Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn' Föstudagur 2. júní 1989 AÐ UTAN Er óþarflega mikið hirt um grasflatir í görðum? „Tímasóun, orku- sóun og mengun“ segja sumir ofsnyrtimennskuna kosta Margir garðeigendur eru farnir að efast um ágæti þess að rækta grasbletti í garði sínum. Grasblettirnir eru frekastir á tíma ræktunarmanna, orku og vatn af öllu því sem fyrirfinnst í einum garði. Og við það bætist að mörgum þykir baráttan vonlítil við að gera grasflötina eins fallega og að er stefnt, en í staðinn er rótseigt gras duglegt að hreiðra um sig alls staðar í garðinum þar sem það er talið óæskilegt. Dálkahöfundur í The New York Times hugleiðir málið í blaði sínu ekki alls fyrir löngu og hefur þar að sjálfsögðu reynslu á heimaslóðum í huga. En hann kemur fram með athyglisverða hugmynd sem íslenskir garðeigendur ættu kannski að taka tO íhugunar. Sífelldur sláttur, vökvun og áburðargjöf Við skulum hafa það hugfast að hefði ekki komið til þeirrar ensku uppfinningar á síðustu öld, garð- sláttuvélarinnar, hefðum við nú kindur eða nautgripi á beit á gras- blettinum, eða notuðum sigð (hér væri það orf og ljár) til að slá grasið tvisvar þrisvar sinnum á ári. Vel hirt grasflöt þarfnast tveggja til þriggja sentimetra af vatni á viku yfir sumarið. Ef náttúran reynist naum á vatnið á þeim tíma verður að grípa til vökvunar. Ræktað gras hefur mikla köfn- unarefnisþörf, eins og því sem næst allir grænblöðungar. Fram- leiðsla á tilbúnum köfnunarefnis- áburði er einhver orkufrekasta framleiðsluaðferð sem þekkist í ræktun og skolun köfnunarefnis af grasblettum er stóruppspretta vatnsmengunar. Vikulega, með örfáum undan- tekningum, fara garðyrkjumenn yfir grasflatirnar með sláttuvélum og eyða þar bæði tíma og orku. Hvers vegna ekki heldur engi? Mjög vel hirtar flatir eru ákaf- lega viðkvæmar fyrir skordýraplág- um og sjúkdómum og framleiðsla á efnafræðilegum gagnefnum til að vinna á þessum ófögnuði krefst gífurlegrar orku. Notkun þessara efna kann líka að bæta við mengun- ina. pað mætti t.d. skipta á hinni velsnyrtu grasflöt og engi. Þó að náttúrulegt útlit engisins kunni að virðast vera ósnyrtilegt getur vel skipulagt svæði boðið upp á gnægð litríkra blóma og áhugaverðra þomaðra stöngla og fræhöfða á haustin og veturna. Einn sláttur í lok eða upphafi sprettutíðar er aðalviðhaldsverkið, þó að það kunni að vera nauðsyn- legt að taka upp með rótum eitrað illgresi, tré eða runna. Ákaflega velhirtar grasflatir heyrðu til undantekninga fyrir síð- ari heimsstyrjöld. Fáir garðeigend- ur vökvuðu, báru á áburð eða gerðu nokkuð í því að vernda blettina sína gegn plágum og sjúk- dómum. Á vorin vom grasblettim- ir eins iðjagrænir og þeir eru nú á tímum. Þeir vom líka eins grósku- miklir og grænir eftir að haustrign- ingarnar hófust. Á sumrin var útlit blettsins alger- lega háð móður náttúru. Ef það var frekar svalt og rigndi með skikkanlegu millibili hélt blettur- inn áfram að vera grænn; ef veðrið varð heitt og þurrt átti bletturinn til að verða brúnn og falla í dvala. Lítil hætta á skordýra- plágum og sjúkdómum Grasblettir í því ástandi áttu sjaldan á hættu að draga að sér plágur eða sjúkdóma og þörfnuð- ust sjaldan efnameðferðar gegn þeim. Sjaldgæft var að áburður væri borinn á oftar en einu sinni á ári. Það gæti