Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 2
Föstudagur2. júní 1989 2 Tíminn Þannig hljóðaði kynning samtak- anna sem Tíminn greindi frá í gær á sjálfum sér þegar þau boðuðu til blaðamannafundar um starfsemi sína í byrjun síðustu viku. Eins og kom fram í blaðinu í gær var málflutningur þeirra sem að stofnfundinum stóðu nokkuð öfga- kenndur og miðast nánast við að ekki megi drepa neitt kvikt, enda er slagorð samtakanna: „Örkin -berst fyrir lífi á jörðinni". Arkarávarpið Samtökin hafa gefið út bók eða bækling sem þau kalla „Arkarávarp- ið“, en augljóst er af þeirri útgáfu að þar hafa engir fúskarar verið að verki og allur frágangur og textaritun minnir á auglýsingagerð á háþróuðu stigi. Slíkt þyrfti ekki að koma á óvart því þeir aðilar sem að baki samtökunum standa, einkum heims- frægir popparar, hafa yfir miklu fjármagni og þekkingu á sviði aug- lýsingagerðar að ráða. Forsvarsmenn Arkarinnar segja að lykillinn að bættum heimi sé „völd og hugsjónir". Ekki er ástæða til að draga í efa völd þeirra aðila sem að baki samtökunum standa þó slík völd séu ekki formlegs eðlis. Hugsjónin hins vegar byggist á því sem Arkarfólkið vill kalla hina „nýju vistfræði“ eða hina „nýju umhverf- isverndunarstefnu". Slík stefna byggir á rómantík og er stefnt gegn vísindahyggju. „Hin nýja vistfræði er tilraun til að endurnýja jafnvægi, að milda vísindaþekkinguna með þeim skilningi sem við fáum frá siðferðilegu innsæi og þeim hæfileika okkar til að sýna viðbrögð við fegurð jarðarinnar", segir í Arkarávarpinu um þetta atriði. Fegurðin er sannleikur Arkarfólkið segist byggja hug- sjónir sýnar á rómantískustefnunni og endurvakningu hennar og harma það hverig hún hefur lotið í lægra haldi fyrir kaldri skynsemishyggju vísindanna. Með tilvísun til franska heimspekingsins Bergsons segja höf- undar Arkarávarpsins að til þess að skilja dýpsta eðli raunveruleikans þurfi menn að beita fyrir sig siðferð- isvitund sinni og innsæi. „Þennan endanlega sannleik - eins og Berg- son bendir á - er eingöngu hægt að þekkja í gegnum fagurfræðilega og siðferðilega dóma. Með öðrum orð- um þá leiðir fegurðarskyn okkar leiðir okkar að sannleikanum og það er þessi sannleikur sem skiptir máli í alheiminum. Þessi sannleikur er - eins og Bergson orðar það - guð- dómlegur ef ekki sjálfur guð.“ Að kvöldi 29. maí 1988. Þá bauð Steingrímur Hermannsson starfsbróður sínum frá Búlgaríu í kvöldverð. Þjónustustúlkur sjást skenkja hvítvíni í glös gestanna sem voru í opinberri heimsókn. | |f, ^ " |f 1 Yfirlýsing frá forsætisráðherra Vegna þeirrar umræðu, sem orð- ið hefur um áfengiskaup ráðherra, m.a. mín, vil ég taka fram eftirfar- andi: Ráðuneyti þau, sem ég hef veitt forstöðu, hafa látið mér í té áfengi á kostnaðarverði aðeins þegar um er að ræða veitingar sem tengjast starfi mínu sem ráðherra og talið hefur verið eðlilegt í gegnum árin. Við hjónin höfum kosið að halda allmörg slík boð á heimili okkar. Því hefur að sjálfsögðu fylgt mikið álag á heimilið, einkum fyrir eigin- konu mína. Hins vegar hefur okkur virst að gestir meti slíkt mikils. Á árinu 1988, sem hefur fyrst og fremst verið til umræðu, voru, fyrir utan móttökur og smærri boð, eftirtaldir kvöldverðir helstir: 9. febrúar: Kvöldverður fyrir aðal- framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, Carrington lávarð og frú, sem komu hingað til að kveðja. 13. mars: Kvöldverður fyrir fram- kvæmdastjóra Fríverslunarbanda- lags Evrópu, Per Kleppe og frú, sem voru hér í kveðjuheimsókn. 16. maí: Kvöldverður fyrir þing- menn og ýmsa aðra samstarfsmenn að þingi loknu. 29. maí: Kvöldverður fyrir utan- ríkisráðherra Búlgaríu, P. Mlade- nov og frú, sem voru hér í opinberri heimsókn. 10. júní: Kvöldverður fyrir fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins, M. Oreja og frú, sem voru hér í opinberri heimsókn. 29. ágúst: Kvöldverður fyrir utan- ríkisviðskiptaráðherra Kína, Zhou Nan, sem var hér í opinberri heim- sókn. 29. nóvember: Kvöldverður fyrir starfsmenn utanríkisráðuneytis hér á landi. Á meðan ég gegni starfi ráðherra munum við hjónin kappkosta að sýna gestum okkar þá gestrisni, sem íslendingum sæmir. í því skyni mun heimili okkar verða gestum okkar og embættisins opið áfram eins og við verður komið. 