofnunarinnar í Bandaríkjunum, hefur rannsakað áhrif gerviprog- esterona á mannleg fóstur. Þessir hormónar hafa svipuð áhrif og testosterone og eru notaðir til að hindra fósturlát. Þessar niðurstöður benda til að fóstur sem verða fyrir áhrifum slíkrar hormónameðferðar, og þetta á við um bæði drengi og stúlkur, þróist í þá átt að verða árásargjarnari en önnur börn af sama kyni. Frekari stuðningur við þessa ályktun kemur frá dr. Dan Olweus, prófessor í sálarfræði við háskól- ann í Björgvin. Olweus er orðinn einn fremsti sérfræðingur heims varðandi árásargjarna og andfé- lagslega hegðun drengja á gelgju- skeiði. Hann hefur nýlega fjallað um tengslin milli magns testoster- one í blóðvökva og ofbeldis í einum hópnum sem hann hefur rannsakað. Mikið magnaftesto- sterone á gelgjuskeiði viss vísbending Þó að hann leggi alla áherslu á að líta skuli á niðurstöður hans frekar sem vísbendingu en að þær séu algildar segir hann að niður- stöður hans gefi frekar hugmyndir um að mikið magn af testosterone á gelgjuskeiði geri stráka óþolin- móðari og uppstökkari, sem aftur verði til þess að þeir séu tilbúnari til að bregðast við að tilefnislausu á eyðileggjandi hátt, þ.e. eigi upp- tökin að slagsmálum og segi and- styggilega hluti við fólk án tilefnis. Hvað um menningaráhrif? En nú, þegar sönnunargögn eru farin að hlaðast upp sem benda til náttúrulegra, innri skýringa á árás- argjarnri framkomu, má spyrja hvort menningaráhrif hafi ekkert að segja. Melvin Konner, mannfræðingur og eðlisfræðingur sem kennir við Emory háskóla í Texas, heldur því fram að vissulega gæti þarna menn- ingaráhrifa. Hann birti nýlega grein þar sem hann lét í ljós þá skoðun að félagsleg áhrif gætu dregið úr eða ýtt undir árásargirni karlkynsins. Þó yrði alltaf að taka með í reikn- inginn að slík áhrif gætu aðeins orðið til að valda smávægilegum breytingum, þau verði ekki til að snúa alveg við eðlishvöt „líffæris sem þegar er búið að undirbúa fyrir kynferðismismun með réttum upplýsingum". Reynsla I barnæsku skiptir miklu máli Konner álítur, og byggir þá á þeim upplýsingum sem hann hefur komist að við rannsóknir sínar, að þegar liggi fyrir svarið við því hvað myndi gerast ef meðalstrákurinn og meðalstelpan væru alin upp í svipuðu umhverfi. Hann segir í áðurnefndri grein: „Strákurinn myndi slá, sparka, fljúgast á, klóra, hrifsa, hrinda og bíta frekar en stelpan og hann væri líklegri til að fremja ofbeldisglæp síðar meir.“ En það virðist að einhverju leyti fara eftir reynslu í barnæsku að hve miklu leyti slík hegðun fær að þróast. í annarri rannsókn hefur Olweus sýnt fram á að afstaða mæðra (feður tóku ákaflega lítinn þátt í umönnun ungra barna í ransókn- um hans) hafi úrslitaáhrif. Móðirin sem sýnir syni sínum of lítinn kærleika og áhuga auki áhættuna á að hann verði síðar ofbeldishneigð- ur og fjandsamlegur gagnvart öðrum. „Ofbeldi þagnarinnar“ versta uppeldisaðferðin Ef hún sýnir líka árásarhneigðri hegðun sonar síns of mikið um- burðarlyndi þegar hann er að vaxa upp er hún síður en svo að gera honum greiða við undirbúninginn undir gelgjuskeiðið. Ef stuðst er við „staðfestingu valdsins" við uppeldið, eins og líkamlegar refsingar og ofsafengin geðshræringaviðbrögð, getur það líka lagt sitt af mörkum við að þróa árásargjarnar tilhneigingar í drengjum, en virðist þó skipta minna máli sé borið saman við móðurina sem beitir „ofbeldi þagn- arinnar“. Kannski kemur á óvart að bein áhrif frá föðurnum virðast miklu minna máli skipta en frá móður- inni. Olweus vill samt ekki gera of lítið úr möguleikanum á því að móðirin kunni að vera miðill fyrir viðhorf föðurins, þó að óbeint sé. „Niðurstöðurnar eru í samræmi við það álit að stangist skoðanir föðurins og móðurinnar á kunni það að gera tilfinningar móðurinn- ar í garð sonarins neikvæðar og það kunni aftur á móti að hafa áhrif á mörk árásargirninnar hjá stráknum," segir Olweus. Árásarviðbrögð ungra drengja geta bent til hegðunar á síðari árum Samkvæmt statistik getur árásar- viðbragðamynstur drengja undir gelgjuskeiði auðveldlega þróast í alvarlegri myndir andfélagslegrar hegðunar á fullorðinsárum. Það var því full ástæða til að hrinda könnuninni í Englandi af stað, sem sagt var frá í upphafi. Nema því aðeins við getum farið að fræðast sjálf um aðstæðurnar sem leiða til ofbeldis í ungum drengjum verður erfitt að átta sig á hvemig snúa megi við dæminu um sífjölgandi ofbeldisglæpi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.