Tíminn - 23.03.1989, Side 5

Tíminn - 23.03.1989, Side 5
Fimmtudagur 23. mars 1989 Tíminn 5 Telex til fiskimjölsframleiðanda hérlendis: Mjölið sé ekki unnið úr æti sela eða hvala Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf., hefur fengið fyrirspurn um kaup á fiskimjöli, með þeim skilyrðum að mjölið sé ekki unnið úr þekktri ætu hvala eða sela. í samtali við Tímann sagðist hann hafa hlegið svolítið að þessari fyrirspurn þegar hann fékk hana í hendur, en ekki talið ástæðu til að svara henni eða eiga loðnumjölsviðskipti með þessum skilmálum. * . - - . # w iwnid j *■ 190?2 SLR s •♦^1798 NORSI N BERGEN 23.2.87 POft BJ8RN SVE.NSSON *lll MARIANNE úUSTAVSON pÍskehelproduksjon. bekbefte *t ™ ikke DNNSÍR sel , VAR SDH IKKE HELÍERU|ERIL!NSTNATUflU«IoSpSEÍ^;M^5ENO'>fSJ«BASSENGET I M V H |*t9Q92 SLft s Ljósrit af telcxskeyti því sem Norsildmel í Noregi sendi til að svara sænskum kaupendum. Þar sverja þeir af s þeirra hráefnis sé aflað af uppeldisslóðum sela. Norðmenn hafa einnig fengið svipaðar fyrirspurnir. Mjölfyrirtæk- ið Norsildmel fékk fyrirspurn í gegn- um síma frá sænskum kaupendum sínum um svipað efni að sögn Jóns Reynis Magnússonar, framkvæmda- stjóra Sfldarverksmiðju ríkisins. Hann sagði að Svíar hafi spurt að því hvort hráefni Norsildmel sé veitt á ætisslóðum sela. Tíminn birtir hér telexskeyti það sem Norsildmel sendi Svíum. Þar segja þeir að selir séu ekki hráefni í mjölframleiðslu sinni, né heldur sé hráefni þeirra veitt á uppvaxtarslóðum sela. Að sögn Víglundar Þorsteinsson- ar, formanns Félags íslenskra iðn- rekenda, hefur fjölda svipaðra fyrir- spurna borist íslenskum fram- leiðendum. Segir formaðurinn að það séu ótrúlegustu fyrirtæki sem fá fyrirspurnir um hvalamálið og tengsl á milli hvalveiða og iðnaðarfram- leiðslu. Tíminn og aðrir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að þess sé skammt að bíða að Grænfriðungar eða aðrir öfgafullir náttúruverndarmenn fari fram á það í alvöru að veiðar verði minnkaðar á þorski og öðrum fiski- tegundum til að auka æti hvala og sela í hafinu. Áðurnefnd fyrirspurn til Lýsis hf. er líklega fyrsta vísbend- ingin í þessa átt sem teljast verður skjalfest, en telexskeytið barst fyrir- tækinu á síðasta ári. í samtölum sem Tíminn átti við framleiðendur og útflytjendur fiskimjöls í gær, kom í ljós að þessi fyrirspurn er líklega sú eina sinnar tegundar. Hins vegar létu forsvarsmenn á sér heyra að þetta gæti allt eins orðið ennþá áþreifanlegra í framtíðinni þó ekki væri hægt að taka slík skilyrði alvar- lega núna. „Nei, ég hef ekki verið spurður að því ennþá hvort ég sé að taka nammi namm frá hvölunum,“ sagði Haraldur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Andra hf., sem er einn stærsti útflytjandi fiskimjöls. Á síðasta ári voru flutt út um 172 þúsund tonn af fiskimjöli sem að mestu er loðnumjöl. Lítil fram- leiðsla er í þorskmjöli og fer hún minnkandi að sögn Jóns Ólafssonar, hjá Félagi íslenskra fiskimjölsfram- leiðenda, en síldarmjölsframleiðsla fer vaxandi. Mest var flutt út af fiskimjöli á síðasta ári til Bretlands, Póllands og Alsír. Lítið var flutt utan til V- Þýskalands, en þar í landi er þó einn stærsti spámarkaður Evrópu fyrir fiskimjölsölu til annarra landa. T.d. var hluti af þeim 40 þúsund tonnum, sem flutt voru út til Bretlands, keypt í gegnum v-þýska höndlara. KB brRud Heimsþekkt vörumerki Vandaðar fermingargjafir Aðalumboð PFAFF Borgartúni 20 og Kringlunni og betri raftækja- salar um land allt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.