Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. mars 1989 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra, vegna viðbragða við hugsanlegum viðræðum við EB: Taugatitringur er ástæðuiaus! Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir taugatitr- ing, vegna viðræðna við Efnahagsbandalagið um frekari opnun markaða fyrir íslenskan fisk ástæðulausan. Engum veiðiheimildum hefði verið lofað og ekki komi til greina að veita bandalaginu veiðiheimildir fyrir aukin tollafríðindi. Við gætum hins vegar ekki neitað að ræða gagnkvæm skipti á veiðiheimildum, en litlar líkur væru á slíkum skiptum. Forsætisráðherra sagðist ekki hafa ncinu trú á að grundvöllur væri fyrir skiptuni á veiðiheimildum íslands og Efnahagsbandalagsins, hvorugur aðilinn hefði í raun neitt að bjóða. Varðandi orð Porsteins Pálssonar sem höfð eru eftir honum í leiðara Morgunblaðsins í gær; að við ættum að hefja viðræður við Efnahags- bandalagið til að styrkja íslenska hagsmuni en ekki til að gefa eftir af rétti íslendinga, sagði Steingrímur að slík túlkun væri hrein vitleysa. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra er á sama máli og forsætisráðherra og segir miklar geðshræringar, vegna viðræðna við Efnahagsbandalagið. um rýmkun á fríverslunarsamningum óþarfar. Með því væri annars vegar verið að knýja á um viðauka við fríverslunar- samning íslands og EB. Hins vegar t'á fram hvort Efnahagsbandalagtð væri til viðræðu og hverjar væru þá kröfur þeirra? Utanríkisráðherra sagði það eina sem hefði gerst nú væri að sjávarútvegsráðherra hefði lýst því yfir að ef EB hcfði einhverjar óskir, sem svar við. okkar óskum um að horfið yrði til ástandsins eins og það var fyrir breytinguna 1986. þeg- ar tollfrelsi var numið af okkar saltfiskafurðum, þá værum við til- búin að hlusta á þær. Menn stæðu frammi fyrir þeirri staðreynd að þegar samningurinn tók gildi 1976 hefði hann náð til á milli 70% og 80% af fiskútflutningi okkar, en tæki nú einungis til rúmlega 50%. Jón Baldvin benti á að þegar fríverslunarsamningurinn við Efna- hagsbandalagið var staðfestur er þorskastríðinu lauk, hefði verið tek- ið fram að viðræður skylda halda Steingrímur segir túlkun Þorsteins Pálssonar á óskum um viðræður við EB, að verið sé að gela eftir af rétti íslendinga, hreina vitleysu. áfram um frekari samskipti. Málið hefði verið í vítahring síðan þá og viðræður ekki teknar upp formlcga. íslensk stjórnvöld hefðu verið ötul á undanförnu ári við að ræða við forsvarsmcnn EB. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefði rætt þessi mál við kanslara V-Pýska- lands, forsætisráðherra Breta og forsætisráðherra Belgíu. Sjálfur Jóii Baldvin segir samskipti íslands við EB vera vítaliring. hefði hann rætt við ílesta utanríkis- ráðherra EB-landanna, sérstaklcga utanríkisráðherra Spánar og Portú- gals. Gengið hefði verið úr skugga um aðekkert ríki innan Efnahagsbanda- lagsins hcfði uppi raunverulegar kröfur um nýtingu á veiðiheimildum á íslandsmiðum. Einungis eitt ríki hefði lýst áhuga sínum á að skoða þann möguleika og það væri Spánn. - áí? Arnarflug til áfram? „Pað er verið að ræða nýjan flöt á málinu við samgönguráð- herra en ég get ekki greint frá því á þessari stundu í hverju hann felst," sagði Kristinn Sigtryggs- son íramkvæmdastjóri Arnar- flugs í gær. Kristinn sagðist hafa það á tilfinningunni að ráðherra tæki betur í þær tillögur sem Arnar- flugsmenn hefðu nú frarrrað færa en vcrið hefði hingað til, enda teldi hann sjálfur að nú væri kominn fram ágætis grundvöllur að lausn á málinu. Hann sagðist nú bjartsýnn á að málið leystist eftir þeim leiðum sem nú lægju fyrir og hvort Arn- arflug yrði áfram til svaraði Krist- inn þannig: „Það skulum við vona, 'öllum landsmönnum til heilla." -sá Lágmarks- verðá hrognum Lágmarksverð á loðnuhrognunt til frystingar á vetrarvertíð 1989 var ákveðið í gær, á fundi yfirnefndar Verðalagsráðs sjávarútvcgsins. Lágmarksverðið var ákveðið 42 krónur á hvert kíló og er það miðað við