Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. mars 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Helgi Hannesson: OLANSARID 1988 Það dugir ekkert daður við Bakkus Enn er heilt ár horfið í aldahafið - líkt og karl sem kemur ekki aftur, en skildi eftir sig æfisögu sína og syndagjöld. Petta ár var íslending- um meinhægt um flest, sem þeir máttu fá um þokað, en eitt hið mesta slysa og hrakfara ár af mannavöldum. Manntapi á sjó hefur oft verið meiri en í fyrra - þó drukknuðu nokkrir fyrir ógát og ölvun - og meiðsli sjómanna voru eins og áður, margfaldlega of mörg. Slys á landi í umferðinni á þjóð- vegum og borgarstrætum voru fleiri en nokkru sinni fyrr. Mikið á fjórða tug manna lét þar líf sitt - að meirihluta börn og æskufólk! Mörg hundruð meiddust, limlestust og margir hlutu skelfileg ævilöng örkuml. Sannfróðir menn hafa sagt, að mestur hluti þessara slysa stafaði frá of hröðum akstri, ölvun og gáleysi ökumanna. Og þeir studdu mál sitt sterkum rökum. Alþingismenn og umferðarráð- herrar svöruðu stórmannlega! Þeir lögbuðu - svo að segja - til nok- kurra muna meiri hraða og stór- aukna ofdrykkju öls! Og fleira fór þeim valdamönnum ekki vel úr hendi: Vaxtaokur í skjóli þeirra olli því að á miðju ári horfði fjöldi einstaklinga og allur þorri útvegsmanna fram á fjár- hagshrun og stór vandræði. Merkijegasta kynslóð íslendinga Fyrir átta tugum ára fékk ég nokkra nasasjón af þingi og þjóð- málum. í þann tíma voru mörg þjóðmál stór og nýstárleg. Þá voru þjóðkjörnir þingmenn 34. Ég held að meirihluta sveitabændur. En að stórum meirihluta þjóðhollir úr- valsmenn. Þá var þjóðin um 80 þúsund - fátæk og fákunnandi. Átti þó skuldlaust land sitt og sjálfa sig en lítið annað. Varla veg sem heitið gæti og fá verkfæri á hjólum. Nokkrar skútur, örfá vélskip, enga bifreið, engin rafmagnsljós. Lífs- bjargar var aðallega aflað með ár og orfi. En þjóðin var rík af hugsjónum og fögrunt framtíðarvonum - og átti þjóðskáld betri og fleiri, en bæði fyrr og síðar. Og hún átti fjölmenna baráttufúsa úrvalssveit bindindismanna sem lét ekki deig- an síga. Síðsumars 1908 gekk hún á hólm við herfilegasta bölvald þjóðar sinnar. Við almenna þjóð- aratkvæðagreiðslu gerði hún Bakk- us rækan úr landi með 60% greiddra atkvæða. Þá fengu konur ekki að kjósa, annars hefði atkvæðamunur orðið stórum meiri. Um miðjan vetur 1909 staðfestu 70% þing- manna þennan útlegðardóm. Líklega hafa íslendingar aldrei síðan átt svo stóran meirihluta þjóðhollra manna á þingi. Enda kosinn af þeirri kynslóð, sem lík- legast er merkilegust allrar fslands sögu. Hún skilaði af sér nýrri kynslóð sem fetaði í fótspor hennar og stóð sig með prýði - uns stór- gróði af hörmungum styrjaldar- þjóða glapti henni sýn. Fyrst sóaði hún stríðsgróðanum og síðan ár- lega stórfé umfram afla. Um sömu mundir bauð Alþingi brennivínið velkomið á ný. Síðan hefur auðnu- leysingjum farið sífjölgandi hér á landi. Herfilegt óhappaverk Við brottrekstur Bakkusar brá svo við, að glæpir og afbrot lögðust nærri af - og tugthús tæmdust. Það breyttist þó til verri vegar þegar Spánarvínum var þröngvað upp á þjóðina - og skíthælar fóru í skjóli þeirra, að selja smyglað vín og heimabrugg. Það rak þó eigi um þverbak fyrr en brennivínið var aftur orðið lögmætt hér á landi. Síðan hefur löghlýðni íslendinga, háttprýði og heiðarleika farið sí- hrakandi. Samt tókst það í 73 ár að verja þjóðina að mestu leyti fyrir bölvun bjórsins. Þangað til í fyrra- vetur, er