Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn -r,,ni f ;>:$}mmíMqlag u r 9r mars ,1939 Skipstjórans saknaö af Sæborgu SH sem fórst út af Rifi í fyrrakvöld: Víðtæk leit í allan gærdag Nanna VE 294 sem sökk um 5 mílur út af Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Myndin er tckin áöur cn Nanna fór í endurbyggingu til Portúgals. Nanna kom úr endurbyggingu skömniu fyrir jól. Tímaniynd Jún Björnsson sem fórst Út undan Rifi í fyrrakvöld. Tímamynd Jón Björnsson Leitin aö skipstjóranum á Sæ- borgu SH 377 sem saknað er eftir að báturinn sökk skammt NV af Rifi í fyrrakvöld, var haldið áfram strax í birtingu í gærmorgun. Eins og Tíminn greindi frá í gær var sjö af átta manna áhöfn Sæborg- ar bjargað um borð í Ólal' Bjarnason SH137, skömmu eftir að mönnunum tókst að komast í gúmmíbát. Bátar sem voru á leið í land á sama tíina og Sæborg fórst, leituðu á svæðinu fram yfir miðnætti í fyrrakvöld, án árangurs. Skipulögð leit hófst síðan í snemrna í gærmorgun og gengu fé- lagar úr björgunarsveitunum Sæ- björgu frá Ólafsvík og Björgu frá Hellissandi fjörur, allt út að Önd- veröarnesi. Á fjórða tímanum fóru leitarmcnn aftur af stað á vélslcðum út á Öndverðarnes og var ætlunin að fara fjörur til baka. Auk björgunar- sveitanna, voru bátar frá Snæfclls- nesi við leit franr eftir degi. Þá kom Ægir, skip Landhelgis- gæslunnar á leitarsvæðið snemma í gærmorgun og var á svæðinu fram eftir degi, auk þcss sem TF-SYN Fokker vél gæslunnar leitaði einnig á svæðinu. Björn Erlingur Jónsson skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH 137, sem kom áhöfn Sæborgar til hjálpar sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu heyrt neyðarkall frá Sæborgu klukk- an rúmlega átta og tekið stefnuna strax á þá staðarákvörðun sem gefin var upp. Fjöldi báta var þá á landleið á þessum slóðum og stefndu þcir allir á staðinn til leitar. Björn Erlingur sagði þá liafa séö síðan neyðarblys seni skotið var upp frá gúmmíbátnum. Þeir hefðu síðan keyrt bátinn upp að gúmmíbátnum og tekið mennina um borð og farið með þá til Ólafsvíkur. Leiðinda veður var á þessum slóð- um þegar Sæborgin sökk og undir miðnætti var veðrið orðið snarvit- laust, að sögn Björns Erlings. -ABÓ Leit aö mönnum: Fundust í gærmorgun Slysavarnasveitin á Siglufirði var snemma í gærmorgun kölluð Stjórn SR á öndveröum meiði varöandi deilu VS og Flugleiöa: „Fremur með lslendingum“ út til leitar að fjórum mönnum sem farið höfðu á jeppa frá Siglufirði í fyrrakvöld. Farið var að leita mannanna þegar ekkert hafði til þeirra spurst í gærmorgun og fundust þeir á tíunda tímanum. Þeir höfðu þá fest bílinn, rétt norðan við Mánárskriður og sofið í hon- um um nóttina. I gærmorgun lögðu þeir fótgangandi af stað til byggða þegar veðrið gekk niður. Þeim varð ekki meint af útiver- unni, enda voru þeir mjög vel búnir, en gátu hins vegar ekki látið vita af sér þar sem hvorki talstöð né farsími var í bílnum. -ABÓ í kvöld halda Verkalýðsfélag Borgarness og Neytendafélag Borg- arfjarðar fund að Hótel Borgarnesi. Rætt verður hvort samvinnuhreyf- ingin sé betri kostur fyrir neytendur en aðrir sem völ er á. Að loknum framsöguræðum verða frjálsar um- ræður og fyrirspurnir. Frummælendur verða Guðjón B. „Þaö væri í hróplegu ósamræmi við þá baráttu sem við höfum staðið í gagnvart útlendum leiguskipum ef við tækjum aðra afstöðu," sagði starfsinaður Sjómannafélags Reykjavíkur við Tímann, en félagið hefur tekið þveröfuga afstöðu við önnur félög innan ASÍ og BSRB gagnvart málaferlum Fluglciða gcgn Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Flugleiðir hafa sem kunnugt er stefnt Verslunarmannafélaginu til að Ólafsson frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambands íslands, Jónína Þorgrímsdóttir húsmóðir Ytri- Tungu Staðarsveit og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands. Fundurinn sem er öllum opinn hefst klukkan hálf níu. fá úr því skorið hverjir starfsmanna og stjórnenda Flugleiða máttu (og væntanlega mega framvegis) ganga í störf félagsmanna í farþegaaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli meðan á verkfalli hinna síðarnefndu stóð. i yfirlýsingu sem stjórn og trúnað- armannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur sendi frá sér fyrir skömmu segir að félagið hafi um .alllangt skeið deilt hart á hversu títt það sé að kaupskipaútgerðir taki erlend skip með áhöfnum á leigu um lengri eða skemmri tíma. Þetta stefni atvinnuöryggi ís- lenskra farmanna í hættu enda sé útlendingum á þennan hátt veittar takmarkaíítlar heimildir til starfa hérlendis. Sama máli hljóti að gegna um þá sem að íslensku flugi starfi og gegnir um farmenn og því sé Sjó- mannafélaginu ómögulegt að taka undir með hluta íslenskrar launþega- hreyfingar hvað varðar loftflutninga með íslenska launþega til sumarleyf- isdvalar á erlenda grund. í yfirlýsingunni segir að hörmuð sé deila VS og Flugleiða og gera verði enn eina tilraun til sátta áður en málið verður dómtekið. -sá Samvinnuhreyfingin besti kosturinn? Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum: Viðgerðum átti að Ijúka í nótt Rafmagnslaust varð í Vest- mannaeyjum um miðjan dag í fyrradag vegna bilana í vararaf- streng, en eins og kunnugt er fór aðairafstrengurinn í sundur um miðjan janúar s.l. Ráðgert var að viðgerðum á vararafstrengnum yrði lokið fyrir miðnætti í gær- kvöldi. Atvinnulffið gekk að mestu leyti sinn vanagang þrátt fyrir rafmagns- leysið, en frystihúsin og önnur fiskvinnslufyrirtæki hafa fengið rafmagn frá díselstöðvum. íbúðar- hús hafa litla sem engáorku fengið en eftir lokun frystihúsanna í gær átti að skammta rafmagn í flest íbúðarhverfin. Bilunin í strengnum varð um 1(W metra austur af aðveitustöðinni og viðgerðin tiltölulega auðveld þar sem hún cr uppi á landi. Vegna óveðurs komust viðgerðarmenn ekki til eyja fyrren um fjögurlcytið í gærdag og áætluöu þeir að við- gerðin tæki á bilinu sex til átta tíma. Sem fyrr segir hefur nýi sæ- strengurinn til Vestmannaeyja vcr- ið bilaður frá því f janúar, en vegna veðurs var ekki hægt að hefja leit að biiuninni fyrr en í síðustu viku, en hún hefur enn ekki borið árang- ur. m.a. vegna þess að strengurinn er að mestu leyti hulinn sandi. Örlygur Jónasson, hjá rafmagns- veitunni á Hvolsvelli, sagði í sam- tali við Tfmann að vegna þess hve viðgerðin væri kostnaðarsöm og veður ótrygg yrði ekki hafist handa fy'rr en í vor. „Það þýðir varla að stefna hingað mannskap og búnaði fyrr en í vor þegar veður eru orðin tryggari þar sem viðgerðin tekur fimm til átta daga. Svona útgcrð kostar nokkrar milljónir á dag. Bara kostnaðurinn við að fá kapal- skip hingað til lands frá Danmörku kostar um tutttugu miiljónir, en samkvæmt þeim tilboðum sem við höfum fengið verður heildarkostn- aður við viðgerðina aö minnsta kosti 30 milljónir." Strengurinn er ekki einungis slit- inn miðja vegu milli iands og eyja heldurer hann einnigilla farinn við landtakið í Vestmannaeyjum vegna ofsaveðra sem hafa geisað í vetur. SSH Hellisheiði loks rudd í dag? Heiðin lokuð á fimmtu viku Byrjað var að ryðja Hellisheiðina í gær en ekki var vitað hvort verkinu yrði lokið fyrr en í dag. Heiðin hefur nú samfleytt verið ófær á fimmtu viku. Það er lengsta tímabil sem hún hefur verið lokuð í einu, að því er vegagerðarmenn muna. „Það eru mörg ár síðan hún hefur verið ófær einhvern langan tíma í einu. 1983 var hún lokuð í 20 daga og árið 1984 í tvær vikur, en aldrei áður þetta lengi,“ sagði Ólafur Torfason vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerð ríkisins í samtali við Tímann. Ástæða þess að ekki hefur verið rutt á heiðinni þetta lengi er að sögn Ólafs einkum fjárskortur. „Það hef- ur fallið svo mikill snjór þarna að við höfum alveg látið það vera að moka. Það hefði auðvitað verið hægt ryðja cn spurningin snýst um kostnað við moksturinn. Það hefði orðið að eyða allt of miklum peningum í þetta ef við hefðum farið að reyna að halda henni opinni allan tímann,” sagði Ólafur. Um miðjan dagígærvarmokstur- inn langt kominn. Þá var búið að ryðja alla leið niður að Kömbunum en þar var smá kafli eftir. Ólafur taldi þó ekki víst að þeir myndu klára að ryðja fyrr en í dag. Þetta ástand hefur eðlilega valdið fólki sem hefur átt leið þarna um nokkrum óþægindum. Til að komast frá Reykjavík til Hveragerðis hefur þurft að keyra töluvert lengri leið en ella hefði verið. „Fólk hefur orðið að fara um Þrengslin og austurúr, og annaðhvort um Ölfusveginn eða um Óseyrarbrú og þaðan upp á Selfoss,“ sagði Ólafur. Byrjað var að ryðja Hellisheiðina í gær en hún hefur nú verið ófær hátt á fimmtu viku, en búist er við að hún opnist í dag. Svona var umhorfs fyrir ofan Sandskeið í gærkvöldi. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.