Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.04.1989, Blaðsíða 15
Miövikudagur 5. apríl 1989 Tíminn 15 Illi!lllllll MINNING llllllli ':u ■ !:T: ú!; -v!! ú 'ú 'ú ú i!; :^ / Sigurvin Einarsson fyrrv. alþingismaður Fæddur 30. október 1899 Dáinn 23. mars 1989 Sigurvin Einarsson. fyrrv. alþing- ismaður, lést á heimili sínu, „Selja- hlíð“ í Reykjavík, að kvöldi skírdags 23. mars sl., tæplega níræður að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviði eftirminnilegur baráttu- maður á sinni tíð í flestum réttlætis- og sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Hann var ávallt, til síðasta dags, á varðbergi ef honum fannst hallað á almenn lýðréttindi og lét þá í sér heyra. Hann fylgdist til dauðadags af lifandi áhuga með hræringum þjóðlífsins, mönnum og málefnum. Slíkt er fátítt, en lýsir vel sérstökum persónuleika Sigurvins Einarssonar. Sigurvin var Vestur-Barðstrend- ingur að ætt, fæddur að Stakkadal á Rauðasandi. Foreldrar hans voru Einar Sigfreðsson, bóndi þar, og kona hans Elín Ólafsdóttir. Hann ólst upp á Rauðasandi, sem þá var mikil myndarsveit að búnaði og fólki. Þar var jafnan öflugt félagslíf og ungmennafélagshreyfingin festi þar djúpar rætur á öðrum áratug aldarinnar. í þessu umhverfi, þar sem lífið krafðist beinlfnissamhjálp- ar og félagshyggju, mótaðist Sigur- vin á unglingsárum og fylgdu áhrif þess síðan störfum hans til æviloka. Hann stundaði nám í Samvinnu- skólanum 1918-1919 og var það fyrsta starfsár skólans. Síðan lá leið- in í Kennaraskólann og lauk hann þaðan kennaraprófi 1923. Þá um haustið, 27. september, gekk Sigur- vin að eiga skólasystur sína Jörínu Guðríði Jónsdóttur, sem lokið hafði kennaraprófi ári á undan honum. Þegar eftir giftinguna haustið 1923 fluttust þau til Ólafsvíkur, þar sem Sigurvin gerðist skólastjóri bama- skólans í Ölafsvík. Jörína var lengst af einnig kennari við skólann. Það var mikil gifta fyrir Ólafsvík að fá þessi mikilhæfu ungu og kraft- miklu hjón til staðarins. Sigurvin var áhugasamur félagsmálamaður, næg verkefni voru fyrir hendi, bæði á sviði skólamála og annarra framfara-' mála. Menn voru til staðar með sömu viðhorf til framfara og þjóð- mála og fyrr en varði varð Sigurvin áhrifaríkur forystumaður í Ólafsvík. Hann var í stjórn Sparisjóðs Ólafs- víkur 1925-1932, sat í hreppsnefnd, þar af síðustu tvö árin sem oddviti. Það gustaði um hann í þessum störfum. Sigurvin beitti sér fyrir stofnun Ungmennafélagsins „Víkings“ í Ól- afsvík 1928 og var formaður félags- ins þar til hann flutti frá Ólafsvík 1932. Stofnun Ungmennafélagsins hafði mikil og heillarík áhrif á félags- lífið í Ólafsvík. Var starfsemi félags- ins með miklum blóma á þessum árum, sem mótaði það til framtíðar. Hefur Umf. „Víkingur" starfað af fullum krafti til þessa dags. Sigurvin var gerður að heiðursfélaga á 50 ára afmæli félagsins. Um þann tæpa áratug sem Sigur- vin og Jörína áttu heima í Ólafsvík mætti skrifa langt mál. Þetta voru þeirra hamingjuár, fyrsta stofnun heimilis þeirra og börnin, ljósgeisl- arnir í lífi þeirra, fæddust hvert af öðru. Þau fengu þarna mikla reynslu, - tóku þátt í uppbyggingu og erfiðleikum í byggðarlagi sem byggði allt á sjávarfangi og vinnslu á þeim árum. Hafnleysið var svo til algjört, litlir opnir bátar og oft bág kjör íbúanna. En áhrif Sigurvins og Jörínu voru sterk. Sigurvin var úr alþýðustétt og þekkti kjörin og vissi hvar skórinn kreppti