Tíminn - 22.03.1989, Side 12

Tíminn - 22.03.1989, Side 12
12 Tíminn Miðvikudagur 22. mars 1989 FRÉTTAYFIRLIT TELAVIV — Palestínumaö- ur frá hernumda svæöinu í Gaza stakk ísraelskan gyðing til bana í Tel Aviv og særöi tvo aðra áður en lögreglan skaut hann og handsamaöi. ísra- elskir hermenn settu á út- göngubann í Gaza, skrúfuðu fyrir vatn og rafmagn til þess aö neyða íbúana til að skila vopnum sem rænt var af herm- önnum sem barðir voru í átök- um. LONDON — Bretar bönnuðu fiskveiðar á stóru svæði á Erm- arsundi og franskir tundurdufl- ar leituðu að gámi sem fór fyrir borð, en hann er fullur af baneitruðu efni sem vísinda- menn segja að geti valdið meiriháttar umhverfisspjöllum. Talsmaður ráðuneytis land- búnaðar, fiskveiða og matvæla sagði ekkert enn benda til þess að leki hafi komið að gámnum og mengað sjóinn. SANTIAGO — Augusto t Pinochet forseti Chile sakaði; pólitískaandstæðingasínaum; að hafa eitrað vínber frá Chile' og leggja þannig ávaxtaútflutn- ing Chilemanna í rúst, sjálfum sér til framdráttar, en tap vegna í eitrunar hefur kostað milljónir dollara. WASHINGTON - Verð á neysluvörum í Bandarikjunum hækkaði að meðaltali um 0,4% í febrúar og er það minni hækkun en í janúar. Því virðist aðeins vera að draga úr verð- bólgu í Bandaríkjunum. MOSKVA — Dagblað > Moskvudeildar kommúnista- flokkins sem talið er hafa barist gegn Boris Yeltsin fyrrum leið- togi Moskvudeildarinnar, prentaði baráttumál Yeltsins við hlið baráttumála frambjóð- anda kommúnistaflokksins. Er þetta talið sigur fyrir stuðnings- menn Yeltsins sem söfnuðust saman í þúsundavís um síð- ustu helgi og hvöttu Yeltsin til dáða. MOSKVA - Mikhaíl Gor- batsjov undirritaði áætlun sem j gerir ráð fyrir að skera niður í i herliði Rauða hersins um hálfa | milljón manna í ár og á næsta ári. DUBAI — íranar hafa ákveð- ið að kaupa mikið af vopnum í af austantjaldslöndum. Hafa þeir gert samninga við Rúmen- íu og Tékkóslóvakíu um kaup< á skriðdrekum, eldflaugum og hugsanlega efni í nýja flota- stöð á Qeshm eyju á Hormuzs- undi. íranar sneru sér til aust- urblokkarinnar eftir að Vestur- lönd höfðu hafnað vopna- samningum. IIIIIIIIIIUIIIIIIIII ÚTLÖND Átökmilli kristinnamannaog múslíma í Líbanon haldaáfram af fullum krafti: Þrír írskir friðar gæsluliðarSÞfalla Þrír írskir liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna féllu í suðurhluta Líbanons þegar jeppi þeirra ók á jarð- sprengju á gæslusvæði þeirra. Hefur Perez de Cuellar aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fyrirskipað ítar- Iega rannsókn vegna þessa atburðar, en atburður þessi varð við bæinn Brashiet sem er á mörkum öryggislínu ísraela í Líbanon. þúsund manna herliði að skipa, en hann mætti sín lítils ef Sýrlendingar beittu tuttuguþúsund manna herliði sínu í Líbanon gegn honum. Aoun sagði í samtali við franska útvarpsstöð að Sýrlendingar héldu fjórum milljónum Líbana í gíslingu með veru sinni í Líbanon. Sýrlend- ingar vísa þessu á bug og segjast ekki vilja lenda í átökum við kristna menn þar. Evrópubandalagið hvatti á mánu- dag allt erlent herlið í Líbanon að draga sig hið snarasta úr