Tíminn - 05.04.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 05.04.1989, Qupperneq 12
12Tíminni Miðvikudagur 5. apríl 1989 HAVANA - Einn helsti bar-l áttumaöur mannréttinda á Kúbu var handtekinn fyrir mót- mælaköll hans þegar Mikjáll Gorbatsjov leiötogi Sovétríkj-; anna var að undirbúa ræöui sína í þinginu á Kúbu. NEW YORK - Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísra- els kom til Bandaríkjanna og sagði hann að israelar munii berjast gegn þrýstingi Banda-f ríkjamanna um að haldin verði' frioarráðstefna í Miðaustur- löndum. Hins vegar fór ekki iila á með Shamír og Bush forseta, en þeir fóru saman á horna- boltaleik. WASHINGTON - Olíu mengunin við olíuhöfnina í Al- aska á dögunum mun hafa áhrif á náttúruna um áratuga- skeið. Þetta er niðurstaða vís- indamanna og mengunarvarn- armanna sem reynt hafa að hefta olíumengunina sem varð þegar stórt oliuskip frá Exxon olíufélaginu strandaði. Skip- stjórinn var drukkinn. HÖFÐABORG - Klerkur- inn Allan Boesak sem í haldi er í Suður-Afríku hefur hótað að fasta þar til hann deyr oa sagði hann að stjórnvöld hefðu ekki staðið við samkomulag sitt sem aert var við hundruð fast- andi fanga ( síðasta mánuði. KABÚL - Afgönsk stjórn- völd eru að velta því fyrir sér > að sjónvarpa frá réttarhöldum yfir tveimur Pakistönum sem sakaðir eru um njósnir í Afgan- istan. Með því hyggjast þeir færa sönnur á að Pakistanar taki beinan þátt í borgarastyrj- öldinni í Afganistan. GENF - Samninganefndir Bandaríkjanna og Evrópu- bandalagsins virðast vera að ná samkomulagi um það hvernig hægt sé að halda áfram viðræðum um frjálsa verslun í heiminum. Þessi stóru efnahagsveldi hafa stað- ið í viðskiptastríði frá áramót- um og hefur það tafið alþjóð- legar viðræður þessa efnis. ÚTLÖND Tímamót í Kólumbíu: Forsetinn og skæru- liðar ræða um frið Virgiliu Barco forseti Kólumbíu hóf friðarviðræður við fulltrúa M-19 skæruliðahreyfingarinnar og FARC skærliða um að hreyfmgarnar leggi niður vopn sín gegn því að hinir þjóðernissinnuðu liðsmenn hennar fái hlutdeild í stjórnmálalífi landsins. Sagði Barco að stjórnin væri að undirbúa aðgerðir til að leysa upp vopnaðar sveitir í landinu sem hafa leitt til óaldar í Kólumbíu í tengslum við eiturlyfjahringa sem gegnsýra þjóðfélagið. Forsenda þessa fundar var vopna- hlé sem skæruliðahreyfingarnar í Kólumbíu lýstu einhliða yfir fyrir einum mánuði til að freista þess að koma á friði í landinu. -Aðgerðir þessar beinast gegn hryðjuverkum og sérstaklega gegn vopnuðum sveitum sem ekki tilheyra stjórnarhernum, sagði Barco á fundi hundrað fulltrúa skæruliða, ríkis- stjórnarinnar og stjórnarandstöðu- flokkanna í forsetahöllinni í Bógota. -Vera ykkar hér er mikilvægur þáttur í viðleitni okkar til að ná því, marki sem við allir erum sammála um að ná, sagði forsetinn. Fundurinn í forsetahöllinni er tal- inn geta gert skæruliðum kleift að leggja niður vopn án eftirmála og á móti tryggi ríkisstjórnin efnahags- legar og stjórnmálalegar umbætur í landinu. Vinnuhóp á vegum forset- ans er ætlað að setja fram fullmótað friðartilboð 20.júlí þegar þing lands- ins tekur til starfa. Ætlunin er að friðarþróun sam- ! kvæmt nýju friðarsamkomulagi I verði lokið áður en baráttan fyrir Skæruliðar M-19 ■ rólegheitum í höfuðstöðvum sínum. Það gæti farið svo að þeir legðu niður vopn og tækju þátt í almennu stjórnmálalífi landsins sem er sundurtætt af ofbeldi og eiturlyfjum. forsetakosningarnar í Kólumbíu hefst, en kosningarnar verða í mars- mánuði á næsta ári. Barco minntist ekkert á hvaða tilboð ríkistjórnin ætlaði nákvæmlega að leggja á borð þjóðernissinnanna í M-19 og vinstri- sinnanna í FARC skæruliðasam- tökunum. Leiðtogi M-19 Carlos Pizarro sagði í ávarpi til Barco og fundar- manna í forsetahöllinni, að hann væri reiðubúinn til beinna viðræðna við ríkisstjórnina, leiðtoga vopnaðra sérsveita og eiturlyfjabaróna lands- ins til að binda endi á gegndarlaust ofbeldi í landinu. Ávarp hans var tekið upp á myndband. í Kólumbíu eru framin hlutfalls- lega langflest morð í heiminum. Könnun Sameinuðu þjóðanna í Me- dellin, næst stærstu borg landsins og höfuðvígi