mest. Hann skildi aðstæður og barðist fyrir réttlæti. Þess vegna var hann hæfur til forystu og vinsæll, en eignaðist að sjálfsögðu harða andstæðinga. Ólafsvíkingar mátu Sigurvin og Jörínu mikils enda bæði afburða kennarar og uppalendur. Var því mikil eftirsjá íbúa staðarins þegar þaufluttutil Reykjavíkurárið 1932. Mikil vinátta og náið samstarf var milli heimilis foreldra minna og heimilis Jörínu og Sigurvins á þessu tímabili sem hélst áfram eftir að þau fluttu suður. Sigurvin og Jörína eignuðust sjö mannkostabörn: Rafn, loftsiglinga- fræðingur, kvæntur Sólveigu Sveins- dóttur; Einar, flugvirki, kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur; Sigurður Jón, lést á unglingsaldri; Ólafur, skrif- stofumaður, var kvæntur Þórunni Aðalsteinsdóttur, þau eru skilin; Elín kennari og söngkona, gift Sig- urði Eggertssyni; Björg Steinunn, gift Kristjáni St. Kristjánssyni, þau eru skilin; og Kolfinna, gift Sverri Má Sverrissyni. Barnabörnin eru 26 og barnabarnabörn einnig 26. Barnahópurinn var því stór sem umkringdi Sigurvin og Jörínu og hefur veitt þeim öryggi og ómældar gleðistundir. Sigurvin var mikill afi og hefur borið gæfu til að geta miðlað afkomendum sínum til hinsta dags af lífsreynslu sinni, jákvæðum viðhorfum, bjartsýni og trú á land sitt og þjóð. Við komuna til Reykjavíkurgerð- ist Sigurvin kennari við Miðbæjar- skólann næsta áratug, eða til 1943. Árið 1936 kynnti hann sér skólastarf á Norðurlöndum, sat námskeið í Askov í Danmörku og heimsótti skóla í Svíþjóð og Finnlandi. Sigur- vin var mikilvirkur skólastjóri og kennari, tók þátt í félagsstarfi kennara, sat í stjórn Stéttarfélags kennara í Reykjavík og var formað- ur þess um árabil. Sigurvin var einn af stofnendum Dósaverksmiðjunnar h/f, sat í stjórn þess fyrirtækis, bókari og gjaldkeri og framkvæmdastjóri 1946-63. Árið 1947 keypti Sigurvin hið gamla höfuðból f heimabyggðinni, Saurbæ á Rauðasandi, og hóf þar allmikinn búrekstur sem hann ann- aðist sjálfur að mestu. Hann gerði miklar húsabætur í Saurbæ og jók ræktun, en hætti búskap 1952. Sigurvin tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins eftir komuna til Reykjavíkur 1932, var m.a. for- maður Framsóknarfélags Reykja- víkur og gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum á vegum flokksins. Árið 1949 verða þáttaskil í ævi Sigurvins er hann var valinn til framboðs í heimahéraði sínu, Barðastrandarsýslu, fyrirFramsókn- arflokkinn og þar með hófst pólitísk- ur ferill hans. Honum tókst að vinna þingsætið af Gísla Jónssyni, fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins, sem var vinsæll þingmaður í mörg ár, í kosningunum 1956. Sigurvin var síð- an þingmaður Vestfjarðakjördæmis eftir kjördæmabreytinguna 1959 og satáþingi samfleytt til 1971,erhann ákvað að draga sig í hlé. Hann sat því á þingi rúm 15 ár. Sigurvin reyndist atkvæðamikill þingmaður fyrir kjördæmi sitt, bar- áttumaður fyrir þingmálum er varða þjóðina alla og öflugur liðsmaður í málefnabaráttu Framsóknarflokks- ins. Hugur hans beindist einkum að menntamálum, félagslegum umbót- um, lýðhjálp og lýðréttindum. í málefnum Vestfirðinga beitti hann sér mest í samgöngumálum, hafnamálum og menntamálum, þar með uppbyggingu menntaskóla á ísafirði. Þá má nefna hlut hans í að ná fram sérstakri Vestfjarðaáætlun með fjármagni til að hraða vegagerð um það erfiða landsvæði, háar heið- ar og marga firði. Hefur Sigurvin