landi, en þar eru auk Sýrlendinga, alltaf ein- hverjir ísraelskir herflokkar að gæta öryggis við landamæri sín. Sýrlend- ingar svöruðu þessari áskorun á þann vega að Sýrlendingar væru ekki útlendingar í Líbanon. Hersveitir múslíma hafa haldið uppi stórskotaliðsárásum á svæði kristinna manna í vesturhluta Beirút og á svæðinu þar í kring. Eru hersveitir kristinna manna úr tengsl- um við umheiminn að öðru leyti en höfnin í Jounieh norður af Beirút er á þeirra valdi. Múslímar hafa lokað öllum vegum að svæði kristinna manna og hefur Michel Auon leið- togi kristinna sakað Sýrlendinga um að standa á bak við þær aðgerðir. Almenningur í Beirút hefur haldið sig að mestu í loftvarnarbyrgjum og kjöllurum undanfarna daga vegna hinna endalausu sprengjuárása. Michel Aoun er forsætisráðherra í ríkisstjórn kristinna manna í Líb- anon og einnig yfirmaður kristinna hermanna í hinum klofna her landsins. Hann hefur á fimmtán Irskur friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna að störfum í Líbanon. Þrír félagar hans félli í suðurhluta landsins í gær. Bardagar milli kristinna manna og múslíma í landinu halda áfram. Skæruliðar í Afganistan fara halloka í bardögum við stjórnarherinn: Þjóðvegurinn til Jalalabad opnaður Afganski stjórnarherinn hefur aft- ur náð á vald sitt þjóðveginum frá Kabúl til borgarinnar Jalalabad sem verið hefur í herkví skæruliða frá því Sovétmenn yfirgáfu Afganistan um miðjan febrúar. Leiðin er nú opin og hafa vöru- flutningabílar hlaðnir matvælum og vistum verið sendir til Jalalabad frá Kabúl. Frá þessu var skýrt í Moskvu- útvarpinu í gær. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins hafði skýrt frá því á mánu- dag að árásum skæruliða á Jalalabad hefði verið hrundið og að stjórnar- herinn væri að ná undirtökunum á svæðinu eftir harða bardaga í tvær vikur. Talsmaðurinn sagði að afganskir stjórnarhermenn héldu öllum stöðv- um sínum kringum borgina og að árásir orrustuþotna og stórskotaliðs stjórnarinnar hefðu fellt um fimmtán hundruð liðsmenn skæruliða undan- farna þrjá daga. Sovéska sjónvarpið sagði í fréttum um helgina að umsáturslið skæruliða væri um tuttuguþúsund menn, þar af fjórðungur Pakistanar. Skæruliðar leggja allf í sölurnar til að ná Jalalabad á sitt vald til að hafa þar aðsetur bráðabirgðastjórnar skæruliða sem mynduð var í síðasta mánuði. Skæruliðar hafa enga stóra borg á valdi sínu þó staða þeirra sé sterk á landsbyggðinni. Staða þeirra er þó ekki eins sterk og menn töldu, enda sundrung í liði þeirra vegna gamalla ættbálkaerja og mismun- andi afstöðu í stjórnmálum. Þotasprakk í loft upp Að minnsta kosti tíu manns fórust þegar vöruflutningaþota af gerðinni Boeing 707 sprakk í loft upp yfir fátækrahverfi í brasilísku borginni Sao Paulo í nokkurra kílómetra fjarlægð frá alþjóða- flugvellinum þar. Þrír menn voru í áhöfn vélarinnar, en hinir sjö urðu undir brennandi braki er féll til jarðar. Allt að hundrað manns slösuðust er brakið dreifð- ist yfir hreysin. Flugmaður þotunnar sem var frá flugfélaginu Transbrasil hafði haft samband við flugturninn í Sao Paulo skömmu áður en hún sprakk og sagst