Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. júní 1989 Tíminn 5 Mörgum spurningum ósvarað varðandi réttarfarsleg atriði í máli Magnúsar Thoroddsen, fari það til Hæstaréttar: Hverjir geta dæmt í máli Magnúsar? Eftir fjölmörg símtöl við marga af virtustu lögfræðingum landsins og prófessora í Iagadeild, virðist sem menn séu ekki á eitt sáttir um hvaða reglum eigi að beita ef mál Magnúsar Thoroddsen fer fyrir Hæstarétt. Skipaðir dómarar Hæstarétt- ar verða líkiega allir að víkja vegna tengsla þeirra við Magnús og samkvæmt lögum um Hæstarétt íslands ætti dómsmálaráð- herra að skipa dómara til að fjalla um málið í þeirra stað. Þar sem dómsmálaráðherra er ákærandi og þar með aðili málsins, töldu sumir viðmælenda Tímans, hann sjálfkrafa vanhæfan til þess að skipa setudómara. Ekki eru þó allir á eitt sáttir varðandi vanhæfi ráðherra. Ýmis sjónarmið hafa heyrst í þessu sambandi, jafnvel það, að eina lausnin út úr þessari lagaklípu sé að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skipi dómara úr röðum prófessora við lagadeild Há- skóla íslands. í lögum um Hæstarétt íslands segir að dómari víki úr dómarasæti, m.a. ef hann er aðili máls eða ef mál varði hann fjárhagslega eða siðferð- islega, og ef viðhorf hans til aðila eða sakarefnis sé slíkt, að hætta sé á að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavexti. Almennt álit lögfróðra manna er að tengsl þeirra dómara, sem nú eru skipaðir hæstaréttardómarar, og Magnúsar séu svo mikil að þeir hljóti að vera vanhæfir samkvæmt þessu, enda eru þeir fyrrverandi samstarfsaðilar Magnúsar og hafa sjálfsagt fyrirfram mótaðar skoðanir um áfengiskaup forseta Hæstaréttar, enda hafa sumir þeirra notfært sér heimildina til áfengiskaupa sjálfir. Stóra spumingin er hins vegar, hver á þá að skipa aðra dómara í staðinn? í lögum um Hæstarétt segir að ef hæstaréttardómari forfallast frá störfum eða sæti hans verður autt af öðrum ástæðum, eigi dómsmálaráð- herra þá að setja, að fengnum tillög- um dómsins, dómara í hans stað, prófessor í lögum við Háskóla íslands, héraðsdómara eða hæsta- réttarlögmann, sem fullnægi skilyrð- um til að vera skipaður dómari í Hæstarétti. Nú er sú undarlega staða komin upp, að dómsmálaráðherra, sem samkvæmt þessu ætti að setja dóm- arana, er sjálfur aðili að málinu, svo vafamál er hvort hann sé ekki van- hæfur af þeim sökum og hafi þar af leiðandi ekki heimild til að setja slíka dómara. Þetta er staða sem aldrei áður hefur komið upp í íslenskum rétti og engar settar lagareglur eru til um sérstakt hæfi ráðherra. Bjöm Þ. Guðmundsson, prófess- or í stjórnarfarsrétti við Háskóla íslands, er sá eini sem hefur skrifað eitthvað að ráði um hæfi ráðherra, og í ritgerð sem hann nefnir „Hug- leiðingar um ráðherravanhæfi“ kemst hann m.a. að þeirri niður- Munnlegur málflutningur í máli MagnúsarThoroddsen fórfram í gær. Gunnlaugur Claessen ríkislögmaöursegir: Sjálftaka hlunninda af hálfu Magnúsar Munnlegur málflutningur í máli Magnúsar Thoroddsen hófst hjá Borgardómi Reykjavíkur klukkan 9.00 í gærmorgun, með því að Gunn- laugur Claessen ríkislögmaður hóf málflutning sinn og talaði nær sleitulaust til hádegis, en þá var gert hlé. Eftir hádegi hóf Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, verjandi Magnúsar, mál sitt og stóð málflutn- ingur langt fram eftir degi. Ríkislögmaður gerði í fyrstu grein fyrir málsatvikum og hvernig það varð uppvíst að Magnús hafði keypt 1440 flöskur af sterku áfengi á sér- verði og 720 flöskur árið áður, sem einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta íslands. Hann upp- lýsti að kaupverð áfengisins hafi verið nálægt 360 þúsund krónum, en kaupverð úr áfengisverslun ríkisins hafi á sama tíma verið nærri þrem milljónum króna. Jón Steinar Gunnlaugsson verj- andi Magnúsar, sagði það siðlaust að höfða mál gegn Magnúsi til embættismissis án þess að geta sýnt fram á að ákveðnar reglur giltu um áfengiskaup á sérkjörum. Hann sagði að engar reglur væru til um þetta, hvað þá hún ætti stoð í lögum, heldur ætti frekar að kalla þetta venjur sem stuðst hefði verið við um langan tíma. Ríkislögmaður lýsti í Iöngu máli umfjöllun fjölmiðla um málið og mismunandi sjónarmiðum