Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudagur 2. júní 1989 DAGBÓK llllllillllllllllllllllllillllllllllllillllllllllllllllllllillllllll Breyttur opnunartími á Listasafni Einars Jónssonar Opnun Listasafns Einars Jónssonar hefur breyst yfir í sumartíma. Frá 1. júní er safnið opið alla daga kl. 13:30-16, nema mánudaga. Höggmyndagarðurinn eropinn allt árið kl. 11-17. Gardslöttuvélin wm smi iDtf Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 Ferðafélag íslands 2.—l.juni: Helgarferð til Þórsmerkur. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Göngu- ferðir með fararstjóra um Mörkina. Brottför kl. 20 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í., Oldugötu 3. Dagsferðir sunnudaginn 4. júní: Ki. 10 Dyrafjöll-Marardalur-Kolviðar- hóU (nýi vegurinn). Ekið að Nesjavöllum og gendið þaðan um Dyraveg. Rútan tekur hópinn á Nesjavallavegi. Verð kr. 1000.- Kl. 13 Húsmúli-Engidalur-Draugatjörn. Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Miðvikudaginn 7. júní kl. 20: Kvöldferð í Heiðmörk. { þessari ferð verður hugað að gróðri í reit Ferðafélagsins í Heið- mörk. Ókeypis ferð. Frá Rauða Krossi íslands: Mannúð og menning - sumarnámskeið ffyrir börn 1 sumar mun ungmennahreyfing RKÍ halda sumarnámskeið fyrir 8 til 10 ára börn. Hér er um nýjung að ræða, en Rauði Kross lslands rak um skeið sumar- búðir fyrir böm. Með námskeiðum þess- um vill Rauði Krossinn bjóða bömum upp á fræðslu um ýmis mannúðarmá! s.s. þróunarhjálp, friðarmál, mannleg sam- skipti, umhverfismál, skyndihjálp og slysavarnir. Inn f dagskrána er fléttað leikrænni tjáningu, myndlist, tónlist og farið verður í vettvangsferðir. Tvö nám- skeið verða haldin í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Akureyri. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og er 8 tíma á dag. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu RKÍ í síma 91-26722 Sænsk stórhljómsveit í Norræna húsinu Sænsk stórhljómsveit frá Karlstad, Skaare Big Band, heldur tónleika í Nor- ræna húsinu á sunnudag, 4. júnf kl. 18. í hljómsveitinni em 20 manns og á efnis- skránni em þekkt jasslög. Stjómandi hljómsveitarinnar er Per Berggren. Skaa- re Big Band hefur haldið tónleika á hinum Norðurlöndunum í tengslum við vinabæjarmót og er hljómsveitin stödd hér á landi vegna vinabæjarmóts á Blönduósi, en Karlstad er vinabær Blönduóss. Þar verða tónleikar laugar- daginn 3. júní. Lúðrasveitin frá Skaare leikur á Blönduósi á laugardag og á Lækjartorgi kl.15 á sunnudag, ef veður leyfir. Kristinn Nicolai í Gallerí Borg Kristinn Nicolai sýnir olíuverk í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Þetta er seinni sýningarhelgi. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur 6. júní. 1 kjallaranum í Pósthússtræti er ávallt mikið úrval af vatnslita-, pastel- og olíumyndum, auk þess sem þar er alltaf upphengi á myndum gömlu meistaranna, m.a. Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Jóhann Briem, Gunnlaugur Blöndal o.fl. Handavinnusýning og sala á Hrafnistu í Reykjavík Sjómannadaginn 4. júní verður sala og sýning á handavinnu vistfólks frá kl. 13:30 til 17 og rennur ágóðinn til velferð- armála vistfólksins. Grafík-Gallerí Borg 1 Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10, er úrval grafíkverka eftir hina ýmsu listamenn, einnig olíuverk eftir ýmsa núlifandi höfunda. Grafík-Gallerí Borg er opið á venjulegum verslunartíma. BILALEIGA meö utibu allt í knngum landiö, gera þer mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri - 96-21715/23515 Pöiitum bíla erlendi? interRent Bilaleiga Akureyrar Sýning á Ijósmyndum af Jó- hannesi Páli II páfa í Ijós- myndasafni Reykjavíkurborgar 1 tilefni af heimsókn Jóhannesar Páls II páfa hingað til lands heldur Ljósmynda- safn Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, sýningu á ljósmyndum af páfanum, sem pólski ljósmyndarinn Adam Bujak hefur tekið. Adam Bujak hefur hlotið mörg verð- laun fyrir fjölmargar ljósmyndabækur og myndraðir af einstökum viðfangsefnum. Á sýningunni eru 73 Ijósmyndir og verður hún opin almenningi frá 28. maí til 18. júní n.k. Sýningin er opin alla dagana frá kl. 11-19. Pólski kvikmyndaleikstjórinn Andrzej Wajda skrifar m.a. þetta um sýninguna: „Ljósmyndir þessar af Jóhannesi Páli páfa II sem ég hef verið að skoða af mikilli athygli eru af þeim manni sem hvað mest er ljósmyndaður í heiminum nú á tímum. Við sjáum Jóhannes Pál þar sem hann ber krossinn á Colosseum, gengur leið fyrstu píslarvottanna, kyssir jörðina við upphaf páfaheimsóknar, ræðir við börn eða sjúklinga. Allt sem hann aðhefst mótast af einlægri sannfæringu um það að hvert atvik eigi sér nákvæm- lega þennan stað og stund. Sú ímynd sannleikans sem við virðum fyrir okkur í þessum myndum hlýtur að mótast af tveimur máttugum öflum: - Vitund um hver ég er - Skýrri vissu um á hvaða leið ég er. Sjálfstraust, snilli eða ytri áhrif geta ekki framkallað slíkan svip sem endurnýj- ar sig sífellt í hvert sinn sem hann kemst í samband við aðra manneskju. Þetta er skýringin á því hvers vegna andlitssvipur Jóhannesar Páls II er svo lifandi og um leið svo friðsæll. Fólk um allan heim lítur á þetta andlit sem tákn, ekki einungis um leiðtoga kristinna manna, heldur miklu fremur um mann sem er vitni sannleikans, boðberi takmarksins, andlit mannsins." Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samir er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 kl. 10-12 eða á kvöldin. Geymið auglýsinguna. Til sölu DUKS baggatína frá Boða 5 ára. FARENDLÖSE sláttuvél 4 ára v.br. 1,60 m. FRANSGÁRD heyþyrla lyftutengd 2 ára v. br. 5,20 m. Þeir sem hafa áhuga gefi upp nafn og símanúmer hjá auglýsingadeild Tímans, sími 680001. Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.