Tíminn - 23.03.1989, Qupperneq 2
2 Tímina
Fimmtudagur 23. mars 1989
20 milliónir í
Lottó og 1 x2?
Allt lítur út fyrir að um næstu helgi bætist nokkrir íslenskir
milljónamæringar í hóp þeirra sem fyrir eru. Þeir sem spila í Lottói eða
„tippa“ eiga allavega möguleika á því að detta í lukkupottana sem ekki
hafa gengið út undanfarið og eru margfaldir.
Lottópotturinn hefur ekki geng-
ið út þrjár síðustu helgar. Það er
að segja enginn hefur verið með
fimm rétta. Fyrsti vinningur var í
gær um 6 milíjónir. En venjulega
er salan í Lottóinu mest á laugar-
dögum og gæti því potturinn átt
eftir að hækka allverulega.
í janúar í fyrra gekk potturinn
ekki heldur út og varð þrefaldur.
Þá komst fyrsti vinningur upp í
rúmar tíu milljónir króna. „Við
getum ekkert fullyrt í þessu efni en
vonumst til að hann verði svipaður
um næstu hclgi,“ sagði starfsmaður
fslenskrar getspár í samtali við
Tímann. Bónusvinningurinn er
kominn upp í nfutíu þúsund en
gæti eins og potturinn átt eftir að
tvöfaldast.
En það er ekki bara lottópottur-
inn sem er stór. Enginn hefur verið
með tólf rétta í íslenskum getraun-
um síðustu fjórar helgar. Fjórfald-
ur pottur á þeim bæ í gær nam því
4,5 milljónum. „En þetta er bara
það sem situr eftir. Upphæðin í
pottinum á án efa eftir að hækka
mikið,“ sagði starfsmaðurgetraun-
anna í samtali við Tímann.
í desember í fyrra varð getrauna-
potturinn fjórfaldur. I lok vikunnar
nam vinningsupphæðin rúmlega
átta milljónum. „Við eigum von á
því að svipað verði uppi á teningn-
um núna,“ sagði framkvæmda-
stjórinn, Hákon Gunnarsson. En
það er ekki nauðsynlegt að vera
með tólf rétta til að vinna dágóða
summu. Verði potturinn jafn hár
og talið er kemur annar vinningur,
ellefu réttir, til með að liggja á
bilinu ein og hálf til tvær milljónir
króna.
Samtals eru því líkur á að heild-
arupphæð pottanna tveggja geti
orðið um 20 milljónir.
JKB
Ætli einhver fari með svona körfu í banka eftir páska?
Kvenréttindafélag íslands:
Gerður formaður
Gerður Steinþórsdóttir, bók-
menntafræðingur, var kjörin for-
maður Kvenréttindafélags Islands
á aðalfundi félagsins 16. mars s.l.
Gerður cr fyrrverandi borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins í
Rcykjavík. Hún hcfur látið jafn-
réttismál mikið til sfn taka, átti
m.a. sæti í framkvæmdancfnd um
Kvennafrídaginn 1975. Gerður
hefur setið í Jafnréttisráði og
Framkvæmdancfnd um launamál
kvcnna, einnig sótti hún Kvenna-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
Nairobi 1985.
Gerður tekur við formennsku í
Kvenrcttindafélaginu af Láru V.
Júlíusdóttur sem gcgnt hefur for-
mennsku síðastliðin þrjú ár.
Á aðalfundinum urðu breytingar
á framkvæmdastjórn félagsins.
Ragnheiður Harðardóttir gekk úr
stjóminni er í hennar stað var
kosin Ragnhildur Hjaltadóttir,
skrifstofustjóri f samgönguráðu-
neytinu. Aðrir fulltrúar í fram-
kvæmdastjórn eru Arndís Stein-
þórsdóttir, Jónfna Margrét Guðna-
dóttir og Ásthildur Ketilsdóttir.
Auk þeirra eiga sæti t' stjórn félags-
ins sex konur frá stjórnmálaflokk-
unum sem kosnar hafa verið á
landsfundi. Formaður Menningar-
og minningarsjóðs kvenna er
Hjördís Þorsteinsdóttir núverandi
formaður Bandalags kvenna í
Hafnarftrði. Framkvæmdastjóri
KRFl er Herdís Hall.
Starfsemi félagsins á síðastliðnu
GerAur Steinþórsdóttir, nýkjörinn
formaður Kvenréttindafélags
íslands.
ári einkenndisl mikið af undirbún-
ingi fyrir Kvennaþingið Nordisk
Forum í Osió, en það sóttu um 800
konur frá íslandi.
Næsti fundur á veguin félagsins
verður um kvennarannsóknir og er
þáttur í íundaröðinni „Áfrant
Forum". Hann verður að Haliveig-
arstöðum 30. márs n.k. kl. 20:30.
Aprílfundur félagsins verður um
siðfræði í heilbrigðismálum, þar
verður m.a. fjallað um glasafrjóvg-
un.
Ársrit félagsins 19. júnt er f
undirbúningi og er Sigrún Stefáns-
dóttir, fjölmiðlaíræðingur, ritstjóri
þess. Sigrún mun einnig annast
námskeíð f fjölmiðlaframkomu
síðari hluta aprílmánaðar. SSH
Sex fulltrúar Slysavarnafélags (slands
__ færa heim nýjan björgunarbát:
70 lesta bátur
f rá Skotlandi
Á annan í páskum er ráðgert að komi til hafnar í Reykjavík
nýr björgunarbátur Slysavarnafélags íslands, en fulltrúar
félagsins, sex að tölu, sigla skipinu hingað til lands. Mikil
viðhöfn verður við höfnina er báturinn leggst að bryggju enda
hafa margir aðilar styrkt kaup þessa báts og er þeim boðið til
móttökuathafnarinnar.
