Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn' Fimmtudagur 9. mars 1989 Seðlabanka þykir athyglivert hversu verðbólgu- spár almennings reynast oft nærri lagi: VERDB0LGU0TT1 STÓRAUKISTÁ STUTTUM TÍMA Verðbólguótti jókst veru- lega meðal íslendinga á tíma- bilinu frá nóvember til janúar s. l., samkvæmt könnun Hag- vangs á spám almennings um verðbólgu næstu 12 mánuði eftir að spurt er. Þannig spáði t. d. yfir helmingur þjóðar- innar (53%) í nóvember s.I. að verðbólga næstu 12 mán- uðina yrði undir 20%. En aðeins tveim mánuðum síðar var það aðeins fjórðungur (27%) sem reiknaði með minna en 20% verðbólgu næstu 12 mánuði. Hagvangur hcfur undanfarin fjög- ur ár ööru hvcrju gcrt úrtakskönnun lyrir Seðlabankann á skoðun al- mennings á verðbólguhorfum hvcrju sinni. Um 800 manns cru spurðir: Hvcr telur þú að verðbólgan veröi næstu 12 mánuði? Svörin eru flokk- uð í hópa, þá scm spá t.d. 5-10% og síðan 10-15% og svo framvegis. „Meðaltalsspá" er reiknað mcðaltal allra svara hverju sinni. Sú spá hækkaði úr 22,1% upp í 26,3% á aðeins tvcggja mánaða tímabili milli nóvember og janúar. Varla hafa gengisfellingar síðan dregið úr al- mennum verðbólguótta. Seðlabankamönnum þykir at- hyglivcrt hversu verðbölguspár al- Eftir er að veiða rúm 200 þúsund tonn af loðnukvótanum: Loðnu- veiði að glæðast Loðnuveiðar eru nú að glæðast eftir litla vciði aö undanförnu og tilkynntu 15 bátar um 10.600 tonn af loðnu í fyrrakvöld og fram undir morgun. f gær var mikill stormur á miðunum vestan við Hornafjörð, cn líkur voru á að veðrið gengi niður mcð kvöld- inu. Loðnuna fcngu bátarnir um 10 mílur austan Hrollaugseyja og eru sjómenn bjartsýnir á að takist að veiða upp í kvótann, en tals- vcrt af loðnu virðist nú vera að ganga upp að suðausturströnd- inni. Heildaraflinn á loðnuvertíð- inni er nú orðinn 718 þúsund tonn og á því eftir að veiða um 210 þúsund tonn. Nokkrir loðnubátar hafa lokið við að vciða kvótann sinn, eða eiga lítið eftir. Skarösvíkin hefur t.a.m. lokið að veiðtt upp í kvót- ann sem hún fékk úthlutað og loðnubátarnir Örn, Albert, Jón Finnsson, Víkurbcrgið, Jón Kjartansson og Guðrún Þorkels- dóttir eiga lítið cftir. - ABÓ Hververðurverðbólgan næstu 12 mánuði? Svörí Svör í nóv. 1988 jan.1989 Minnien5% 4,1% 0,2% 5-9,9 10,0% 3,3% 10-14,9 21,9% 11,4% 15-19,9 17,4% 12,5% 20-29,9 25,1% 43,2% 30-39,9 12,1% 20,9% 40-49,9 4,8% 5,3% 50-59,9 2,7% 1,9% Meiri en 60% 1,9% 1,4% Alls 100,0% 100,0% Vegið meðaltal 22,1% .26,3% Um sjöundi hver maður var svo bjartsýnn í nóvember s.l. að verðbólga yrði undir 10% næsta árið en aðeins örfáir þegar koniið var fram í janúar. Meira en þriðjungur þjóðarinnar taldi að hún yrði a.m.k. undir 15% en langt innan við helmingur þeirra var enn svo bjartsýnn í janúar. Aðeins um fjórði hver maður spáði þá orðið innan við 20% verðbólgu, hátt í helmingurinn spáði orðið 20-30% verðbólgu og fjórðungurinn að hún yrði 30-40% ef ekki ennþá Nýlega var tekinn í notkun minigolfsalur að Ármúla 20 í Reykjavík. Tímamynd: Pjetur MINIGOLF mennings hafa rcynst nærri lagi þessi fjögur ár, mcö fáeinum undantckn-. ingum. Ljóst sc að svör fólks séu alls ekki út í hött, heldur þvert á móti byggð á yfirvegun. Niðurstaða hverrar könnunar hljóti því að gcfa stcrka vísbendingu um viðhorf al- mennings hvcrju sinni. „Þetta viðhorf hcfur að líkindum áhrif á ýmsar ákvarðanir manna og hcfur af þcirri ástæðu nokkra þýð- ingu, burt séð frá því hvort spáin rcynist góð eða ekki," segir í Hagtíð- indum Scðlabanka. -HKI Nýlega var opnaður minigolfsal- ur að Ármúla 20 og er það eini minigolfsalurinn í Reykjavík. Sólarlandafarar hafa vafalaust flestir kynnst þessari íþrótt en áhugamenn hafa ekki haft mörg tækifæri til að stunda íþróttina hér heima. Margir muna þó vafalaust eftir minigolfinu sem Valbjörn Þorláksson rak á sumrin á Skóla- vörðuholtinu en því var lokað fyrir nokkrum árum. Að sögn eigendanna hefur