vera í vandræðum og hugði á nauðlendingu. Þotan var á leið frá borginni Manaus sem er á Amazonsvæð- inu. Ekki er ljóst hvaða farmur var í vélinni. Trident-2 kjarnaflaug sprakk í tilraunaskoti frá kafbáti: Áffall í kjarnaflauga- áætlun Bandaríkjanna Kjarnaflaugaáætlun Bandaríkja- ntanna varð fyrir skakkaföllum í gær þegar langdræg Trident-2 eldflaug sprakk í loft upp fjórum sekúndum eftir að henni hafði verið skotið frá bandaríska kjarnorkukafbátnum USS Tennessee. Þetta var í fyrsta sinn sem Trident-2 eldflaug var skot- ið frá kafbát á sjó og bar hún að sjálfsögðu ekki sprengjuhleðslu. Hinum nýju Trident-2 eldflaugum hefur verið nítján sinnum skotið á loft á landi og var fyrirhugað að skjóta níu flaugum frá kafbátum í sjó áður en framleiðsla hefst á þeim fyrir alvöru. Fjórum sinnum mistók- ust skotin. Eldflaugin hafði rétt komið sér upp úr sjónum 50 km austur af Kanaveralhöfða þegar sjálfeyðing- arútbúnaður hennar tók til sinna ráða og sprengdi flaugina í loft upp. Kafbáturinn hlaut engan skaða af sprengingunni þó hún yrði nærri. Samkvæmt áætlunum bandaríska flotans er gert ráð fyrir að Trident-2 flaugum verði komið fyrir í banda- rískum kafbátum í desember. Þá er gert ráð fyrir að breskir kafbátar muni verða vopnaðir slíkum flaug- um. Trident-2 flaugarnar eru lang- drægar og falla því ekki undir samn- inga stórveldanna um takmörkun skammdrægra og miðlungsdrægra kjarnaflauga. Hver flaug kostar um 24 milljónir Bandaríkjadala og eru þær öflugustu og nákvæmustu kjarnavopn sem nokkru sinni hafa verið framleidd. Þær eiga að bera margar sprengihleðslur og fjölda gerviodda sem rugla ratsjárkerfi fórnarlambsins. Bandaríski flotinn hyggst smíða tæplega fjögurhundruð slíkar flaúg- ar fyrir árið 1996 og koma þeim fyrir í kafbátum. Er það einn liðurinn í að færa vopnakapphlaupið í hafið enda eftirlit með kjarnaflaugum á landi orðið mjög virkt vegna samn- inga stórveldanna. Svo fremi sem óhöpp við tilraunaskot og niður- skurður til varnarmála í Bandaríkj- unum verði ekki til þess að stöðva Trident-2 áætlunina má gera ráð fyrir að fjöldi slíkra flauga verði í kafbátum í hafinu kringum ísland og að Sovétmenn auki kjarnorkuvíg- búnað sinn að sama skapi hvort sem er á norðurslóð eða annars staðar í höfunum. Bush fundar meðleiðtogum George Bush forseti Banda- ríkjanna mun ræða við þrjá þjóð- arleiðtoga frá Mið-Austurlönd- urn í Hvíta húsinu næstu sex vikurnar og gera menn ráð fyrir að hann muni leita eftir möguleg- um fleti til friðarsamkomulags í Mið-Austurlöndum. Hosni Mubarak forseti Egypta- lands mun hitta Bush 3. apríl, Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels mun mæta í Hvíta húsið 6. apríl og Hussein Jórdaníukon- ungur mun að líkindum heim- sækja Bush 2. maí. Marlin Fitzwater talsmaður Hvíta hússins sagði að Bush muni leita eftir afstöðu þjóðarleiðtog- anna til þess hvernig best megi koma af stað friðarþróun á þess- um slóðum. Tók Fitzwater það skýrt fram að Bandaríkjamenn muni ekki tjá sig um afstöðu sína til málefna Mið-Austurlanda fyrr en að þessum fundahöldum loknum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.