þjóðhollir allra flokka þrælar hans tóku höndum saman og mynduðu meirihluta bjórflokk á Alþingi. - Ógæfuflokk, sem ekki skeytti skoðun og bænum bestu manna, né raunalegri reynslu nág- rannaþjóða. Þá lögbuðu 34 þing- menn þar af 9 ráðherrar og önnur hver kona á þingi - að brugga og selja bjór á íslandi. Bæta ofaná brennivínsofdrykkju sídrykkju áf- engs öls. Áldrei fyrr á ævi minni hefur á Alþingi verið framið svo herfilegt óhappaverk. Það hefði verið þjóð- arhapp þótt hver þessara 34ra hefði drepið mann og stolið milljón - en ekki innleitt bjórinn. Bjórinn mun drepa mörg hundruð manna og ræna þjóðina þúsund milljónum á næstu árum, í ofanálag á annað þrotlaust böl, sem fylgir honum. Þetta má ekki gleymast: Meirihluti Alþingis hefur af of- boðslegu kæruleysi steypt yfir þjóð vora framtíðarböli - samkvæmt reynslu annarra þjóða - skelfilegra en ég kem orðum að. Sá betri hluti þings og þjóðar sem þarna var borinn ofurliði, verður að taka höndum saman - og beita sér fyrir því að þessir 34 þjóðníðingar verði aldrei aftur kjörnir til setu á Alþingi. Þjóð vor á hundruð hæfari og heiðarlegri manna. Er það enginn vandi að stjórna þjóð og landi? Mörg eru störf sem enginn má vinna fyrr en eftir tilskilið nám og próf. Énginn má til dæmis aka bifreið, nema hann hafi staðist ökupróf. Auk þess má enginn stýra bifreið dægurlangt eftir að hafa drukkið hálfan lítra af bjór. Reynslan sannar þráfaldlega, að þetta eru þörf og réttmæt lög. Bílstjóri má ekkert missa af greind né gætni sinni. Ymis störf í okkar landi þykja svo einföld og vandalítil, að til þess að takast þau á hendur, þarf hvorki nám né próf. Slíks frelsis njóta fjölmennar stéttir: Húsmæður, bændur og hafnarverkamenn. Þá eru alþingismenn og ráðherrar hafnir yfir hæfni og kunnáttu til þeirra starfa. Og ekki veit ég þá vítta fyrir, að setja þar með mörk í maga, afbjóreða brennivíni. Hitt hef ég heyrt að ráðherrum sé áfengi svo ómissandi, að til þess að bjarga fjárhag þeirra, fái þeir það frá Einkasölu, með 90% afslætti! Eða sömu vildarkjörum og Hæsta- réttarforsetar hafa notið að undan- förnu. Þeir 34 ólánsmenn, sem inn- leiddu bjórinn í fyrravetur, eru margir fáránlegir fuglar. Ég bendi á heilbrigðismálaráðherrann, Guðmund nokkurn að norðan. Hann heimtaði bjórinn harðmúl- aður - og skipaði síðan nauða ónýta nefnd, til að verjast honum. Þetta er haft eftir Hafsteini for- manni hennar: „Þessi nefnd er ekki bindindisnefnd. Við viljum forðast allt ofstæki". Og bönnuni engum að drekka bjór og drepa sig og aðra í ölæði, - hefði hann mátt bæta við. Það dugir ekkert daður við Bakkus þrjót! Áfengi er eitraður dáradrykkur hálfsiðaðra manna. Orsök og uppspretta ótal slysa, rauna og allslags glæpa. Sífelldur lífs- og sálarháski, miklu verri en sjálfur Andskotinn. Þennan sannleik þyrfti og ætti hver einasti prestur að árétta í öllum ræðum sínum. Það gerði innblásna guðslambið Einar Gísla- son í Vestmannaeyjum - en ekki fleiri. Hinir jórtra sömu tuggu um þrjú þúsund ára gamla spámenn og tvö þúsund ára gömul guðspjöll, sem voru góð á sínum tíma en henta ekki lengur. Þeir verða flestir þjóð vorri að langt of litlu liði - gera þó gagn þá daga, sem þeir jarðsyngja drykkjuhrúta. Okkur vantar nýja spámenn og ný guðspjöll um heilræði og vanda- mál vorra daga. Einna verst þeirra er ofdrykkja og allt illt sem af henni leiðir. Hún er verri og hættu- legri en Kötlugos. Þó er til ein örugg vörn gegn henni: Alger úti- lokun áfengis - það sáu