Tíminn - 02.03.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300
_0énnéle^^rra9!
RÍKISSKIP VERÐBRÉBUflÐSKIPn
NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKANS
® 28822 SUÐURLANDSBHAUT 18, SlMI: 688568
„LÍFSBJÖRG í oíb|L aS7. O/ ^
NORÐURHÖFllM“ Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990
ÞRðSTUR 685060
Gegn náttúruvernd á villigötum VANIR IVIENN
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989
Léleg loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og vilja
sumir sjómenn meina að vertíöinni sé nú Iokið, eða
a.m.k. takist ekki að veiða þann kvóta sem heimilaður
var. Þá virðist það samdóma álit þeirra sem að loðnufryst-
ingu standa að ekki verði meira fryst á þessari vertíð. Búið
er að frysta um 3500 tonn hjá SH og SÍS, en vonir stóðu
til að hægt væri að frysta um 2000 tonnum meira, enda
höfðu samningar miðast við það. Reikna má með að fyrir
tonnið af frystri loðnu fáist um 900 dollarar eða um 45
þúsund krónur. Þetta þýðir að hægt hefði verið að selja
fyrir rúmar 90 milljónir til viðbótar.
Það sem af er vertíðar er búið
að veiða um 677.560 tonn og eru
því um 245 þús. tonn ennþá
óveidd að sögn Ástráðs Ingvars-
sonar hjá Loðnunefnd.
Bátarnir hafa verið að leita á
miðunum fyrir sunnan land en
lítið fundið. Á föstudag veiddust
um 16 þúsund tonn, á laugardag
um 7000 tonn og á sunnudag 9700
tonn. Aðspurður hvort loðnan
væri horfin, sagði Ástráður að
svo væri af og frá. „Það er að
koma önnur ganga, bara þá og
þegar. Það þýðir ekkert að leggj-
ast í volæðí. Menn eru að kvarta
yfir því að hún sé búin, en þetta
er ekkert búið, það er mikið eftir
ennþá,“ sagði Ástráður.
Loðnufrystingin hefur ekki
gengið eins og best var á kosið og
er veðrinu að nokkrum hluta
kennt um. „Staðan er þannig í
dag að frysting er búin og við
sjáum ekki í augnablikinu að um
frekari frystingu á loðnu verði að
ræða,“ sagði Indriði ívarsson hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Hann sagði að ekki væri búið að
gera vertíðina upp, en þeir væru
að vonast eftir að hafa náð að
frysta um 3000 tonn. Þetta er
ntun minna en áætlað var og var
það aðallega veðrið sem hamlaði
því að tækist að ná loðnunni sem
skyldi, að sögn Indriða.
„Við hefðum þurft á meiru að
halda til að uppfylla samningana.
Við hefðum sjálfsagt þurft um
1000 til 1500 tonn til viðbótar, en
allir okkar samningar eru með
þeim fyrirvara að loðnan veiðist,"
sagði Indriði.
Verðið sem menn gera sér
vonir um að fá fyrir tonnið af
frystri loðnu er ekki fjærri því að
vera um 900 dollarar, eða um 45
þúsund krónur. Það þýðir þau
1500 tonn sem SH gæti selt til
viðbótar hefðu gefið um 68 millj-
ónir króna.
Indriði sagði að búast mætti
við að hrognataka gæti hafist
næstu daga og ekki fyrirséð nein
vandamál að ná þeim hrognum
sembúiðeraðsemjaum. „Japan-
arnir eru ósköp rólegir yfir því og
bíða eftir að hrognin verði á því
þroskastigi sem þeir óska eftir,"
sagði Indriði.
Hjá frystihúsum Sambandsins
er loðnufrystingu að mestu lokið,
að sögn Teits Gylfasonar og ekki
mikil von um að meira berist til
frystingar. Búið er að frysta um
420 tonn, en hugmyndin var að
selja þeim mun meira eða um 850
tonn. „Bæði var það að loðnan
var smá og frekar léleg og svo
lentum við í slæmu veðri þegar
vertíðin var að fara af stað og
líklega þegar best hefði verið að
veiða hana. Við misstum úr um
viku í upphafi og þegar loðnan
fór að veiðast aftur var hrogna-
fyllingin orðin mjög mikil og
viðkvæm. Hún þoldi illa flutninga
og vinnslu og seinni göngur voru
mjög litlar, þannig að við náðum
engan veginn að fylla upp í þá
samninga sem gerðir voru,“ sagði
Teitur. Hann sagði að enginn
gerði sér vonir um stóra hluti í
frystingunni úr þessu og menn
væru farnir að undirbúa hrogna-
töku.
Jón Reynir Magnússon fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins sagði í samtali við Tím-
ann að bræðslan gengi ágætlega
þar sem enn væri verið að bræða.
„Það gengur eitthvað hægar með
að finna loðnuna, það er áhyggju-
efni okkar í bili. Hún hefur bara
ekkert fundist í góða veðrinu,"
sagði Jón Reynir. Hann sagði að
enn ætti eftir að veiða um 250
þúsund tonn „og þau verða varla
veidd héðan af“. Jón Reynir
sagði að Síldarverksmiðjurnar
væru komnar með þá loðnu sem
þær hefðu þurft til að fylla upp í
gerða samninga.
