Tíminn - 23.03.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 23. mars 1989
íslenskir hestar við hina erfiðu og hættulegu flutninga upp á jökulinn. Dr. Wegener fyrir niiðju.
hh ggf== i gg|gg-L I
LESTUNARÁflTLIlN'
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Árhus:
Alla þriðjudaga
Kaupmannahöfn:
Alla miðvikudaga
Varberg:
Alla fimmtudaga
Moss:
Alla föstudaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell.........12/4
Gloucester/Boston:
Alla þriðjudaga
New York:
Alla föstudaga
Portsmouth/Norfolk:
Alla sunnudaga
SKIPADEILD
r^SAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK
SlMI 698100
llill A A A
!AK!\I TRAtJSFRA KlJTNINCjA
Grænlandsför Jóns frá Laug
með leiðangri dr. Wegeners
Jón Jónsson frá Laug fylgdi hinum heimskunna höfundi landrekskenningarinnar í leiðangrinum 1930 -1931.
Þaðan átti prófessorinn ekki afturkvæmt
Haustið 1930 tók uggur að grípa um sig víða í Evrópu
um afdrif þýska vísindamannsins Alfreds Wegeners,
sem þá þegar var orðinn heimskunnur fyrir landreks-
kenninguna svonefndu, sem byggistá því að meginlönd-
in séu á jafnri og stöðugri hreyfingu. Það var til þess að
skjóta frekari stoðum undir þessi fræði, sem vísinda-
maðurinn hafði lagt upp í hinn mikla Grænlandsleiðang-
ur sinn vorið 1930. Var útbúnaður hans mikill og
vandaður á sinnar tíðar mælikvarða, en þó kom í ijós að
vélsleðar sem með voru í för brugðust hlutverki sínu
hrapallega og var það meginástæða þess að prófessor-
inn varð úti á jöklinum.
Wegener hafði tekið með sér íslenska hesta til
Grænlands og þar að auki tvo íslendinga, þá Jón
Jónsson frá Laug og Guðmund Gíslason, læknastúdent.
Jón frá Laug ritaði bækling um för sína og flutti um hana
fyrirlestra og er frásögn hans mjög merkileg og greina-
góð. Því mun í þessari frásögn af dr. Wegener verða
stuðst við bæklinginn „Er prófessor Wegener í hættu
staddur" og handskrifaðan fyrirlestur hans. Má segja að
Jón sé lesendum ekki síðri leiðsögumaður en hann var
Wegener og má vera að öðru vísi hefði farið hefði hann
verið með í ráðum í síðasta kafla fararinnar.
Eftir að „Diskó“ hafði dvalið 2
„Eins og kunnugt er, fór kapteinn
J. P. Kock hina frægu ferð sína þvert
yfir Grænland 1912-1913. í þeirri
ferð var dr. Wegener með honum,
og höfðu þeir sér til aðstoðar tvo
menn, Þá Vigfús Sigurðsson Græn-
landsfara og danskan mann, Larsen
að nafni. Notuðu þeir íslenska hesta
til fararinnar. Dr. Wegener mun þá
þegar hafa haft í hyggju, að fara
síðar rannsóknarferð til Grænlands.
En sökunt heimsstyrjaldarinnar og
afleiðinga hennar, varð þó ekki af
leiðangri þessum fyrr en síðastliðið
vor. - 6. apríl kom skipið „Diskó“
hingað til Reykjavíkur með leiðang-
ursmennina: Dr. Wegener, 5 aðra
vísindamenn og 8 aðstoðarmenn og
farangur þeirra.
Aður hafði Dr. Wegener falið
Vigfúsi Sigurðssyni Grænlandstara
að ráða 2 íslendinga með sér til
fararinnar. Fyrir valinu urðum við
Guðmundur Gíslason stud. med. frá
Eyrarbakka. Ennfremur að útvega
25 íslenska hesta; því að sökum
reynslu þeirrar, er hann hafði af
íslensku hestunum frá fyrri leiðangr-
inum, áleit hann, að þeir myndu
verða happadrjúgir og hentugir í
slíka för.
daga hér í Reykjavík og búið var að
flytja hestana um borð og ganga frá
öllu svo sem þurfa þótti, lögðum við
af stað héðan að kvöldi dags 8. apríl
áleiðis til Grænlands. Eftir fjögurra
daga siglingu í blíðskaparveðri sáum
við fyrst land á Grænlandi. Var það
næsta fögur og tilkomumikil
landsýn, há og hrikaleg fjöll, brött
allt í sjó fram, en snævi þakin hið
efra, og stórir og tígulegir borgarjak-
ar á sundi meðfram ströndinni sem
fljótandi töfrahallir. 15. apríl stigum
við á land á Grænlandi, í Holstens-
borg. Lengra átti „Diskó“ ekki að
fara með okkur og þar skiptum við
um skip.
Að ísröndinni
Eftir 10 daga dvöl í Holstenborg,
lögðum við svo af stað aftur með
skipinu „Gústaf Hólm", sem flutti
okkur norður að ísbrúninni. Á þeirri
leið vorum við 8 daga. Hefi ég aldrei
getað ímyndað mér aðra eins tign og
fegurð og þar blasti við augum okkar
allan þann tíma. Við lögðum leið
okkar meðfram vesturströnd Græn-
lands og höfðum hin himingnæfandi
og hrikalegu fjöll og jökla landsins á
aðra hönd, en framundan og allt
umhverfis svámu ferlegir fjalljakar
glitrandi í sólskininu. Að næturlagi
fórum við í gegnum sundið milli
eyjarinnar Diskó og meginlandsins
og var fegurðin þar svo hrífandi í
bjarma miðnætursólarinnar, að eng-
um okkar datt í hug að taka á sig
náðir þá nótt.