að- sóknin verið nokkuð góð og hefur fólk á öllum aldri sýnt þessu fram- taki áhuga. Mögulciki er fyrir hópa að panta fasta tíma í minigolfið, einnig hafa nokkur fyrirtæki fengið aðstöðuna á leigu fyrir einkasam- kvæmi. Hringurinn í minigolfinu er 18 holur og kostar ein umferð 250 krónur. Eigendur minigolfsins eru þeir Ægir Jóhanncsson og Hlynur Jóhannesson. SSH Fundur forystumanna BSRB og ASÍ: Samráð í kröfugerð um félagslegar úrbætur Forystumenn BSRB og ASÍ hafa rætt um hugsanlega samvinnu í þeim málum sem lúta að ríkinu í kröfugerð samtakanna í væntanlegum kjarasamningum. Engin endanleg ákvörðun var tekin á fundi þessara aðila á þriðjudag en innan beggja samtakanna er vilji til að bæta kaupmáttinn með ýmsum félagslegum úrbótum auk Iaunahækkana. Ögmundur Jónassonsagði í viðtali að þar hefði samninganefndin farið Við Tímann að innan BSRB væri einhugur um að reyna að knýja fram ýmsar félagslegar úrbætur auk launahækkana, því launahækkanir dygðu einfaldlcga ckki þeim sem búa við hvað lökust kjör. Ögmundur sagði að í þessu sambandi hefði til dæmis verið rætt um skattabreyting- ar, barnabætur og jafnvel húsaleigu- styrki. Ögmundur sagði jafnframt: „Við í BSRB viljum að sjálfsögðu launahækkanir og kaupmáttartrygg- ingu en við viljum skoða ýmsar aðrar leiðir að auki.“ Ögmundur vildi ekki fullyrða að beinlínis yrði um samflot að ræða milli BSRB og ASÍ í kröfugerðinni en örugglega yrði samráð þar á milli, og BSRB vildi hafa sem bcst sam- starf við öll samtök launafólks hvað þessar félagslegu lausnir varðaði. Aðspurður sagði Ögmundur að á fundinum hefði ekki verið rætt sér- staklega um þau efnisatriði viðræðna um launamál og kjarasamninga sem samninganefnd ríkisins sendi frá sér nýlega. Ögmundur sagðist líta svo á nijög svo almennum orðum um hvað ríkið vildi ræða. Varðandi kaupmáttartrygginguna sagði Ögmundur: „Við viljum að sjálfsögðu auka kaupniáttinn. Þetta tal um að halda óbreyttum kaup- mætti er gjörsamlega út í hött. Trúir því nokkur maður í alvöru, ef við tökum lægstu launin í BSRB sem eru innan við 40 þúsund krónur á ntánuði, að þetta nægi til lífsviður- væris? Það ber vott um fullkomið óraunsæi ef menn ímynda sér að það sé hægt að halda fólki á slíkum smánarlaunum. Hinsvegar hefur ríkisstjórnin sagt að hún sé til við- ræðna um að finna leiðir til að jafna tekjuskiptinguna í landinu og efla kaupmátt lægstu launa. Hinsvegar á eftir að skilgreina hvað menn eiga við þegarþeirtala um lægstu laun.“ SSH Samvinnulífeyrissjóðurinn: Vextir lækka, lán hækka Stjórn Samvinnulííeyrissjóðsins samþykkti nýlega að hætta við að láta vcxti á lánum til sjóðfélaga fylgja meðalvöxtum bankanna, sem þá voru 8,1% á verðtryggðum lánum. Ákveðið var að vextir á lánum til sjóðfélaga vcrði 7% auk verðtryggingar (svipað og Lífeyris- sjóður vcrslunarmanna hafði áður ákveðið til sinna fclaga) og breytast ekki nema sjóðsstjórn taki nýja ákvörðun þar um. Þessi vaxtalækk- un gildir bæði urn ný og eldri lán. Hin nýjákveðna vaxtaprósenta er því svipuð og ýmsir spá að vextir verði ef nýtt húsbréfakerfi kæmi til framkvæmda. Sjóðsstjórn ákvað jafnframt að hækka hámarkslán til sjóðfélaga sinna úr 500.000 í 800.000 kr. Lánstíminn cr 15 ár. Vaxtalækkun úr 8.1% niður í 7% lækkar t.d. vaxtagreiðslu af hámarksláni um 8.800 krónur á ári, auk verðbóta afþeirri upphæð. Fyrsta árs afborgun og vextir af nýju hámarksláni með 7% vöxtum verður 109.330 krónur auk verð- bóta - eða alls t.d. um 138 þús. kr. á ári ef 26,3% verðbólguspá „al- mennings" verður að veruleika. „Sjóðsstjórnin vildi með þessari vaxtalækkun koma til móts við óskir sjóðfélaga og stjórnvalda um að lækka vaxtastigið,“ svaraði Margeir Pétursson framkvæmda- stjóri Samvinnulífeyrissjóðsins. Hann sagði eftirspurn eftir líf- eyrissjóðslánum hafa vaxið á ný eftir því sem biðlistar hafa lcngst hjá Húsnæðisstofnun. -HE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.