Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. júní 1989 Tíminn 7 Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um veirusjúkdóma sem leggjast á heilann: MÓTEFNI ERU ENN ÓFUNDIN „Því miður er það ekki svo að fundist hafi slíkt mótefni við veirusjúkdómnum visnu að bólusetja megi við henni, þannig að minn fyrirlestur er skýrsla um til þessa neikvæðan árangur af tilraunum sem við höfum gert hér að Keldum,“ sagði Guðmundur Pétursson forstöðumaður TOraunastöðvar Há- skólans í meinafræði. Rætt var við Guðmund vegna þess að í gær og í dag stendur yfir í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um veirur og veirusýkingar í heila. Ráð- stefnan er kennd við norðurljós og heitir Northern Lights Neuroscience Symposium og er þetta í þriðja sinn sem norrænir taugameinasér- fræðingar efna til ráðstefnu undir þessu nafni. Vísindamenn sem fást við eyðni- rannsóknir líta mjög til íslands þar sem rannsóknir á svonefndum hæg- gengum veirum hafa um langt skeið verið stundaðar hér og var visnuveir- an sú fyrsta af þessum flokki sem var einangruð og skilgreind. Það gerðist einmitt á Keldum undir forystu Bjöms Sigurðssonar heitins árið 1957 enda er fræðiheiti veirunnar Maedi-Visna ovine lentivirus, sem mætti þýða sem sauðfjármæðivisna af völdum hæggengs vírusar. - En hvað er visna? Guðmundur Pétursson: „Visna er veirusjúkdóm- ur sem leggst á sauðfé og er veiran sem honum veldur náskyld þeirri sem veldur svokallaðri þurramæði í sauðfé. Visna heitir sjúkdómurinn þegar hann hefur lagst á heilann eða miðtaugakerfið og valdið lömun af ýmsu tagi. Visnan leggst ekki á menn en hins vegar eru margar þekktar veirur í dýrum og mönnum af sama flokki og visnuveiran og þar á meðal er eyðni- veiran," sagði Guðmundur Péturs- son. Um 160 manns taka þátt í ráð- stefnunni frá 16 löndum. Þar af eru fjörutíu íslendingar. Fjallað verður um á hvern hátt veirur berast til heilans, hvernig þær valda skemmd- um og hvemig bregðast megi við þeim. Þá verður fjallað um hvemig nota má veimr til að kanna þróun heilans. Loks verður fjallað um sjúkdóma í mönnum og dýmm af völdum svokaliaðra retroveira, en til þeirra teljast visnuveiran og eyðniveiran. Ellefu yfirlitserindi verða haldin á ráðstefnunni af gestafyrirlesurum en alls verða erindi og fyrirlestrar um fimmtíu. - sá Kafbátsslysið við Bjarnarey: Geislavirkni afar ólíkleg í svari sem utanríkisráðuneytinu hefur borist frá sovéskum stjórnvöldum varðandi kafbátsslysið við Bjarnarey kemur fram að aukning fram yfir eðlilegt geislunarstig á svæðinu þar sem kafbáturinn fórst hafi engin orðið. í svarinu segir að sovésk skip með allra nýjasta sérútbúnaði muni hafa frekara eftirlit í langan tíma. Ríkisstjórnarnefndin muni halda áfram að rannsaka orsakir slyssins og er einnig rætt um þann möguleika að ná honum upp. Einnig segir í svarinu að kafbátur- inn sé búinn kjamaofni af vatns- kældri gerð. Hulstur kjarnaofnsins sé búið þykkveggjuðu hylki úr mjög styrku stáli, sem álitið er standast þrýsting sem er miklu meiri en vatnsþrýstingurinn á því dýpi sem kafbáturinn sökk. Sem brennsluefni var notað lítið brætt úraníum 235, en áður en kafbáturinn sökk mun kjarnaofninn hafa verið kældur nið- ur í 40 stig á Celcius. Frekari varma- skipti munu hljótast af eðlilegu hringstreymi í umlykjandi sjónum og því er útilokaður möguleiki á samanbroti kjarnavirka stykkisins. Sams konar kjamaofnar höfðu verið settir í tvo ameríska og tvo sovéska kjarnakafbáta, sem áður hafa sokkið. Athuganir á svæðum, þar sem þeir fómst, munu ekki hafa leitt í ljós neina óeðlilega fyrirburði, sem