Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 9. mars 1989 Tímititi MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tilboð Alþýðuflokksins Fulltrúaráö Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík hefur svarað hugmyndum Alþýðubandalagsins um opinn fund þessara aðilja, til þess að ræða nánari samvinnu A-flokkanna, á þann liátt að þar er hafnað tvíhliða viðræðum A-flokkanna, en lagt til að fram fari viðræður milli „allra þeirra stjórnmála- hreyfinga sem kenna sig við félagshyggju“. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna hefur því sent Alþýðubandalaginu í Reykjavík, fulltrúaráði Borgaraflokksins þar, fulltrúaráði Framsóknarfé- laganna og Samtökum um kvennalista í Reykjavík áskorun um að þessi samtök taki upp viðræður um það „með hvaða hætti þau geti átt sem best samstarf um að ná sameiginlegum markmiðum“. Með þessari áskorun er þetts sameiningarmál A-flokkanna komið á nýtt stig. Með því að hafna tvíhliða viðræðum við Alþýðubandalagið er ljóst að alþýðuflokksmenn eru ekki fúsir til náinnar samvinnu við Alþýðubandalagið eitt, heldur vilja þeir viðræður um þetta mál við félagshyggjuflokka í Reykjavík á breiðum grundvelli. Ekki er ástæða til annars en að samtök þau, sem hér eiga hlut að máli, íhugi þessa tillögu. Fyrirfram er ekki rétt að hafna viðræðuhugmynd þessari. Sjálfsagt er að kanna til hlítar hversu raunhæf hún er og til hvaða málefna hún getur tekið. Slys á sjó og landi íslendingar hafa verið minntir á það síðustu daga, að vetrarveðrum fylgja miklar hættur á sjó og landi. Ungir piltar, sem gert hafa það að íþrótt sinni að aka á opnum vélsleðum um hálendið í nátt- myrkri og tvísýnum veðrum, villtust af leið og lentu í hrakningum, sem öðrum má til varnaðar verða. Þótt e.t.v. sé teflt á tvær hættur í vetrarferðum af þessu tagi, þá er það í raun og veru fagnaðarefni, að íslenskir æskumenn bjóða hættunni birginn og láta sér ekki bregða við óvissu veðranna. Hins vegar þarf að fylgja með í slíkum vetraríþróttum að gætni sé viðhöfð og ekki sé látið undir höfuð leggjast að hafa ferðabúnað í fullkomnu lagi. Sjóslysahættan virðist ekki minnka, þótt búnað- ur skipa sé nú í engu líkur því sem fyrrum var. Þótt svo giftusamlega takist til, að mannslífum sé oft bjargað úr sjávarháska fyrir snarræði og áræði sjómanna og björgunarsveita, þá er ekkert einhlítt í því efni. Hafið tekur sinn toll í mannslífum og heilsu- og orkutjóni sjómanna. Hér verður enn spurt, sem áður hefur verið gert í þessu blaði: Eru forvarnir í slysavarnastarfi nægilega vel af hendi leystar? íslendingar geta auðvitað ekki flúið hættur síns eigin lands. En þess verður að krefjast að virkar slysavarnir séu í heiðri hafðar. Það á jafnt við um land og sjó. Tapið hiá KEA Það kom fram í Tímanum í gær að útlit væri fyrir verulegt tap á KEA þegar reikningar þess fyrir síöasta ár hafa verið gerðir upp. Að því er þarna segir liggur ársupp- gjörið enn ekki fyrir, en níu mán- aða uppgjör á síðastu ári sýnir 150 miljóna tap. Því má gera ráð fyrir að óséðu að endanlcgt tap félagsins geti orðið eitthvað nálægt þessari stærðargráðu; bæði er að því að gæta að vextir lækkuðu frá hausti og eins kemur jólaverslunin inn á síðustu mánuöunum. Hér er vitaskuld um mjög alvar- lcgan hlut að ræða. Eftir kaupfé- lagsstjóra KEA er þarna haft að það, sem hafi gert árið svo óvenju óhagstætt fyrir félagið, hafi verið að fá á sama tíma niðursveifiu á öllum rekstrarsviðum sínum. Slíkt hafi gerst áður í einstökum grein- iim, en þá hafi afkoman verið betri í öðrum og þær flcytt félaginu yfir erfiðleikana. Þessu til viðbótar komi svo hitt að raunvextir hafi á síðasta ári verið hærri en atvinnu- lífið geti staðið undir. Vel rekið fyrirtæki Nú er það viðurkennt af öllum, sem