að hrognin scu tekin úrskilju viö löndun. Vcrðiö miðast við það magn scm fryst er. -ABÓ sagði Þórður Bogason gjaldkeri út- gáfunnar á fundi sem haldinn var af þessu tilefni. Siglingamálastofnun ríkisins ann- ast framkvæmd laga um varnir gegn mengun sjávar. Þar er um margvís- leg verkefni að ræða og eru þeim gerð skil í ritinu Verndun hafsins. Magnús Jóhannesson. siglingamála- stjóri sagði ritið vera mjög nauðsyn- legt. Það gæfi gott yfirlit yfir réttar- farslega stöðu þessara mála bæði hvað varðar ísland og eins í víðara, alþjóðlegu santhengi. jkb Lögfræðibækur almennings og fagmannanna Bókaútgáfa Orators gaf nýlega út tvær bækur. Bækurnar heita Kaupa- réttur og Verndun hafsins. Þær eru lögfræðilegs eðlis en ætlaðar bæði fagmönnum og almenningi til lestrar. Kauparéttur eftir Pál Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskólans fjallar um meginreglu íslensk réttar um lausafjárkaup. Hún er fyrsta heilstæða hand- og kennslubók sem komið hefur út um þetta efni. Verndun hafsins fjallar um hafið umhverfis ísland og verndun þeirra auðlinda sem þar er að finna, auk alþjóðlegrar umræðu um sama efni sem tengist íslendingum beint eða óbeint. Höfundur hennar er Gunnar G. Schram sem einnig er prófessor við lagadeiid Háskólans. Bókunum er ætlaður víðari mark- aður en meðal lögfræðinga einna. Kaupsamningar eru algengir og um- hverfisvernd, þar á meðal verndun hafsins, er mál sem hefur verið ofarlega á baugi undanfarið. Bókaútgáfa Orators er sjálfseign- arstofnun. stofnuð árið 1987 af Dómarafélagi íslands, Lögmanna- félagi íslands og Orator, félagi laga- nema. Markmið útgáfunnar er að gefa út fræðirit á sviði lögfræði. En sá angi útgáfustarfsemi hefur hingað til ekki verið ýkja blómlegur. Stefn- an er að gefa út tvær til þrjár bækur um lögfræðileg málefni á ári. „Útgáfan stendur þó ekki undir sér nema fagmenn sjái sér skylt að kaupa þær bækur sem eru gefnar út. En bækurnar verða auðvitað einnig að höfða til hins almenna lesanda," íbúar Mjóafjarðar verða fyrir barðinu á snjóflóðum í hlákunni: Krapaf lóð braut út- vegg að Sólbrekku Á Sólbrekku við Mjóafjörð brast útveggur er gríðarlegt krapaflóð skall á húsinu. Allir innanstokks- munir eru ónýtir og miklar skemmdir urðu vegna vatns. Mikil hláka var á Austfjörðum í gær og féllu snjóflóð víða. Að Sólbrekku cr skóli, kennara- íbúð og gistiheimili. Tíminn hafði samband við Helgu Erlendsdóttur skólastjóra en hún býr í þcim hluta hússinssem verst varð úti í flóðinu. Helga sagðist varla geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef þau hjónin ásamt barni sínu hefðu ekki verið að heiman. „Milli klukkan eitt og tvö í gær féll krapaflóð ofan úr gili inn í húsið að norðanvcrðu og segja má að allt sé mcira og minna ónýtt í íbúðinni, en eldhús og svefnher- bergi eru full af krapi," sagöi Helga. Húsið að Sólbrekku er timburhús scm cr klætt áli að utan cn sem fyrr segir braut flóðið niður einn útvegg hússins. Skólastofan og gistihcimilið urðu cinnig fyrir miklum skemmdum vcgna vatns sem flæddi um allt húsið, en flóðið náði alveg upp á þakbrún. Helga sagði jafnframt að hún vissi ekki til þess að flóð af þessu tagi hcfðu áður fallið á þessum stað. Ástæðan lyrir flóðinu væri sú að mjög miklum snjó hcfði kyngt niður undanfarna daga og veðriö í gær var afspyrnu slæmt á þessum slóðum. Mikið vatnsveður var og rok, allt að tíu vindstigum í mestu byljunum. I gær varð stórt hlaup í Borgar- cyraránni og brúin færðist vegna atgangsins í hlaupinu þannig að nú eru þrír bæir vegasambandslausir. Hætta var talin á því að flóð gætu fallið á fleiri hús við Mjóa- Ijörð og flutti heimilisfólkið að Kastölum úr húsi sínu um miðjan dag í gær. SSH F.v. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri, Gunnar G. Schram höfundur bókarinnar Verndun hafsins, Páll Sigurðsson höfundur Kauparéttar, Ólafur Ólafsson formaður útgáfustjórnar Orators og Þórður Bogason gjaldkeri útgáfunnar. --- Tímamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.