Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. júní 1989 Tíminn 13 ARNAÐ HEILLA lllllllllllllllllll Aðalsteinn Jóhannsson Tíminn líður hratt, einnig á köldu vori við ísafjarðardjúp, og menn ræða tíðarfarið og muna vart annað eins, enda minni á veður misjafnt og ef til vill muna sumir liðin harðinda- vor þótt þeir muni þau ekki. En einn af gleggstu bændum Djúpsins varð áttræður hinn 16. maímánaðar, maður með trútt minni og hefur lifað mörg vor blíð og stríð hér á slóð; Aðalsteinn Jóhannsson, bóndi á Skjaldfönn áratugum saman og þar runninn upp. Er það mín mein- ing fullkomin að orðum hans megi treysta í þessu efni sem öðrum. Bændaættir standa að Aðalsteini og bjuggu foreldrar hans á Skjaldfönn, Jóhann Ásgeirsson og kona hans Jóna Jónsdóttir ljósmóð- ir, enda mun búskapur hafa staðið næst hjarta hans sem sá atvinnuveg- ur, er hann helst vildi stunda, ekki þó með gróðasjónarmið í huga held- ur öllu fremur köllun, haldreipi, lífsstíll eins og sagt er nú á dögum. Hitt er annað mál, að það sem vel er hirt gefur góðan arð og engum fær dulist, er heim að Skjaldfönn kemur, hvílík snyrtimennska þar ríkir og hver regla þar er á öllum hlutum. Getur vart fegurra býli hér á slóðum og þótt víðar væri um skyggnst. Fer þar saman fallegt bæjarstæði, Skjaldfönn eldfornt, hinn vinalegi burstabær svo og umgengni öll og sú prýði er í öllu mætir auga. Skammt til jökuls, en Selá liðast neðan túns. En eigi er Aðalsteinn allur í bóndanum séður og hafa margir þessa varir orðið, innlendir menn og aðrir af fjörrum löndum, er hingað kómu að efla sig í náttúruvísindum og þjóðlegum fróðleik. Kann Aðal- steinn hin bestu skil á ýmsu því er hér til heyrir og sóttu fræðimenn ótæpilega í þann brunn er hann var BÆKUR Kvikmyndahand- bókin komin út Nýlega kom út hjá íslenska kilju- klúbbnum nýr bókapakki og eru í honum þrjár bækur. Það eru Þegar ég varð óléttur. Úrval úr ritum Þórbergs Þórðarsonar, Heltekinn eftir P.D. James (fyrra bindi) og fimmta og síðasta bindi Kvikmynda- handbókarinnar eftir Leslie Halli- well með íslenskum viðauka. Þegar ég varð óléttur er úrval úr ritum Þórbergs Þórðarsonar og kem- ur út í tilefni aldarafmælis hans. Meðal efnis eru Endurfæðingar- krónika Þórbergs, frásögn hans af því er hann hélt sig vera óléttan, sagan af því er hann var myrtur, kafli um ritsnilld hans og kaflinn um byltingu í ríki útvaldra, svo eitthvað sé nefnt. Aftast í bókinni er ritgerð eftir Áma Sigurjónsson um Þórberg og yfirlit yfir ævi hans og verk. Útgáfu bókarinnar önnuðust Ámi Óskarsson og Ámi Sigurjónsson. Bókarkápu gerði Guðjón Ketilsson. Bókin er 199 bls. að stærð og prentuð og bundin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Heltekinn eftir P.D. James er íspennuságá- í 'fýrstá flokki.- Fyrra bindi hennar kemur út nú en hið seinna að mánuði liðnum. Sagan kom áður út hjá Máli og menningu árið 1988. Áskrifendur kiljuklúbbs- ins þekkja P.D. James vel, enda er þetta fjórða saga hennar, sem gefin er út í klúbbnum. Gerð hefur verið sjónvarpsþáttaröð byggð á Heltek- inn, og er ráðgert að sýna hana á íslandi. Kápu hannaðiTeikn. Bókin er 253 bls. að stærð og er unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Kvikmyndahandbókin eftir Leslie Halliwell hefur áður verið kynnt í blöðum. íslenski kiljuklúbburinn hefur nú lokið útgáfu á þessu mikla verki, þar sem fímmta og síðasta bindið er nú komið út. Þýðingin er eftir Álfheiði Kjartansdóttur. Aftast í þessu síðasta bindi er viðauki um íslenskar kvikmyndir. Hann felst annars vegar í yfírlitsgrein eftir Er- lend Sveinsson og hins vegar í um- sögnum um íslenskar kvikmyndir sem unnar em með líkum hætti og umsagnir Halliwells. Kápu þessarar bókar hannaði Brian Pilkington. Bókin er 272 blaðsíður að stærð. Hún er unnin hjá Prentsmiðjunni Oddah.f. og er. Mun örnefnasöfnun hans í landi Skjaldfannar til fyrirmyndar að vexti og trúverðugleika og vel man undirritaður útskýringar hans á notkun og heitum ýmissa amboða og áhalda er nútíminn hefur lagt fyrir óðal: drögur, vögur, líkberi ... Má af þessu ráða og fleiru, að vel hefði Aðalsteinn sómt sér sem verk- maður