ágætar bindindishetjur í byrjun 20. aldar. Þess höfum við notið að hálfu í 74 ár. Nú verða allir íslendingar sem annt er um land sitt, þjóð og niðja sína, að snúast til varnar - berjast til sigurs - og gera allt áfengi útlægt á nýjan leik. En fyrst þarf að hreinsa úr stólum Alþingis, bjór- og brennivínsbelgi í tugatali. Þeim er eigi hægt að trúa fyrir sjálfum sér, hvað þá þjóð og landi. Ritað í janúar 1989. Helgi Hannesson. UM STRÆTI OG TORG ..............................................................................................................................................................................................................................................................................................................1111111............................................................ . ................................................................................. ........................................................................................................................ ..............................................III.................................................. ..iillllllllllllllli;,:' •:"l!lllllllil;i KRISTINN SNÆLAND SKRIFAR llllillllllllHllllllllll VERUM VIÐBÚIN Aðreinar í öllum þessum snjó og yndislegu ófærð að undanförnu, hafa menn gatnamálastjóra staðið sig afar vel, snjóruðningur gengið vel og söltun verið í hófi. Þrátt fyrir ánægjuna vil ég þó benda á atriði sem betur mætti fara. Aðreinar hafa verið illa hreinsaðar og er það miður, svo mjög sem þær auðvelda þeim sem kunna að nota þær, innakstur á aðalbrautir. í góðviðrinu undan- farna daga hefði gatnamálastjóri mátt setja menn sína í að brjóta upp hjólförin í aðreinum og hreinsa þær betur. Fyrirhyggja Ekki hefur farið framhjá mér, að undanfarna daga hafa vinnu- menn gatnamálastjóra leitað uppi og hreinsað frá niðurföllum. Þetta '"^tarf auðveldar framræslu vatns þegar hlána tekur og fækkar vænt- anlega tjörnum og flóðum á götum borgarinnar. Mér þykir vænt um að sjá alúð og fyrirhyggju í starfi vinnumannanna okkar hjá borg- inni. Um leið og ég þakka það bendi ég á að nú væri hugsanlega rétti tíminn til þess að kortleggja þá staði í gatnakerfi borgarinnar sem kalla á ný niðurföll. Staðreynd er að vegna sigs eða annarra breyt- inga á yfirborði götu eru til á nokkrum stöðum viðvarandi tjarn- ir í bleytutíð og þarf ekki snjó eða ís til, það vantar aðeins niðurföll. Ég nefni sem dæmi Suðurlands- brautina innan við Kringlumýrar- braut, þann hluta götunnar sem ekið er um í austur. Þarna við gatnamótin myndast tjörn sem mjög oft nær yfir alla vinstri akrein- ina og stundum yfir báðar. Þegar svo er ástatt hættir vinstri akreinar bílstjórum til þess að sveigja yfir á hægri akreinina, frá tjörninni og lenda þá fyrir bílum á þeirri akrein. Slíkar tjarnir á umferðargötum þarf að uppræta (ef svo má segja) með niðurföllum. Skipulag gatna Líklega myndi það vefjast fyrir mér að skipuleggja gatnakerfi, þó ekki væri nema lítils íbúðarhverfis. Ég býst þó við því að ég gæti lært af mistökum og eins því að taka tillit til snjóa, skafrennings og ríkj- andi vindátta. Það vefst hinsvegar lítið fyrir mér að gagnrýna enda auðvelt að vera vitur eftir á. Fossvogshverfi Við skipulag Fossvogs neðan Bústaðavegar voru þau mistök gerð, að hafa enga tengibraut neð- an hverfisins. Þetta þýðir að úr Löndunum verða allir að aka úr götunni sinni um vinkilbeygju upp í brekku. Fyrstu árin var hægt að komast úr vestasta hluta hverfisins um Fossvogsveg út á Kringlumýr- arbraut. Vegna óhappa á þeim gatnamótum var þessum útakstri lokað í stað þess að gera þarna góða aðrein enda nóg landrými til þess. í þessu hverfi er m.