Tíminn - 02.03.1989, Page 16

Tíminn - 02.03.1989, Page 16
16 Tíminn Fimmtudagur 2. mars 1989 DAGBÓK Félagsvist Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháöa safnaðarins heldur félagsvist í safnaöarheimilinu Kirkjubæ fimmtudaginn 2. mars kl. 20:30. Góö spilaverðlaun og kaffiveitingar. Kvenfélag Kópavogs á Víkingasýningu Kvenfélag Kópavogs efnir til hópferðar á Víkingasýninguna í Norræna húsinu laugardaginn 11. mars kl. 14:00, cf næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 40388 og 41949. Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1989 Samkvæmt fjárveitingu á fjáriögum 1989 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 160.000.-. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 110.000- hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýs- ingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menningarmálaráði síðastliðin 5 ár, ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík, fyrir 5. apríl 1989. Nauðsynlegt er að kennitala umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík. i uumvou i Mnr Fjölmiðlanámskeið SUF Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík. Framkvæmdastjórn SUF SUF í Viðey Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu. Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Fjölnotaglösin fyrir 1. mars, eigum til lítið eitt af glösum með flokksmerkinu. Pantanir í síma 24480. LFK. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24490. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudaginn 1. mars. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 dansað. Athugið: Gúugleðin verður haldin laugardaginn 11. mars í Tónabæ. Miða- sala verður á skrifstofu eldri borgara í síma 28812. Aðalfundur Ferðafélags Íslands Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 2. mars í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagarsýni skírteini frá árinu 1988 við innganginn. Stjórn Ferðafélags íslands Árshátíð Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna halda árshátíð (góublót) í Domus Medica laug- ardaginn 4. mars. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Domus Medica fimmtu- dag og föstudag 2. og 3. mars kl. 17:00- 19:00. Fundur um sjórétt og endurskoðun lagaákvæða um farmsamninga Hið íslenska sjóréttarfélag efnir til fræðafundar laugardaginn 4. mars kl. 14:00 í slofu 103 í Lögbergi. Fundarefni: Dr. Kurt Grönfors, próf- essor við háskólann í Gautaborg, Óytur erindi cr hann nefnir: „The Scandinavian Law Reform Concerning Carriage of Goods by Sea“. Að erindi loknu verða kaffiveitingar og síðan verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt, siglingastarfsemi og sjóflutninga hvattir til að mæta. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.00, í síma 1 10 12. Tónleikar í FÍM salnum Gunnar Björnsson heldur einleikstón- leika í FÍM salnum, Garðastræti 6, kl. 16:30 á laugardag 4. mars. Hann kynnir þarna einleiksplötu sína þar sem hann flytur svítur eftir J.S. Bach. Aðgangurer ókeypis. í FÍM salnum stendur yfir sýning Sigurðar Örlygssonar. Sinfúníuhljómsveit íslands: „Sveitasinfónía“ Beethovens - og tvö nútímaverk Tíundu reglulegu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói fimmtud. 2. mars kl. 20:30. Á efnisskrá verða þrjú verk: 6. sinfónía Beethovens, „Sveitasinfónían", Canzona eftir Arne Nordheim og La Valse eftir Maurice Ravel. Hljómsveitarstjóri verður ítalinn Aldo Ceccato. BILALEIGA meö utibu allt i kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar Síðasti dagur Ijósmynda- sýningar á M0KKA Sigurþúr Hallbjörnsson hefur að undanförnu haldið sýningu á Ijósmyndum sínum á Mokka við Skólavörðustíg. Þar hefur hann sýnt myndir sem hann tók sl. sumar á ferðalagi um Evrópu ásamt 13 ára dóttur sinni. Sýningunni lýkur í dag. Gunnar Eyjólfsson í hlufverki Alexanders sýslumanns og fleiri leikarar í einu atriði Sveitasinfóníu. L.R. hefur sýnt SVEITASINFÓNÍU eftir Ragnar Arnalds um 70 sinnum Leikrit Ragnars Arnalds, Sveitasin- fónía, var frumsýnd í septcmber 1988. Leikritið hefur verið sýnt í IÐNÓ við miklar vinsældir. Sýningar eru orðnar um 70 og verða á fjölunum í Iðnó á næstunni þrjá daga í viku hverri, en síðan fer sýningum fækkandi. Sýningar hefjast kl. 20:30. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, leikmynd og búninga gerði Sigurjón Jó- hannsson, tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson og lýsingu hannar Lárus Björnsson. Leikendur eru: Gunnar Eyjólfsson, Örn Árnason, Valgerður Dan, Sigríður Hagalín, Valdimar Orn Flygenring, Mar- grét Ákadóttir, Edda Heiðrún Backman, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Jón Hjartarson, Steindór Hjör- leifsson, Jakob Þór Einarsson o.fl. Fjölbraufaskóli Vesturlands á Akranesi Sýning í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Föstud. 24. febr. var opnuð sýning á grafíkmyndum íslenskra listamanna í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Alls eru á sýningunni 56 myndir eftir 11 listamenn. Myndirnar eru keyptar á sl. ári fyrir fjárveitingu sem skólinn fékk úr Listskreytingasjóði ríkisins til að skreyta heimavist skólans. Verður myndunum komið fyrir á heimavistinni að sýningu lokinni. Þeir listamenn sem eiga myndir á sýningunni eru: Baltasar Samper, Hall- dóra Gísladóttir, Ingiberg Magnússon, Ingunn Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttur, Rík- harður Valtingojer, Sigrid Valtingojer, Vignir Jóhannsson og Þórður Hall. Sýningin var opin föstud. 24. febr., laugard. 25. febr. og sunnud. 26. febr. og hún verður opin nú á föstudaginn 3. mars kl. 16:00-20:30. Sigurður Örlygsson á vinnustofu sinni. Sýning Sigurðar Órlygssonar í FÍM Um þessar mundir heldur Sigurður Örlygsson myndlistarsýningu í FÍM salnum, Garðastræti 6. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 13:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur 14. mars. Sýning FÍM að Kjarvalsstöðum Félagssýning FÍM, Félags íslenskra mvndlistarmanna, að Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 5. mars. Opið er kl. 11:00-18:00. Nýlistasafnið: Sýning Kristjáns Steingríms Kristján Steingrímur opnaði sýningu á málverkum sínum laugardaginn 25. febr- úar. Sýningin er í Nýlistasafninu Vatns- stíg 3B í Reykjavík. Opið er virka daga kl. 16:00-20:00 og um helgar kl. 14:00- 20:00. Sýningin stendur til 12. mars. Listasafn Einars Jónssonar: Opnað á ný Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardagaogsunnudagakl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frákl. 11:00-17:00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.