rekja mætti til kjarnaofna sem þar Iiggja á hafsbotni. - gs TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smíðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Verkalýðsfélög á Vesturlandi leita aðstoðar fjármálaráðuneytisins: Ýtt á eftir rannsókn með undirskriftum Undirskriftalistar, sem sendir verða fjármálaráðuneyti, eru farnir af stað meðal launþega á Vesturlandi, sem með þeim taka undir og leggja aukna áherslu á beiðni sem stjórnir þriggja verkalýðsfélaga hafa sent fjármálaráðuneytinu nýlega um rannsókn á málum Lífeyrissjóðs Vesturlands. Undir- skriftalistarnir fóru af stað í Ólafsvík. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar er áhugi mikill meðal launþega á öllu svæðinu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem farið er fram á slíka rannsókn við ráðuneytið. En þar sem fjármála- ráðuneytið staðfestir reglugerðir líf- eyrissjóðanna og gefur þeim starfs- leyfi, er það æðsta stofnunin í má- lefnum þeirra. Það eru stjórnir Verkalýsfélags Borgarness, Vals í Búðardal og Jökuls í Ólafsvík sem hafa farið þess á leit við fjármálaráðuneytið að það hlutist til um að gerð verði ítarleg athugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Vesturlands vegna síðustu ára. Athugunin skuli taka til bókhalds, skráningar lífeyrisréttinda, iðgjalda- greiðslna, lánveitinga og ávöxtunar sjóðsins á fjármunum sínum. Ástæður þessarar málaleitunar segja stjómarmenn vera þessar: Ársreikningar sjóðsins vegna ár- anna 1986 og síðar liggi ekki fyrir. Ársreikningar ársins 1984 hafi ver- ið lagðir fram en ekki samþykktir vegna þess að þeir eru taldir rangir. Fulltrúaráðsfundir hafi ekki verið haldnir frá árinu 1984 til 1988. En samkvæmt reglugerð sjóðsins beri að halda þá áriega. Sjóðfélögum hafi ekki borist yfirlit um geiðslustöðu sína um árabil. Það taki langan tíma fyrir einstaka sjóðfélaga að fá upplýsingar um réttindi sín í sjóðnum og greiðslu- stöðu. Bókhaldsóreiða sjóðsins síðustu ár hafi kostað sjóðinn, og þar með sjóðfélaga, verulega fjármuni í greiðslum til endurskoðenda utan það sem eðlilegt má telja. Verkalýðsfélögin fara þess á leit við ráðuneytið að málinu verði hrað- að eftir föngum þar sem núverandi ástand hafi skapað sjóðfélögum mikla óvissu. ATHYGLI FÉLAGSMANNA VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR ER VAKIN Á GILDANDI ÁKVÆÐI KJARASAMNINGS UM AFGREIÐSLUTÍMA VERSLANA Afgreiðslutími. Heimilt er að afgreiðslutími smásöluverslana og annarra sölustaða sé sem hér segir: Virka daga skal heimilt að hafa verslanir opnar á mánudögum til fimmtudaga til kl. 18.30, á föstudögum til kl. 21.00 og á laugardögum til kl. 16.00. Þó skulu verslanir vera lokaðar á laugardögum mánuðina júní, júlí og ágúst, en á sama tímabili er heimilt að hafa opið til kl. 20.00 á fimmtudögum. Óski verslun að hafa opið umfram dagvinnutíma skal haft fullt samráð um vinnutímann við trúnaðarmann V.R. og starfsfólk í viðkomandi verslun. Hver starfsmaður hefur rétt á að hafna yfirvinnu og óski starfsmaður ekki eftir að vinna yfirvinnu skal hann ekki látinn gjalda þess á neinn hátt. Óski starfsmaður að fá yfirvinnu, sem hann vinnur, greidda með fríum skal svo gert í samráði við vinnuveitanda. Við útreikning á gildi yfirvinnutíma skal fara eftir ákvæðum í gildandi kjarasamningi V.R. við vinnuveitendur, sbr. grein 2.1.4. Þessi ákvæði um lokunartíma gilda á félagssvæði V.R. Ákvæði þessi um lokunartíma breyta ekki eldri reglum um annan lokunartíma sérverslana, svo sem minjagripaverslana, söluturna og blómaverslana. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.