Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR I 0 0 0 co (0 ■ ■ 686300 .. =5y „LÍFSBJÖRG í OtB'LASro NORÐURHÖRJNT \í RÍKISSKIP VT> VERBBRtHWIflSKIPn Útvegsbankinn Seltj. Giró-1990 ÞRDSTUR 685060 NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/TrYggvogölu. S 28822 SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688S68 Gegn náttúruvernd á villigötum VANIRIVIENN FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989 Ólöglegri afritun hugbúnaðar eru nánast engin takmörk sett á íslandi Forritum líka stolið innan Stjórnarráðsins Samkvæmt heimildum Tímans er hugbúnaður afritað- ur með ólöglegum hætti innan Stjórnarráðsins og einnig innan stofnana sem gæta eiga réttlætis og laga í þjóðfélaginu. Er þetta ólöglega athæfi einnig stundað innan Hæstaréttar íslands, Sakadóms Rcykjavíkur og víðar í réttarkerfinu. Málefni þetta var til umræðu á félagsfundi Skýrslutæknifélags íslands í síðustu viku eins og Tíminn greindi þá frá. A fundi þessum kom fram aö þeir menn í hópi sölu- og þjón- ustuaðila á sviði tölvumála, sem rætt hafa þessi mál af hrcinskilni, hafa orðið fyrir áberandi við- skiptalegum skaða og minni sölu. Einnig kom fratn í umræðum að þótt ríkissjóður myndi njóta góðs af aukinni innheimtu söluskatts, ef þessi mál kæmust í lag, yrðu útgjöldin meiri þar sem fjöldi ríkisstofnana stundar þessa ólög- legu iðju, auk þess sem hún er stunduð af starfsmönnum flestra ráðuneyta. í viðtölum Tímans við nokkra lykilmenn á sviði tölvu- og hug- búnaðarþjónustu kont fram að ólögleg afritun hugbúnaðar væri stunduð á flestunt sviðum þjóðlífs- ins og virtist sama eiga við um einstaklinga, fyrirtæki og stofnan- ir. Enginn einn aðili vill þó gerst lögregla í þessu máli og allra síst opinberir úrskurðaraðilar um hvað sé lög og hvað lögleysa í þessu þjóðfélagi. Að sögn nokk- urra viðmælenda Tímans gæti skýringanna verið að leita í þeirri staðreynd að ólögleg afritun á sér ekki síður stað í stofnunum eins og Lögreglunni í Reykjavík, Sak- adómi Reykjavíkur og Hæstarétti íslands. Þá hefur Tíminn einnig heimildir fyrir því að ólögleg afrit- un hugbúnaðar fer fram mcðal starfsmanna ráðuneyta, bæði til einkanota og einnig fyrir stofnan- irnar sjálfar. Aðeins eru taldar til fácinar undantekningar frá þessari reglu, en þeirra gætir t.d. varðandi Landsbankann og nokkrar slíkar stofnanir, en einnig hefur þess verið getið að dagblaðið Tíminn skeri sig úr varðandi heiðarlega. umgengni við höfundarrétt hug- búnaðar. Ólöglegri afritun hugbúnaðar virðast fá takmörk sett og virðist hún jafnvel vera stunduð af sjálf- um starfsmönnum þjónustuaðila á tölvusviðinu. Viðskiptavinir óska kinnroðalaust eftir því við sölumenn að þeir aðstoði sig við að afrita hugbúnað á ólöglegan hátt og óska sumir hverjir þess að sölumennirnir útvegi einnig forrit til afritunar. A fundi Skýrslutæknifélags fs- lands var ekki komist að neinni sameiginlegri niðurstöðu um hvað verða má til lausnar á þessu vanda- máli. Vandinn er einkum sá að mjög auðvelt er að afrita hugbún- að og stela honum með því móti. Fjöldi framleiðenda hefur horfið frá því að verja forritin með sérstökum læsingum þar sent á markaðnum eru til forrit til að lesa í gegnum læsingarnar, eða m.