Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 2. júní 1989 Nýir jarðsímastrengir, svokallaöir Ijósleiðarar, lagðir um allt land: Enginn getur hlerað nemaPósturogsími Þegar Iagningu nýrrar tegundar jarðsímastrengja verður lokið, kemur enginn til með að geta hlerað símtöl nema viðkomandi sé staddur innan símstöðva Pósts og síma. Strengirnir sem um ræðir eru svokallaðir Ijósleiðarar og verður hraði gagnaflutnings eftir þeim mun meiri en hingað til hefur verið hægt að bjóða upp á. „Hér eftir verður hvergi hægt að komast inn á strenginn og hlera símtöl, vegna fjölda rása sem sendar eru eftir ljósleiðaranum. Hvorki á milli þéttbýlissvæða eða milli sím- stöðva í til dæmis Reykjavík. Það verður eftir sem áður hægt að fara inn á rásirnar símstöðvarmegin. En fyrir utan húsnæði Pósts og síma, það er að segja fyrir utan símstöðv- arnar verður ekki hægt að komast inn á símtöl og hlera þau. Um þau svæði gengur enginn nema starfs- menn stofnunarinnar," sagði Páll Jónsson verkfræðingur hjá Pósti og síma í samtali við Tímann. í kynningarriti stofnunarinnar segir að ljósleiðaranum, sem er ný tegund jarðsímastrengja, hafi verið líkt við breiðan veg sem geti flutt því sem næst óendanlega marga bíla. Lagning strengjanna hófst fyrir þremur árum og í framtíðinni er ljósleiðaranum ætlað að flytja öll hugsanleg fjarskipti, símagögn, boð, viðvaranir, sjónvarp, útvarp og fleira heim til notenda, á meiri hraða en hingað til hefur verið hægt að bjóða upp á. Bjartasta spáin gerir ráð fyrir að ljósleiðarinn verði kom- inn hringinn í kringum landið á árunum 1994-5. Ljósleiðarinn opnar möguleika á hreinu stafrænu sambandi sem teng- ist beínt við nýju stafrænu símstöðv- arnar og við það minnka einnig truflanir. jkb Aðalfundur Sambandsins Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga verður haldinn dag- ana 5. og ö.júní í Sambandshúsinu Kirkjusandi, fundarsal á 5.hæð. Fyr- ir fundinn verður nýja Sambands- húsið tekið formlega í notkun og mun Eysteinn Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Sambandsins og heiðursfélagi Samvinnuhreyfingar- innar, gera það með nokkrum orðum. Að fundarsetningu og kosningu starfsmanna fundarins lokinni mun Ólafur Sverrisson, formaður stjórnar, flytja skýrslu sína og þá mun Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, flytja sína skýrslu. Umræður verða að því loknu um skýrslurnar. Aðalmál fundarins verður rekstur Sambandsins og afkoma, en að þessu sinni hefur ekki verið valið sérmál til umfjöllunar eins og stundum áður. Setninq Reynis í stöðu skóla- stjóra Olduselsskóla á vegum menntamálaráðuneytis: Valgerður kærir til Jaf nrétt" isráðs Samkvæmt heimildum Tímans hyggst Valgerður Selma Guðna- dóttir kæra setningu Reynis Dan- íels Gunnarssonar í skólastjóra- embætti ölduselsskóla til Jafn- réttisráðs. Sem kunnugt er skipaði menntamálaráðherra Reyni í starfið þrátt fyrir stuðning meiri- hluta fræðsluráðs við Valgerði. En meirihluti kennara og foreldra auk annarra starfsmanna skólans hafa lýst yfir stuðningi við Reyni, auk stuðnings minnihíuta fræðsluráðs við hann. Samkvæmt heimildum verður kæran byggð á þeim forsendum að Valgerður hafi meiri menntun og meiri starfsreynslu í stjórnun- arstörfum en Reynir. Auk þess sem vísað verður til yfirlýstrar stefnu menntamálaráðuneytisins varðandi það sem kallað hefur verið jákvæð kynjamismunun. jkb F.v. Bidda systir (Birna Torfadóttir), Lilla Hegga (Helga Jóna Ásbjamardóttir) og Jórunn Jónsdóttir, móðir Helgu. Tímamynd: Pjetur Félag áhugamanna um bókmenntir efnir til málþings á morgun: Þing um Þórberg Á morgun Iaugardag verður efnt til málþings um Þórberg Þórðarson og verk hans, í tilefhi aldarafmælis skáldsins. Þingið er haldið að frum- kvæði Félags áhugamanna um bók- menntir sem einnig hefur látið gera veggskjöld til minningar um Þórberg. Skjöldurinn var afhjúpað- ur í gær á Hringbraut 45 þar sem Þórbergur og eiginkona hans voru lengi til heúnilis. Þetta er þriðja málþingið sem haldið er á vegum félagsins. Aðrir aðstandendur þingsins eru bókaút- gáfa Máls og menningar og