ö.o. ekki nýtt hentug snjólétt leið út úr hverfinu. Selás í Seláshverfi er dæminu snúið við, innakstur í hverfið gefur þrjá kosti, en þeir sameinast allir á Selásbraut. Hvaða leið sem valin er inn í hverfið, inn á Selásbraut- ina, endar með vinkilbeygju upp í móti. Því má bæta við að allar þessar þrjár vinkilbeygjur inn og upp í Seláshverfið eru á alkunnum skafrennings- og snjóþyngslastað. Vegaverkstjórar úti á landi hefðu áreiðanlega forðast beygjur á slík- um stað, en ekki síst heimtað upphækkaðan veg. Grafarvogur Þar er aftur akstur út úr hluta hverfisins (Logafold og Hverafold) nær allur um vinkilbeygjur upp í móti. Það sem er þó aðalatriði „slyssins" við Grafarvog er að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir fallegri strandgötu kringum voginn, bátastiga við brúna og stöðugu vatnsborði í voginum. Með því hefði vogurinn orðið skemmtilegt athafnasvæði skemmtisiglingarmanna og barna en jafnframt hefði strandgatan tek- ið við umferðinni niður brekkur út úr hverfinu í snjóþyngslum. Nú er vogurinn og ströndin niður af byggðinni aðeins aðgengilegt harð- snúnustu útiiífs- og náttúruunn- endum og á fjöru þó aðeins með klemmu á nefinu. Osnortin náttúr- an er manninum því einhvers virði að hann fái notið hennar. Mér finnst að engin goðgá væri að hrófla við fýluleirum Grafarvogs og þúfnabörðum og breyta svæðinu í aðgengilegan unaðsreit íbúanna í hverfinu og borginni. Þetta er að vísu útúrdúr frá efninu, hversu lítt hönnuðir hverfa og gatna borgar- innar gæta þess að borgin er á íslandi, með þess snjóþungu og vindasömu vetrum. Vertu viðbúinn Örlítið brot af svonefndum þætti heyrði ég í Sjónvarpinu sl. sunnu- dag. Það litla sem ég heyrði var þannig að mér er brugðið. Mér fannst sem verið væri að reyna að gera börn að fullorðnu fólki og ekki nóg með það, heldur fólki sem fullt tortryggni liti á ókunnuga sem fjandsamlega eða hættulega. Reyndar blöskraði mér svo þessi þáttur að ég bara spyr. Frá hvaða erlendri stórglæpaborg eða frá hvaða erlendu „slumm“ hverfi er þessi þáttur sem snúið er upp á íslensk börn, íslenskt þjóðfélag??? Ég hefi um nokkurra ára bil stund- að akstur leigubifreiðar í Reykja- vík og að miklu leyti að næturlagi. Mín Reykjavík - að næturlagi - er ekki stórglæpaborg iðandi af ill- mennum, þjófum og glæpalýð. Mér blöskrar satt að segja alveg sá hugsunarháttur sem telur þörf á því að svipta börn borgarinnar þeirri ánægju að geta treyst ókunn- ugum. Ég mótmæli því að börnin séu alin upp í tortryggni á ókunn- ugt fólk, ég trúi ekki að þörf sé á því og vona að þessi þáttur sé „slys“ sem ekki verði endurtekið. Ég veit að sumt í þáttum þessum var vissulega gott og fróðlegt fyrir börnin, en það réttlætir ekki að kenna þeim að líta fyrst og fremst á ókunnuga sem hugsanlega glæpa- menn. Ég hefi a.m.k. ekki þurft að temja mér slíkan hugsunarhátt í næturstarfi mínu. Ég trúi ekki að borgin okkar né þjóðfélag sé þann- ig að réttlæti slíka innrætingu og ég vorkenni innilega þeim börnum sem hafa tekið þetta alvarlega. Fógetinn Að Fógetanum í Aðalstræti er einkar ánægjulegt að koma núna, jökullinn og svellin horfin af gang- stétt og götu. Svona góðu fólki er gaman að vinna með. Kærar þakkir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.