til þckkja, að KEA sé eitt öflugasta fyrirtæki landsins, sem og hitt að það sé ákaflega vel og skynsamlega rekið. Félagið hefur um áratugaskeið vcrið burðarás í öllu atvinnulífi við Eyjafjörð, og til þess hefur gjarnan verið litið sem fyrirmyndar. Það hefur notiö þess áiits að það væri talandi dæmi um það hvernig samvinnurekstur gæti bestur orðið og komiö almenningi öllum á félagssvæði sínu að beinu fjárhagslegu gagni. Ef citthvað það væri að í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga sem skýrði þetta þá væri þessi taprekstur máski skiljanlegur. Ef félagið hefði farið út í hæpnar fjárfestingar, sýnt áberandi óhagkvæmni í rekstri eða haldiö uppi mörgum tapeiningum þá mætti kannski leita skýringar í því. En svo er skemmst frá að segja að engar fréttir hafa borist af neinu af þessu taginu. Þvert á móti er ekki annað að sjá en að KEA hafi á síðasta ári, eins og jafnan cndra- nær, verið rekið af gætni, skynsemi og fyllstu varkárni. Því hafi verið stýrt af því sama rekstrarlega ör- yggi sem í áranna rás hefur gert það að stórveldi við Eyjafjörð. Þannig virðist það vera borð- leggjandi að vandi KEA á síðasta ári sé ekki hcimatilbúinn. Hann sé til kominn vegna utanaðkomandi aðstæðna. Með öðrum orðum að KEA hafi orðið fórnarlamb þeirra sömu óhagstæðu ytri rekstrarskil- yrða og önnur fyrirtæki vítt og breitt um landið kvörtuðu sem harðast undan á liðnu ári. Stóralvarlegt mál Það þýðir aftur að hér er stóral- varlegt mál á ferðinni. Fyrirbyggð- arlög á borð við Akureyri og Eyjafjörð yrði það síður en svo nokkurt grín ef svo kynni að fara að sjálft Kaupfélag Eyfirðinga lenti í rekstrarerfiðleikum, hvað þá ef það neyddist til þess að draga verulega saman seglin. Hætt er við að hinar blómlegu byggðir við Eyjafjörö yrðu þá fljótar að láta á sjá, því að seint myndu einkafyrir- tæki þjóna þeim með sama mynd- arskap og KEA hefur gert. Málið er vitaskuld að samvinnu- fyrirtækin hafa í áranna rás verið undirstaða nánast alls atvinnu- framtaks í hinum dreifðu byggðum landsins. I rekstri þeirra hefur ríkt festa og það hefur komið í hlut þeirra að viðhalda atvinnuöryggi á heimaslóðum sínum. í seinni tíð er liins vegar farið að bera hér töluvert á útlendum frjáls- hyggjuhugmyndum. Á það hefur margoft verið bent að slíkar hug- myndir taka ekkert mið af þeirri sérstöðu íslendinga að vilja við- halda byggð í öllu landinú. Ef menn vildu sætta sig við að þjappa öllum landsmönnum saman á suð- vcsturhorninu en reka svo einar saman verstöðvar annars staðar með lausafólki, þá gæti frjálshyggj- an kannski gengið. En hún gengur ekki samhliða því aö við reynum að viðhalda áfram eðlilegu mann- lífi fyrir vestan, norðan og austan líka. Til þess að það sé hægt þarf að stjórna í landinu. Því miður er hætt við að dæmið um KEA sé aðeins það fyrsta af fleirum. Að við cigum eftir að fá að sjá hrikalegar taptölur núna í vor frá talsvert mörgum fyrirtækj- um á landsbyggðinni til viðbótar. Og slíkt gengur ekki. Til að geta haldið uppi mannlífi í landinu öllu verðum við að eiga þar traust og vel rótföst fyrirtæki. Þar dugar ekki að treysta á happa og glappa aðferð frjálshyggjunnar. Þar þarf fyrirtæki í eigu heima- manna sem ráða við að tryggja atvinnu og verslun og geta ráðist út í nýjungar. Þcss vegna má tap- rekstur af utanaðkomandi ástæð- um ekki eiga sér stað. Við höfum ekki efni á honum. Garri. VÍTTOG BREITT Tískufag í kreppu Fjölmiðlar og sér í lagi fjölmiðl- un kvað vera í tísku um þessar mundir. Að minnsta kosti tyggja allir þeir sem ætla sér hlutverk við fjölmiðlunarkennslu þá staðhæf- ingu hver upp í annan. En nú er einmitt mikið fjallað um nauðsyn háskóladeildar eða sérstaks skóla fyrir verðandi fjöl- miðlafólk. Og eitginn efast um að fjölmiðlun sé í