Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 3
Fimmtúd ag u r ’9’.' ma'rs' ’1 '989 Cf/’ý.r r. Timinn 3 Var skipulagi í Grafarvogi breytt vegna mótmæla álfa í kletti viö Hlaðhamra?: Alfarnir tylliástæða til að forðast kostnað? í samþykkt Skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar sem borgarráð fjallaði um í gær er lagt til að einn af fjórum bílskúrum sem fyrirhugað er að byggja við Hlaðhamra í Grafarvogi verði byggður á lítið eitt öðrum stað en gert er ráð fyrir í skipulagi. Ein ástæða þess að lagt er til að mæla með því að leyft verði að víkja frá skipulaginu í þessu efni er sú að klappir við enda raðhússins númer 44 við Hlaðhamra hýsi hugsanlega íbúa - álfa. „Ég held ekki að þetta sé neitt til að gera veður útaf, en þarna var áætlað að byggja fjóra bílskúra og þess hefur verið óskað að einn þessara bílskúra yrði færður til vegna þessara klappa sem þarna eru." sagði ívar Eysteinsson hjá Borgar- skipulagi við Tímann. Ivar sagði að þessi ósk hefði komið fram, einkum vegna kostnað- ar við að sprengja klettinn burtu og vegna hættu á skemmdum á sjálfu húsinu af völdum sprenginga. Pegar skipulagsuppdráttur hefði verið gerður af svæðinu hefði verið stuðst við kort sem kletturinn hefði ekki verið sérstaklega merktur inn á. í bréfi þar sem byggjandi bíl- geymslunnar fór fram á að fá hana flutta, hefðu ástæður flutnings verið tilgreindar og að síðustu tekið fram að líkast til byggi huldufólk í klettin- um og væri það svo, væri leiðinlcgt að vera að hrella þá. ívar sagði að nærtækast væri að ætla að farið væri fram á flutninginn til að losna við dýra vinnu við sprengingar. Blm. Tímans kannaði staðhætti og eins og sjá má á myndinni er þetta þykk og mikil klöpp og tengist trúlega svokallaðri Rcykjavíkureld- stöð sem var virk fyrir tveim til þrcm milljónum ára, en bcrgmyndanir frá henni stinga kollinum upp á nokkr- um stöðum, svo sem á Geldinganesi og úti í Viðey. Klöppin er rækilega sorfin af ísald- arjökli enda líklegast milli tvcggja og þriggja milljón ára gömul. Það er því trúlega talsvcrt mál að sprengja hana til að jafna undir fyrir bílageymslunni og hætt við að hreyf- ing kæmi á sjálft raðhúsið og hætta Þar sem þessi klöpp er, var fyrirhugaö að byggja einn fjögurra bílskúra viö Hlaöhamra 44 í Grafarvogi Skipulagsnefnd saniþykkti fyrir stuttu að víkja mætti lítillega frá skipulaginu og byggja bílskúrinn annarsstaðar og spurningin er: Var það gert vegna mótmæla frá álfum sem klöppina byggja, eða vegna kostnaðar? á að það skcmmdist. „Þar sem kornið varð ;iuga á möguleika á að færa bílgeymsluna þá sáu menn ekki ástæðu til að hrófla við klöppinni fyrst komist yrði hjá því ogskipulagsnefnd viröist samþykk því," sagði einn þeirra fjögurra manna scm hyggjast byggja bílageymslur þarna. Húseigandinn var undrandi á áhuga blaðamanns á málinu ogsagð- ist helst vilja að ekki yröi um það fjallað. Hann sagöi þó að ástæður breytingarinnar heföu komið l'ram í erindi til skipulagsnefndar en þær væru; að dýrt væri að byggja skúrinn þarna, hætta væri á að íbúðarhúsið sjállt skemmdist, börn lékju sér mikið í klöppinni og í Ijórða lagi væri það svo að l'ólki, sem býr á nýjum stað, væri ekkéit vel við að sprengja svona lagað í tætlur. -sá Stúlka slasaðist nokkuð er hún ók bifreið sinni framan á tvo bíla er voru að koma úr gagnstæðri átt á Miklubraut seint í gærkvöldi. Stúlkan fór ölugum megin við umferðareyju og leikur grunur á að hún hal'i veriö undir áhrifum álengis. Megna bjórlykt lagði úr bílnum og fannsl þar tóm bjórdós og plastumbúöir ulan af „sex- pakka". Lögreglumenn sem komu á slysstað hristu höfuöið í hneykslan og einum varð að orði, „Það er svona fólk scm kemur óorði á bjórinn." Stúlkiin