Styrktar- sjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur. Sjóðurinn var stofnaður fyrir hluta arfs þeirra hjóna sem rann til háskólans og er ' ætlað að kosta bókaútgáfu. Þegar hefur verið gefin út samheitaorð- abók og verið er að vinna að stóru verkefni um íslenska stílsögu. Níu fyrirlesarar flytja erindi á málþinginu og má þar meðal annars nefna erindi Sigfúsar Daðasonar um Sveiflur og jafnvægísleit, Pétur Gunnarsson talar um Þórberg og skáldsöguna, Sigurður Þór Guðjóns- son fjallar um hvort Þórbergur hafi verið ofviti í alvörunni og fleira. Jafnframt verður sýnd kvikmynd um Þórberg eftir Ósvald Knudsen, Leikfélag Hornafjarðar sýnir atriði úr Sálminum um blómið í leikgerð Jóns Hjartarsonar og í lok málþings- ins verður efnt til pallborðsum- ræðna. „Félag áhugamanna um bók- menntir var stofnað í apríl 1986 og skráðir félagar eru nú rúmlega fjögur hundruð talsins. Markmið okkar er að efla bókmenntaumræðu með al- mennum fundum og fyrirlestrum. Á okkar vegum hafa þegar verið haldn- ir meira en þrjátíu fyrirlestrar um bókmenntir auk þess sem efnt hefur verið til málþinga um Halldór Lax- ness og Málfríði Einarsdóttur" sagði Torfi Tulinius í samtali við Tímann. Þingið verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu og hefst klukkan tíu. Málþingið er öllum opið en mælst er til að þátttakendur skrái sig fyrir- fram. Þátttökugjald verður fimmtán hundruð krónur fyrir allan daginn og er hádegisverður og kaffiveitingar innifalið í verðinu. Fyrir félagsmenn er verðið þrettán hundruð krónur. jkb Vestfirðingar: Fundur um skerðingu fiskkvóta Laugardaginn 3.júní kl.16:00 verður haldinn almennur fundur í Alþýðuhúsinu á ísafirði vegna skerðingar á fiskkvóta á Vest- fjörðum. Á fundinum stendur til að mótmæla skerðingu á aflakvóta til fiskiskipa á Vestfjörðum. Þá verður einnig rætt um áhrif kvóta- kerfisins og aflasamdrátt í fjórð- ungnum á undanförnum árum, hagsmuni Vestfirðinga nú og jafnræði milli landshluta. Öll vestfirsk verkalýðs- og sjómannafélög eru meðal fundar- boðenda auk Utvegsmannafélags Vestfjarða. Fjórir þingmenn Vestfirðinga hafa tilkynnt komu sína og fulltrúi sjávarútvegsráð- herra verður á fundinum. í fréttatilkynningu vegna fund- arins segir: „Fundurinn er víð- tækustu almennu mótmæli við kvótaskerðingunni hingað til. Grálúðuskerðingin í ár fyllti mæl- inn og ekki verður beðið lengur í varnarstöðu heldur hafin sókn gegn lífskjarahruni og fólksflótta í kjölfar þess." -gs Klór hefur verið blandað í sjóblöndu þar sem humar hefur verið geymdur: Klórinn skaðar humar í fréttabréfi Sjávarafurðadeildar sambandsins segir að á síðustu vertíð hafi verið nokkur brögð að því að sjómenn á Höfn í Hornafirði og víðar hafi blandað klór í sjóblöndu sem humar hafi verið geymdur í um borð. Hafi það verið gert í þeirri trú að klórinn kæmi í veg fyrir sorta- myndun í humrinum. En klórinn gerir ekkert gagn í þessu tilviki og hefur skaðleg áhrif á humarinn ef eitthvað er. Yfirmats- maður Ríkismats á Austfjörðum, Anton Helgason, hefur vegna þessa dreift ljósriti um skaðleg áhrif klórs- ins til allra verkstjóra Kaupfélags Austur-Skaftfellinga sem ætla að dreifa því út í bátana. Gróðurvemdarsamtök hafa áhyggjur vegna hestaferða um hálendið: „Forðist lengri óbyggðaferðir" Landgræðsla ríkisins, Náttúru- verndarráð og Skógrækt ríkisins be- ina þeim tilmælum til hestamanna að þeir skipuleggi ferðalög sem mest um byggðir og jaðar hálendis. Að þeir nýti gististaði í byggð og forðist iengri óbyggðaferðir, með verndun gróðurs í huga. Ferðalög á hestum um hálendið hafa aukist mjög á undanförnum árum. í tilmælum félagsins segir að aukinni umferð hestahópa um landið fylgi aukið álag á reiðleiðum og áningarstöðum. f ár er Ijóst að snjóa leysir seint og vaxtartími gróð- urs verður stuttur. Félögin benda á að gróður á hálendi er viðkvæmur fyrir álagi af völdum hestaferða, bæði vegna beitar og umferðar. Jafnframt lýsa þau yfir áhyggjum sínum vegna ástands gróðurs á ýms- um leiðum þar sem umferð hesta- hópa hefur verið mikil, svo sem Fjallabaksleiðum og við Kjalveg. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.