Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.02.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Sterkur bandamaður Útflutningur okkar til Japans fer hraðvaxandi með hverju ári og nálgast nú að vera um tíu af hundraði þjóðarframleiðslu. Þetta er þróun sem skiptir okkur miklu máli, en vegna viðskiptanna við Japan má reikna með að gífurlegir markaðs- möguleikar í Austurlöndum fjær kunni að opnast og er þá líklegt að ekki verði mikið af fiskafurðum afgangs til útflutnings til Evrópulanda, ef svara ætti í einhverjum mæli þeim mikla markaði, sem fyrir hendi er í Austurlöndum. Útflutningur okkar til Japans hefur hlutfalls- lega þrefaldast á síðustu fimm árum, og skipar nú Japan fimmta sæti viðskiptalanda okkar, þeirra sem mest kaupa af útflutningsvörum okkar. Ekkert bendir til annars en aukningin á útflutn- ingi til Japans haldi áfram. Japanar ásamt Norðmönnum og íslendingum er þær þjóðir sem liggja undir stöðugum árásum fyrir hvalveiðar. Nú hefur ríkisstjórn Japans sent hingað sérstakan fulltrúa sinn til að ræða við íslensk stjórnvöld um aukin kaup á útflutnings- vöru, og er ljóst, að japanski fulltrúinn kemur hingað vegna þess viðskiptalega ofbeldis, sem við erum beitt í Vestur-Þýskalandi. Viðmælendur hans hér eru vongóðir um, að heimsókn fulltrúans verði til þess að bjarga lagmetisiðnaði okkar úr tímabundnum vanda, en lagmeti verði keypt fyrir milligöngu Japana og selt á mörkuðum í Austur- löndum fjær. Sjálfir vilja Japanar hclst neyta ferskrar vöru, svo lagmeti hentar ekki beint á markaði hjá þeim. Pessi snöggu viðbrögð japanskra stjórnvalda, þegar ljóst var að verið var að sparka okkur út af vestur-þýskum markaði, eru mikilsverð fyrir okkur. Við erum ekki ein í heiminum í hvalveiði- málinu. Viðskipti okkar við Japana hafa alltaf verið snurðulaus. Við höfum framleitt fyrir þá eftir óskum, og hér hafa japanskir menn dvalið langtímum til að fylgjast með framleiðslu vörunn- ar og segja til um hvernig frá henni á að ganga. Það hefur verið mjög hagkvæmt fyrir báða aðila. Þá eru þeir ófáir hér á landi, sem njóta góðs af japönskum innflutningi. Vörur og tæki frá þeim bera vitni mjög vönduðum vinnubrögðum. Verði Japanar til þess að opna fyrir okkur margþætta markaði í Austurlöndum fjær, getur farið svo að við eigum hvalveiðum okkar í vísindaskyni meira að þakka en til var stofnað í upphafi. Það má jafnvel segja að grænfriðungar hafi ekki til einskis barist. Pað viðhorf Japana að þvinganir eigi ekki að bitna á íslendingum einum, hefur fært okkur bandamann, sem í framtíðinni getur tryggt okkur sölu á útflutningsvörum í þeim mæli, að við höfum lítið aflögu fyrir aðra. Petta er auðvitað háð því að Austurlandamarkaðurinn opnist með stuðningi Japana. GARRI Er málið unnið? Eins og menn vita hefur Jón Oddsson lögmaður lýst því yfir að hann ætli að höfða mál á hendur Sambandi ísl. samvinnufélaga til að fá upplýsingar um hverjir eigi það. í D V í fyrradag lætur lögmað- urinn svo hafa eftir sér að hann telji að hann sé þar með unnið mál. Gjaldþrot Kaupfélags Sval- barðseyrar var síður en svo nokk- urt gamanmál. Allra síst fyrir þá stjórnarmenn félagsins sem höfðu gengist í persónulega ábyrgð fyrir félagið. Þeir eru vissulega í erfiðri stöðu og hljóta að eiga óskipta samúð. En ummæli lögmannsins í DV vekja eigi að síður furðu. Eftir samvinnulögunum er ekki annað að sjá fyrir ólöglærða en að sameig- inlegir sjóðir samvinnufélaga, þar á meðal Sambandsins, eigi að vera í óskiptanlegri sameign félaga þess. Komi til félagsslita eigi yfirvöld að sjá um ávöxtun þessara sjóða þar til annað sams konar félag sé stofnað. Þess vegna væri óneitan- lega fróðlegt að fá að heyra frá lögmanninum eftir hvaðá laga- greinum hann ætlar að vinna málið. Hveijir eiga SÍS? ---- -segir