var flutt á slysavarðs- stol'u, en meiðsli hcnnar reyndust ekki alvarleg. Hún hafði uppi munnsöfnuö lögrcgluna, þegar tekist hafði að ná henni út úr bílnum, sem valt eftir árckstur- inn. Tvo af þrentur bílum varð að fjarlægja með kranabtl. Tveir menngrófust undir snjóflóöi í Óshlíð í gærmorgunog sá þriðji slapp mjög naumlega: Froskmenn og um sjötíu björgunarmenn við leit Mikil leit var gerö í gærdag að tveim mönnum á þrítugsaldri eftir að snjóflóð féll á þá á miðjum Óshlíöarvegi innan til við Krossinn, um hálf átta í gærmorgun. Um 70 manns úr þrem björgunarsveitum frá Isafirði og einni frá Bolungarvík tóku þátt í leitinni. Þá kom þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF til ísa- fjarðar klukkan 13.20 með tvo sér- þjáifaða lcitarhunda og var farið með þá strax á vettvang. „Við ætluðum að reyna að fara yfir flóðið. Bílstjórinn fór út og hleypti úr dekkjunum og ók aðeins upp á skriðuna, en varð fljótlega fastur, eftir að við höfðum komist eina eða tvær bíllengdir. Þegar bíll- inn varð fastur ætlaði hann út og kraka frá með skóflu, en í því kom annar bíll aðvífandi. í honum var einn senr vinnur hér innfrá og var á jeppa líka. Ég sat eftir inní bílnum og sá að þeir gengu af stað út á flóðið til þess að kanna aðstæður. Það var það síðasta scnt ég sá til þeirra," sagði Jónmundur Kjartansson yfir- lögregluþjónn frá ísafirði, en hann var ásamt öðrunt mannanna sem skriðan hreif með sér, í jeppa á leið til vinnu á ísafirði. Mennirnir þrír eru allir búsettir á Bolungarvík. Jónmundur sagði að þegar þeir hefðu komið að flóðinu hafi það ekki verið ljótt að sjá, frekar flatt og nokkuð breitt. Þeir voru á sérútbún- um jeppa tii fjallaferða og ökumað- urinn nrjög vanur að aka við slíkar aðstæður. Jónmundur sagði að sorta vitlaust veður hefði verið um þetta leyti og mikill skafrenningur. „Égtókekkert eftir því þegar flóðið kom, það hefur sennilega komið og hrifið þá með sér framaf, því þegar mér fór að leiðast biðin, fórég út að leita. Éggerði mér þá ekki grein fyrir því að það hefði komið annað flóð, því mér fannst svo lítil ábót, enda hefur það farið allt framaf. Ég var á brölti þarna um svæðið og ekki fyrr en nokkru seinna að hefillinn kom, en bílstjóri hans hafði ekki orðið var við neina menn hinum megin. Þá vissi ég að það hafði komið flóð," sagði Jónmund- ur. Hann sagði að það hefði verið um hálf átta sem þeir voru á skriðunni því um korter yfir átta hafi hann kallað á hjálp í gegn um loftskeyta- stöðina úr bílnum sem þcir voru á og var fastur í skriðunni. Segja má að Jónmundur hafi naumlega sloppið, því fyrra flóðið féll rétt framan við bílinn sem hann sat í og stðar þcgar hann var á leiðinni frá heflinum aö jeppanum, til að kalla á aðstoö, féll annað snjóflóð skammt frá. „Ég heyrði mikinn gný í flóöi scm var að falla. Taldi það vcra að koma yfir mig, en flóðiö fór einhvcrstaðar fyrir ofan og aftan mig,“ sagði Jónmundur. Björgunarsveitir frá ísafirði og Bolungarvík lcituðu í allan gærdag og kom þyrla Landhclgisgæslunnar með tvo sérþjálfaða lcitarhunda vestur til leitar. Eftir aö lcitað hafði verið gaumgæfilega var grafið tneð skóflum í gegn um alll flóðið frá vegi og niöur í flæöamál og með vinnuvél- um þar sem því varð við komiö, án árangurs. Auk þess sem froskmenn voru fengnir til að leita í sjónum þar sent skriðan léll í sjó fram. Eins og áður sagði var al'taka veður á þessum slóðum snemma t gærmorgun, cn um níuleytiö var veðrið orðiö nokkuö skaplegt og bjart, þannig að aðstæöur til leitar voru sæmilegar. Leitað var fram í myrkur. Þá var ætlunin að meta stööuna og halda leit síðan áfram í dag. -ABÓ Bjórlykt úr bílnum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.