Tíminn - 23.03.1989, Side 11

Tíminn - 23.03.1989, Side 11
Fimmtudagur 23. mars 1989 Tíminn 11 . ■fmtm Úr íbúdahverfi í Praia. Þarna má m.a. sjá tjóðraða geit undir húsvegg, sem er algeng sjón. voru óbyggðar áður en Portúgalar fundu þær 1456 og lögðu undir sig. Landsmenn eru kynblendingar Port- úgala og Afríkumanna og tala port- úgalska mállýsku sem sitt heimamál og hafa portúgölsku að opinberu máli. Þótt eyjarnar séu margar og nái yfir stórt hafsvæði, þá er lands- stæröin aðeins um 4000 ferkílómetr- ar, eða sem svarar stærð Eyjafjarð- arsýslu. íbúar landsins eru um 300 þúsund og byggðar eyjar níu talsins, surnar mjög fámennar. Stærsta borg landsins er Mindelo með um 50 þús. íbúa, en í höfuðborginni, Praia, munu vera um 40 þúsund manns. Eyjarnar eru yfirleitt fjöllóttar, myndaðar af eldsumbrotum og eyddar af uppblæstri, enda rignir þar sjaldan. Geta svo liöið ár að ekki korni dropi úr lofti. Berangur lands- ins stingur mjög í augu, og sandinn skefur yfir akvegina eins og skaf- renningur á íslenskum vegum á vetrardegi. A.m.k. ein virk eldstöð er á eyjunum, á Fogo, þar sem úr hafi rís nærri 3000 metra hátt eldfjali. Þarna hlýtur að vera gósen- land fyrir jarðfræðinga. Fátækt og vanþróun leynir sér ekki á Grænhöfðaeyjum, en hungur og vannæring sést ekki á fólkinu. Landið nýtur mjög víðtækrar þróun- araðstoðar margra þjóða, sem sjá má árangur af ýmsum verklegum framkvæmdum Stefán Þórarinsson og lngvar Gísla son á útiveitingastað á aðaltorginu Mindclo. Myndir: Stefán Þórarinsson Björn Dagbjartsson Sölukonur á torgi í Praia. Sala á neyslufiski er kvennastarf á Græn- höfðaeyjum. a.m.k. í borgum þcim sem ncfndar hafa verið. Ólæsi hefur verið þarna viðvarandi, en það er mjög að breytast eftir að barna- fræðslu var komið á og nokkrum framhalds- og iðnskólum. En at- vinnulíf landsmanna er eigi að síður á veikum stoðum reist. Fornum sjálfsþurftarbúskap eru m.a. tak- mörk sett vegna ræktunarerfiðleika. Ef þau vandkvæði væru ekki fyrir hendi, er vart að efa að margt fólk mundi bjargast vel af sjálfsþurftar- búskap einuni saman. Þótt slíkur búskapur henti ekki háþróuðum iðn- aðarþjóðfélögum, þá er hann eðli- legur í þróunarlöndum á lágu tækni- stigi. Á Grænhöfðaeyjum fellur smábátaútgerð að verulegu leyti undir sjálfsþurftarbúskap. Þar er fyrir hendi bjargræðisvegur, sem hægt er að þróa framar því sem er og auka afköst hans án þess að ráðist sé í kostnaðarsaman veiðibúnað. Til þess standa vonir að reynslan af íslenska fiskveiðiverkefninu komi m.a. að gagni í því sambandi. Lokaorð Eins og fyrr er að vikið er ástæða til að íslendingar hugi að áfranthald- andi þróunaraðstoð á Grænhöfða- eyjum á grundvelli þeirra hugmynda sem fyrir liggja og ræddar hafa verið milli fulltrúa Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands og heimamanna. Þótt góður árangur hafi orðið af framkvæmd íslenska þróunarverk- efnisins til þessa, þá er því ekki að fullu lokið, hvorki hvað varðar tíma né efnisþætti. Að mínum dónti þarf að halda þróunarstarfinu áfram eftir 1990. Ingyar Gísluson. 1 \ r; T^fPL .1 > :■ Jlllf 1 ■/:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.