1. júní 1989 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Arkarfólkið byggir síðan baráttu sína og skoðanir á einstökum málum á þessari hugsjón um að sé eitthvað lifandi og fallegt, einkum í dýrarík- inu, sé það af hinu góða. Slíkt má ekki deyða eða skemma. Fyrir ís- lendinga er því athyglisvert að lesa þann kafla Arkarávarpsins sem fjall- ar um hvali og hvalveiðar. Þunga- miðjan í þeirri umfjöllun er glæsi- leiki hvalanna einkum þó og sér í lagi glæsileiki hvals hvalanna, Móbí Dicks. Þar segir meðal annars um konung (,,Leviathan“) hvalanna og er vitnað til Hermans Melville höf- undar skáldsögunnar um Móbí Dick þar sem því er varpað fram „hvort konungurinn (Leviathan) geti lengi enn þolað svo gegndarlausan elting- arleik og grimmilegan skaða; hvort honum verði ekki á endanum útrýmt úr höfunum og síðasti hvalurinn, líkt og síðasti maðurinn, reyki sína síðustu pípu og gufi síðan sjálfur upp í hinsta reykhnoðranum." Niðurstaða Arkarfólksins er ótvíræð því þeir segja: „Þessi hinsti reyk- hnoðri er í nánd - að minnsta kosti fyrir hvalinn. Enn er þó hægt að bjarga hvölunum, ef við einbeitum okkur að því. Með því að bjarga þeim, gætum við bjargað okkur sjálfum." „Fasískur11 stimpill Eflaust má spyrja hvort hægt sé að rökræða málflutning af þessu tagi sem fyrirfram setur innsæi og tilfinn- ingar ofar skynsemi. Arkarfólkið hefur fengið á sig „fasískan" stimpil, sem er kannski ekki skrýtið. Gagn- rýnin á skynsemina og áherslan á tilfinningar og innsæi gagnvart undr- um lífríkisins er byggð á svipuðum forsendum og áhersla fasískra afla á undur þjóðernis og illa skilgreinda menningararfleið og dulúðug tákn enda hvoru tveggja öfgar dregnar út úr rómantísku stefnunni. Vissulega hefur komið gagnrýni á skynsemis- hyggju úr öðrum áttum en samlík- ingin verður skiljanlegri þegar við bætast einstrengingslegar kröfur um verndun lífríkis þar sem það er aukaatriði hvort afkoma heilla þjóð- félaga er í húfi og stofnun alheims- samfélags þar sem samtökin halda um hina skipulagslegu tauma. Ef til vill væri upphlaup og sam- takastofnun af þessu tagi ekki til- tökumál, nema einmitt fyrir þær sakir að hér eru á ferðinni menn með mikið fjármagn og mjög góða að- stöðu til að koma hugmyndum sín- um á framfæri og því mætti ætla að þessi samtök gætu haft töluverð áhrif. - BG Kjúklingabændur segjast ekki anna eftirspurn vegna takmarkaðs kvóta: Skortur á kjúklingum Undanfarið hefur borið á skorti á kjúklingum. Kjúklingabændur fá úthlutaðan ákveðinn kvóta sem að sögn dugir ekki til að þeir geti einu sinni annað eftirspum sinna föstu viðskiptavina. En þó viðskiptavin- imir leiti annað er víða sömu sögu að segja, engan kjúkling að fá. „Kvótinn hefur skorið okkur svo niður að við náum ekki einu sinni að anna eftirspurn okkar föstu við- skiptavina. Kjúklingabændur í kring um sláturhúsið á Árnesi mega selja eitthvað í kring um 160. En með því ráðum við engan veginn við eftir- spurnina, við gætum selt tugi tonna í viðbót. í sumum tilfellum leita okkar viðskiptavinir annað en í mörgum tilfellum hafa þeir ekki heldur getað fengið þessa vöm hjá öðmm. Manni finnst þetta fyrir- komulag dálítið galið og ég vona að þeir sem stjórna þessu beri gæfu til að gera eitthvað í málinu,“ sagði Ásgeir Eiríksson kjúklingabóndi á Klettum í samtali við Tímann. Að sögn verslunarstjóra Hag- kaups, Torfa Matthíassonar, hafa þeir orðið varir við að framboð hefur minnkað. En ekki hefur þó ennþá komið til þess að verslunin fengi enga kjúklinga. Hjá Mikla- garði var sömu sögu að segja, en þar hafði sérstaklega reynst erfitt að fá kjúklinga skömmu fyrir verkfall. Þeir höfðu þó ekki orðið varir við neinn skort að heitið gæti. jkb Húsnæðisstofnun ríkisins: Lánsloforð afgreidd til 16. okt. og 30. sept. ’87 Hjá Húsnæðisstofnun ríkisins hafa þegar verið afgreidd lánsloforð til þeirra sem sóttu um, sextánda október 1987 og fyrr. Þetta á aðeins við um þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Aðrar umóknir hafa verið afgreiddar fram til þrítugasta september sama ár. í júní verður fjárhagsstaðan athuguð og haldið áfram með af- greiðslu lánsloforða eftir föngum, þegar mið hefur verið tekið af fjár- upphæðum sem fara til þeirra sem von eiga á síðari hluta lána. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.