Jón Oddsson Iögrc fl™*® Mnnlð mál fe'SHlS spSS ffis-S • Jsií ™ Sl'arit'v-Po.taS ía- . z--------™------------------------- 180 ö ur hvi skorið hvenir eim cic^ égc.gcra ™ °8 uPP8angi þe« j ömans i H u,u'ura ðomstóla um það hiá Þe^má,^40 um ** VtaM-" J* fr8m hefur komið I DV fór °* K,8rt8n p Kjanansson efc^CkM** **!" k8upfél<* e«« ■ yy sem hridtnn var á Húsavík 2 ?amí‘andsins. < svarbreflnu aö heldur eklu *UÖW að ef nUJ l*r* hala sinn l£2,r',,,þ«i“lW 5EM'8*"8* aikótoOX« fTer^?UjlðSÍS-'l«*utU •22E..JV". Sv^T íMssrisarsi!:- gtls-sssisss: fetfSr-fiísw ártffcMWi SHsaarás,? Ófærðin Garri er farinn að heyra það á ýmsum kunningjum sínum og vin- um á suðvesturhominu að ófærðin síöasta mánuðinn er farin að taka talsvert á taugarnar á þeim. Það er vissulega þreytandi að vera á ferð akandi þegar þannig stcndur á, ekki síst þegar fólk er í stöðugri hættu á að blýfesta bflana sína og vera þá upp á náð og miskunn meðborgaranna komið til að losna. En á þessu eru líka bjaitar hliðar, svo gripið sé til hinna al- þekktu Pollyönnusjónarmiða. í ófærðinní rekast ólíkustu einstakl- ingar saman, og þá reynir á hverjir eru hjálpsamir og hverjir ekki. Kannski vcrða til út úr þvi vina- bönd sem geta enst lengi. Og þeir sem vilja nota strætis- vagnakerfi Reykjavíkur finna það þá svart á hvítu hvað það er ótrúlega götótt á köflum. Kannski það komi út úr þessu að upp hefjist í borginni ein allsherjar herferð gegn Davíð borgarstjóra til þess að knýja þar á um lagfæringar. Svona í líkingu við mótmælaölduna sem risið hefur í Árbæjarhverfi gegn sorppökkunarstöðinni hans. Ef það hefðist út úr bévítans ófærðinni að strætisvagnakerfinu yrði nú tekið ærlegt tak og það skipulagt þannig að ekki þyrfti lengur að kvanta undan strjálum ferðum í fjölmenn borgarhverfi þá væri nú eiginlega talsvert mikið fengið. Enda er eiginlega meira en tími til kominn að meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur fari loksins að láta sér skiljast að í borginni þarf að sinna fieirum en bíleigendum. Bjórinn Svo er daginn nú líka farið að lengja töluvert, svo að væntanlega fer að styttast í að þetta fari allt að taka enda. Að því ógleymdu að nú er ekki nema vika þangað til B-dag- urinn rennur upp. Stóri dagurinn þegar við fáum bjórinn. Reyndar verður Garri að segja það eins og er að hann skilur ekki meira en svo allan hamaganginn út af bjómum. Stór meirihluti þjóðar- innar hefur dvalist erlendis og kynnst bjórnum þar. Sami meiri- hluti hefur tíðkað það lengi að kaupa sér bjórkassa í fríhöfninni þegar hann kemur heim frá útland- inu, svo að nú þegar þarf ekki að efa að stærri eða smærri bjórbirgð- ir séu hér til á öllum þorra heimila. Nýjabrumið af bjórnum verður þess vegna talsvert niinna heldur en ætla mætti af öllum látunum. Að því ógleymdu að það hefur svo sem ekki verið neinum teljandi vandkvæðum bundið hingað til fyrir fólk að verða sér úti um áfenga drykki. Hvorki þá af sterk- ari sortinni né hina léttari. Svona fyrir þá sem hafa ánægju af því að fá sér í glas öðru hverju eða drekka léttvín með mat. Ef Garri þekkir landa sína rétt þá þykir honum nú eiginlcga held- ur ósennilegt að hér fari allt á annan endann á miðvikudaginn kemur. Ætii hinn dæmigerði ís- lendingur verði sér þó ekki úti um nokkrar bjórdollur, svona rétt til að prufa þetta. En ætli að æsingur- inn verði þvflíkur að aUt fyllist út úr dyrum hjá Áfenginu? Ætli að flestir láti sér ekki duga að skjótast þar inn einhvem daginn i byrjun mars og ná sér f sýnishorn? Garri er helst á því að þetta fari allt töluvert rólegar fram og með minni hávaða en ýmsir eru að spá. Garri. VtTTOG BREITT Krossferð gegn heilögu stríði Stjórn íslenska rithöfundasam- bandsins kom saman og samdi ályktun um að hún sé á móti bókabrennum, ofsóknum og morð- hótunum