verið eins konar mála- miðlun að sleppa áburðarumferð- inni snemma vors. Ef merki sjást um að lífsandinn sé eitthvað að dofna í blettinum mætti fara smá áburðaryfirferð aðeins síðar. Eiturefni ætti aðeins að nota ef alvarleg plága eða sjúkdómar koma upp. Það gæti launað sig að nota fyrirbyggjandi gróðureyði til að lækna grasflöt sem er morandi í margs konar illgresi snemma vors, en slík vorhreingeming er ekki sérlega áhrifarík gegn fíflum og öðru fjölæru illgresi. Á vorin er það seigdræpt og hefur oft tíma til að sá sér á ný. Ef unnið er gegn þessu illgresi á haustin hins vegar lætur það ekki sjá sig næsta sumar. Á sumrin ætti ekki að vökva grasið. Það væri ekki slegið snöggt, ekki sneggra en svo að grasið væri í u.þ.b. 5 cm hæð til að varpa skugga á jarðveginn, halda honum svölum og vel sprottið gras myndi leggja sitt af mörkum til að þrengja illgresi burt. Vegna þess að þessi skilyrði hafa letjandi áhrif á plágur Og sjúkdóma, þyrfti sjaldan að grípa til lækningaaðgerða. Ef sprettutíðin væri þurr og grasið félli í dvala og glataði lit, myndu haustrigningar koma gras- inu til hjálpar við að jafna sig og ná góðum þroska. Haustið væri besti tíminn til að bera á áburð og óleskjað kalk. Blandaðar smára* og gras* flatir sjá um sig sjálfar í Bandaríkjunum hefur verið til Unniö gegn þungun smástelpna: Hvaða áhrif hefur 10 dollara getnaðarvörnin? Þegar fjölskylduáætlunardeildin í San Mateo í Kaliforníu tók upp á því nýlega að bjóða skólastúlkum 10 dollara á viku ef þær forðuðust að verða ófrískar þótti sumum vera gengið einum of langt. En yfírmaður stofnunarinnar, Cathleen Gentry benti á að bændum væri borgað fyrir að uppskera ekki af jörðum sínum og fólki væri borgað fyrir að vinna. „Hvers vegna ættum við ekki að borga stúlkum fyrir að verða ekki barnshafandi til að sýna fram á að við metum það líka til fjár?“ spyr hún. Nú eignast fleiri bandarískar stúlkur á táningsaldri börn en nokkru sinni fyrr. Ein af hverjum átta stúlkum á þeim aldri varð ófrísk 1986 - alls um ein milljón. Helmingur þeirra gekk meðgöng- una á enda og ól sitt barn. Ein hverra fimm þeirra átti fyrir eitt barn og ein af hverjum fjórum varð aftur bamshafandi innan tveggja ára. Þessum tölum hefur Barna- verndarsjóðurinn safnað saman og bætir því við að 40% stúlknanna hefðu látið eyða fóstri. Engar áður reyndar aðferðir hafa reynst nógu vel Bandarískir félagsfræðingar eru á einu máli um að getnaðarvarna- áætlanir meðal unglinga innan tví- tugs hafi ekki náð tilætluðum ár- angri. Það hafi ekki heldur gert kynfræðsla í skólum né nein önnur aðferð sem enn hafi verið reynd. Umfram allt hafi aðgerðaleysi ekki dregið úr fjölda 15 ára mæðra sem hafi hætt í skóla og farið beint á fátækraframfæri, rétt eins og mæð- ur þeirra, þrítugar ömmur á fá- tækraframfæri. San Mateo er í nágrenni San Francisco, tilraunastöð á þjóðfé- lagslega sviðinu þar sem nýjar tilraunir eru gerðar og mistök könnuð. Áætlunin um vikupening- ana tekur ekki opinberlega gildi fyrr en í lok maí, en auglýsinga- hernaður er þegar hafinn. Fjölmargar stúlkur hafa þegar gefið sig fram til þátttöku en marg- ar þeirra segjast ekki kæra sig um vikupeningana, þær séu bara að leita eftir siðferðilegum stuðningi. Cathleen Gentry yfirmaður fjöl- skylduáætlunardeildarinnar í San Mateo er sagnafá