Tíminn - 02.06.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 2. júní 1989
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Símaskráin 1989 komin í gildi.
Athygli símnotenda er vakin á því að nýja
símaskráin tók gildi 28. maí s.l.
Um leið fóru fram númerabreytingar hjá all
mörgum símnotendum m.a. vegna nauðsynlegra
breytinga á jarðsímakerfinu og tengingar við nýjar
símstöðvar.
Af þessum ástæðum og vegna margvíslegra
annarra breytinga er nauðsynlegt að símnotendur
noti strax nýju símaskrána.
Undantekning er þó 95 svæðið en þar verða
fyrirhugaðar númerabreytingar gerðar um miðjan
júní n.k. og verður það auglýst nánar síðar.
Ritstjóri símaskrár.
OLL VINNSLA
PRENTVERKEFNA
Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að
okkur hönnun og vinnslu á stórum og
smáum prentverkefnum.
Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki.
Reynið viðskiptin.
iPRENTSMIÐIANi
Œ
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Sími 45000.
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaöur: Nafn umboðsmanns Heimlll Sfmi
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228
Kópavogur LindaJónsdóttir Holtagerði 28 641195
Garöabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228
Keflavik GuðrfðurWaage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerðl IngviJón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740
Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvfk LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447
ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Flateyrl Sigríður Sigursteinsdóttir Drafnargötu 17 94-7643
Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503
Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122
Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavlk Elísabet Pálsdóttir BorgarbrautS 95-3132
Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi12 95-1485
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311
Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavfk Hermann Benediktsson Brúnagerði 11 96-41620
Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn KristinnJóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Svanborg Viglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pótursson Árskógar13 97-1350
Seyðlsfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467
Neskaupstaður KristfnÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626
Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlfö19 97-61367
Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299
Stöðvarfjörður Svava G. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Ojúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389
Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813
Eyrarbakkl Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005
Laugarvatn Halldór Benjaminsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöllur JónlnaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335
Vfk VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216
Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192
Kýrnar á bænum Hlíð ( Austur-Landeyjum eru komnar úr fjósi og hér bíta þær gras af áfergju.
Tímamynd: Pjetur
§MpK
BELJUR I HAGA
Kýr eru nú komnar í haga í flestum kúabúum á Austur-Landeyjum. Bændur á þessu svæði eru yflrleitt fyrr á
ferðinni en kollegar þeirra annars staðar á iandinu og er það meðal annars vegna þess hve snjór er lítill á þessu
svæði.
Að sögn bænda er hér um fyililega eðliiega tímasetningu að ræða, tún eru orðin græn í Austur-Landeyjum
og engin hætta á þvi að þau verði fyrir skemmdum.
Kýmar verða að vonum glaðar þegar þær koma út fyrir dyr í fyrsta sinn eftir langan vetur. Mikill hamagangur
er því á bæjum og vill oft ein og ein rolla týna lífi. En þessi atburður boðar þó án efa komu sumarsins. -gs
Dagsbrún boðar verkfall hjá gæslufyrirtækinu Vara undirriti fyrirtækið ekki
kjarasamninga. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar:
Núverandi ástand
ekki liðið lengur
„Fyrirtækið hefur verið samningslaust og starfsmennimir
ekki í neinu verkalýðsfélagi. Það hafa ýmsar leiðir verið
reyndar til að koma lagi á þessi mál hjá þessu fyrirtæki, m.a.
sáttatilraunir hjá ríkissáttasemjara en alit án árangurs,“ sagði
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar í gær.
Það sem Guðmundur ræðir hér er
mál gæslufyrirtækisins Vara en eig-
andinn hefur um nokkurra ára skeið
neitað að undirrita kjarasamninga
og starfsmenn hans því ekki í neinu
verkalýðsfélagi. Þar með hafa ekki
borist neinar greiðslur í neina lífeyr-
issjóði vegna þeirra og þaðan af
síður verið staðið skil á launatengd-
um gjöldum.
ftrekað hefur verið gengið eftir
því að þessum málum yrði komið í
lag og á sínum tíma, þegar verkfall
var að skella á fyrirtækið, var gert
samkomulag við starfsmann á skrif-
stofu VR um að starfsmenn Vara
hlytu félagsréttindi í VR og greiddu
í lífeyrissjóð félagsins. Stjórn VR
felldi hins vegar það samkomulag.
„Forstjóri Vara hefur ekki látið
sér segjast síðan og telur sig ekki
skuldbundinn til að gera neina samn-
inga,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði ennfremur að afar óljóst væri
hvaða laun starfsmennirnir hefðu en
reynt væri að láta líta svo út sem þeir
væru einhvers konar verktakar.
„Það má búast við að ef ekki
semst, þá komi til átaka við þetta
fyrirtæki. Því verður einfaldlega
ekki unað lengur að eitt fyrirtæki
komist upp með að gera ekki samn-
inga við verkalýðsfélög, greiði ekki
launatengd gjöld og keppi síðan við
aðra á markaðnum sem eru samn-
ingsbundnir og standa við skuldbind-
ingar sínar að þessu leyti. Við erum
að reyna til þrautar að fá manninn
niður á jörðina án stórillinda en það
hefur ekki tekist til þessa. Við getum
ekki og ætlum ekki að líða slíkt
lengur," sagði Guðmundur.
-sá