ö.o. að brjóta þær upp. Það mun t.d. vera mun flóknara verk að afrita tónlist af geisladisk þannig að hún haldi gæðum sínum, en afrita forrit þrátt fyrir læsingavörn. Meðal þess sem fram kom var að líklegt er að framleiðendur sjái sig tilncydda til að koma sér saman unt sjálfvirka afritavörn sem ekki verður auðvelt að kom- ast í gegnum. Einn frummælenda á áðurnefndum félagsfundi, Haukur Nikulásson, sagði að ekki væri nein trygging fyrir því að lægra verð þýddi minni ólöglega afritun. Ódýr forrit eru einnig afrituð að sögn Hauks. Sagði hann að hugbúnaðarframleiðsla til sölu á almennum markaði væri ung atvinnugrein og ætti einfaldlega eftir að þróast betur. Með aukinni reynslu kæmi fram aukið öryggi, betri afritunarvörn og breytt við- horf til greinarinnar. Að sögn annars frummælanda, Lúðvíks Friðrikssonar, bjuggust menn ekki við því fyrir fundinn að félagsmenn í SÍ kæmust að sam- eiginlegri niðurstöðu um lausn á þessum málum. Hins vegar hefðu skapast gagnlegar umræður þar sem málin voru rædd og ýmsar hugmyndir komu fram sem síðar verður byggt á að mati Lúðvíks. Formaður SÍ, Halldór Krist- jánsson, sagðist meta það svo eftir fundinn í síðustu viku að flestir aðilar á þessu sviði væru mótfallnir því að fara fram með harkalegar aðgerðir. Sagði Halldór að menn væru almennt trúaðir á þá leið að auka fræðslu um hvað sé löglegt og hvað ekki má í þessum efnum. KB Er búiö aö skoða bílinn? Klippa af óskoðuðum bifreiðum Lögrcglan í Kópavogi hefur undanfarna dag þurft að hafa af- skipti af óskoðuðum bílum og hafa númerin verið klippt af fjölda bíla undanfarið. Þá hefur einnig borið á því að bfléigcndur hafi ekki greitt tryggingaiðgjöldin og hefur lög- reglan fengið í hendur skrá frá tryggingafélögunum yfir bifreiðar sem trassað hefur verið að borga tryggingamar af. Sem kunnugt er þá er skoðun- armánuður bifreiöar í samræmi við síðasta stafinn í bílnúmerinu. Þeir sem eru með bílnúmer sem enda á I og 2 ciga nú að vera búnir aö láta skoða bíla sína og þeir sern hafa 3 scm síðasta stafinn í númerinu, ættu að drífa sig og láta skoða bflinn í marsmánuði til að komast hjá óþægindum. -ABÓ Fiskeldisstöð brennur: Eldur í Eiðsvík Um hádegisbilið í gær kom upp eldur í húsnæði íslcnska flskeldisfé- lagsins við Eiðsvík í Gufunesi. Tjón- ið hefur enn ekki vcrið metið en Ijóst er að það er verulegt. Þegar starfsmenn stöðvarinnar komu úr matarhléi rétt fyrir klukkan citt sáu þeir að cldur var laus í þeim enda hússins þar sem fóðurblöndun fer frani en þar var einnig verkstæði. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var helmingur hússins alelda og hluti af því fallinn niður. Slökkvistarfið gekk vel og fljótlega tókst að ráða niður- lögum eldsins og hindra að eldur kæmist í skrifstofur fyrirtækisins sent eru í hinum helmingi hússins, þar urðu þó miklar skemmdir vegna reyks og hita. I þeint helmingi sem brann til grunna var mikill eldsmatur að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, þar á meðal trésmíðavélar einnig laxanæt- ur og fóður. Eldsupptök eru ókunn en rann- sóknarlögreglan vinnur að rannsókn málsins. SSH Mikið tjón varð í gær er cldur kviknaði ■ flskeldisstöð við Eiðsvík. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.