Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Tíminn 7 Davíð Oddsson borgarstjóri hverfur frá fyrirhugaðri staðsetningu sorpböggunarstöðvar- innar við útidyrÁrbæinga. Alfreð Þorsteinsson fulltrúi framsóknarmanna í skipulagsnefnd: „Heilbrigð skynsemi varð ofan á að lokum" „Borgarráð felur fulltrúum borgarinnar í stjórn Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins b.s. að leggja til að sótt verði um Ióð fyrir böggunarstöð fyrir sorp í Hellnahrauni í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt lýsir borgarráð því yfir að tekin verður frá lóð fyrir móttökustöð fyrir umbúðir og timbur á hagkvæmum stað í Reykjavík ef hagkvæmt þykir að lokinni athugun að taka á móti slíku efni sérstaklega.“ Þetta er tillaga frá Davíð Oddssyni og undirtektum borgarráðs er stað- borgarstjóra sem hann flutti í borg- setningin í Hádegismóum, við arráði í gær. Tillagan var samþykkt bæjardyr Árbæinga því úr sögunni. samhljóða og samkvæmt tillögunni „Þetta eru söguleg tíðindi í borg- inni og í fyrsta sinn sem borgarstjóri gefur opinberlega eftir. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íbúa hverfis- ins og við fögnum því að borgarstjóri tók þessa ákvörðun og að borgarráð gerði hana að sinni,“ sagði Guðni Gunnarsson, íbúi í Árbæjarhverfi og einn talsmanna hverfisbúa gegn staðsetningu stöðvarinnar í Hádeg- ismóum. Alfreð Þorsteinsson fulltrúi fram- sóknarmanna í skipulagsnefnd og varaborgarfulltrúi vakti fyrstur at- hygli á fyrirhugaðri staðsetningu stöðvarinnar og lýsti efasemdum um hana. Alfreð hefur síðan barist gegn staðsetningunni í borgarstjórn. Alfreð sagði við Tímann í gær: „Um úrslit þessa máls vil ég segja það að heilbrigð skynsemi sigraði að lokum. Það er ekki oft á valdaferli sínum sem Davíð Oddsson borgar- stjóri hefur þurft að beygja sig, en í þessu máli hefur hann gert það. Það eru fyrst og fremst íbúarnir sjálfir sem með samtakamætti sínum eru sigurvegarar í þessu máli og ég samfagna þeim.“ Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi framsóknarmanna tók þátt í atkvæðagreiðslunni í borgarráði og sagði hún í gær að þessi úrslit væru fyrst og fremst sigur fyrir íbúana í Árbæjar- og Seláshverfum sem ótt- uðust nágrenni við stöðina og hefðu enda liðið fyrir það, hefði eitthvað farið úrskeiðis við starfrækslu hennar. Sigrún sagði að þessi úrslit í mál- inu staðfestu þá gleðilegu staðreynd, sem hefði hingað til verið fáum ljós; að borgarstjórinn í borg Davfðs gæti skipt um skoðun. -sá Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir S.Á.Á. tekur við hálfri milljón sem Guðmundur J. Guðmundsson afhenti honum fyrir hönd stjórnar Dagsbrúnar. Tímamynd: Árni Bjarna Dagsbrún gefur hálfa millj. til áfengisvarna: Hátt á þriðja þúsund lagðir inn hjá S.Á.Á. Stjóm Dagsbrúnar hefur veitt hálfa milljón króna til uppbygging- ar á starfsemi S.Á.Á.. Meðferðir vegna áfengissýki og annarrar vímuefnaneyslu eru gíf- urlega kostnaðarsamar fyrir þjóð- félagið. Má það einkum rekja til fjölda þeirra sem eiga við þetta vandamál að stríða, en samtals voru 2845 manns lagðir inn á stofnanir S.Á.Á. á síðasta ári. Þar af voru um það bil sjö hundruð manns sem leituðu sér meðferðar í fyrsta skipti. Um eitt hundrað þessara eru nítján ára eða yngri. Þar af um helmingur innritaður í fyrsta skipti. Tryggingastofnun ríkisins greið- ir rekstrarkostnað þessara stofnana með svonefndum daggjöldum. Meðal daggjöld á einstakling eru þrjú þúsund krónur á dag. Heildar- kostnaður við fulla áfengismeðferð er því um 120 þúsund krónur. Nýlega var gerð athugun á veg- um félagsmálastofnunar Kópa- vogs. Miðað við hana er næsta víst að bróðurpartur fyrirgreiðslu fé- lagsmálastofnana og barnavernd- arnefndar megi rekja til ofneyslu áfengis eða annarra vímugjafa. Fangelsislæknar telja að um 80% fanga séu haldnir áfengissýki. Um helming af innlögnum á geðdeild- um má kenna neyslu vímugjafa. Lögregluþjónar á íslandi rekja ræt- ur stórs hluta verkefna sinna til hins sama og svo mætti lengi telja. Það fólk sem á í hvað mestum vanda með að umgangast áfengi er á aldrinum 15-40 ára. Samkvæmt niðurstöðum skýrslna má segja um 30% líkur á því að karlmenn verði áfengissjúklingar fyrir sjötugt og 10% líkur á því sama með konur. Stjórn Dagsbrúnar hefur því skorað á önnur verkalýðsfélög, ríkisstjórn og sveitarfélög að veita meira fé til fyrirbyggjandi aðgerða í áfengis- og vímuefnamálum. jkb Siglufjörður: Mesta snjó- flóðahættan liðin hjá í gær var talið að mesta snjóflóða- hættan væri liðin hjá á Siglufirði en í fyrradag fluttu fjölskyldur úr tíu húsum að tilmælum almannavarnar- nefndar, og í fyrrinótt voru bæjar- starfsmenn á vakt. Ekki var þó talið ráðlegt að þessar fjölskyldur flyttu strax aftur heim. Engin snjóflóð hafa fallið mjög nærri bænum en í fyrrinótt féllu sex stór snjóflóð veginn til Siglufjarðar. Vegurinn var ruddur í gærmorgun °8 fók sjð og hálfan tíma að ryðja veginn frá bænum að Strákagöngum. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því á sunnudag. f gær var spáð norðanátt en sam- kvæmt fyrri reynslu Siglfirðinga verður snjóflóðahættan mest í vest- anátt því þá skefur upp á fjai- Isbrúnirnar og hengjur myndast síð- an geta fallið. ssjj Listasalurinn Nýhöfn: Málverkasýning Bjargar Örvar Næstkomandi laugardag, 25 febr- úar, opnar Björg Örvar málverka- sýningu í Listasalnum Nýhöfn í Hafnarstræti. Á sýningunni verða fjórtán olíu- málverk máluð á síðastliðnu og þessu ári. Hér er um að ræða samsett verk, þ.e. að tveir myndrammar eru festir saman. Að sögn Bjargar er erfitt að segja til um í hvað myndefn- ið er sótt. „Ég get eiginlega ekkert um það sagt og því kaus ég að mála það,“ sagði hún. Þetta er sjötta einkasýning Bjargar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Björg er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1975-83 ogsíðan við listadeild Kali- forníuháskóla í Davis 1981—’83. Sýningin er sölusýning og henni lýkur 15. mars. jkb Olíumálverk án titils, eftir Björgu Örvar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.