tísku, eða öllu heldur „in", eins og er líklega betur skiljanlegt meðal unga efnis- fólksins sem telur fara sér einkar vel að tala tungum hratt og hiklaust í hljóðnema. Ekki skaðar draum- sýnina að linsa á vídeóapparati sé í sambandi við hljóðnemann. Það er víst nóg að hugur ungs fólks standi til þeirra greina sem siður er að sjóða saman í sömu naglasúpunni og kalla því vonda heiti fjölmiðlun, sem er orðið svo jaskað að fæstir vita hvað merkir í raun og veru. En aðalatriðið er auðvitað að þeir sem ætla að fara að mennta fólk kerfisbundið í þeim fræðum sem orðið skírskotar til geti hangið í brúklegu fræðiheiti. Ella verður kennslugreinin heldur ræfilsleg og erfitt að grafa upp fjárframlög til hennar. Seglin víða rifuð Mitt i öllu tískutalinu um fjöl- miðlana berast þráfaldlega fregnir um að margir þeirra berjist í bökk- um og nær alls staðar er vcrið að rifa seglin í útgáfu eða draga úr kostnaði við útsendingar. Útvarps- stöðvar hanga á horriminni og geta einhverjar þeirra geispað golunni hvenær sem er. Ríkisútvarpið er rekið með þeim hætti að væri það ekki opinbert mundu fjárhagsvandræðin þar vera kölluð eitthvað allt annað en skiln- ingsleysi stjórnvalda. ^ “ mim.u> m> AIMBUBLMB Annars staðareru fjármálastjór- ar settir til höfuðs öðrum fjármála- stjórum til að reyna að koma einhverri skynsemi í rekstur. En þegar Þjóðviljinn leggur spil- in á borðið og segir að útgáfan sé að stöðvast vegna fjárhagsvand- ræða rjúka aðrir fjölmiðlar upp til handa og fóta og rjúka til að gera rannsóknar- og fréttaefni úr fjár- hagsástandi Þjóðviljans. En að sömu miðlar hafi kjark til að líta upp undirsjálfasigogskýraheiðar- lega frá eigin fjárhagsvanda er víðs fjarri þeirri upplýsingu sem spjátr- ungar í fréttamannastétt kalla frjálsa fjölmiðlun og telja sig sér- lega boðbera fyrir. Magn eða gæði Þótt hér hafi gagnsemi fjölmiðla- skóla verið dregin í efa er greinilegt að sumu fjölmiölafólki veitti ekki af nokkurra ára námi til að komast að einföldustu undirstöðuatriðum um blöð og blaðamennsku. Til dæmis má nefna að langt er frá að einhlút sé að gæði blaðs og efnisinnihald fari eftir blaðsíðu- fjölda og enn síður eintakafjölda. Þetta er vel þekkt staðreynd meðal allra þeirra sem eitthvað vita um blöð og fréttamennsku. Ef einhver skilur þetta ekki má taka sem dæmi að bresku subbu- og klámblöðin, sem kölluð eru síðdegisblöð koma sum hver út í allt að tíföldu upplagi vandaðri blaða sem hafa margfalt meiri áhrif en stóru, vondu blöðin. Meira að segja skilja auglýsend- ur í útlöndum að áhrifamáttur auglýsinga byggist ekki endilega á stórum upplögum. Um þetta getur hver og einn sannfærst sem nennir að kaupa svo sem eitt breskt morg- unblað og annað síðdegisblað og fletta þeim. Því er þetta nefnt, að á þriðju- dagskvöld - kynnti svokallaður fréttamaður einhvers konar sam- tals- og rannsóknarþátt sem koma átti í sjónvarpi. Með því yfirlæti sem fáfræðin ein ræður yfir til- kynnti hann að til stæði að upplýsa allt um fjárhagsstöðu Þjóðviljans og kallaðir voru til nokkrir ritstjór- ar blaða sem sögusmettur hafa komið á kreik að eigi að fara að sameinast. Svo vel tókst þessi fáfengilega .kynning að því var komið inn í höfuð hlustenda að allt væru þetta heldur lítilsigldir sneplar, kæmust fyrir í blaðsíðufjölda Morgun- blaðsins. Svona mat á blaðaútgáfu, til- gangi hennar og mismunandi efnis- tökum færir manni sanninn um að þjóðarnauðsyn beri til að mennta það fólk sem hleypt er í fjölmiðla að segja fréttir. Og loks lítil uppástunga til fréttahaukanna sem nú velta sér upp úr fjárhagsvandræðum Þjóð- viljans: Hvernigværi aðgeraúttekt á þeim kröggum sem enn aðrir fjölmiðlar eiga ef til vill í og minna er talað um? „ , OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.