Loðnubræðsla hjá Síldarverk-
smiðjunum er enn í fulium gangi
fyrir austan, á Seyðisfirði og
Reyðarfirði, en einnig barst ný-
lega lítilræði til bræðslu á Siglu-
fjörð og Raufarhöfn.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun sagði í samtali við Tím-
ann að hann gæti ekki fullyrt um
það hvort loðnan væri búin á
þessari vertíð. „Miðað við þá
reynslu sem við höfum af loðn-
unni síðan farið var að veiða
hana að einhverju marki þá er
ýmislegt sem mælir gegn því að
vertíðin sé búin núna. Það hefur
oft fengist ágætur afli í marsmán-
uði, alla vega fyrrihluta mánaðar-
ins,“ sagði Hjálmar. Hann sagði
að miðað við það sem sást í
síðasta leiðangri í lok janúar, þá
væri ótrúlegt annað en að von
væri á einhverju meiru. Hann
sagði það ekki útilokað að ef
loðna kæmi upp að ströndinni á
næstunni þá væri hún hæf til
frystingar. - ABÓ
Páll Pétursson gagnrýnir Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi:
Gengur of langt
til móts við EB
Frá Þór Jónssyni, fréttarítara Tímans á þingi Norðurlandaráðs:
Almennur ágreiningur hefur komið upp á Norðurlanda-
ráðsþingi um afstöðu til Efnahagsbandalagsins. Danskir
þingfulltrúar reyna af megni að smala fleiri þjóðum með
sér inn í bandalagið, en koma að lokuðum dyrunum hjá
íslendingunum. „Islenska sendinefndin er sammála um að
við eigum ekki erindi í Efnahagsbandalagið,“ sagði Páll
Pétursson þingfulltrúi á þingi Norðurlandaráðs í Stokk-
hólmi, „það kemur ekki til greina að við göngum í
Efnahagsbandalagið “.
„Allir íslensku fulltrúarnir hafa
komið inn á þann málaflokk í
ræðum sínum. Við höfum ekki
möguleika á að bjóða þau fisk-
veiðiréttindi sem bandalagslöndin
vilja. Það er enginn ágreiningur
okkar á milli um það.
Það er aftur á móti áherslumun-
ur um hvað megi ganga langt í því
að aðlagast þeim aðstæðum sem
ríkja innan bandalagsins.
Mér hefur virst Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra vilja ganga
lengra en aðrir íslendingar sem
minntust á málið í því að laga sig
að Efnahagsbandalaginu með því
að gefa frjálsar fjármagnshreyfing-
ar og annað...“
- Vill viðskiptaráðherra gefa
meira eftir?
„Miklu meira," svaraði Páll,
„það var einnig áberandi munur á
túlkun Steingríms Hermannssonar
og Jóns Sigurðssonar á stefnu ís-
lensku ríkisstjórnarinnar."
Það er athyglisvert hve umræður
á þinginu eru hvassari en þær hafa
verið stundum áður. Snarpar at-
hugasemdir hafa verið gerðar við
ummæli Poul Schlúters forsætis-
ráðherra Dana um að ísland og
Noregur hljóti að tengjast Efna-
hagsbandalaginu.
„Þessi ummæli orka mjög tví-
mælis að mínum dómi,“ sagði Páll,
„Schlúter segist sjá fyrir sér að í
framtíðinni gangi Isiendingar í
bandalagið. Hann vill fá okkur
með.“
Dönsku þingmennirnir reka
mjög ákveðinn áróður fyrir Efna-
hagsbandalaginu á Norðurlanda-
ráðsþinginu í Stokkhólmi, þá gildir
einu í hvaða flokki þeir standa.
„Þeir vilja fá fleiri Norðurlanda-
þjóðir með sér til þess að fá
hljómgrunn fyrir norrænum við-
horfum í hinum bandalagsþjóðun-
um.
Ég hef á tilfinningunni að Danir
séu mjög einmana í Efnahags-
bandalaginu. Þar eru þjóðir sem
standa þeim að baki í efnahagslegu
og atvinnulegu tilliti. Hið norræna
velferðarríki, s.s. það í Danmörku
er ekki sunnar í Évrópu. Þar býr
fólk ekki við sama félagslegt öryggi
og hér á Norðurlöndum.
Danskir þingmenn gylla Efna-
hagsbandalagið mjög fyrir okkur
og hamra fast á því að það sé
sjálfsagður hlutur fyrir önnur
Norðurlönd að ganga í bandalagið,
og reyndar að við komumst ekki
hjá því.“
í gær var frí í grunnskólunum í Reykjavík. Kennarar notuðu daginn vel
og sóttu meðal annars um níutíu þeirra fræðslufund í Gerðubergi. Á
myndinni er einn fyrirlesaranna, Colin Biott háskólakennari frá New
Castle, en hann flutti erindi um námskrárgerð. Tímamynd:Pjetur
LEKIKOM AD
Alftafellinu
Mikill leki kom að Álftafelli SU-
100, um tíuleytið í gærkvöldi, þegar
skipið átti um tvær mílur eftir ófarn-
ar að Norðfjarðarhorni. Álftafellið
var á leið til Neskaupstaðar frá
Fáskrúðsfirði þegar lekinn kom að
skipinu. Hætta stafaði ekki að áhöfn-
inni.
Loðnubátur kom fljótlega á vett-
vang og þegar síðast fréttist, eða um
ellefu, var unnið hörðum höndum
við að dæla sjó úr skipinu. Ekki var
ljóst hversu vel gengi að halda
skipinu þurru og koma því inn til
hafnar, en það var farið að halla
mjög mikið.
Sem kunnugt er strandaði Álfta-
fellið við Gvendarnes, sem er við
mynni Fáskrúðsfjarðar, á mánu-
dagskvöld. -ABÓ