sem indverski rithöf- undurinn Rushdie hefur mátt þola undanfarna daga og uppskorið mikla heimsfrægð fyrir. Ályktunin var send Steingrími Hermanns- syni, forsætisráðherra. Þjóðerni hins margfræga rithöf- undar er talsvert á reiki. fskeytinu til Steingríms er hann indverskur, í ríkisútvarpinu breskur og íranska klerkaveldið segir að í honum sameinist vesturlensk ótuktarsemi í garð rétttrúaðra. Síðan múhameðstrúarmenn skáru upp herör gegn Rushdie og ásökuðu hann um guðlast, hefur ekki linnt látunum á Vesturlöndum að fordæma Khomeini gamla, elli- æran, og klerkaveldi hans fyrir ofstæki og að kveða upp dauða- dóma yfir rithöfundinum eða taka þá til baka. Viljandi eða óviljandi gleymist að allur múslimski heimurinn for-‘ dæmir guðlastið, en vestræna for- dæmingin beinist einvörðungu að Irönum. Nokkur ríki kalla sendimenn sína heim frá íran og halda að það sé liður í að viðhalda frelsi manns- andans. Þrýstingur á heimaslóð Um öll vesturlönd er keppst við að semja ályktanir og fordæma bókabrennur og þetta senda menn hvorir öðrum og alls kyns fjölmiðla- fólk lýsir yfir að það sé ljótt að brenna bækur og óska mönnum dauða. En í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum eru margar bókaverslan- ir og verslanakeðjur búnar að lofa að selja ekki bókina Söngvar satans og í enn öðrum hefur hún verið tekin af söluborðum. Það er ekki gert til að þóknast Khomeini erki- klerki og köppum hans austur í Persíu. Bókin er tekin úr sölu vegna þrýstings margra milljóna múslima sem lifa og hrærast í svokölluðum frjálsum þjóðfélög- um Vesturlanda og það eru þeir sem stunda bókabrennur. Söngvar satans eru nefnilega ekki til sölu i neinu landi þar sem múhameðstrú stendur föstum rótum. Það er einkar athyglisverí að í öllu írafárinu kringum þessa marg- frægu bók, sem fæstir hafa lesið, þótt allir geti lagt dóm á innihaldið, eru hótanir um viðskiptabönn á báðar eða allar hliðar, þvf erfitt er að sjá hver stendur með hverjum og á móti hverjum í allri þeirri hringavitleysu og ofstæki sem þyrl- að er upp í kringum torskilda guðfræði múslima. Skoðanafrelsi og hótanir Uppi eru kröfur um viðskipta- bönn á íran vegna óskilgreindra dauðadóma andlegs valds. Mú- hameðstrúarmenn hóta viðskipta- bönnum á útgáfufélög, einstakar verslanir og verslanakeðjur. Brigslyrðin og viðskiptahótanirnar ganga á víxl milli þjóða og trúar-; hópa og fordæmingarnar eru að verða hreint makalausar. Ef marka má fréttir er engu líkara en krossferðir geti farið að upphefjast að nýju og að múham- eðstrúarmenn séu tilbúnir í heilagt stríð til verndar tengdafólki spá- mannsins, sem þeir telja að atað sé auri. Margt er merkilegt við þær hót- anir um viðskiptabönn sem fylgja Söngvum satans. Eitt er það, að trúardeilan stendur milli múham- eðstrúarmanna. Höfundur bókar- innar er fæddur í múhameðskri fjölskyldu í Bombay. Vangaveltur hans um trúna og tengdafólk spá- mannsins ættu ekki að koma kristn- um mönnum við. En hugrenningar múslima um trú sína eru að setja allt andlegt líf á Vesturlöndum á annan endann og íslenskir rithöf- undar farnir að senda forsætisráð- herra tilskrif vegna ummæla trúar- leiðtoga í íran um múslímska undanvillinga. Þótt mál þetta snerti fyrst og fremst múhameðstrú er allt eins líklegt að það sé nær einvörðungu til umfjöllunar á Vesturlöndum, að minnsta kosti umræður um það. Frá múhameðsríkjum fréttist lítið nema helst táknrænir dauðadómar frá Iran og einhver trúarhávaði frá Pakistan og Indlandi. { arabaríkj- um er þagað þunnu hljóði. Þær þjóðir sem eitt sinn kölluðu sig kristnar æsa sig aftur á móti upp vegna deilna meðal múslima og halda að skoðana- og tjáningar- frelsi sé eins sjálfsagt um allan heim og hótanir um viðskiptabönn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.