áreiðanlega fagnað nýjum áformum um jarðgöng á Vestfjörðum og brú á Gilsfjörð. Sigurvin átti sæti í fjölmörgum nefndum og stjórnum. Hann átti m.a. sæti í stjórn Fiskimálasjóðs og var formaður hans 1957-1960. Sá sjóður fjármagnaði ýmsar nýjungar í íslenskum sjávarútvegi og vinnslu. Hann átti sæti í kjararannsóknar- nefnd, var formaður eftirlitsráðs með opinberum rekstri 1935-1940 og formaður Vinnumiðlunarskrif- stofu ríkisins 1939-1943. Sigurvin var mikill áhugamaður um bindindismál og tók virkan þátt í baráttu gegn áfengisböli. Sigurvin Einarsson fylgdi fram stefnu kynslóðar sinnar, vormanna íslands, um fullt frelsi íslenskrar þjóðar og sjálfstæði. Hann setti framar öllu sem metnaðarmál, að rödd íslands hljómaði ávallt frjáls á alþjóðavettvangi og talaði máli frið- ar og bræðralags skýrt og skorinort. Hann var ákveðinn baráttumaður gegn erlendum yfirráðum á íslandi. Hann trúði á land sitt og þjóð. Ég átti því láni að fagna að njóta leiðsagnar Sigurvins og Jörínu sem ungur drengur í minni fyrstu barna- skólagöngu. Það var góður skóli. - Síðar á ævinni naut ég góðra ráða hjá stjórnmálamanninum Sigurvini. - Það var einnig lærdómsríkt og varð mér gott veganesti. Fyrir þetta og hlýja vináttu til handa mér og minni fjölskyldu vil ég þakka af alhug. Það er bjart yfir minningu Sigur- vins Einarssonar. Hans verður ávallt minnst með hlýhug og virðingu. Fyrir hönd íbúa Ólafsvíkur flyt ég þakkir fyrir hans mikla starf að skóla- og félagsmálum í Ólafsvík og þátt hans í baráttu fyrir eflingu byggðarlagsins og velferð íbúa þess. Við hjónin flytjum Jörínu, börn- um þeirra Sigurvins og öðrum ástvin- um hugheilar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minning- una. Alexander Stefánssun. Bréf til Sigurvins Kæri Sigurvin Ég var búinn að ákveða að hringja í þig á páskunum, en af því gat ekki orðið vegna skiljanlegra ástæðna. Ég var nú að taka mér penna í hönd og ætlaði að fara að skrifa-um þig eftirmæli. Ég finn hins vegar þann vanmátt minn, að ég get ekki gert það eins vel og ég vildi, en af svipuðum ástæðum hefi ég skorast undan því að skrifa bækur um þá Jónas Jónsson, Hermann Jónasson og Eystein Jónsson. í stað eftirmælanna verða þetta aðeins fáar línur í rabbstíl svipuðum þeim þegar við vorum að talasaman ísímaseinustu árin. Ég er fyrir fátt þakklátari lífinu en kunningsskap okkar. Hann hófst fljótlega eftir að þú varðst skólastjóri í Ólafsvík. Þú barst þess merki að vera fæddur rétt fyrir aldamótin, hafðir alist upp með ungmennafélagshreyfingunni og síðar lokið prófi við Samvinnuskól- ann og Kennaraskólann og þannig notið leiðsagnar tveggja færustu skólamanna, sem ísland hefur átt, Jónasar Jónssonar og Magnúsar Helgasonar. Við þetta bættist svo, að þú giftist skólasystur þinni úr Kennaraskólanum, góðri og gáf- aðri konu, Jörínu Jónsdóttur, sem varð þér góður förunautur. Að ráði hófst ekki kunnings- skapur okkar fyrr en 1927, þegar þú komst með þingtíðindin frá Jónasi. Ég fór þá til Reykjavíkur til að fá gleraugu og notaði tímann aðallega til að fara með Jóhanni Hjörleifssyni í Alþingishúsið og hlýða á umræður í cfri deild, en fyrir milligöngu Jóhanns og Jónas- ar Jónssonar fékk ég fast sæti í svonefndri Suðurstofu. Ég minnist þess, að þingmenn voru þá betur klæddiren nú og báru auðsjáanlcga meiri virðingu fyrir þinginu. ( cfri deild fannst mér- Jóhannes bæjar- fógeti vera einna virðulegastur. en hann var þá forseti