Tíminn - 23.03.1989, Síða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 23. mars 1989
Skólinn í Pattaya
Frásögn Guðjóns Einarssonar af heimsókn í munaðarleysingjaskóla séra Ray Brennans í
Pattaya í Thailandi, þar sem fötluð, öreiga börn læra m. a. til hæstu námsgráðu í tölvufræðum
Víðs vegar um heiminn er að finna fólk sem hefur
fórnað starfsævi sinni og nær öllu einkalífi í þeim
tilgangi að létta nokkuð á þjáningum hrjáðra meðbræðra
sinna og þótt slíkt starf sé sem dropi í hafið, þá er það
aðdáunarvert eigi að síður og í hugann koma nöfn eins
og Albert Schweitzer og Móðir Theresa.
Er skrifstofustjóri Tímans, Guðjón Einarsson, var á
ferð í Thailandi fyrir skömmu gafst honum kostur á að
kynna sér merkilegt starf írsk-bandaríska prestsins Ray
Brennan, sem dvalið hefur í 30 ár í Thailandi og komið
upp alls konar menntunarstöðvum fyrir margvíslega
fötluð börn. Hér segir Guðjón frá þessu einstæða
framtaki og Pattaya munaðarleysingjaheimilinu, eins og
stofnunin nefnist.
Faðir Brennan
Ray Brennan er af írskum ættum,
fæddur í Chicago. Hann er kaþólsk-
ur og lærði til prests í Bandaríkjun-
um, en þar sem honum fannst ekki
muna nóg um liðsinni sitt í starfi
vanalegs prests, sótti hann um inn-
göngu í kirkjudeild Endurlausnar-
sinna, sem er grein út úr kaþólsku
kirkjunni, stofnuð á átjándu öld, en
þar beina menn kröftum sínum ekki
síst að starfi meðal fátækra. Deildin
sendi hann til Nongkai í Norðaustur-
Thailandi árið 1959 og þar hefur
hann síðan starfað.
í Nongkai starfaði hann mcðal
holdsveikra, en kynnti sér cinnig
landbúnaðarmál og viðskiptamál í
gistilandi sínu, sem átti eftir að
koma að góðum notum er hann
síðar var sendur til hérðanna Pattaya
og Cholbury.
Þessi héruð voru ákaflega snauð á
sjöunda áratugnum. Brennan sinnti
einkum kirkjulegu starfi þarna í
byrjun, en neyðin allt umhverfis
Faðir Ray Brennan.
varð til þess að starfsvettvangurinn
færðist inn á hið félagslega svið.
Honum hafði verið fengið land til
þess að nota undir kirkjubyggingu,
en hann ákvað að koma á fót
munaðarleysingjahæli þess í stað.
Er ekki að orðíengja það að starf-
semin hefur vaxið langtum meir én
stofnandann nokkru sinni hefði
grunað. Hér er ekki aðeins vistun og
kennsla munaðarlausra barna, sem
læra að lesa og skrifa. Hann hefur
tekið að sér fötluð börn og unglinga,
sem eru sum í skólum hans allt til
22ja ára aldurs, og kennir þeim störf
sem gera þau fær um að sjá sér
farborða í lífinu. Þar er meira að
segja á meðal kennsla í tölvufræðum
upp á háskólastig og rafcindafræði-
nám. Þarna verða til nýtir þegnar,
sem ella hefðu ekki átt í nein hús að
venda önnur en betla, selja strámott-
ur eða enn vesælla hlutskipti.
360 daga skóli
Pað sem mesta undrun vekur
meðal gesta sem í Pattaya koma er
sennilega tölvuskólinn. Framtíðar-
vonir fatlaðra barna, snauðra for-
eldra í Thailandi eru ekki margar.
Foreldrarnir nota sín takmörkuðu
efni til þess að koma heilbrigðum
börnum sínum til náms, en láta hin
sitja á hakanum. Slík börn hefur
Brennan tekið að sér og sum þeirra
hafa orðið tölvufræðingar í fremstu
röð.
Það er þó aðens lítill úrvalshópur
sem fer í þetta stranga nám. Sá
hópur er valinn á 12 vikna námskeiði
í tölvufræðum, sem sýnir hverjir
bestum hæfileikum eru búnir. Nám-
ið stendur í tvö ár og þar er ekki
slegið slöku við, því kennslan er 360
daga ársins og aðeins frí hálfan
daginn á sunnudögum. Að vísu eru
nemendur látnir fást ögn við garð-
yrkjustörf hluta úr deginum, svo
þeir fái hvílt hugann. Þcim er líka
gefinn kostur á enskunámi eina
klukkustund á dag, ef þeir kæra sig
Ótrúlegt en satt! Það var tólf ára drengur, sem hafði tvo fingur á annarri hendi en einn á hinni, sem skreytti
(Tímamyndir G.E.)
kirkjuna svo fagurlega
um. Nemendurnir læra til hlítar öll
tölvutungumál, kerfi og viðskipta-
forrit, sem talin eru þeim gagnlegust.
Ljúki þau náminu (alltaf verður að
gera ráð fyrir að einhverjir falli úr)
eiga þau að standa jafnfætis fólki,
sem lært hefur tölvufræði í há-
skóla... þótt prófgráðu hafi þau
enga. En presturinn vinnur að því að
fá stjórnvöld til þess að viðurkenna
námið.
Sex mánuðum áður en náminu
Kennslustund í rafeindafræði í Pattaya,
Heyrnarlaus börn læra að þekkja dýrin og tákna þau með látbragði,