eiturlyfjabarónanna, sýndi fram á að maður er myrtur á þriggja tíma fresti að meðaltali. Blóðugir bar- dagar ógna sjálfstæðinu Blóðugir bardagar halda áfram í runnunum í Namibíu við landamær- in að Angóla, en þar hafa hátt í tvöhundruð manns fallið frá því skæruliðum Swapo og sveitum Suð- ur-Afrikumanna lenti þar saman á Iaugardaginn, skömmu eftir að sam- komulag um sjálfstæði Namibíu tók gildi. Það sárgrætilegasta er sú stað- reynd að átökin hafa að öllum líkind- um brotist út af klaufaskap og að óþörfu. Það mátti alltjent lesa á milli línanna í skýrslu Javiers Peresar de Cuellar aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt heimildum friðargæsluliða samtak- anna höfðu þúsund liðsmenn Swapo sem 'téldu yfir landamærin frá Ang- óla til Namibíu ekki bardaga fTnTga, heldur vildu þeir fagna sjálfstæðinu. Þeim lenti hins vegar saman við lögreglusveitir undir stjórn Suður- Afríkumanna. Ekki kemur fram í skýrslunni hvor aðilinn hóf bardag- ana. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands sem var þó viss í sinni sök og fordæmdi Swapo fyrir að hefja átök og stofna sjálfstæðis- áætluninni í hættu. Yfirmaður friðagæsluliðs Samein- uðu þjóðanna reynir nú að bera klæði á vopnin. Ef það tekst ekki gæti farið svo að sjálfstæðisáætlunin fari út um þúfur og styrjöldin í Namibfu blossi upp að nýju. Sovétmenn og Bandaríkjamenn hlið við hlið í Afganistan?: Viljatínaupp jarðsprengjur Sovétmenn buðust í gær til þess að taka þátt í því að hreinsa jarðsprengjur og annan slíkan ófögnuð úr jörðu í Afganistan. Því gætu Bandaríkjamenn og Sovét- menn ferðast vítt og breitt um landið og grafið upp sprengjur, því Bandaríkjamenn hafa einnig boðið krafta sína til þessara starfa. Jarðsprengjur hafa að undan- fömu sært og drepið saklausa Afg- ana víðs vegar um landið. Sadruddin Aga Khan prins, sem er yfirmaður hjálparstarfs Samein- uðu þjóðanna í Áfganistan skýrði frá þessu í gær, en Sameinuðu þjóðimar höfðu farið fram á hjálp Sovétmanna í þessu skyni, enda engir betur til þess fallnir þar sem sovéska herliðið kom megninu af sprengjunum fyrir. Aga Khan skýrði einnig frá því að Sameinuðu þjóðimar hefðu fengið loforð um framlög til upp- byggingar í Afganistan eftir styrj- öldina að jafnvirði eins milljarðs Bandarfkjadala. Markmiöið er að hjálpin nemi tveimur milljörðum. Framlag Sovétmanna er mest, en þeir hafa heitið ýmiss konar búnaði og matvælum að verðmæti 650 milljóna bandaríkjadala. Er það í fyrsta sinn sem Sovétríkin leggja fram svo víðfeðma aðstoð í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Japanar hafa lofað 125 milljónum dollara til að byggja upp landið. Enn er barist í Beirút Enn er barist í Beirút. Stórskota- liðsárásir hafa verið gerðar nær lát- laust á borgina og hefur engu skipt hvort um hefur verið að ræða at- hafnahverfi eða íbúðahverfi, svæði múslíma eða svæði kristinna manna. í gær hélt sendinefnd Arababanda- lagsins á fund Aouns leiðtoga krist- inna manna í Líbanon og leitaði eftir að hann opnaði leiðir að flotahöfn- inni í Beirút, en átökin brutust út fyrir alvöru þegar Aoun lokaði höfn- inni fyrir þremur vikum. í vopnahléstilboði sendinefndar- innar er gert ráð fyrir að Sýrlending- ar og líbanskir múslímar hætti um- sátri sínu og stórskotaliðsárásum á hverfi kristinna manna í stað þess að kristnir menn opni höfnina að nýju. Viðleitni Arababandalagsins nú kom eftir að ljóst var að enn væri harkan í hildarleiknum að aukast og að Beirút myndi jafnast við jörðu ef fram færi sem horfir. Bardagar undanfarna daga eru þeir hörðustu sem orðið hafa í borgarstyrjöldinni þessi 14 ár sem-hún hefur staðið. Beirút mun brátt verða myrkvuð verði ekkert að gert þar sem elds- neyti í raforkuverum borgarinnar er á þrotum. Að minnsta kosti 123 hafa fallið í bardögunum undanfarna daga og 473 særst alvarlega. Stórskotaliðs- árásinar hafa verið gerðar á 100 ferkílómetra svæði og engu hefur skipt þó skólar og sjúkrahús hafi orðið fyrir sprengjum. Þá mun mest allt eldsneyti landsmanna vera brunnið upp til agna eftir stórskota- liðsárásimar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.