sem þar hafi komið fram og höfðaði með því til siðferðiskrafna og sagði að ekki væri hægt að nálgast mál fyrrum forseta hæstaréttar nema að fjalla um siðferði og siðferðiskröfur. Hann sagði að það sem í raun og veru hefði gerst hafi verið sjálftaka hlunninda af hálfu Magnúsar. Stefndi hafi haft uppi athæfi sem hann hafi enga heimild haft til. Ríkislögmaður byggði mál sitt meðal annars á því að Magnús hefði eftir sem áður brotið siðferðisreglur í embætti hæstaréttardómara og vísaði m.a. til 35. gr. einkamálalaga en þar er ákvæði sem nær til dómara, þess efnis að hafi dómari rýrt svo álit sitt, geti það varðað embættismissi. Þá færði hann rök fyrir því að meiri siðferðiskröfur væru gerðar til hæstaréttar og hæstaréttardómara en annarra dómara. Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður og verjandi Magnúsar vísaði þessu á bug og sagði að ekki væri unnt að beita öðrum siðferðisreglum en þeim sem staðfestar væru í lögum og vísaði því á bug að Magnús hafi flekkað mannorð sitt í skilningi laga. Hann sagði þetta ákvæði 35. greinar eiga eingöngu við um dómara í héraði en ekki hæstaréttardómara. Ríkislögmaður sagði að gögnum, sem lögð hefðu verið fram af hálfu lögmanns verjanda, dómsskjöl 223 og 224, væri aflað með ólögmætum eða vafasömum hætti og ekki ætti að taka tillit til þeirra. Verjandi Magnúsar benti á að hann hefði varið miklum tíma í að leita upplýsinga um áfengiskaup stofnana og háttsettra embættis- manna á liðnum árum, hversu mikið hafi verið keypt á sérkjörum og til hvers, þ.e. hvort það hafi verið til einkanota eða opinberra. Þá sagði hann að samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 1971 um takmarkanir á afengis- kaupum ráðherra og forseta alþingis hefði ekkert lagalegt gildi og eftir- komendur þeirrar ríkisstjórnar ekki bundnir að þeirri samþykkt. Jón Steinar sagði að dæmi væru um að aðrir hefðu keypt álíka magn af áfengi og Magnús, en honum lokaðar allar dyr þegar hann hóf eftirgrennslan. -ABÓ stöðu að ef sjónarmið um réttar- öryggi borgaranna eru í hávegum höfð, sé eðlilegt að sömu reglur gildi um vanhæfi ráðherra og um hæsta- réttardómara. Björn bendir á það sem lausn í ritgerð sinni að sérstakur „seturáðherra" verði skipaður til að fara með mál sem ráðherra er van- hæfur til og væri þá eðlilegt að einhver aðili innan dómsmálaráðu- neytisins tæki þá stöðu. Einn viðmælandi Tímans lét þess getið að forveri Björns, Ólafur Jó- hannesson fyrrv. prófessor hafi talið að ráðherra gæti aldrei verið vanhæf- ur stöðu sinnar vegna og því ættu vanhæfisreglur ekki við um hann. Margir voru sammála um að rétt væri að fara eftir lagabókstafnum, dómsmálaráðherra, eða hugsanlega settum dómsmálaráðherra, bæri að skipa setudómara, allt eftir túlkun- inni á lögunum. Aðrir voru sammála Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni Magnúsar Thoroddsens, en hann telur að setja þurfi sérstakar reglur um það, hvern- ig eigi að skipa Hæstarétt við slíkar aðstæður. Það kæmi því í hlut lög- gjafarvaldsins, alþingis. Enginn af þeim mönnum sem Tíminn ræddi við vildi að ummæli sín birtust undir nafni og er greini- legt að flestum fannst málið svo flókið að það væri varla á valdi neins að segja hvað væri rétta meðferðin, nema alþingis eða prófessora í stjómarfari og stjórnskipunarrétti, en þeir geta lítið sagt þar sem þeir koma sjálfir til greina sem setudóm- arar í málinu, og mega því ekki taka afstöðu. Málið er reyndar svo flókið að ýmsir höfðu það á orði að eina lausnin væri að forsetinn sjálfur tæki málin í sínar hendur og skipaði setudómara úr röðum prófessor- anna. Það gæti því legið fyrir frú Vigdísi að brjóta blað í sögu íslensks réttar og verða fyrsti forsetinn sem tekur að sér að setja hæstaréttar- dómara vegna þess að í fyrsta skipti hefur ráðherra þurft að víkja úr stólnum vegna vanhæfis. -LDH Yfirlýsing fráJóniB. Af gefnu tilefni vill undirritað- ur taka fram eftirfarandi: 1. Það hefur ítrekað verið upplýst, nú síðast við vitnaleiðsl- ur fyrir rétti, að veisluföng vegna afmælisveislu eiginkonu þáver- andi fjármálaráðherra 9. júlí á s.i. ári voru ekki fengin á afslátt- arkjörum, heldur greidd fullu verði. 