Sameinaðs þings. Annars tók ég einna bcst eftir Jónasi Jónssyni og Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni, sem átti sæti á Alþingi. Hún var höfð- ingleg kona og ágætlega máli farin. Ég veitti því athygli. að Jónas Jónsson gekk oft til hennar og hvíslaði í eyra hennar. Síðar fékk ég þá skýringu á þessu. að Ingi- björg og Hákon í Haga væru þeir þingmenn íhaldsflokksins sent helst veittu Jónasi stuðning í skóla- málum, en í staðinn studdi Jónas Landspítalamálið, sem var mikið áhugamál kvenna og Ingibjörg fylgdi skörulega fram. Það vareftir þessa Reykjavíkurför niína, sem þú komst með þingtíðindi frá Jón- asi. Það mun liafa vakið athygli Jónasar, að ég hlýddi á langar ræður dag cftir dag, 12 ára. En hverfum frá þessu og aftur til Ólafsvíkur. Þar gerðist þú brátt leiðtogi í samstarfi Framsóknar- manna og Jafnaðarmanna og varst sigursæll eins og sést á því, cr þú varst kosinn oddviti og beittir þér fyrir mörgum framfaramálum þar. Mcðal annars beittirðu þér fyrir stofnun kvöldskóla fyrir þá, sem hugðu á framhaldsnám. Þú stjórn- aðir honum og voru nemendur frá Sandi, og úr Ólafsvík og Fróðár- hreppi. Ég var einn þcirra. Eftir þetta varð kunningsskapur okkar náinn og þó enn nánari cftir að við vorum báðir komnir til Rcykjavík- ur og þú farinn að starfa í Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur en ég í Félagi ungra Framsóknarmanna. Ég fer ekki að rekja samstarf okkar þá, en vil hins vegar í sambandi við það koma á framfæri lciðréttingu við þau ummæli, sem höfð eru cftir Kristni Guðmunds- syni utanríkisráðherra í bók Matt- híasar Johanncssen um Ólaf Thors, að ég hafi verið á móti honum. Hitt er rétt, að ég var honum ekki alltaf sammála í utan- ríkismálum. Að því leyti er þetta líka rétt, að þegar um það var rætt, hvort þú eða Kristinn ætti aö fara í framboð í Barðastrandarsýslu 1956, þá studdi ég þig eins og best ég gat. Þú náðir kosningu og ég komst á þing skömmu seinna. í meira en áratug áttum við saman sæti á Alþingi og allan tímann drukkum við saman síðdegiskaffi í þinginu, þegar því varð viðkomiö. Þá var rætt sarnan í alvöru og gamni um menn og málefni, en þú gast verið manna skemmtilegastur og spaug- samastur og einnig búið til stökur. Þetta voru ánægjulegar og eftir- minnilegar stundir. Þess minnist ég einnig, að mér fannst þú yfirleitt réttsýnn og stefnufastur, en dálítið þrár, þcgar svo bar undir. Sem cldri maður taldir þú þér skylt að sjá um, að ég dytti ekki af línunni. Fyrir það finnst mér ástæða til aö þakka þér. En hverfum svo að lokum að því, sem við ræddum um í síðasta eða næstsíðasta samtali okkar. Það snerist um mcnn og málefni líðandi stundar, eins og svo oft áður. Okkur fannst ástandið ekki gott, en rifjuðum upp að oft hefði það vcrið svartara, t.d. á krcppuárun- um. Munurinn væri kannski mestur sá, að þá áttum við Eystein í sæti bæði fjármálaráðherra og við- skiptamálaráðherra. Við vorum sammála um, að margar hættur væru við fótmál. þjóðarinnar, en mesta hættan væri bjórinn, sem óvitrir menn hefðu steypt yfir þjóðina. Bjórinn myndi þó tæpast valda ntikilli hættu fyrstu mánuðina, því þá myndu menn enn gæta sín. Hættan kæmi fyrst til sögunnar, þegar bjórdrykkjan væri orðin að vana og menn því hættir að gæta sín. Við hugsuðum því til þeirra þingmanna, sem að lokum afnámu bjórbannið. Guð fyrirgefi þeim, því þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. En