um hvaða vonir hún geri sér um árangur af áætlun- inni til langs tíma, þó að hún sé óþreytandi að hvetja unglings- stúlkur til að koma á skrifstofuna og sækja vikupeningana gegn því að gæta sín á því að verða óléttar. Hún segir viðbrögðin við hug- myndinni hafa verið geysileg og þar af leiðandi væri ekki skynsam- legt að láta meira uppi fyrr en starfsemin hafí verið rekin nokk- urn tíma. Áætlunin er ætluð táningsstúlk- um sem þegar eiga eitt bam og starfsemin byggist á stuðnings- mannahópum. Dollarabragðið tókst í Klettaf jóllum En það er ekki San Mateo sem á hugmyndina, þar er bara gengið í smiðju hjá útibúi fjölskylduáætlun- ardeildar Denver, í Klettafjöllun- um, sem hrinti í framkvæmd til- raunaáætlun sem kallast „dollar á dag“ fyrir ungar mæður fyrir fjór- um árum. Þar þykir árangurinn þegar viðunandi, aðeins 17% stúlk- ur þar hafa orðið bamshafandi í annað sinn á tveim ámm en það er minna en helmingur þess sem gerist með þjóðinni allri. „Eina skilyrðið sem við settum var að stúlkan hefði einu sinni áður orðið ófrísk, og þriðjungur þeirra sem við tókum að okkur var með börn, annar þriðjungur hafði feng- ið fóstureyðingu og afgangurinn hafði orðið fyrir fósturláti," segir formælandi Denverstarfsins, Su- zanne Satter. „Hjá okkur hefur þetta orðið til góðs. En dollarinn var aðeins ætlaður sem hvatning til að koma á hópfundina, sem em haldnir daglega, þar sem við út- deildum gosdrykkjum og athygli.“ Satter álítur að félagsskapurinn og möguleikinn á því að tala í trúnaði við sína líka hafi verið lykillinn að því hversu vel hefur tekist til í Klettafjöllunum. En fjölskyldudeildinni þar hefur ekki tekist að upplýsa þann leyndardóm hvers vegna unglingar - strákar jafnt og stelpur - eigi svo erfitt með að komast hjá þungun. „Þetta var einfalt lítið atriði til að ráðast gegn flóknu vandamáli. Þungun ung- lingsstúlkna snýst ekki bara um að fá fátækrastyrk, hún snýst um geysilega mikilvæg atriði eins og sjálfsvirðingu." Hjálpræðisherinn í Oakland beinir athyglinni einkum að strákunum 1 San Mateo búa kalifomískir úthverfisbúar sem láta sig málin skipta og em sæmilega vel að sér. í hverfum svertingja í Oakland eru tölur unglingaþungana háar og allt önnur viðhorf ríkjandi. í Oakland þykir ekki stórslys ef táningsstúlka verður bamshafandi, það er frekar hin almenna regla. Fjölskyldudeildin í Denver gaf út sína eigin bók um hvemig varast eigi þungun. Hið sama tilheyrir áætluninni í Oakland og nefnist bókin „Það þarf tvo til“. Það verkefni rekur Hjálpræðisherinn og beinir athyglinni einkum að ungum strákum. Talsmaður Hjálp- ræðishersins, Zenobia Embry- Nimmer segir að unglingar séu ekki beint þekktir að því að leggja hlutina nákvæmlega niður fyrir sér áður en þeir hefja framkvæmdir. „En þó að tölumar hafí ekki lækk- að enn merkir það ekki það sama og að verkefni sem þetta hafí ekki sín áhrif,“ segir hún. Embry-Nimmer á ekki sterkari fyrirlitningu en til handa þeim sem halda því fram (og þeir em margir) að stúlkur í fátækrahverfunum verði ófrískar til að komast á fátækrastyrk, sem er u.þ.b. 100 dollarar á viku að meðaltali. „Fólk sem heldur slíku fram veit ekki hvemig það er að komast af á þessari fjárhæð. Ég vildi gjama sjá hvemig því tækist til,“ segir hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.