3. maí komum við norður að
ísröndinni, sem hindraði að fullu för
skipsins lengra. Vorum við þá stadd-
ir um 14 km frá landi og áttum
ófarna nálægt því 60 km þangað,
sem við áttum að vinna £ sumar, en
það var í botni Kamerjúkfjarðarins.
Urðum við að skipa hér öllum far-
angri okkar, bæði dauðum og lif-
andi, upp á ísinn, en jafnframt var
smalað saman í nágrenninu bæði
Grænlendingum, hundum og hunda-
sleðum. Á öðrum degi voru komnir
þar saman um 80 Grænlendingar,
hver með sinn sleða, og gengu 8-10
hundar fyrir hverjum. Var nú hafist
handa, að flytja farangur okkar inn
til lands. Gekk það verk vel, svo að
eftir þrjá daga var þeim flutningum
lokið og allur okkar farangur kom-
inn á land í þorpinu Uvösigssat.
Þar tepptumst við sökum ísa í 6
vikur og gátum ekkert aðhafst, nema
hvað við Guðmundur hirtum hest-
ana. Var leiðangursmönnum orðið
næsta órótt innanbrjósts, sem von
var, að verða að hanga þarna í blíðu
veðri dag eftir dag og viku eftir viku
svo skammt frá ákvörðunarstað
okkar, að við höfðum hann daglega
fyrir augum, en við því varð ekki
gert. En ýmsar bjartar endur-
minningar eru þó bundnar við þenn-
an stað. Hér höfðum við' ágætt
tækifæri til að kynnast landsbúum,
bæði körlum og konum, og þó
einkum blessuðum blóntarósunum,
sem við dönsuðum við næstum því á
hverju kvöldi. Yfirleitt féll mér vel
við Grænlendinga, bæði þá og alltaf
síðan. Þeir eru ráðvandir með af-
brigðum og mjög nægjusamir og
fastheldnir á forna siði, og þó að þeir
yfirleitt megi teljast rólyndir að eðl-
isfari, geta þeir samt sýnt mikla
atorku. ef á reynir. Menntun þeirra
er að vísu léleg, einkum hinna eldri,
en ég hygg, að flestir yngri menn séu
bæði læsir og skrifandi, enda eru nú
barnaskólar í hverju þorpi.
Að einu öðru leyti var það að
mínum dómi happ fyrir okkur að
teppast þarna. Hestarnir voru, eins
og gengur, í mjög misjöfnu ástandi,
en við þessa dvöl brögguðust þeir
mjög mikið, svo að það er ef til vill
því að þakka, hve vel þeir entust og
stóðu í stöðu sinni síðar meir.
Hér var mannskapnum fyrst skipt.
Voru 5 menn sendir, undir stjórn
Vigfúsar Grænlandsfara, inn í Kam-
erjúkfjörðinn, til þess að gera vega-
bætur og annan undirbúning. Fylgdi
próf. Wegener þeim sjálfur, en kom
aftur eftir nokkra daga.
Að morgni þess 10. júní, er við
sátum allir saman inni í tjaldi, vitum
við ekki fyrri til en los tekur að koma
á ísinn. Losnar hann furðu fljótt frá
landi, svo að eftir ca. 2 tíma er hann
að mestu horfinn úr augsýn, nema
spöng ein lítil inni í miðjum firðin-
um, sem við sprengdum í sundur
með dynamíti og tók það verk okkur
hálfan dag.
Stráx og ísinn var farinn, kom
mótorskonnortan „Hvítfiskurinn"
frá Úmanak og flutti hún okkur og
farangur okkar í tveimur ferðum inn
eftir firðinum til Kamerjúk; var því
starfi lokið 22. júní.
Þegar þangað kom, hafði lítt orðið
úr vegabótum og undirbúningi
þeirra, er til þess höfðu verið sendir.
Og getur Vigfús Grænlandsfari gefið
nánari uppýsingar um það.
Erfiðir flutningar
í Kamerjúk er landslagi þann veg
háttað, að til beggja hliða eru fjöll,
eitthvað nálægt 900 m há, en í
skarðinu milli fjallanna gengur fram
skriðjökull einn mikill, alltniður á
jafnsléttu, en frá sjó og upp að
jökulbrúninni er snjólaus spilda, á
að giska 400 m breið. Þar komum
við farangri leiðangursins fyrir með-
an stóð á flutningunum upp á jökul-
inn, þangað, sem aðalstöðin skyldi
standa, um 14 km frá sjó og í 1000
metra hæð. Flutningarnir upp eftir
jöklinum féllu í hlut okkar fslending-
anna og til þeirra voru íslensku
hestarnir notaðir. Ekki þótti önnur
leið fær til þeirra en sjálfur skrið-
jökullinn, og var þá þó allt annað en
árennilegt, að eiga að flytja öll
okkar föng upp brattan, úfinn og
<6A g't' n'iijra tfo í?«ió