þrátt fyrir þetta vorum við ekki svartsýnir. Miklar vonir eru bundnar við unga fólkið, sem er hraust, menntað og vinnusamt. Úr hópi þess eiga eftir að koma margir nýir Fjölnismenn, jafnt á andlegu sviði og verklegu. Ég læt svo þessu skrafi mínu lokið. Ég kveð þig með virðingu og þakklæti. Hvort við eigum eftir að hittast aftur veit ég ekki. Að trúa eða ekki trúa er hin stóra spurning. Frekar hallast ég að því, að við eigum eftir að drekka síðdegiskaffi saman, hvort sem það verður í þinghúsinu eða á annarri plánetu. Þórarinn Þórarínsson Kynni okkar Sigurvins Einarsson- ar hófust á flokksþingi framsókn- armanna 1937. Þar kom fram tillaga þess efnis að þeir skyldu útilokaðir frá námi í opinberum skólum sem aðhylltust ólýðræðislegar öfgastefn- ur. Á þessu var þó nokkuð óljóst orðalag, sem ég kann nú ekki að greina nákvæmlega, en eflaust hefði mátt túlka það á ýmsa vegu. Þessi tillaga var runnin undan rifjum formanns flokksins, Jönasar frá Hriflu, en Bjarni á Laugarvatni mælti fyrir henni. Að framsögu hans lokinni mæltu 5 menn gegn tillög- unni. Það voru Sigurvin Einarsson, sem ég held að hafi verið fyrstur, Vigfús Guðmundsson, Björn á Brún, Guðrún Björnsdóttir og ég. Umræðum um tillöguna var frest- að og valdir menn settir til að endursemja hana. Þegar leið að kvöldi voru þeir sem mælt höfðu gegn tillögunni kallaðir fyrir og leit- að eftir því að þeir legðu liðsyrði því sem soðið var upp úr henni. Þar held ég hafi þó orðið lítil eftirtekja. Annað er mér minnisstætt um Sigurvin frá þessu flokksþingi. Ég fékk að koma til hans á fund í menntamálanefnd þingsins þeirra erinda að nefndin flytti tiliögu um ríkisstyrk til lestrarfélaga og bóka- safna. Því var vel tekið, tillaga um það samþykkt á flokksþinginu og framkvæmdin lögbundin á því sama ári. Þegar ég var viðloðandi í Reykja- vík 1945-1952 og vann hjáTímanum fylgdist ég allvel með flokksstarfinu. Sigurvin var þá í miðstjórn flokksins og jafnan í andófi ef honum þótti sveigt til hægri. Þar naut hann sín vel þó dyggur flokksmaður væri. Her- mann Jónasson sagði einhvern tíma að Sigurvin liði vel þegar hann gæti sagt nei. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 varð samstarf okkar Sigurvins meira og nánara. Skoðanir okkar voru svo áþekkar að fátt bar á milli. Fyrir kosningarnar 1967 sam- þykkti kjördæmisnefnd framboðs- lista með það í huga að Sigurvin hætti þingmennsku en ég yrði í öðru sæti. Honum var boðið 10. sætið en hafnaði því. Bestu stuðningsmenn hans gerðu kröfu til þess að hann fengi fyrsta sæti framboðslistans. Mér fannst þessi deila á engan hátt máiefnaleg. Ég gat ekki séð að það út af fyrir sig skipti máli hvor okkar Sigurvins færi með atkvæði fyrir framsóknarmenn á Vestfjörð- um það kjörtímabil sem fór í hönd. Ég vissi ekki um nein ágreiningsmál sem nokkru skiptu okkar í milli. Og Sigurvin entist heilsa og hreysti svo vel að ekki varð að slysi að fela honum þingmennskuna. Nú eru 18 ár síðan Sigurvin Ein- arsson hvarf af Alþingi. Það hefur fennt í mörg spor á þeim tíma. Dagleg viðfangsefni fylla hugann svo að gjarnan gleymist að líta um öxl. Hlutverki aldraðs manns er lokið. Þar er deildur hlutur skammt- aður. En þeir sem muna eða þekkja gengna slóð minnast Sigurvins Ein- arssonar vegna dyggðar hans og trúmennsku við málstað vestfirskra byggða og vestfirskrar alþýðu. Hann er gott að muna. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.