Björgunarbáturinn var áður í eigu
RNLI, breska björgunarfélagsins í
Kirkwall á Orkneyjum og gegndi
veigamiklu hlutverki á því erfiða
hafsvæði sem þar er. í yfir tuttugu ár
hefur þessi bátur, Grace Paterson
Ritchie, siglt undir breskum fána og
hefur á þeim tíma átt þátt í björgun
um 180 mannslífa.
f gærmorgun hafði Tíminn sam-
band við Hannes Þ. Hafstein, for-
stjóra Slysavarnaféiagsins, en leið-
angursmenn voru þá staddir í Kirk-
wall á Orkneyjum, og höfðu siglt um
nóttina frá Buckie í Skotlandi en þar
var unnið að endurnýjun og breyt-
ingum á bátnum. Hannes sagði að
báturinn hefði reynst mjög vel á
þeirri leið. „Það voru suðvestan sex
vindstig á leiðinni og við erum í alla
staði mjög ánægðir með bátinn.
Það var mikið um dýrðir í morgun
er við komum til hafnar hér í
Kirkwall og allir bátar voru fánum
skrýddir og margmenni mætti á
bryggjuna til að sjá gamla björgunar-
bátinn sigla inn undir íslenskum
fána. Það er almenn ánægja hjá
fólkinu hér að þessi ágæti bátur, sem
á sér langa og glæsta sögu, skuli
halda áfram að gegna því hlutverki
sem hann var gerður fyrir. Þarna
voru einnig mættir aðilar frá BBC og
fleiri fjölmiðlum."
í gærkvöldi var lagt af stað frá
Kirkwall og er ætlunin að koma til
Færeyja þar sem teknar verða vistir
og olía. Síðan verður haldið frá
Færeyjum á föstudagskvöldið og
ráðgert að vera í Reykajvíkurhöfn
síðdegis á annan í pásku, „ef guð
lofar og leiði verður gott og lægðir
fáar á leiðinni," eins og Hannes
orðaði það.
Grace Paterson Ritchie er yfir 70
lestir að stærð, byrðingur og þilfar
eru úr stáli en lúkarskappi og yfir-
bygging úr áli. Botn skipsins er
tvöfaldur og er þar olíu-, kjölfestu-
og vatnsgeymar og þurrrými. Síður
bátsins eru einnig tvöfaldar og hólf-
aðar í mörgu uppdrifs eða flotrými.
Alls eru 43 vantsþétt rými í bátnum,
hann er knúinn tveimur 230 hestafla
aðalvélum sem hvor um sig er í
sjálfstæðum vantsþéttum vélarrúm-
um og ganghraði er 11.5 sjómílur á
klst. Þá er báturtnn búinn öflugum
slökkvi- og björgunardælum auk
annars margháttaðar öryggisbúnað-
ar. Á framþilfari er 16 feta slöngu-
bátur með 40 hestafla utanborðsvél
til notkunar á grunnsævi.
Vor í Portúgal
1 upp í I 10 vikur Feröaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍSog FERÐAVAL bjóöa ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna feröir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira, í Algarve eða á Lissabon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standa ykkur til boöa styttri feröir (3-30 dagar) meö gistingu ( íbúðum eöa 3 til 5 stjörnu hótelum víösvegar um Portúgal. Þlö getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd Algarve eöa leikið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeim sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býöst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Golfhótel viö 7 úrvals golfvelli í Algarve. Vallargjöld á sérstaklega lágu veröi.
Lissabon
Algarve
Madeira
Golfferðir
SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN
evrópuferðir KLAPPARSTlG 26-27 101 REYKJAVÍK, — SÍMI 628181. @71fíS FERÐAmVALHF ^-'Trável travel aqency HAMRABORG1-3,200KÓPAVOGUR pcwiau^T,oí?Í, SÍMI641522 1 01 REYKJAVIK, SIMI 14480.
Aætlun sérleyfishafa
Áætlanir sérleyfishafa um pásk-
ana eru sem hér segir: Á skírdag
verður ekið á öllum leiðum sam-
kvæmt áætlun, en á föstudaginn
langa og páskadag eru engar ferðir á
lengri leiðum, en ekið á styttri
leiðum samkvæmt stórhátíðaráætl-
un. Á annan í páskum er ekið
samkvæmt sunnudagsáætlun á flest-
um sérleyfum og aukaferðum gjarn-
an bætt við.
í fréttatilkynningu frá Félagi sér-
leyfishafa segir að gera megi ráð
fyrir því að um þessa páska ferðist
um fimm þúsund manns með sérleyf-
isbifreiðum. Frá Umferðarmiðstöð-
inni eru daglega 40-60 komu- og
brottfarir frá kl. 8:00 að morgni til
23:30 að kvöldi.
Nánari upplýsingar um akstur
sérleyfisbifreiða um páskana veitir
BSf umferðarmiðstöðinni í síma 91-
22300. SSH
Öryggi ferðamanna:
Tilkynningaþjónusta
Ferðamenn geta hringt í síma
91-686068 allan sólarhringinn og lát-
ið vita um ferða- og tímaáætlun sína.
Þannig geta þeir skilið eftir upplýs-
ingar um ferðir sínar og tryggt
öryggi sitt, því viðeigandi ráðstafanir
verða gerðar ef þeir koma ekki fram
á réttum tíma.
Landssamband flugbjörgunar-
sveita og Landsamband hjálpar-
sveita skáta reka þessa þjónustu í
samvinnu við vaktfyrirtækið Securit-
as og hvetja þessir aðilar ferðafólk
til að nýta sér þjónustuna hvort
heldur um er að ræða lengri eða
styttri ferðalög. SSH