2. Elías Einarsson, veitinga- maður, hefur borið fyrir rétti, að hann hafi léð áfengi af lager, en fengið endurgreitt í sama magni, strax næsta mánudag, þ.e. 12. júlí. Reikningar vegna starfsfólks og pinnamats voru sömuleiðis greiddir. 3. Móttökur á vegum fjár- málaráðuneytisins kringum dag- ana 19. júlí og 5. ágúst 1988 voru ekki vegna þingflokks Alþýðu- flokksins. Skv. gerðabók þing- flokksins var þingflokksfundur 19. júlí haldinn í Alþingishúsinu. Þar var ekki einu sinni kaffi á boðstólum. 4. Það er ekki á mínu færi að upplýsa í þágu hverra móttökur hafa verið haldnar þessa daga fyrir tæpu ári, þar sem fjármála- ráðuneytið kveðst ekki halda skrár yfir það, hversu oft og hvenær það sinnir gestgjafahlut- verki. Venjulega er það þó í tengslum við fundi og ráðstefnur almannasamtaka, og ríkisstofn- ana eða vegna erlendra gesta. Til samanburðar má geta þess, að skv. upplýsingum utanríkisráðu- neytisins voru gestaboð á þess vegum á árinu 1988 112 talsins. Þótt gestamóttökur séu væntan- lega mun færri á vegum fjármála- ráðuneytisins eðli málsins sam- kvæmt er á einskis manns færi að leggja þær á minnið - a.m.k. eru fæstar þeirra svo ógleymanlegar. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Ilannibalsson. Búvöruverðhækkanir eru ennþá í vinnslu fimmmannanefndar en niðurstöður annarra, þ.á m. ríkisstjórnar liggja fyrir: Niðurgreiðslur ekki auknar umf ram loforð Magnús Thoroddsen fyrrverandi hæstaréttardómari ásamt lögmanni sínum Jóni Steinari Gunnlaugssyni í dómssalnum í gær. Tímamynd: Pjetur Hækkun á verði landbúnaðar- afurða í heildsölu og smásölu liggur ekki enn fyrir í einstökum liðum. Ríkisstjórnin fundaði um málið í gær en útreikninga fimmmanna- nefndar vantar ennþá. Niðurgreiðsl- ur verða ekki auknar að öðru leyti en því sem þegar hafa verið gefin fyrirheit um. Forsætisráðherra segir að málið verði tekið til endur- skoðunar síðar í sumar en segist ekki vilja gefa nein fyrirheit varð- andi auknar niðurgreiðslur þar sem Ijóst sé að staða ríkissjóðs sé mjög slæm. „Það var ákveðið að gera það sem ríkisstjórnin getur til að draga úr áhrifum yfirvofandi verðhækkana landbúnaðarvara," sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann. Eins og greint var frá í gær felast aðgerðir ríkisstjómarinnar í því að halda áfram þeim niðurgreiðslum sem byrjað var á í verðstöðvun. Er það samkvæmt kjarasamningi og upphæðin nemur sex hundruð millj- ónum króna. Auk þess hefur greiðsl- um vaxta- og birgðakostnaðar til sláturleyfishafa verið breytt í fyrra horf, það er að segja teknar upp mánaðarlegar greiðslur. „Sú breyt- ing dregur úr hækkun á dilkakjöti þannig að hún verður sex til sjö af hundraði í stað tíu til tólf. Við treystum okkur á þessu stigi ekki út í aðrar aðgerðir,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að upp á síðkastið hafi verið ausið töluverðu fé úr ríkissjóði og megi telja víst að hann sé kominn með verulegan halla. Steingrímur tók sem dæmi að nýlega var ákveðið að auka útflutningsbætur og sagði það allt eiga að verða til þess að draga úr verðhækkunum landbúnað- arvara. „Við munum athuga hvað ríkissjóður getur þegar líður á sumarið. En ég vil ekki gefa neinar vonir um það því viðbótargreiðslur úr ríkissjóði á ársgrundvelli nema allt að tveimur milljörðum. Við teljum okkur hafa staðið við allt sem var lofað. Hækkanir á landbúnaðar- vörum eru einkum raktar til launa- hækkunar bóndans, sem eru í sam- ræmi við það sem aðrir hafa fengið og hækkana á áburðarverði. Verð- hækkanir almennt hafa orðið mikið meiri en við gerðum ráð fyrir og þá fyrst og fremst vegna erlendra verð- hækkana. En við ráðum ekki við erlendar verðhækkanir og ef menn geta bent mér á leið til þess vildi ég það gjarnan," sagði Steingrímur. Almenningur virðist hafa tölu- verðar áhyggjur af yfirvofandi hækkun. „Það hefur komið heilmik- ið af fyrirspurnum til okkar varðandi það hve mikið við reiknum með að verðið breytist og þá hvenær. Við höfum einnig orðið varir við heldur meiri sölu á landbúnaðarvörum en venjulega. f gær var til dæmis keypt töluvert af heilum skrokkum," sagði Matthías Sigurðsson verslunarstjóri Miklagarðs í samtali við Tímann. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.