á akri íslenskra fræða, og enda þótt sá sé vel plægður, mundi hafa munað um hann á þeim reit og eigi ólíklegt, að hann hefði þar brotið nýtt land að nokkm, hliðstætt því er hann gert hefur á búi sínu, en ræktunarmaður lands hefur hann verið, bæði í miklum mæli og vel að unnið. Bækur hafa verið honum innan seilingar jafnan og er Skjald- fönn mikið bókaheimili og finnst þar bæði- gamalt og nýtt í skápum. Kemur mér vitanlega í hug, hvort Aðalsteinn muni ekki meðal hinna síðustu í bændastétt er sinna á stopulum stundum fræðum í ein- hverri mynd og að einhverju marki, um leið og þess skal vænst að hugboð þetta reynist rangt. Má vissulega segja, að hann sé í þessu efni sómi stéttar sinnar eigi síður en í búskap öllum. Eitt sinn er við gengum völl frá kirkju á Melgraseyri til húss, vék hann tali sínu að brjóskmyndun í efra skolti nautgripa og hafði um þetta fáheyrt orð, þjarkur.að mig minnir, en eigi kann- aðist ég við hvorki vöxt þennan né heiti hans og sannaði Aðalsteinn mér enn á ný hið fornkveðna, að margt er skrýtið í kýrhausnum. Aðalsteinn er hinn mesti gæfu- maður, farsæll í starfi og kvæntur hinni mestu myndar- og greindar- konu, Hólmfríði Indriðadóttur, skálds frá Fjalli, Þórkelssonar, og má með sanni segja að svo sem allt er í reglu og röð utanhúss á býli þeirra, þá er og hið sama á teningi uppi hvað varðar umgengni innan- húss. Ber allt þar blæ snyrti- mennsku, hreiiilætis og menningar- legrar umgengni. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og býr Indriði, eldri sonurinn, á ættaróðalinu, mjög „of ið sama far“, svo notað sé fornt orðalag, allt með festu og öllu vel í horfi haldið, ræktun fjár og jarðar, sem öðru, og mun afmælisbarninu þykja betra en ekki að svo er, þekki ég rétt til. Hin bömin eru Kristfn, gift í Svíþjóð, íslenskum manni, og Jóhann er býr í Reykjavík. Grein þessi er síðbúnari en ég hefði viljað, en með því eigi mun um fengist verða sleppi ég afsökunar að biðja, en hún á að flytja Aðalsteini og Hólmfríði þakkir okkar hér í Vatnsfirði fyrir góða viðkynningu og traust, er við öll höfum verið sam- tímis við Djúp, en það er nú orðið á fjórða tug ára. - Við óskum þér góðra ára, hlýrra vora með góley í varpanum, mikillar gleði er dalinn og ána ber fyrir augu, landið, sem hefur ætíð verið þinn heimur og hýsir draum þinn allan. -Lifðu heill. Síra Baldur Vilhelmsson, prófastur, Vatnsfirði. « v —’ - - -- - BÍLRÚÐUtSETNINGAR OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 0 670675 RÚÐUÍSETNINGAR í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTA Á KVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON 0 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 Alexander Stefánsson alþlngismaður Vesturlandskjördæmi Alexander Stefánsson, alþingismaður verður til viðtals og ræðir þingmál og stjórnmálaviðhorfið, á eftirtöldum stöðum sem hér segir. Reykholt, föstudaginn 2. júní kl. 14.00 Hvanneyri, föstudaginn 2. júní kl. 17.00 Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, laugardaginn 3. júní kl. 14.00 Borgarnes, mánudaginn 5. júní kl. 20.30 Akranes, þriðjudaginn 6. júní kl. 20.30 Tímasetning og húsnæði auglýst jafnóðum. Landsstjórn og framkvæmdastjórn LFK Aðal- og varamenn eru boðaðir til fundar að Nóatúni 21, laugardag- inn 3. júní kl. 10-16. Dagskrá: Undirbúningur landsþings. A. Málefni. B. Framkvæmd. C. önnur mál. Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 91-24480. Ath. breyttan fundardag. Stjórnin. llli Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, verðurfrá og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. ¥ Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1989 Dregið verður í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní n.k. Velunnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 9. júní. Framsóknarflokkurinn Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins^að Hámráborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Framsóknarmenn Siglufirði Munið hádegisfund á Hótel Höfn föstudaginn 2. júní. ^xjjsxr^jrxarjrjfiaaxxsx

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.